Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1998 Fréttir Yfirdýralæknir biöur Dani að rannsaka fregnir um smit á Jótlandi: Hrossasóttin utan? - ef upplýsingarnar reynast réttar hafa erlendir hestar myndaö ónæmi Halldóri Runólfssyni yfirdýralækni hafa borist upplýsingar um að hross sem fóru héðan til Danmerkur skömmu áður en útflutningsbann var sett á hafi sýkst er þau komu út - án þess að smita önnur hross ytra. Þetta bendi til að „erlend hross“ hafl þegar myndað mótefni gegn sóttinni sem hér geisar. „Ég hef komið þessum upplýsing- um til dýralæknayfirvalda í Dan- mörku og beðið þau um að rannsaka þetta mál sem er á Jótlandi ofan í kjöl- inn,“ sagði Halldór í samtali við DV. Hann segir tiltekin hross hafa veikst með svipuðum einkennum og hross hér á landi. Halldór segir að í ljósi þessa sé möguleiki á að aflétta útflutnings- banni, a.m.k. að hluta, en kveðst ekki vilja gefa „falskar vonir". Hann á von á að frétta meira frá Danmörku í dag. Skilaboð frá Evrópu og Bandaríkjunum - Halldór, nú hefur engin veira fundist hérlendis þrátt fyrir miklar rannsóknir. Er hægt að halda útflutn- ingsbanni til streitu í Ijósi þess? „Já, það eru þau skilaboð sem mað- ur fær frá Evrópusambandinu og eins frá Bandaríkjunum. Ég notaði ferð mína þangað í síðustu viku til að ræða við þarlend yfirvöld um hesta- mál. Þau skilaboð sem ég fæ eru að á meðan óklárt sé hvaða sjúkdómur þetta er séu þau á varðbergi gagnvart innflutningi. Hitt er svo annað að ef við gætum sýnt og sannað aö þetta væri eitthvað sem þeir væru með sjálfir, t.d. í Evr- ópu, sem það bendir til að sé fyrir, gæti gegnt öðru máli. Hross sem fóru héðan út áður en Anna Bjarna- son blaða- maður látin Anna Bjamason blaðamaður lést á Borgarspitalanum síöasta dag vetrar, 22. apríl, á 65. aldurs- ári. Hún varð blaðamaður við Morgunblaðið 1951 að afloknu Versl- unarskólaprófi og starfaði fyrst í fullu starfi til 1955 en síðan í hluta- starfi til 1962. Hún var skrifstofustjóri Vélskólans 1964-70, læknaritari á Landakoti 1971-75, blaðamaður á Vísi 1975-76 og viö Dagblaðið frá 1976-83, þar sem hún auk annars var brauðryðjandi í skrifum um neytendamál. Hún var yfirritari á lyflækningadeild Borgarspítalans 1983-86, ritstjóri og útgefandi Mos- fellspóstsins 1980-87, rak gesta- móttöku fyrir íslendinga í Flórída 1989 til 1997 og var fréttaritari DV í BandaríKjunum frá 1988 til 1997. Anna flutti fjölmarga pistla í Rík- isútvarpinu og greinar hennar birtust í ýmsum blöðum og tíma- ritum. Hún lét málefni neytenda sig alla tíð miklu skipta og sat í stjóm Neytendasamtakanna um árabil. Hún var í hópi stofnenda Vinafé- lags Borgarspítalans og sat í stjórn þeirra samtaka um langt árabil. Hún var varaformaöur Kvenfélags Mosfellssveitar um skeiö. I Flórída var hún hvata- maður að stofnun íslendingafé- lagsins Leifs Eiríkssonar 1991 og var forseti þess frá stofnun til 1997 er hún flutti aftur heim til íslands. Eftirlifandi eiginmaður Önnu er Atli Steinarsson blaðamaöur. Þau eignuðust 4 böm og 9 bama- börn. Útfór önnu verður gerð frá Dómkirkjunni 30. apríl kl. 13.30. við vissum hvað væri um að vera veiktust í Danmörku með svipuðum einkennum. En það sýktust ekki önn- ur hross út frá þeim í Danmörku. Þetta gefur til kynna að þau séu með ónæmi gegn þessu. Maður er því að vona. Segjum að við finnum ekki strax út hvað þetta er og erlendir að- ilar yrðu sáttir við innflutning af því að þetta sé eitthvað sem þeir hafa sjálfir - þá yrðu þeir óhræddari við að taka við hrossum héðan.“ Þetta er spennandi - Þetta eru ný tíðindi - að útflutn- ingshross héðan hafi veikst erlendis? „Já, þetta er merkilegt. Það er vitað hvert þessi hross fóru. Þessum upp- lýsingum hef ég komið til dýralækna- yfirvalda í Danmörku og beðið þau um að rannsaka málið ofan í kjölinn. Ég hef ekki frétt meira enn þá. Þetta er verulega spennandi." - Það er þá spuming hvort hægt sé Mikill sinueldur varð á Hólms- heiði ofan við Geitháls í gærmorg- un. „Það var mjög stórt svæði sem brann. Við þurftum að kalla út aukamannskap. Það var ekki hægt að komast að eldinum með vatn „Við lítum þetta hörmulega slys að sjálfsögðu mjög alvarlegum augum. Við höfum þegar gert ráðstafanir varðandi þennan hættulega stiga. Strax eftir slysið var byggingarfull- trúi bæjarins kallaður til og arkitekt gert viðvart á ný. Nú er verið að vinna að varanlegri og öruggri lausn," segir Regína Höskuldsdóttir, skólastjóri Mýrarhúsaskóla, varðandi hörmulegt slys sem varð í skólanum sl. þriðjudag. Þá féll 10 ára stúlka rúma þrjá Halldór Runólfsson. að „opna“ fyrir útfluming? „Ja, maður má ekki gefa falskar þannig að það þurfti að slökkva með svokölluðum klöppum. Eldur- inn fór í mosann og skemmdi hann en ég veit ekki hvort trjágróður skemmdist," segir Ragnar Sólonsson, aðalvarðstjóri hjá slökkviðliðinu í Reykjavík. metra við stiga inni í skólabygging- unni. Sérfræðingur á barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur segir mildi að ekki hafi farið verr. Stúlkan hand- leggsbrotnaði og hlaut sprungur í and- litsbeinum og mjaðmagrind en er á góðum batavegi. Herdís Storgaard, barnaslysavama- fulltrúi hjá Slysavarnafélagi Islands, hafði í febrúar sl. gert athugasemdir vegna handriðs í stiganum. Herdís gerði skýrslu um málið 9. febrúar. Herdís segir að sér hafi að sjálfsögðu vonir. En það væri spennandi ef það kæmi eitthvað út úr þessu." Bann í 1-3 ár? - Nú hafa dýralæknar hérlendis sumir haldið því fram að hrossasóttin verði 1-3 ár að breiðast út, m.a. með hliðsjón af náttúrulegiun hindrunum, söndum, heiðum og fleiru. Ef „Dan- merkurmálið" verður ekki á rökum reist og veiran finnst ekki, verður þá útflutningsbann á íslenskum hrossum í 1-3 ár? „Það verður fundur í dýralækna- nefnd Evrópusambandsins 5. og 6. maí. Þá verður málið tekið upp þar aftur um hugsanlegan útflutning til Evrópu. Að öðru leyti er mjög erfitt að svara þessu á þessari stundu. Það mun skýrast, m.a. af þeim lærdómi sem við munum fá af þessu Danmerk- urmáli og eins hvemig rannsóknum miðar, hvernig þetta muni þróast," sagði Halldór Runólfsson. -Ótt Viða var kveikt i sinu í borginni í gær en borgarstarfsmenn sáu um að slökkva flesta eldana. Ekki er vitað til þess að tjón hafi orðið á húsum eða hýbýlum. -RR brugðið mikið þegar hún frétti af slys- inu þar sem hún hafði bent á að hand- riðið væri slysagildra. „Starfsfólki skólans hefur alla tíð staðiö stuggur af þessum stiga. Það skal þó tekið skýrt fram að þessi stigi er fullkomlega löglegur samkvæmt byggingarreglugerð," segir Regína. Á kennarafundi var send áskorun til bæjarstjómar um að láta lagfæra slysagildrur í skólanum. -RR Mikill sinueldur varð á Hólmsheiði í gærmorgun. Stórt svæði brann. DV-mynd S Mikill sinueldur á Hólmsheiði - víöa kveikt í sinu í borginni Slys í stiga í Mýrarhúsaskóla: Handriðið var slysagildra Stuttar fréttir r>v Sameining fiskmarkaða Logi Þormóðsson, stjómarfor- maður Fiskmarkaðar Suðumesja, sagði á aðal- fundi markaðar- ins að nefnd væri að kanna sameiningu Reiknistofu fisk- markaða og ís- landsmarkaðar. Þetta er þriðja tilraunin sem gerð er í þá átt seg- ir viðskiptavefur Vísis. Vilja ekki reglur Ekkert gerist í þá vem að regl- ur verði settar um fjármál stjórn- málaflokka þrátt fyrir langvinna umræðu um málið. Ástæðan er að sögn viðskiptavefs Vísis sú, að for- ystumenn stjórnmálaflokkanna hafi engan áhuga á því, síst stjóm- arflokkamir. Marta sigraði Marta Emstdóttir sigraði í Víðavangs- hlaupi ÍR sem fram fór í gær, á sumardaginn fyrsta, að venju. Afrek Mörtu er því merkilegra vegna þess að hún hefur mjög nýlega eignast barn. Ijfeyrir starfsmanna í árslok 1995 voru áfallnar skuldbindingar Lifeyrissjóös starfsmanna ríkisins vegna starfs- manna stjórnmálaflokkanna 145 milljónir króna að mati trygginga- fræðings sjóðsins. Þetta kom fram á Alþingi sem svar við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar. Við- skiptavefur Vísis sagði frá. Ranglátur eignaskattur Geir H. Haarde fjármálaráö- herra sér ákveðið ranglæti í því að einstaklingar greiði eigna- skatt af íbúðarhúsnæði sem ekki gefur þeim beinar tekjur. Við- skiptavefur Vísis sagði frá. Milljónatugir Skagstrendingur hf. á Skaga- strönd fékk 75 milljónir fyrir að úrelda frystihús en braut sam- komulag um úreldinguna um að nota húsið ekki undir fisk- vinnslu eftir úreldingu. Við- skiptavefur Vísis sagði frá. Selja Grandabréfin Hampiðjan hefur selt nokkuð af hlutabréfum félagsins í Granda hf. Nafnverð bréfanna er rúm 12,1 milljón en söluhagn- aður er um 25 milljónir króna. Viðskiptavefúr Vísis sagði frá. Ástand Nýtt „ástand" er í uppsiglingu i miðborg Reykjavíkur vegna kurteisisheimsóknar fastaflota Atlantshafsbandalagsins. Yfir- menn flotans hafa veriö í mið- borginni og kannað veitingahús- in þar. Einn þeirra heimsótti Kafii Reykjavík í gær til að at- huga hve margir rúmast þar innandyra. Vísir sagði frá. Nýr framkvæmdastjóri Sigrún Klara Hannesdóttir pró- fessor hefur ver- ið ráðin fram- kvæmdastjóri Norrænu upplýs- ingastofnunar- innar, Nordinfo í Helsinki. Hún tekur tfi starfa 1. ágúst. Torfæruslys Maður slasaðist þegar hann var í torfæruakstri á mótorhjóli skammt frá þjóðvegi nr. eitt við Lækjarbotna í gærdag. Kalla þurfti sérstakan tofærusjúkrabU tU að komast að manninum. Hann reyndist ekki alvarlega slasaður. RÚV sagði frá. Krían er komin Fjórar kríur sáust skammt frá Eyrarbakka í gær og ein viö Stokkseyri. Krían er óvenju snemma á ferðinni nú. Einnig varö vart spóa. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.