Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1998 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjörnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Stóríðja og sjávarútvegur Það er kórviUa að halda fram að sjávarútvegur á ís- landi sé kominn að endimörkum vaxtar. Það er sams konar kórviUa að staðhæfa að stórfelld aukning á orku- frekri stóriðju sé helsta leiðin til að viðhalda og efla hina íslensku velferð inn í framtíðina. Á alþjóðavísu eru nú uppi gjörbreytt viðhorf til um- hverfismála. Samningurinn frá Kýótó um takmörkUn á losun skaðlegra lofttegunda er talandi tákn um hina nýju tíma. Hann setur algerlega nýjar leikreglur fyrir þróun atvinnulífsins hér á landi. Hið alþjóðlega vísindasamfélag hefur slegið fóstu að hækkun á hitastigi sé þegar staðreynd. Það virðist óhrekjanlegt. Þverstæðan felst hins vegar í því að verstu spár gera því skóna að staðbundin kólnun gæti raskað stoðum búsetu á íslandi. íslendingar komast ekki hjá því að taka tillit til hinna nýju viðhorfa. Hvort sem okkur líkar betur eða verr munum við fyrr en seinna verða að sætta okkur við tak- markanir á losun skaðlegra lofttegunda á borð við koltví- ildi, sem Kýótó-samningurinn fjallar um. Þetta knýr okkur til að smíða nýja: mælikvarða sem við höfum ekki áður beitt við stefnumótun í atvinnulífi okkar. Hefðbundnar atvinnugreinar, sem byggjast á los- un koltvíildis, verður hér eftir að meta út frá allt öðrum forsendum en áður. Á núverandi tæknistigi getur hvorki sjávarútvegur né stóriðja þrifist án heimilda til að losa koltvíildi út í and- rúmsloftið. Breytt viðhorf til umhverfismála hljóta að setja á dagskrá rækilega skoðun á því hvor greinin nýt- ir betur takmarkað svigrúm til losunar. Slík athugun leiðir meðal annars í ljós að vinnsluvirði á sérhvert losað tonn af koltvíildi eru 42.000 krónur í fiskveiðum íslendinga. Á þessum kvarða dregur stóriðj- an aðeins íjórðung á við fiskveiðamar, eða ríflega 11.000 krónur á hvert losað tonn! Þessir útreikningar, sem gerðir voru af Þjóðhagsstofn- un, hljóta að gjörbreyta innbyrðis vægi þessara tveggja greina þegar við reiknum okkur inn í ffamtíðina. Tak- markaðar heimildir til að losa koltvíildi nýtast augljós- lega miklu betur við fiskveiðar en stóriðju. Meginstefið í rökræðu stjómvalda hér á landi um Kýótó-samninginn hefur verið að hamra á nauðsyn þess að fá heimildir til losunar umffam þær sem samningur- inn leyfir. Þessa er krafist í krafti sérstaks ákvæðis um þjóðir sem njóta sérstöðu. Gott og vel. Gefum okkur að slíkar heimildir fáist. Eig- um við þá að nýta aukið svigrúm til að efla orkufreka stóriðju? Öll orðræða stjómvalda hefur hnigið að því. Engir aðrir möguleikar hafa verið reifaðir. Þetta er hins vegar mikil skammsýni. Niðurstöðumar sem hér eru birtar um vinnsluvirði miðað við losun koltvíildis í annars vegar stóriðju og hins vegar fiskveiðum sýna ótvírætt að til framtíðar þjónar það hagsmunum íslendinga miklu betur að nýta takmarkað svigrúm innan sjávarútvegsins. Við munum þarfnast þess. Bætt árferði og góð stjóm- un fiskveiða hefur leitt til að þorskafli mun aukast. Fyrr en síðar náum við sama marki og fyrir 1980, þegar jafn- stöðuaflinn var 350 þúsund tonn á ári. Sömuleiðis mun afli úr norsk-íslensku síldinni aukast. í ljósi breyttra viðhorfa ber því að nýta svigrúm til los- unar á koltvíildi í sjávarútvegi fremur en stóriðju. Breyttar aðstæður kalla á breytt vinnubrögð. Össur Skarphéðinsson „Þaö vita ailir aö borgarsjóður stofnaði hlutafélagiö Félagsbústaöi til aö annast rekstur leiguíbúöa borgarinnar og lætur félagiö, sem er 100% í eigu borgarsjóös, taka lán fyrir tæpa 2 milljaröa króna“, segir m.a. í meöfylgj- andi grein. R-listinn: Gerir grín að dóm- greind Reykvíkinga stað þrátt fyrir að R-list- inn hafi sett nýjar álög- ur á íbúa og fyrirtæki borgarinnar sem fært hafa borgarsjóði rúm- lega 4,5 milljarða króna á síðustu fjórum árum. Merkingarlaus kosningaloforð Fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar í maí 1994 boðuðu frambjóð- endur R-listans miklar breytingar í stjómar- háttum í Reykjavík og gáfu meðal annars kosningaloforð um að draga verulega úr at- vinnuleysinu í borg- inni, hraða uppbygg- „Sjálfstæðismenn hafa ávallt staðið við sín kosningaloforð og aldrei reynt að rugla kjósendur í ríminu með sjónhverfingum, meðal annars til að fela skulda■ sófnun Kjallarinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi í auglýsingu R- listans í Morgun- blaðinu 9. apríl sl. segir meðal annars að undanfarin tvö ár hafi rekstur borgarsjóðs verið hallalaus og skuldasöfnun verið stöðvuð. Með slik- um yflrlýsingum er verið að gera grín að dómgreind Reykvíkinga. Það vita allir að borgar- sjóður stofnaði hlutafélagið Félags- bústaði til að ann- ast rekstur leigu- íbúða borgarinnar og lætur félagið, sem er 100% í eigu borgarsjóðs, taka lán fyrir tæpa 2 milljarða króna. Þeir íjármunir eru síðan notaðir til að fjármagna fram- kvæmdir borgar- sjóðs. Borgarsjóður ábyrgist á hinn bóginn að Félagsí- búðir hf. greiði vexti og afborgan- ir af láninu. Þetta sýnir best hví- líkar sjónhverfingar eiga sér stað þegar fullyrt er að rekstur borgar- sjóðs hafi verið hallalaus sl. tvö ár og skuldasöfnun verið stöðvuð. Staðreyndin er sú að skuldir borg- arinnar á kjörtímabili R-listans hafa aukist um tæpa 5 milljarða króna. Þessi skuldasöfnun á sér ingu hjúkrunarrýma fyrir aldr- aða, fjölga leiguíbúðum, beita sér fyrir byggingu tónlistarhúss, átak í málefnum miðbæjarins, gera stjórnkerfi borgarinnar skil- virkara og greiöa niður skuldir borgarsjóðs. Ekkert af þessum kosningalof- orðum hefur verið efnt. Allra síst loforðið um að greiða niður skuld- ir borgarsjóðs sem þó var eitt helsta loforð R-listans. Frambjóð- endur hans misbjóða hins vegar dómgreind Reykvíkinga með því að fúllyrða að skuldir borgarsjóðs hafi ekki aukist á meðan þeir reyna að fela skuldasöfnunina í fyrirtækjum og hlutafélögum í eigu borgarinnar. Borgarsjóður ber alla ábyrgð á þessum skuldum. Skýr stefnumörkun og ný framtíöarsýn Þann 23. maí nk. verður gengið til borgarstjórnarkosninga. Þá munu kjósendur taka afstöðu til þeirra stefnumála sem frambjóð- endur hafa þegar kynnt og munu kynna á næstu vikum. D-listi sjálf- stæðismanna hefur þegar kynnt stefnuskrá sína þar sem lögð er áhersla á skýra stefnumörkun og nýja framtíðarsýn. Sjálfstæðis- menn vilja gera borgina að örugg- ari stað til að búa í, stórauka þjón- ustu við hverfin, sinna betur hags- muna- og velferðarmálum aldr- aðra og barnafjölskyldna, styðja aukið átak í íþrótta- og tómstunda- starfi, tryggja glæsilega framtíðar- byggð með fram ströndinni á Geld- inganesinu, breytta stefhu í sam- göngumálum og lækka fasteigna- gjöldin verulega. Sjálfstæðismenn hafa ávallt staðið við sín kosningaloforð og aldrei reynt að rugla kjósendur í ríminu með sjónhverfingum, með- al annars til að fela skuldasöfnun. Frambjóðendur sem gera grín að dómgreind kjósenda eiga ekki skil- ið stuðning þeirra. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Skoðanir annarra Sótt að sérfræðingum „En jafnvel mætustu fagmönnum verða á mistök fyrr eða síðar, hjá því verður vart komist við vanda- söm störf. Lögmenn, endurskoöendur og slíkir geta þá þakkað fyrir að tjónið, sem þeir valda, er yfirleitt eingöngu fjárhagslegt því þeir hafa ekki líf skjól- stæðinga sinna i lúkunum eins og læknar til dæm- is.“ Páll Þórhallsson í MBL 22. apríl Er eitthvað að óttast? „Almennar fréttir af heilsufari náungans eru ann- ars aldrei frá læknum komnar heldur berast þær eft- ir öðrum leiðum og væri út af fyrir sig verðugt rann- sóknarverkefni að kanna það nánar. í afskekktum sveitum hefði það einhvem tíma þótt ganga glæpi næst að láta ekki vita eða fresta því að láta berast til nágrannabæjar ef húsbóndi eða húsfreyja veiktist og varð óvinnufær. Það eimir enn eftir af þessum hugs- unarhætti þótt einhverjir nútímamenn sjái fyrst og fremst fáránleikann í þessu gamla öryggisneti. Allir eru böm síns tíma.“ Brynjólfur Ingvarsson í Degi 22. apríl. Reykjavíkurhundar „Allir hundaeigendur og áhugamenn um hunda- hald þurfa líka að taka höndum saman og vinna sameiginlega að því að auka rétt sinn og hunda sinna. Við getum til dæmis kynnt okkur viðhorf framboðanna til hundahalds í komandi borgarstjóm- arkosningum og notað atkvæðaréttinn í þágu fjór- fættu vina okkar.“ Guðrún H. Valdimarsdóttir í Sámi f apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.