Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1998, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1998, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 Magnús Eiríks- son og KK Magnús Eiríksson og KK halda tónleika á Knudsens á Stykkishólmi á laugardagskvöldið. Þetta eru næstsíðustu tónleikar þeirra félaga í bili áður en KK heldur í ferðalag til Lettlands. Feiti dvergur- inn Um helgiria leikur hljómsveitin Tvennir tímar á Grafarvogs- pöbbnum Feita dvergn- um. Svartur ís Á Kaffi Reykjavík um helgina verður hljóm- sveitin Svartur ís á útopnu með engan annan en Harold, fyrrum söngv- ara Platters, í farar- broddi. Barflugan Blúshljómsveitin Bar- flugan ætlar að hrista upp í gestum Sir Oliver fóstudags- og laugardags- kvöld. Áslákur Þau Matti og Helga úr hljómsveitinni Gloss munu skemmta á Ásláki í Mosfellsbæ bæði fostu- dags- og laugardagskvöld. Naustið Dúettinn Limousine leikur fyrir gesti og gang- andi í Naustkjallaranum um helgina. Moonboots Hljómsveit níunda ára- tugarins, Moonboots, mætir með sítt að aftan á Café Menningu á Dalvík á laugardagskvöldið. Víkingasveitin Á Fjörukránni í Hafn- arfirði leikur Víkinga- sveitin fyrir dansi bæði fóstudags- og laugardags- kvöld. The Din Pedals - spilar rokk fyrir fólkiö Fjögur systkini skipa hóp- inn, þrjár systur og einn bróðir, og tónlistin er lauflétt popp, kryddað með dágóðum slatta af írskri þjóð- lagamúsík. Síðustu árin hefur hljómsveitin The Corrs verið ein söluhæsta hljómsveit íra. Fjögur systkini skipa hópinn, þrjár systur og einn bróðir, og tónlistin er lauflétt popp, kryddað með dágóðum slatta af írskri þjóðlagamúsík. írsku áhrifin virðast vera aufúsugestur í allra þjóða eyrum: „írsk tónlist er svo gefandi og hreinskilin, það er einhver bjartsýni í henni sem höfðar til allra, hvort sem maður er íri, Englendingur eða Japani,“ segir Sharon, sem spilar á fiðlu og syngur. Önnur plata hópsins, Talk on Corners, kom nýlega út og fylg- ir eftir vinsældum fyrstu plötunn- ar, Forgiven, not Forgotten, sem kom út 1995. Undanfarin ár hefur hópurinn spilað vítt og breitt um heiminn, á eigin vegum og í félags- skap meö Celine Dion og Michael Bolton. Þá lék Andrea Corr, aðal- söngkona hópsins, frillu Juans Perons í kvikmynd Alans Parkers um Evítu. „Það var frábært," segir Andrea um að vinna með stjörn- unni sjálfri, Madonnu. „Hún var æðisleg. Ég var stressuð en ég gerði bara það sem fyrir mig var lagt.“ Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Andrea leikur í mynd eftir Alan Parker þvi í The Commit- ments lék hún litlu systur Jimmy Rabbits. „Ég þurfti bara að blóta og blása á mér hárið fyrir framan spegilinn,“ segir hún um það hlut- verk. Öll hin systkinin léku einnig smáhlutverk í þeirri mynd. Þó Corr-systkinin séu vinsæl í öllum hinum vestræna heimi hefur þeim ekki enn tekist að láta ljós sitt skína til fullnustu í Englandi. En þetta ætti að lagast með viðamiklu tónleikaferðalagi sem nú stendur yfir. „Allir vilja slá í gegn í Englandi," segir Jim, hljómborðs- og gítarleikari. „England er Wimbledon tónlistarbransans." En skyldu systkinin ekki hreinlega brjálast af hinum löngu samvist- um þegar tónleikaferðirnar geta staðið allt upp í hálft ár? „Ég væri að ljúga ef ég segði að aldrei yrðu árekstrar," segir Caroline, trommari og söngvari. „Endalaust Upp á síðkastið hefur lagið Ashtray, með hljómsveitinni The Din Pedals, verið vinsælt víða, þ.á. m. á íslandi. Ekki er það undarlegt þvi lagið er fínt rokklag og söngvar- inn minnir meira en lítið á eina skærustu stjömu rokksins í dag, Thom Yorke, söngvara Radiohead. Thom á að vísu lítinn bróður í rokk- inu, Andrew Yorke, sem er í hljóm- sveitinni The Unbelievable Tmth, en söngpípa Din Pedals heitir James Grundler og er alls óskyldur. Hljómsveitin var stofnuð í bænum San Luis Obispo í Kaliforníu árið 1991 af bassaleikaranum Ben Dejong, gítarleikaranum Harrison og Gmndler, sem spilaði á trommur í þá daga. Fyrstu árin fóm í að æfa og semja lög. Grundler gaulaði og barði trommumar en ætlunin var alltaf að finna alvörusöngvara. Þeir sættust þó á láta Grundler taka al- farið að sér sönginn þegar Alex Wong kom í bandið ’94 og settist aftan við trommu- settiö. Alex hafði lært klassískan áslátt og píanó- leik en var glaður að kom- ast í rokkband. Enn glaðari var þó James Grundler sem slapp af trommustóln- um og gat nú einbeitt sér að því að vera í fram- línu Din Pedals og tók að sér hryngítarleik um leið. Hljómsveit- in flutti til Los Angel- es, leigði saman á háalofti og leitaði leiða til að koma sér á framfæri. Hjólin fóra fyrst að snúast þegar sveitin gerði plötusamning við Epic fyrir rúmu ári o skömmu síðar var farii hót- elflandur og enda- laus við- töl geta auðvitað gert mann brjálaðan en við höf- um þroskast síðan við vor- um á ferðinni síðast og erum örugg um hlutverk hvers og eins í hópnum. Ég held að það sé jafn- vel bara betra að vera með skyldfólki sínu á ferðalagi. Ef ég væri í hljómsveit með fólki sem ég þekkti ekki neitt væri ég örugglega löngu búin að gef- ast upp.“ -glh að taka upp fyrstu plötu sveitarinn- ar, The Din Pedals, sem kom út snemma á þessu ári. Tónlistin er nokkuð fullmótuð rokkmúsík sem minnir á U2, The Verve, Live og svo auðvitað Radiohead. Textana dreg- ur James Grandler djúpt úr eigin sjálfi: „Ég á i mestu erfiðleikum með að skrifa texta um ástarsorgir og þess konar almennt kjaftæði," segir hann. „í staðinn sem ég um eigið sálarlif, atburði sem eiga sér stað í hausnum á mér.“ „Þetta er plata sem er um það að vera trúr sjálfum sér,“ heldur fram- línumaðurinn áfram. „Ég veit að það hljómar dá- lítið klisju- lega en það er bara eins og við erum því við erum langt í frá glyðruleg hljómsveit. Við göngum ekki um með stór sólgleraugu eða í skraut- legum fótum; við viljum bara spila okkar rokk og ról og gera það eins vel og við mögulega getum.“ Umbun erfiðisins segir James að sjá áhorfendur njóta tónlistarinnar: „Það er ekkert eins gott og að sjá fólk fila bandið. Ég er ekki að tala um að það „slammi" við tónlistina heldur frekar að það njóti hverrar tilfinningar og ástríðu í tónlistinni. Það er takmark okkar með því að gera tónlist." -glh The Corrs 2 Bjartsýnt írskt popp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.