Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1998, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1998 13 Jarlinn af Hrútafjard- ará og prjónakonur Það er gaman að veiða lax. Það er gaman að ganga með fallegri á í prjónaðri peysu og renna línu í djúpan hyl eða stríðan streng og egna fyrir þessa renni- legu og bragðgóðu skepnu. Það er gaman að finna hana narta í öngulinn, hika, synda frá, koma aftur, ruglast í ríminu og kokgleypa agnið. Gaman að festa hana á króknum, finna hana leggjast og leita ráða til að losna, taka á sprett upp og niður ána með öngulinn i kjaftin- um, gaman að horfa á sporðaköstin, halda lin- unni mátulega strekktri, ekki um of svo flskurinn slíti ekki, þreyta hann, landa honum, leggja hann spriklandi í grasið, rota hann. Taka hann svo af króknum, stinga fingrun- um undir blóðug tálknin og lyfta honum upp fyrir ljósmyndarann. Fá sér einn. Það er gaman. Dýrt gaman Það er dýrt gaman. Það er ekki fyrir al- menning að hafa gaman af slíku. Ekki lengur. Á síðustu tveim til þrem áratugum hefur þessi iðja orðið nærfellt að einkaskemmtun þeirra sem geta notað aðgang sinn að fjármagni, ekki síst opinberu, til þess að sprengja upp verðið á veiðileyfunum svo venju- legt fólk sé ekki að þvæl- ast við helstu laxveiði- árnar. Það er ekki nóg að eiga góða peysu. Maður þarf að sjá í sjálfum sér ígildi aðalsmanns, vera karlmaður með putta í peningum og pólitísku valdi og hafa gleypt þá flugu að maður sé öðrum mönnum verðugri til alls kyns friðinda og gjálífis. Þannig var um Sverri litla Her- mannsson. Hann var veiðikló og þess vegna átti bankastjórastaða betur við hann en marga aðra þegar ráðherraferlinum lauk. Þar með var tryggt að hann gæti sinnt þessu áhugamáli sínu á vegum fyrirtækis- ins án þess að bera af því kostnað sjálfur. Það er ófint að ríkir menn tciki upp eigin buddu. Sjálfur gerðist hann jarl af Hrútafjarðará. En til að hafa upp í leiguna af ánni seldi hann bank- anum sem hann stjómaði veiði- leyfi í henni. Flæktur í garni Sverrir Hermannsson hefur svo lengi verið meðlimur í fríðinda- klúbbi fyrirmennaflokksins að honum er orðið fyrirmunað að skilja að nokkuð sé athugavert við þann lífsstíl sem hann og hans lík- ar hafa komist upp með hingað til. Hann fattar ekki hvernig ein Jó- hanna á þingi og tvær prjónakon- ur úr Kvennalistanum, önnur lítil, gátu með nuddi sínu náð honum á krókinn. Hann er flæktur í gami kvenna sem ekki hafa hundsvit á laxveiðum, kvenna sem hann hélt að kynnu í hæsta lagi að prjóna peysur og sokka á veiðimenn. Hann er eins og laxinn sem rásar upp og niður strenginn í tilraun- um sínum að losa sig. Sporða- köstin eru mik- il. Gusumar ganga yfir alla nálæga þegar stórlaxinn spriklar á króknum. Það er dýrt gam- an að stunda laxveiðar. Það er rándýrt gaman. Sumum reynist það of dýrt gaman. Steinunn Jóhannesdóttir „Það er gaman að ganga með fallegri á í prjónaðri peysu og renna línu í djúpan hyi eða stríðan streng og egna fyrir þessa rennilegu og bragðgóöu skepnu," segir höfundur m.a. Maðurinn á myndinni er óviðkomandi málinu. Kjallarinn Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur „Hann fattar ekki hvernig ein Jó- hanna á þingi og tvær prjónakon- ur úr Kvennalistanum, önnur lít- il, gátu með nuddi sínu náð hon- um á krókinn. “ Dagsbrún og Framsókn - stéttarfélag: Byggjum enn upp Ágætu félagar í D&F. Fyrir hverju stöndum við!! - Hverju höfum við áorkað. Allt frá því í kosningum hjá Verkamanna- félaginu Dagsbrún 1996 hefur ver- ið unnið markvisst að því að byggja upp öflugt framsýnt félag - en umfram allt félag sem sækir styrk sinn til félagsmanna. Hvem- ig höfum við staðið að því? Jú, með því að styrkja trúnaðar- mannakerfið og stækka þann hóp sem hefur bein áhrif á gerð kjara- samninga, bæði aðal- og sérkjara- samninga. Samninganefnd Dagsbrúnar og Framsóknar var með stærstu samninganefnd stéttarfélaga og þar komu flestir að þeirri vinnu sem hafði bein áhrif á kjarasamn- ingssgerðina. Þar unnu saman sem órofa heild Verkamannafélag- ið Dagsbrún og Verkakvennafélag- ið Framsókn. Á kjörtímabili stjómar þessara félaga hafa allar reglugerðir sjóða verið teknar til gagngerrar endur- skoðunar og hreytinga, með það að markmiði að gera sjóðina hæfari til að gegna því hlut- verki sem þeim er ætlað. Lög þessara tveggja félaga vom tekin til heildarendur- skoðunar og þeg- ar upp var staðið lágu fyrir lög hins nýja félags Dagsbrúnar og Framsóknar - stéttarfélags. Þessi lög fela í sér róttækar breytingar á allri stjórnsýslu félagsins frá eldri lögum og eru að öllu leyti til bóta. Fræöslumál Unnið er að því að bæta og auka verulega trúnaðarmannafræðslu félagsins og verið er að leggja síð- ustu hönd á þá vinnu. Á síðastliðnu ári hófst vinna hjá þessum tveimur fé- lögum við að skil- greina þörf innan fé- laganna fyrir starfs- menntun og hefur undirbúningsvinna verið unnin í sam- vinnu við ýmsa að- ila í einstökum greinum. Þessi þátt- ur í starfsemi félag- anna er mikilvægur í þessu þjóðfélagi örra breytinga í tækni og framför- um. Félagsblað Dags- brúnar og Fram- sóknar er orðinn öfl- ugur fréttamiðill sem gefmn er út í um það bil 7000 eintökum. Megin- efni blaðsins eru fréttir af innra starfi félagsins ásamt öðru því er félagsmenn varðar. Markvisst hefur verið unnið að því að gera skrifstofu félagsins að viðkomustað þar sem félagsmönn- um stendur til boða góð þjónusta og gott viðmót. Eitt stærsta mál þessara félaga hefur verið farsæl sam- eining félaganna Dags- brúnar og Framsóknar í eitt öflugt stéttarfé- lag. Með sameining- unni hefúr skapast margs konar hagræð- ing og tvíverknaður sem áður var til staðar heyrir nú sögunni til. Nýlokið er atkvæða- greiðslu um samein- ingu Dagsbrúnar og Framsóknar : stéttar- félags annars vegar við Starfsmannafélagið Sókn og Félag starfs- fólks í veitingahúsum hins vegar þar sem 90,6% þeirra félags- manna sem tóku af- stöðu veittu stjórn fé- lagsins umboð til þess að halda áfram sam- einingu við þessi tvö félög. Eins og þú sérð höfum við unn- iö að mikilli uppbyggingu félags- ins á sl. tveimur árum. Við von- umst til að félagsmenn meti þess- ar breytingar og styðji okkur til frekari verka en láti ekki innan- tóman og neikvæðan áróður hafa áhrif á val sitt. Sigurður Bessason „Eitt stærsta mál þessara félaga hefur verið farsæl sameining fé- laganna Dagsbrúnar og Framsókn- ar í eitt öfíugt stéttarfélag. Með sameiningunni hefur skapast margs konar hagræðing og tví- verknaður sem áður var til staðar heyrir nú sögunni til.u Kjallarinn Sigurður Bessason Höfundur er á A-lista til stjórnarkjörs í Dags- brún og Framsókn - stéttarfélagi. Með og á móti A að leyfa veiðar á 100 hrefnum í sumar? Konráð Eggertsson sjómaður. Stofninn nógu stór „Að mínu mati á hiklaust að hefja hrefnuveiöar aftur. Rökin er meðal annars þau að stofninn er al veg nógu stór, hann er sjálfbær og hann keppir við okkur um fæðuna í sjónum. Sam- kvæmt alþjóða- samþykktum ber okkur að veiða hrefnuna. Hrefhuveiðar hafa verið stund- aðar í meira en öld og mér finnst að við eigum að halda í hefðina. Hér áður fyrr sköpuðu þessar veiðar miklar út- flutningstekjur sem okkur munar svo sannarlega um. Ég er heldur ekki hræddur við viðbrögð umhverfisverndarsinna. Við getur bara skoðað Noreg. Þar gerðu embættismenn gert úttekt á áhrifum hvalveiða og í ljós kom að ferðamannastraumur, útflutningur og hvalaskoöun jukust á sama tíma og hvalveiðar voru stundaðar. Við getum líka tekiö Færeyinga sem dæmi. Þeir eru fámennari en við en hafa samt sem áður ekki látið beygja sig og fiskútflutningur þeirra hefur aukist þrátt fyrir veið- ar þeirra. Ég skil bara ekki hræðslu útflutningsfyrirtækjanna eins og SH. Það sem þeir eru ein- faldlega hræddir við er að þeir þurfi að leggja aðeins meiri vinnu í að selja vörur sínar erlendis og e.t.v. að lyfta oftar upp símtóli ef þessar veiðar verða hafnar.“ Að skjóta sig í löppina „Auðvitað ættu íslendingar að vera í forystu um að þyrma lífi risanna á þessari jörð, jafn varnar- lausir og þeir eru gagnvart hval- skutlinum. En ofan á það bætist sú staðreynd að hægt er að þéna langtum meira á lifandi hvölum en dauðum. Áætlað er að hvalaskoðunar- iðnaðurinn í ver- öldinni velti í dag yfir 24 millj- örðum króna á ári. Þessi pottur stækkar um 20-30% á ári og hefur gert svo síð- astliðin 12 ár. Með því að bjóða Eskifirðingnum Keikó aftur til sinna átthaga og meö því að nefna aldrei þessar árans hvalveiðar gæt- um við auöveldlega náð 3-4 millj- örðum á hverju einasta ári í nátt- úru- og hvalaskoðun á fáum árum. Um það þarf ekki aö deila hvað sem Konráð Eggertsson, formaður hval- dráparasamtaka íslands, segir. Ein- hver stórhættulegasti máiflutning- ur hér á landi er þessi háværa sí- bylja þessara tíu manna sem stun- duðu hrefnuveiðar forðum um að hefia veiðarnar aftur hugsunar- laust. Hvað myndi gerast? Jú, hvort sem okkur líkar betur eða verr yrði öllum stærstu fisksölufyrirtækjun- um okkar hent út af langflestum mörkuðum i Evrópu og Bandaríkj- unum. Það er staðreynd sem eng- inn með lágmarksþekkingu á þeim málum þarf að deila um. í annan stað kæmist þessi 500 miiljóna til 3-4 milljarða króna hvalaskoðunariðnaður í algjört uppnám. Nei takk, Þá væri miklu nær að henda svona eins og 10 milljónum í kjaftinn á þessum hrefnuveiðiköll- um svo þeir fengju ekki að eyði- leggja langöflugasta tekjuvaxtar- brodd okkar íslendinga í ferða- mannaiðnaðinum. Engar hrefnu- veiðar í sumar, takk!“ -glm Magnús Skarphéft- insson dýravernd- unarsinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.