Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1998, Page 12
imyndbönd
W'k -k ”
MYNDBANDA
Roseanna's Grave:
Líf og dauði ★★
Hér segir frá kráareigandanum Marcello, sem
leggur allt í sölumar til að halda þorpsbúum á lífí. Ástæðan er sú að
konan hans, sem á skammt eftir ólifað, vill verða grafin í kirkjugarði
bæjarins við hlið dóttur sinnar, en kirkjugarðurinn er að fyllast. Aðeins
þrjú stæði eru eftir í kirkjugarðinum og Marcello verður því annaðhvort
að sjá til þess að ekki fleiri en tveir deyi eða sannfæra landeiganda
nokkum um að selja kirkjunni jarðarskika sem liggur að kirkjugarðin-
um, en þeir em svamir óvinir. Þessi söguþráður er efni í stórgóðan og
vel klikkaðan farsa, en myndin nær sér því miður aldrei á flug. Verið
er að reyna að troða inn í hana einhverri lífsspeki sem er ekkert óvit-
laus út af fyrir sig en einfóld og ónauðsynleg. Það lifnar stundum yfir
myndinni, mest vegna hamagangsins í Jean Reno sem skapar hér enn
einn indælisaulann og fer létt með það. Myndin kallaði fram bros og
hlátur af og til, en var í heildina fremur langdregin, sem er mikill ókost-
ur þegar grínmyndir em annars vegar.
Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Paul Weiland. Aðalhlutverk: Jean
Reno og Mercedes Ruehl. Bandarísk, 1996. Lengd: 94 min. Öllum leyfð.
-PJ
Scatface:
Fíkniefnabarón **★*
Scarface segir sögu Tony Montana, eins margra
kúhanskra glæpamanna sem Fidel Castro losaði sig
við 1980 með því að hleypa þeim yfir til Bandaríkj-
anna. Laus undan oki kommúnismans einsetur hann
sér að komast áfram í landi tækifæranna. Hann
kemst inn undir hjá fíkniefnabarón í Miami og bygg-
ir síðan upp eigið eiturlyfjaveldi. Með hörku og
dugnaði klifrar hann á toppinn, en þegar þangað er
komið fer að halla undan fæti og hann missir smám
saman tökin á sjálfum sér og veldi sínu. Scarface er
mikið meistarastykki og langbesta mynd Brian De
Palma, en handritið skrifaði Oliver nokkur Stone. Hún þótti á sínum
tima með eindæmum hrottaleg og ætti enn að halda velli gagnvart of-
beldismyndum samtímans hvað það varðar. Lokakafli myndarinnar, þar
sem Tony Montana gloprar öllu út úr höndunum á sér, er mjög vel gerð-
ur og áhrifamikill. A1 Pacino sýnir stórleik í aðalhlutverkinu og hefði
átt óskarsverðlaun skilið, en þama er einnig fjöldi áhugaverðra leikara
í aukahlutverkum, einna helst má nefiia Steven Bauer, Robert Loggia og
Michelle Pfeiffer. Dramatísk tónlist Giorgio Moroder vofir yfir öllu sam-
an eins og hrægammur.
Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Brian De Palma. Aöalhlutverk: Al
Pacino. Bandarísk, 1983. Lengd: 161 mín. Bönnuö innan 16 ára.
-PJ
★★
Eðalvagnabílstjórinn Eddie er einn af hörðustu
stuðningsmönnum körfuboltaliðsins New York
Knicks, en gengi þeirra hefur verið með versta móti
þetta tímabilið. Nýr eigandi liðsins sér í Eddie
skemmtikraft sem getur laðað áhorfendur að, losar
sig við þjálfarann og útnefnir Eddie í staðinn. Allir
líta á þetta sem sirkusbragð og hreinan brandara, en
smám saman tekst Eddie að ávinna sér virðingu I
starfínu og ná árangri. Myndin er nokkuð skemmti-
lega biluð til að byrja með og býður upp á fyndna
brandara hér og þar. Aöalpersónan er til þess fallin
að höfða til áhorfenda, skemmtileg almúgamann-
eskja sem fær að leika sér með stóru strákunum. Eftir því sem líður á
myndina fer formúlan að síga í og myndin missir þann litla sjarma sem
hún hafði. Hetjan fær óvænta upphefð, verður vel ágengt, mætir síðan
andstreymi sem virðist óyfirstíganlegt, en reddar málunum og slengir
dágóðri slummu af boðskap í andlitið á okkur um leið.
Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Steve Rash. Aðalhlutverk: Whoopi
Goldberg. Bandarísk, 1996. Lengd: 96 mín. Öllum leyfð.
-PJ
Contact:
Að ná sambandi
Robert Zemeckis nauðgar hér með eftirminnileg-
um hætti sögu Carl Sagan um fyrstu kynni jarð-
arbúa af vitsmunaverum frá öðrum hnöttum og býr
til þriðja flokks sápuóperu úr henni. Hann hafði í
höndunum tiltölulega gáfúlegan og heimspekilega at-
hyglisverðan efnivið, en úkoman er heimskt og yfir-
gengilega melódramatískt bull, sem er að auki svo
langdregið að á lokamínútunum fann ég fyrir ákafri
löngun til að kyrkja Zemeckis. Allur hamagangurinn
í kringum uppgötvun útvarpsboðanna um miðbikið
er að vísu ágæt afþreying, en má sín lítils gagnvart
löngum og leiðinlegum inngangi og lokakafla. Jodie Foster er hörkuleik-
kona, en persóna hennar í myndinni er útþynntur vælukjói. Eini leikar-
inn sem sýnir einhverja takta er John Hurt í skemmtilegu hlutverki
hálfbrjálaða auðkýfingsins Hadden, en hann kemur mun meira við sögu
í bókinni. Eina jákvæða framlag myndarinnar til sögunnar er flottar
tæknibrellur. Þetta er ömurlegasta stórmynd sem ég hef séö, en hún fær
hálfa stjömu af því að ég er í góðu skapi.
Útgefandi: Warner-myndir. Leikstjóri: Robert Zemeckis. Aöalhlutverk:
Jodie Foster og Matthew McConaughey. Bandarísk, 1997. Lengd: 143
mín. Bönnuð innan 12 ára.
-PJ
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 TIV
SÆTI ; FYRRI J VIKA j VIKUR ; Á LISTA i i TITILL j ÚTGEF. j j TEG. J
1 : i i 3 i. Með Fullri Reisn j Skífan J Gaman
2 i : 2 : 2 : j j Air Force One j J ) Sam-Myndbönd J Spenna J J
3 : 3 j j 1 j L J Beverly Hills Ninja J Skffan , Gaman
4 j : Ný j ) i 1 i Contact Wamermyndir J ,. i ; Spenna
5 1 Ný i 1 i Volcano j j Skífan J j Sowna
6 J : 4 j j J 1 4 J 4 ) Austin Powers j Háskólabíó I *' * • j Gaman
7 i 5 J J j 5 J , i Conspiracy Theory ! 1 1 Wamermyndir 1 Soenna
8 J j 7 j i J i 2 i J J Most Wanted 1 ’ J i Myndfomt J i Spenna j
9 j 6 i 5 i Romy and Michele's High j SamMyndbönd J Gaman
10 : Ný i j i 1 J j J Beutician and the Beast J J CIC myndbönd j J J Gaman
11 : 12 J C J J b J Addicted to Love i Wamermyndir i Gaman
12 j i n J J i 4 í 187 J ..... ij||ggj|J§J j Skífan J ; Spenna
13 i j 8 í 6 i Bean j J Háskólabíó J j Gaman
14 J : io i i6 i 1 1 Speed 2 J j Skífan J ’ ) .*&! Spenna J
15 9 j 7 ' j j i 3 Ji J i BreakDown 1 Sammyndbönd 1 Spenna
16 j j J 13 j Pusher, The J i j Háskólabíó J J i Spenna j
17 i Ný ! l i Roseanna's Grave j Sam myndbönd Gaman
18 i 14 i 9 í J J Grosse Point Blank j J Sammyndbönd j J Gaman J
19 j Ný i 1 i Armageddon i Myndform j Spenna
20 ! 15 : io ; Murder at 1600 Warner myndir J Spenna
24.-30. mars
Nokkrar nýjar myndir koma inn á listann þessa vikuna án
þess þó að hreyfa við þremur efstu myndunum. The Full
Monty situr sem fastast í efsta sætinu eina vikuna enn. í
fjórða og fimmta sæti koma nýjar myndir, hin mannlega
geimvísindamynd, Contact, og stórslysamyndin
Volcano. Neðar á listanum er The Beautican and the
Beast sem er gamanmynd þar sem Fran Drescher leikur
aðaihlutverkið en hún er þekktust fyrir að leika barnfóstr-
una í samnefndri sjónvarpsseríu sem sýnd er á Stöð 2.
Enn neðar er gamanmynd á mannlegum nótunum, Ros-
anna’s Grave. í henni leikur franski leikarinn Jean Reno
aðalhiutverkið ern hann hefur gert garðinn frægan í kvik-
myndum Lucs Bessons. Á myndinni er Chris Farley í
Beverly Hills Ninja sem vermir þriðja sæti listans.
Tn*tttitóh!ir^jíai«eBiter
T&idjahur
llálRaanf
The Fuil
Monty
Robert Carlyle og
Tom Wilkinson.
Myndin segir frá
nokkrum atvinnulausum
kunningjum í borginni
Sheffield í Englandi. Þeir
hafa fáít við að vera í at-
vinnuleysinu en dag einn
kemur til borgarinnar
Chippendaledansflokkur-
inn og skemmtir fyrir
fullu húsi fagnandi
kvenna. 1 framhaldi af því
fær einn kunningjanna þá
flugu í höfuðið að þeir fé-
lagamir stofni dansflokk.
Það versta er að enginn
þeirra kumpána kann að
dansa svo vel sé. Einn
þeirra er að nálgast fimm-
tugt, annar er allt of feit-
ur og sá þriðji er þung-
lyndur og svo framvegis.
Air Force
One
Harrison Ford og
Gary Oldham.
Forseti Bandaríkj-
anna er á heimleið í for-
setaþotunni ásamt eigin-
konu og dóttur. Rétt eft-
ir að vélin er komin á
loft kemur í ljós að um
borð er hryðjuverkahóp-
ur. Foringi hópsins er
hinn miskunnarlausi
Korshunov sem nú
krefst þess að einn af
leiðtogum hryðjuverka-
hópsins, sem situr í
fangelsi, verði látinn
laus. Þar sem hryðju-
verkamönnunum hefúr
tekist að gera allt örygg-
iskerfið um borð óvirkt
kemur það í hlut forset-
ans að fmna einhveijar
vamir í stöðunni.
Beverly
Hills Ninja
Chris Farley og
Nicolette Sheridan.
. Fyrir þrjátíu árum
fimdu japanskir bardaga-
kappar hvítvoðung sem
hafði skolað upp á strönd
Japans. Þeir ákváðu að
tala bamið að sér og ala
það upp sem sitt eigið enda
töldu þeir ljóst að hér væri
kominn hinn mikli andi,
Haru. Þvi miður og þrátt
fyrir eindreginn vilja
japönsku bardagakappanna
til að kenna Ham listina
varð hann algjör þverstæða
þess sem spáð hafði verið
og klaufalegur með afbrigð-
um í þokkabót Þetta á þó
eftir að breytast þegar kyn-
þokkafúll kona leitar eflár
hjálp til að frnna horfmn
unnusta sinn.
Contact
Jodie Foster og
Matthew
McConnoughey.
Ellie Artroway sat
sem ung stúlka tímunum
saman við stuttbylgju-
tækið í þeirri von að ein-
hver, einhvers staðar
myndi svara hennar eig-
in kaHi. Þegar hún er síð-
ar orðin vísindamaður er
kaUinu loks svarað. Frá
hinni fjarlægu stjömu
Vega taka skyndfiega að
berast skýr merki sem í
huga EUie taka af aUan
vafa um að líf sé að fmna
á öðrum hnöttum. Við
rannsókn þessara merkja
kemur einnig í ljós að
þau innihalda teikningar
af einhvers konar geim-
fari. Hvaðan kemur
þetta? Hverjir senda það?
Hvað þýðir þetta fyrir
mannkynið?
Volcano
Tommy Lee
Jones og Anne
Heche.
Dagurinn byrjar eins
og flestir dagar í Los
Angeles. Það er þó ekki
mUdl ró í huga Mikes
Roarks sem er yfirmaður
neyðarþjónustunnar í
Los Angeles. Hann hefur
miklar áhyggjur af dótt-
ur sinni. Rétt í þann
mund sem hann er að
telja kjark í hana ríður
yfir mikill jarðskjáfiti
sem hefur alvarlegar af-
leiðingar. í þessum
miklu náttúruhamfórum
hefst eldgos sem ógnar
íbúum Los Angeles enn
frekar. Martröðin er þvf
rétt að byija fýrir mfilj-
ónir manna á stóru
hættusvæði.