Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1998, Blaðsíða 9
UV FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998
HLJÓMPLjÍTU
Pulp - This is Hardcore ★★★★
Nýja Pulp-platan er frábær. Hún er ekki
„Common People" annar hluti, heldur eitt-
hvað allt annað. Platan hefur sterk áhrif á
mann. Jarvis greyið er óðum að verða mið-
aldra og lífsefmn farinn að herja á hann.
Gamla ósvaraða spurningin „TU hvers er
maður að þessu?“ brennur á honum og hann
veltir henni og svipuðum spurningum fyrir
sér. Textarnir eru góðir - háðið slípað og
pælingarnar ferskar - og maður leggst ekki
í andlega kör þótt Jarvis sjái sjaldan Ijós í
svartnættinu. Að hlusta á hann jafnast næst-
um á við að sitja með góðum vini yfír kaffi-
bolla og ræða viðkvæm einkamál ofan í kjöl-
inn - manni líður betur eftir á. Tónlistin hefur breyst mikið, þótt enn megi fmna
létta Pulp-slagara með grípandi söngvænum viðlögum, lög eins og „I’m a Man“ og
„Dishes“. Þá er „Party Hard“ frábært keyrslulag en Jarvis þar kannski fulllíkur
David Bowie í söngstU. Hljómsveitin hefur þyngst til muna frá síðustu plötu. Það
segir sig sjálft að á plötu sem er tólf laga og tæplega sjötiu mínútur eru nokkur löng
lög. Smáskífurnar, lögin „Help the Aged“ og „This is Hardcore" eru frábærlega sam-
ansett. Þar er uppbyggingin óvænt og útkoman snilldarleg. Eina lagið sem ég sætti
mig ekki alveg við er „Seductive Barry“; þar fer bandið í eina skiptið yfir hið við-
kvæma strik snilldar og tilgerðar. Það breytir því ekki að „This is Hardcore" er
besta plata sem ég hef heyrt mjög lengi. -Gunnar Hjálmarsson
Blur - Bustin' & Dronin' ★★
Blurdrengirnir reyndu með öllum tiltæk-
um ráðum að losa sig við fyrri frægð og
poppvirðingu þegar þeir gáfu út síðustu
plötu. Nú vilja þeir ganga enn lengra í að að-
skilja sig Britpoppinu. Á fyrri disk þessarar
tvöíoldu plötu eru 9 endurmix af lögum af
síðustu plötu. Margt er þar ágætt. William
Orbit hakkar í sig „Movin’ On“ og breytir í
rafpönk. Það er eina áðurútkomna lag disks-
ins (var á B-hhð). „Beetlebum" í meðfórum
Mobys er óþekkjanlegt og laglega ort af-
slappelsis grúf og álíka meðferð fær „Theme
FFrom Retro“ hjá John McEntire (úr Torto-
ise), sem á best heppnaða endurmix disks-
ins. Hann breytir laginu í mjög friskt og fljótandi víbrafónsdjamm. Annað verra er
mix Walters Wall, sem breytir „On Your Own“ í þriðja flokks Underworld-lag, og
Sonic Youth-foringinn Thm-ston Moore hefur greinilega engan áhuga á Blur og ger-
ir hálfpartinn grín að þeim með sínu mixi. Á seinni disknum eru hráar tónleika-
upptökur af sex lögum úr þætti Johns Peel á BBC. Blurstrákar eru þar í ágætu formi
og rokka geyst. í heild er platan fin fyrir aðdáendur Blur, en aðrir hafa lítið með
þennan sundurleita pakka að gera. -Gunnar Hjálmarsson
Lionrock - City Delirious ★★★
Justin Robertson er heilinn á hak við
Lionrock, plötusnúður sem stundum hefur
hrætt liftóruna úr dansliðinu með því að
mæta með rafmagnsgítar í plötusnúðsbúrið.
City Delirious er önnur plata Lionrock og
mikil framför frá þeirri fyrstu. Að vanda fer
Justin út um víðan völl f leitinni að góðu
grúfi. Við lifum jú á tímum menningarlegs
hrærigrauts og í tónlistinni kemur þetta
fram i algjöru kaosi. Justin setur góðan takt
á grautinn og ber niður í hipphoppi, blús,
rokki, sálartónlist, þýskri tölvutónlist og
teknói, að ógleymdu gamla ska-inu sem
hann notar sem aðalbyggingarefni í besta
lagi disksins, hinu dúndurskakhæfa „Rude Boy Rock“. Þegar best lætur er tilrauna-
blærinn skemmtilegur og öörvandi, en stundum verður hræringurinn einum of
blandaður, og þegar maður veit nákvæmlega hvaðan „sömplin" í tónlistinni koma
verður tilfmningin svipuð og að flnna plástur í blönduðum ávaxtagraut. Justin
kann að gera góða danstónlist, en reynir einum of oft að smíða lög sem hann er bara
algjör amatör í. Rapparinn MC Buzz B kemur við sögu í nokkrum lögum, Ijær þeim
djúpa rödd sína og bætir velþegnum mannlegum þætti við. Ágæt plata á köflum en
í heild ekkert sérstök. - Gunnar Hjálmarsson
ln tha beginning... there was rap ★★★
Það hefur ávallt verið talin vís leið til
vinsælda að taka eitthvert gamalt lag og
endurgera það. Margar hljómsveitir hafa
farið þessa leið en með vægast sagt mis-
jöfnum árangri og því er ekki laust við að
það skjóti manni smáskelk í bringu að sjá
lagalistann á þessari plötu. Allt gamal-
kunnir smellir og svo nöfh flytjendanna
fyrir aftan. En um leið og maður setur
diskinn í og meðlimir Wu-tang clan eru
búnir að hita sig upp kemur þessi líka
þungi og hrái RZA-taktur, búinn til úr
slögum þeirra félaga í Run DMC. Þá
þurrkast allir fordómarnir úr heilabúinu
og maður byrjar að dilla höfðinu.
Á diskinum er samansafn klassískra old school hip hop laga (meðal annars
Sucker MC’s og Fuck tha Police) i flutningi ýmissa fremstu rappara nútímans.
Lögunum er ekki mikið breytt en stíll hverrar hljómsveitar skín þó hvarvetna
í gegn. Gott dæmi er lagið Fuck tha Police sem er upprunalega mjög hrátt og
hart. Þar kemur skýrt fram hinn melódíski stíll Bone thugs-N-Harmony þótt
þeir noti fyrst og fremst hljóð úr frumútgáfunni.
Meðal annarra flytjenda eru Puff Daddy, Cypress Hill og The Roots, en þeir
síðastnefndu útfæra „old school antheminn", The Show, á frábæran hátt.
Góður ruddi sem enginn oldschool-aðdáandi ætti að láta fram hjá sér fara.
-Guðmundur Halldór Guðmundsson
Því hefur verið hald-
ið fram að unglingar
þrái ekkert heitar en
að gera uppreisn gegn
foreldrum sinum. Það
var á ’ sínum tíma
nokkuð örugg leið að
hlusta á rokk og ról ef
átti að storka gamla
settinu og fá það öskr-
andi inn i herbergi.
Nú eru flestir foreldr-
ar gamlir rokkarar,
hippar, pönkarar eða
diskófrík og því erfitt
lengur að ögra með
tónlist, nema kannski
með framúrstefnulegri
raftónlist sem flestum
foreldrum og öðrum
gamalmennum finnst
óskiljanlegt píp. Jap-
anska hljómsveitin
Guitar Wolf spilar að
vísu rokk og ról en
gerir það á svo yfir-
náttúrlega hráan hátt
að allir nema heyrnar-
lausustu rokka-
billípabbar koma æð-
andi og æpa á ungling-
inn: „Taktu þennan
helvítis hávaða af eins
og skot!“ sé tónlist Jap-
anana brúkuð heima
fyrir.
Síðan kjarnorku-
sprenjurnar féllu hafa
Japanir verið hallir
undir amerísk áhrif.
Þeir gleyptu rokkið
þegar það kom á sín-
um tíma og gerðu að
sínu en þó var alltaf
eitthvað skrýtið við
japanskt rokk og er
enn. Þremenningarnir
Japönsku Gítarúlfarnir: „Þú þarft að fara í sturtu eftir að hafa hlustað á þessa
hljómsveit!"
Guitar Wolf
- hráasta rokkhljómsveit í heimi?
í Guitar Wolf kynntust nálægt
Tokyo í byggingarvinnu fyrir
rúmlega tíu árum og ákváðu að
stofna hljómsveit þótt enginn
þeirra kynni á hljóðfæri. Þeir
drógust hver að öðrum því þeir
voru einu mennirnir á svæðinu
sem notuðu brilljantín í hárið
og voru í leðurjökkum. Seiji
söng og spilaði á gítar af því
hann var kræfastur en Billy og
Toru fóru á trommur og bassa
af því þeir gátu verið svip-
brigðalausir og svalir lengi í
einu. Síðan hafa þeir verið að
og geflð út einar fimm plötur
meö ofurpönkuðu rokki og róli
sem hljómar eins og það hafl
verið tekið upp á lélegasta
kasettutækið í bænum sem þar
að aúki var haft oní ruslatunnu
á meðan bandið ruddist í gegn-
um lögin sín.
Töffaratrlx
Fyrir utan að kunna ekki á git-
ar kann Seiji varla ensku en það
hindrar hann ekki í því að syngja
á „máli rokksins". Hann syngur á
algengasta rokkfrasamáli, á tón-
Þremenningarnir í Guitar Wolf kynntust nálægt Tokyo í byggingarvinnu
árum.
leikum æpir hann ýmis rokkslag-
orð, eins og „Jeee!“, „Rock!“ og
„Let’s Go!“ með sinni skræku
hvellu japönsku rödd og kann þar
að auki öll helstu töffaratrix
rokksins eins og að hoppa upp á
hátalarabox, spila með tönnunum
og á góðum stundum kveikir
hann í gítarnum en slekkur hratt
í honum aftur því hann á bara
einn gítar. Á meðan þessu fer
fram stendur bassaleikarinn graf-
kyrr en útglenntur og hamast á
jórturgúmmíi í munninum og
trommarinn ber settið í æsingi en
tekur sér stundum pásur í miðj-
um lögum til að greiða sér. Þessi
svakalega sviðsframkoma hefur
orðið til þess að hljómsveitin hef-
ur spilað með snilldarrokksveit-
um eins og The Cramps og Jon
Spencer Blues Explosion. Þar að
auki hefur plötufyrirtækið Mata-
dor gefið út tvær plötur með sveit-
inni. Matador er með happasæl-
ustu smáfyrir-
tækjunum í
bandarísku
rokki og gefúr út
plötur með
Pizzicato 5, Yo
La Tango, Pave-
ment og fleiri.
Nýjasta plata
Guitar Wolf heit-
ir Planet of The
Wolves og er
bæði músikalsk-
ari og klikkaðri
en fyrri plötur.
Tímaritið
Entertainment
Weekly sagði um
verkið: „Þú þarft
að fara í sturtu
eftir að hafa
hlustað á þessa
hljómsveit."
Betri dóma gætu
japönsku villi-
mennirnir varla
fengið!
fyrir rúmlega tiu . gjjj