Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1998, Qupperneq 9
X>V FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998
nlist-
HLJ0MPL9TU
Space - Tln Planet ★★★
Space eru fimm strákar frá Liverpool. Þetta
er önnur platan. Sú fyrsta, Spiders, kom út fyr-
ir tveim árum og hún, ásamt laginu Female of
the Spacies, gerði þá fræga á einni nóttu. í kjöl-
farið fylgdu tónleikaferðalög, taugaáföll og hin
hefðbundna tilvistarkreppa sem kemur yfirleitt
í kjölfarið á hinum snörpu umskiptum að fara
af bótum á háklassahótel. Nema hvað: Þeir
unnu sig úr sjálfskaparvítinu og snúa nú aftur
með ágæta plötu. Fáir reyna að blanda gríni og
rokki saman og enn færri tekst að fá góða út-
komu úr slíkri blöndu. Madness er nokkum
veginn eina bandið sem ég man eftir í svipinn
sem hefur komist skammlaust frá grínrokkinu.
Space treður þessa vafasömu braut og sleppur oft fyrir horn en líkt og Madness er þetta
smáskífuband frekar en breiðskífuband.
Þessi plata byrjar geysivel - þrjú frábær lög í röð. Fyrst er Begin Again, episk trega-
ballaða sem jafnvel John Barry þyrfti ekki að skammast sín fyrir, þá Avanging Angels,
glitrandi finlega ort popp, og loks The Ballad of Tom Jones, þar sem Cerys söngkona
Catatonia mætir í dúett í pottþéttu popplagi. Eftir þessa frábæru byrjun fer að halla
undan fæti og hápunktum að fækka. Hljómsveitin ræðst glottandi í að spila hinar að-
skildustu tónlistarstefnur, gítarballöður yfir í gamaldags evrórusl og viðvaningslegt
diskó. Útkoman er ágæt yfir í hræðilega slappt því stundum er eins og bandið sé á al-
gjöru einkaflippi og sé ekki að reyna annað en að vera ofsa fyndið en er þá um leið yf-
irleitt ófyndnast. Það þarf nefnilega verulega frábæran brandara til að hægt sé að hlæja
að honum oftar en einu sinni en gott lag er margnota. ' Gunnar Hjálmarsson
Ýmsir/George Martin - In My Life ★★
í stað þess að láta það ráðast af „happi og
glappi" hver yrði síðasta platan sem hann vann
ákvað George Martin að hóa í vini og frægt lið og
láta síðasta verkefnið verða safnplötu þar sem
mislitur hópurinn tekur bitlalög í ýmsum útgáf-
um. Um snilli Georgs við stjórnvöl hljóðversins
þarf ekki að fjölyrða en öll snilldin varð til á ævi-
skeiði Bítlanna. Ef fitonskraftur hefði verið í
kalli hefði hann kallað á frjóustu poppara dagsins
og bruggað með þeim vítamínbætt bítlaseyði, en
George er orðinn gamall maður og ekki líklegur í
stórræðin. Áður en inniskórnir og notalegt kjag á
golfvellinum verða hans aðalmál kemur þessi
plata með bítlalögum í allinnantómum búningi. Á
plötunni fara bítlalögin á stofnun, leggjast hálfpartinn á elliheimili en fá slitrótta næringu
í æð frá upptökustjóranum. Upphafinn virðuleiki lekur af útgáfum Vanessu Mae, Celine
Dion og Johns Williams. Jálkarnir Jeff Beck og Phil Collins kjósa að fara svipaða leið og
bitlarnir gerðu sjálfir og bæta engu við og svo hefur George þótt við hæfl að smala saman
leikaraskríl til að klæmast á bítlinu. Hinn drepleiðinlegi Jim Carrey fer hefðbundnum
hamfórum um „I Am the Walrus", sem fær mann alveg til að gleyma snilld þess lags,
Goldie Hawn kisulórast um A Hard Day’s Night og Sean Connery muldrar In My Life.
Flestir bítlaaðdáendur eiga eftir að samþykkja útgáfuna, með miklum semingi, og telja
hana til elliglapa í þeim gamla. Helsti kosturinn við pakkann eru minnispunktar Georgs
við hvert lag og tónlist sem hann semur sjálfur; tónlist úr Yellow Submarine og fallegt lag,
Friends and Lovers, sem hann samdi skömmu eftir að John Lennon var myrtur.
Gunnar Hjálmarsson
Cappadonna - The Pillage ★★★
Ekkert virðist geta stoppað flug þeirra Wu-Tang
félaga með meistara RZA í fararbroddi. Þegar hafa
verið gefnir út tveir diskar á árinu og þeim á eftir
að fjölga. Fyrir stuttu var fjallað um diskinn Hea-
vy Mental með Killapriest á þessum vettvangi og
nú verður getið um 6. sólóskífuna sem Wu-Tang
clan stendur fyrir, Cappadonna: The Pillage.
Cappadonna kom fyrst fram í laginu „Ice Cr-
eam“ með Raekwon the Chef og hefur síðan tekið
þátt í hinum ýmsu verkefnum Wu-tang Clan, núna
síðast á diskinum Wu-Tang Forever. The Pillage er
mjög í sama anda og Ironman með Ghostface. Mjög
þungir taktar og að sama skapi þungar bassalínur
einkenna diskinn. Þetta er stíll sem þarf að venjast
en eftir að hafa hlustað nokkrum sinnum þá smellur eitthvað og þá mega nágrannarnir alvar-
lega fara að íhuga að kaupa sér hljóðeinangrun fyrir allt húsið sitt.
Eins og aðrir Wu-Tang-Iiðar stendur Cappadonna ekki einn að disknum heldur fær hann
aðstoð í nokkrum lögum frá Ghostface, Raekwon og síðast en ekki síst þeim mikla snillingi
Method Man.
The Pillage er góður diskur. Ef honum er bara gefinn séns þá veldur hann ekki vonbrigð-
um. The Wu- Tang saga continues.Judgement Day“ is near.
Guðmundur Halldór Guðmundsson
The Bluetones - Return To The Last... ★★★
Bluetones kemur gjörsamlega á óvart með
þessarri plötu. Sveitin hefur notað síðastliðin tvö
ár síðan fyrsta platan kom út til að semja lög enda
voru engin í handraðanum. Lög fyrstu plötunnar
voru samin á tíu ára tímabili og fóru öll á plötuna
og því nokkurt þrekvirki að semja lög fýrir þessa
plötu. Rokk er allsráðandi hér og rödd Mark
Morriss notuö á áhrifaríkari máta en í fyrri lög-
um sveitarinnar. Þetta er sýnilegast í laginu Sle-
azy Bed Track sem að mínu mati er besta lag plöt-
unnar, hálfgerður blús um konu sem er farin að
ofnota pillumar og er ráðlagt að fleygja þeim í
vaskinn, sparka af sér skónum og leggjast niður
með manninum. Bluetones leggja hér meira upp-
úr sándi og finiseringum en áður og á margan hátt eru lögin aðgengilegri fyrir stærri hóp
þó ekki sé hægt að kalla þetta hreint popp. TO þess eru lögin of rokkuð, ólík hvert öðru og
mestmegnis frumleg og óvenjuleg. Tónlistin líkist áhrifavöldum sveitarinnar, Stone Roses,
en líka er hægt að greina Supergrass áhrif í raddútsetningum og viðlögum.
Ekki er að mínu mati hægt að fara fram á betri „aðra plötu“ sveitar en Bluetones koma
hér með. Ég var enginn sérstakur aðdáandi sveitarinnar áður en nú bíð ég óþreyjufuUur eft-
ir næstu plötu. Páll Svansson
Dúettinn skipa söngvarinn Darren Hayes og hljóöfæraleikarinn Daniel Jones. Þeir
kynntust i gegnum smáaugiýsingu í dagblaöi í Brisbane fyrir fjórum árum og smullu
snarlega saman, lögöust í híöi og fóru aö senda út prufuupptökur af frumsömdu efni.
Garden
- ástralskt popp á uppleið
Ástralska hljómsveitin Savage Garden hefur
verið viðloðandi vinsældalista beggja vegna
Atlantshafsins síðustu mánuði með smáskífu-
lagið Truly Madly Deeply og breiðskífu, sam-
nefnda sveitinni. Tónlistin er algjört popp og
meðlimimir tveir skammast sín ekkert fyrir
það. Þeir segjast hafa verið leiðir á flrrtu gítar-
rokki og ákveðið strax að fara aðrar leiðir.
Dúettinn skipa söngvarinn Darren Hayes óg
hljóðfæraleikarinn Daniel Jones. Þeir kynnt-
ust í gegnum smáauglýsingu í dagblaöi í Bris-
bane fyrir fjórum ámm og smullu snarlega
saman, lögöust í híði og fóru að senda út prufu-
upptökur af fmmsömdu efni. „Við náðum sam-
bandi strax,“ rifjar Darren upp. „Við vomm
báðir fullir af metnaði og ákveðnir í að standa
okkur.“
Prufuupptökurnar féllu í kramið og eins og
hendi væri veifað var dúettinn kominn í hljóð-
ver, ermarnar uppbrettar og næstu átta mán-
uðir fóra í að fullklára fyrstu plötuna. „Þetta
var mikil lærdómsupplifun," útskýrir Daniel.
„Við vorum enn að reyna aö átta okkur á því
að ferðalagið var byrjað, að við værum í raun
byrjaðir að gera þaö sem við höfðum stefnt að
allt okkar líf.“
Popp Savage Garden er ofið úr ýmsum glitr-
andi þráðum og vefnaðurinn tekur á sig ýmsar
myndir. Stundum minna þeir félagar á önnur
áströlsk bönd, eins og Midnight Oil eða Men at
Work, oft er komið popphljóð níunda áratugar-
ins í strokkinn og tónlistin minnir meira en
lítið á Tears for Fears og þvílíkt hárgreiðslu-
popp og á öðrum stöðum skreppur Savage Gar-
den í hægbráðnandi R&B-fíling. Þetta stefnu-
flakk skýrist kannski af ungum aldri strák-
anna (báðir eru nýorðnir tvítugir) og miklum
ákafa og ástríðu sem þeir leggja í tónlistina.
Persónuleiki félaganna skín einnig í gegn.
Daniel útskýrir: „Lagið Universe átti fyrst að
vera ósungið, var samið fyrir gítar og hljómaði
eins og blanda af Clapton og Steve Vai. Þá kom
Darren inn og núna hljómar það eins og eitt-
hvað frá Motown.“ Fyrsta smáskífan, I Want
You, varð söluhæsta smáskífan í Ástralíu árið
1996 og allar smáskífur i framhaldi af henni
hafa þotið beint í efsta sæti ástralska listans.
Með alþjóðlegan hljómplötusamning við Col-
umbia upp á vasann hefur hljómsveitin svo
verið að taka Vesturlönd með traustu trukki
síðustu mánuði og ekkert lát virðist ætla að
veröa á. En poppið er fallvalt eins og annað og
þessu gera strákamir sér grein fyrir: „Við vit-
um vel að allt getur gerst i þessum bransa. Þaö
er aldrei að vita hvað morgundagurinn ber í
skauti sér og við höfum enga tryggingu fyrir
því að ná því takmarki sem við settum okkur.
Hingað til höfum við verið heppnir og fengið
mörg góð tækifæri. Það eina sem við getum
gert er bara að halda áfram að búa til góða tón-»
list; gera það sem við gerum best.“
-glh