Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1998, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1998, Qupperneq 3
DV FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 17 L.A. Confidentai ★★★★ SkuggahliSar Los Angeles sjötta áratugarins eru sögusviSiö í óvenju innihaldsríkri og spennandi sakamálamynd sem enginn ætti aö missa af. Spilltar löggur, ósvífnir æsifréttamenn, melludólgar og glæsilegar vændiskonur eru á hverju strái. -HK Titanic ★★★i Stórbrotin og ákaflega gefandi kvikmynd. Af miklum fitonskrafti tókst James Cameron aö koma heilli í höfn dýrustu kvikmynd sem gerð hefur veriö. Fullkomnunarárátta Camer- ons skilar sér í eölilegri sviösetnlngu sem hefur á sér mikinn raunsæisblæ. Leonardo DiCaprio og Kate Winslet eru eftirminnileg I hlutverkum elskendanna. -HK Good Will Hunting ★★★i ) eria; 3q the Doq ★★★ isfeyttur svartur húmor, se I mynd þar sem svo mikiö erlagt upp úr per- sónunum verður leikurinn aö vera góður. Sér- staklega eftirminnilegur er samleikur Will- iams og Damons. Hiö sama má reyndar segja um flesta leikara í aukahlutverki. Best- ur er þó Stellan Skarsgárd en 1 túlkun sinni á stærðfræöingnum Lamþeau dregur hann upp sannfærandi mynd af manni meö mikla sérgáfu sem þó verður aö játa sig sigraðan í návist ótrúlegrar snilligáfu. -ge Jackie Brown ★★★tL Jackie Brown er sterk kvikmynd meö góöum leikurum þar sem svartur húmorinn nýtur sín þegar þaö á viö og hinn grófi talsmáti per- sónanna minnir okkur sterklega á hver þaö er sem leikstýrir myndinni. Tarantlno er stundum t hægagir en það gneistar af hon- um í mörgum frábærum atriðum. -HK Anastasía -*■★★ Sagan af týndu prinsessunni Anastasíu er hreinn ævintýramatur. Myndin einkenndist öll af hugmyndariki og hélt gamlingianum mér uppteknum allan timann, þrátt fyrir fremur leiö- inlega músík sem virðist skylda i skemmtiefni af þessu tagi. Fyrir utan smáhroil yfir söguskýr- ingum fannst mér Anastasía hin besta skemmtun og meö betri teiknimyndum sem ég hef séö lengi. -úd Wa Beinslleyttur svartur húmor, sem beinist aö forsetaembætti Bandarikjanna og stríðs- rekstri stórveldanna, er undirstaöan i kvik- mynd sem er vel heppnuð og göö skemmtun en er þó ekki gallalaus. Dustin Hoffman er frábær í hlutverki kvikmyndaframleiöanda sem setur stríð í Albaniu á sviö. -HK Litla hafmeyian ★★★ Teiknimyndir Walts Disneys eru klassiskar og þegar ný kynslóö rís eru þær settar á markaö- inn á ný og er ekkert annað en gott um þaö að segja. Litla hafmeyjan kom meö ferskan blæ inn i þetta kvikmyndaform eftir aö teiknimyndir I fullri lengd höföu veriö I lægö um nokkurt skeiö og hún a fullt erindi enn til ungu kynslóðarinnar. fslenska talsetningin er vel heppnuö. -HK The Boxer ★★★ Handrit þeirra Sheridans og Georges er ágætlega unnið, leikur Daniel Day-Lewis til fýrirmyndar og hnefaleikaatriöin vel úr garði gerö. Aörir leikarar standa sig einnig meö stakri prýöi. -ge Djarfar nætur ★★★ I Eíoogie Nights snýst allt um hinn gríöarlanga lim klámsfiömunnar Dirks Digglers. Sem tímabilskönnun er mynd Anderssons af- bragðsgóö, handritið er vel skrifað og ef drengurinn heföi bara skafiö af eins og hálfa Tarantinósenu hér og hálfa Travoltasenu þar (og sleppt ofurlanga gúmmítyppinu) hefði þetta getaö oröiö ansi fullkomiö. En veröur aö láta sér nægja að vera bara ómissandi. -úd Það gerist ekki betra ★★★ Framan af er As Good as It Gets eins góö og gamanmyndir gerast. Samræöurnar einkenn- ast af óvenjumikilli hnyttni, leikurinn er með ólíkindum og handritshöfundunum Andrus og Brooks tekst að stýra fram hjá helstu gildrum formúlufræöanna. Það var mér því til mikilla vonbrigða þegar myndin missti flugið eftir hlé. Lelkurinn var enn tii fyrirmyndar en þær fjör- miklu og óvenjulegu persónur sem kynntar voru tii sögunnar i upphafi fengu ekki svigrúm til þess að vaxa. -ge Þú veist hvað þú gerðir ... ★★★ Handritshöfundurinn Kevin Wllliamson er hér aftur búinn aö hrista þessa finu unglinga- hrollvekju fram úr erminni og er hér með mynd sem er bæði sjálfsmeðvituð og alvöru spennandi hrollvekja, smart og vel gerö. Og þaö flaug popp. Það hlýtur aö vera þriggja stjörnu virði. -úd Stikkfrí ★★★ Gott handrit og góöa barnaleikara þarf til aö gera góöa barnamynd og þetta er að finna í kvikmynd Ara Kristinssonar sem auk þess gerir góðlátlegt grín að þeim aöstæöum sem börn fráskilinna foreldra lenda í. Skemmtileg og Ijúf fyrir alla fjölskylduna. -HK Flubber ★★★ Rubber býr yfir einfaldleika sem þvi miður er allt of sjaldséöuf i kvikmyndum síöustu ára. Hún er barnamynd fyrir börn og ég get engan veginn séö þaö sem galla. Besti mælikvarö- inn á slíkar myndir er salur fullur af ánægö- um börnum. Og krakkarnir voru i stuði. -ge Seven Years in Tibet Myndin ber meö sér aö hvert einasta atriöi er þrauthugsað og raunsæið látiö ráða ferðinni, kannski um of. Myndin veröur af þeim sökum aldrei þetta mikla og spennandi drama sem efnið gefur tilefni til þótt einstaka atriði risi hátt. Utlit myndarinnar er óaðfinnanlegt, kvik- myndataka stórfengleg og leikur mjög góöur en neistann vantar. -HK Desperate Measures ★★i Sem spennumynd er Desperate Mesures, hin sæmilegasta skemmtun en býöur þó ekki upp á neitt nýtt i frásagnarfiéttu og per- sónusköpun. Helsti kostur hennar eru leikur Michaels Keatons, sem er afbragðs illmenni og moröhundur, og Andy Garcia sem er sann- færandi sem faöirinn sem fórnar öllu í þágu sonar síns. Túlkun þeirra er það eina sem hefur myndina yfir meöalmennskuna. -ge %vikmyndir w ★ ★ Denzel Washington Denzel Washington er sjáfsagt sá svarti leikari sem mestrar virðingar nýtur um þessar mundir. Was- hington á að baki einstaklega far- sælan feril og lék stórt hlutverk í sinni annarri kvikmynd, A Soldi- er’s Story árið 1984. Leikur hans vakti athygli og fékk hann í kjölfar- ið góð hlutverk, meðal annars í Cry Fredom, en fyrir leik í þeirri mynd var hann tilnefhdur til óskarsverð- launa. Washington fékk síðan ósk- arsverðlaun fyrir leik sinn í Glory og fékk sína þriðju óskarstilnefh- ingu fyrir Malcohn X. Hann var einnig verðlaunaður fyrir leik í Mississippi Masala. Washington hefur unnið að mörgu öðru með fram kvikmynda- leik. Hann framleiddi heimilda- myndina Hank Aaron: Chasing the Dream, sem tilnefhd var til Emmy- verölaunanna og fékk Grammy- verðlaun fyrir upplestur á bama- plötu. Næsta kvikmynd Denzel Was- hington er He’s Got a Game, sem Spike Lee leikstýrir og er það í þriðja sinn sem hann leikur undir stjórn Lees, áður höfðu þeir gert Malcolm X, Mo’ better Blues. Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem Denzel Washington hefur leikið í: Carbon Copy, 1981 A Soldier's Story, 1984 Power, 1986 Cry Freedom, 1987 For Queen and Country, 1988 The Mighty Quinn, 1989 Glory, 1989 Mo' Better Blues, 1990 Heart Condition, 1990 Ricochet, 1991 Mississippi Masala, 1992 Malcolm X, 1992 Much Ado about Nothing, 1993 The Pelican Brief, 1993 Philadelphia, 1993 Crimson Tide, 1995 Devil in a Blue Dress, 1995 Virtuosity, 1995 Courage under Fire, 1996 The Preacher's Wife, 1996 Fallen, 1997 -HK Denzel Washington leikur lögreglumanninn Hobbes sem á ekki marga vini þegar snaran þrengist. Fallen: Morðingi myrðir úr gröfinni í Fallen, sem Sam-bíóin taka til sýn- ingar í dag, leikur Denzel Washington lögreglumanninn John Hobbes sem ásamt félaga sínum, Jonesy, hefur komið íjöldamorðingja i rafmagnsstól- inn og orðið vitni að aftökunni. Þeir verða því ekki htið undrandi þegar morð verða framin með sömu aðferð og hinn látni fjöldamorðingi notaði. Lögregluforinginn Stanton er ekki viss um hvort morðin séu framin af einhverjum sem veit nákvæmlega hvemig hinn morðinginn hagaði sér eða lögreglumanninum Hobbes en það er ýmislegt sem bendir til þess að hann sé viðriðin morðin. Hobbes þarf því að reyna að ráðast gegn hinu óút- skýranlega, hvemig morðinginn getur alltaf látið hta út sem hann sé grun- samlegur. I rannsókn sinni reynist honum dýrmætt að hafa leitað til guð- fræðiprófessors sem einnig er vel að sér í hinu yfimáttúrlega. Auk Denzels Washingtons leika John Goodman Donald Sutherland, Embeth Davidtz, James Gandolfini og Elias Koteas stór hlutverk. Leikstjóri er Gregory Hoblit sem hefur að baki langa reynslu í gerð sjónvarpsmynda af ýmsum gerðum en hefúr nýlega snúið sér að kvikmyndaleikstjóm. Hoblit hefur í mörg ár verið fenginn til að leikstýra fyrstu þáttum í sjón- varpsseríum sem mikið er búist við af og má nefiia L.A. Law, Hooperman, og NYPD Blue sem allar urðu mjög vin- sælar. Þekktastur er hann þó fýrir Hih Street Blues en sú sjónvarpssería hafði mikil áhrif á gerð spennumynda í sjónvarpi. Áður en Hoblit sneri sér að gerð Fallen hafi hann leikstýrt einni kvikmynd, Primal Fear, með Richard Gere í aðalhlutverki .-HK - aösókn dagana 10.-12. apríl. Tekjur i mllljónum dollara og helldartekjur Englaborgin á toppnum Geimfantasian Lost in Space geröi stutta viödvöl á toppi listans og I staöinn er kom- in hin rómantíska kvikmynd City of Angels, sem einhverj- ir hafa veriö aö líkja viö Ghosts enda er ein aðalper- sónan engill sem fær sigflutt- an í mannslíkama um stund. City of Angels er lauslega byggö á einni frægustu kvik- mynd Wim Wenders, Wings of Desire. Þaö aö City of Angels komst í efsta sæti listans geröi þaö aö verkum aö stórfyrirtækiö Warner Bros kom kvik- mynd í efsta sætiö, síöasta myndin frá Warner til að verma toppsætið var Fire down below, 7. september síöastliöinn. Fjórar aðrar nýjar kvikmyndir eru einnig ofarlega á listanum, en aösókn á þrjár þeirra olli vonbrigöum, Species II er geimhrollvekja sem greinilega ætlar ekki aö gera stóra hluti og The Odd Couple II (Jack Lemmon og Walter Matthau) og My Giant (Billy Crystal) eru gamanmyndir sem ná kannski aö rétta sinn hlut í næstu viku. Þeir sem geröu The Players Club, sem er í fimmta sæti, brosa breitt. Um er aö ræöa ódýra kvikmynd sem þegar er búin að ná inn fýrir kostnaöi. Leik- stjóri hennar er rapparinn lce Cube. Aðeins heimildarmyndin Everest var meö meiri aösókn ef miöaö er við fjölda sýningarsala. -HK Helldartekjur 15,36 40,22 City of Angels Lost in Space Tekjur 15,36 13,39 3. (2) Tltanic 8,55 542,85 4. (-) Species II 7,27 7,27 5. (-) The Players Club 5,89 8,42 6. (3) Mercury Rlsing 5,45 18,84 7. (-) The Odd Couple II 4,81 4,81 8. (-) My Glant 3,11 3,11 9. (4) Grease 2,51 187,99 10. (5) Prlmary Colors 2,41 32,73 11. (8) As Good as it Gets 2,06 139,62 12. (9) Good Will Hunting 2,00 129,22 13. (7) The Man In the Iron Mask 1,60 52,22 14. (6) Wild Thlngs 1,56 26,68 15. (ii) Barney’s Great Adventure 1,38 4,88 16. (18) Everest 0,88 6,37 17. (12) U.S. Marshall 0,79 54,50 18. (10) The Newton Boys 0,61 9,17 19. (14) The Weddlng Singer 0,60 74,00 20. (15) L.A. Confídental 0,48 62,01 EáiSSi k-xiííi-* :»at I * jbÍ’j at -Í JtÍ 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.