Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Qupperneq 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998
Spurningin
Hvorir finnst þér fyndnari,
Fóstbræður eöa
Spaugstofumenn?
Þóra Jónsdóttir eðlisfræðingur:
Spaugstofumenn.
Hulda Þórsdóttir bankastarfs-
maður: Fóstbræður.
Ólafur Magnússon rafvirki:
Spaugstofumenn.
Karen Ósk Hrafnsdóttir banka-
starfsmaður: Spaugstofumenn.
Baldur Baldursson: Spaugstofu-
menn, ekki spurning.
Lilja Björk Birkisdóttir: Spaug-
stofumenn.
Lesendur
Ríkissjónvarpið
fullkomlega óþarft
Bjarni Guðjónsson
hringdi:
Það er ef til vill að
bera í bakkafullan læk-
inn að minnast yfirleitt
á Sjónvarpið sem við
skattgreiðendur borg-
um með. En svo mikið
er kvartað yfir dagskrá
þess, óstundvísi og
óvönduðu efni, ekki
síst af þeim sem
kannski eru dyggustu
áhorfendurnir, að full-
yrða má að Ríkissjón-
varpið, í því starfsum-
hverfi sem það er rekið
í dag, sé fullkomlega
óþarft.
Vönduð skoðana-
könnun um gildi og
þörf Ríkissjónvarpsins
er brýn. Þar má ekki
gleyma afstöðu til
skylduáskriftarinnar
(þ.e. áskriftarinnar að
Sjónvarpinu en ekki
hljóðvarpinu sem ég
held að fólk vilji ekki
missa) eða þættimnn
um „öryggið" sem fólki
er ranglega talin trú
um að Sjónvarpið sé
(það er hljóðvarp en
Edls ekki sjónvarp). Og síðast en
ekki síst er það hinn gífurlegi
kostnaður Rikisútvarpsins vegna
sjónvarpsrekstrar.
Þótt maður búi ekki á höfuðborg-
stillis ríkisins eða
annarra hér á landi.
Auðvitað er engin
þörf ríkisrekstrar
fjölmiðlunar og allra
síst sjónvarps sem er
aðeins óendanlegur
kostnaður.
Hinir fáu vinsælu
þættir Sjónvarps,
Spaugstofa, Á elleftu
stundu o.tl., færðust
bara til annarra sjón-
varpsstöðva. - Málið
er líka að ég, eins og
margir aðrir, hef
ekki efni á að kaupa
nema eina sjónvarps-
dagskrá þótt ég vildi,
en í er í dag bundinn
við neyðaráskrift
RÚV á sjónvarpinu.
Þessi atriði verður
menntamálaráð-
herra að líta á, og
það með fyrra fall-
inu. Það mun ekki
líða langur tími þar
til fólk almennt mót-
mælir áskriftinni að
RÚV og neitar að
greiða hana. Þá væri
betra að aðskilja
Sjónvarpið frá bákn-
inu og bjóða þeim sem vilja hljóð-
varpið frjálsa áskrift. Hverjum dytti
í hug í dag að gerast áskrifandi að
ríkisdagblaði? - Lítum raunhæft á
málið.
Sjónvarpið er ekki öryggisþáttur á borð við hljóövarp, segir bréf-
ritari m.a. - Á fréttastofu Sjónvarps.
arsvæðinu þá eru skilyrði til að
horfa á aðrar sjónvarpsstöðvar orð-
in góð viðast hvar um landið. Ég
undanskil þá gervihnattasjónvarp
sem margir eru aðnjótandi án til-
Lífsins þraut í góðærinu
Katrín skrifar:
í þættinum Lífsins þraut, sem
sýndur var í Sjónvarpinu þriðjud.
21. apríl, var rædd forgangsröðun
sjúklinga vegna peningaskorts til
heilbrigðismála í landinu.
Áður fyrr var þessi þjónusta
innifalin í sköttunum. Síðan þá hef-
ur forsætisráðherra talað um góð-
æri og virðist því vera um að ræða
aukiö fjármagn í ríkissjóði. En það
er varla um góðæri að ræða nema
það taki til hins sameiginlega sjóðs
þjóðarinnar. Hvers vegna er þá í
sömu andrá talað um að það séu
ekki til peningar fyrir heilbrigðis-
kerfið? - Hér virðist sem verið sé að
lítilsvirða fólk og meina því um
sjúkrahjálp og auðvelda borgun fyr-
ir hjálpina (borgunin innifalin í
skattinum).
Ég tel því að viðkomandi ráðherr-
ar séu ekki starfi sínu vaxnir. Það
er engu líkara en að þeir sjálfir
dragi til sín þetta fé sem talað er um
í góðærinu til sérstakra gæluverk-
efna sinna í kerfinu. Það er ekki
sýnilegt að láglaunastéttimar hafi
fengið að njóta hagnaðarins af
nefndum góðærum. Og ég tel ráð-
herrana til alls vísa, likt og aðra
menn í opinberum stofnunum, t.d.
bankastjóra, forstöðumenn opin-
berra stofriana og lögfræðinga (eins
og t.d. dæmið sannar í Húsnæðis-
stofnuninni).
Kanna ætti hversu mikil aukn-
ingin er sem kom í ríkiskassann á
umliðnum góðærum og i hvað sú
aukning þá fór. - Halda mætti að
ráðherrarnir hafi keypt landið, en
enginn tekið við söluverðinu. Málið
er hins vegar einfalt; landið var
aldrei til sölu. Ráðherrar eru í þjón-
ustustörfum fyrir fólkið í landinu
en svo virðist sem þeir misnoti að-
stöðu sína.
Að falla með atvinnumálunum
Erla Magnúsdóttir skrifar:
„Reykjavíkurlistinn mun standa
og falla með atvinnumálum", sagði í
kosningablaði R-listans fyrir síðustu
kosningar. Listinn lét þessa fullyrð-
ingu ekki nægja, heldur bætti viö:
„Reykjavíkurlistinn setiu- atvinnu-
málin á oddinn", og: „Reykjavíkur-
listinn telur að nýta eigi afl Reykja-
víkurborgar til þess að skapa þessi
störf. Atvinna, já takk“. - Enginn ef-
ast um að Reykjavíkurlistinn ætlaði
sér að útrýma atvinnuleysinu.
Nú, eftir fjögurra ára góðæri,
syngur R-listafólk sama sönginn.
Ástæðan fyrir því að hann er sung-
inn á ný er vitaskuld sú að loforðið
um bætt atvinnuástand hefur ekki
verið efnt. Úti um allt land hefur at-
vinnuleysi nánast horfið, á meöan
lítið hefur gerst í atvinnumálum í
[L1IÍ)[M]GM\ þjónusta
allan sólarhringii
R-listinn viröist halda aö leiöin tii aö auka atvinnu í borginni sé aö þenja út
yfirbygginguna í Ráöhúsinu, segir m.a. í bréfinu.
Reykjavík. Engin furða, þar sem rétt
umhverfi hefur ekki verið skapað til
aö stuðla að nýsköpun í atvinnulífi.
í staö þess að lækka álögur í borg-
inni og draga úr reglum og eftirliti,
sem kæfa vaxtarbrodda atvinnulífs-
ins, kaus R-listinn að auka hvort
tveggja. R-listann skortir algjörlega
rétta sýn í atvinnumálum og virðist
halda að leiðin til að auka atvinnu í
borginni sé að þenja út yfirbygging-
una í Ráðhúsinu.
Lítil dæmi um þá útþenslu er sú
furðulega ákvörðun að ráða aðstoð-
armann fyrir borgarstjóra, og tíma-
bundin ráöning Stefáns Jóns Haf-
stein í „sérverkefni" fyrir borgar-
stjóra.
Óhætt er að fullyrða að þeir sem
greiddu R-listanum atkvæöi í síð-
ustu kosningum í von um bætt at-
vinnuástand höfðu allt annað í huga
en pólitíska atvinnusköpun af þessu
tagi.
Til allra átta
- frábært lagaval
Ragnar skrifar:
í útvarpsþættinum sem Sigríð-
ur Stephensen stjórnar er oftar en
ekki hið besta lagaval sem útvarp-
ið býður upp á af léttara taginu.
Þarna eru fremur lög frá fjarlæg-
ari löndum en þeim í næsta ná-
grenni. Síðast voru t.d. kynnt lög
frá Grænhöfðaeyjum, framandi
tónlist en hugljúf og falleg hrynj-
andi. Einnig hefur maður heyrt
lög frá Suöur- Ameríku sem eru
sjaldheyrð í útvarpi hér yfirleitt.
Dægurlög og þjóðlög frá þessum
heimshluta eru framandi flestum
okkar en afar vel þegin.
Hneykslast á
ökumanni
Kristinn hringdi:
Ég reikna með því að margir
hafi hneykslast á ökumanninum
sem sagt var frá í frétt DV nýlega.
Ökumaðurinn keyrði á hund í
grennd Akureyrar og sinnti lítt
eða ekkert um dýrið dauöa en ók
burt. Hann hafði þó rænu á, að
sögn, aö skoða skemmdimar á bíl
sínum eftir höggið. Svona frarn-
koma er vítaverð og sýnir að
margir landa okkar eru ekki
býsna tillitssamir þegar dýrin eru
annars vegar. Kannski eru engin
viðurlög við því að aka yfir eða á
dýr. En háar sektir eru það eina
sem koma við taugar margra ís-
lendinga nú oröið.
24 nýjar
ríkisstofnanir
Á.K.J. hringdi:
í fyrirspurnatíma á Alþingi
kom fram að á síðustu 10 árum
hafa hvorki fleiri né færri en 24
nýjar ríkisstofnanir séð dagsins
ljós með tæpum 700 stöðugildum.
Er þetta nokkur hemja, jafnvel í
góðæri? - Stofnanir eins og
Barnaverndarstofa (aðrar stofn-
anir gegna sama hlutverki),
Einkaleyfastofa, Fiskistofa og
Vinnumálastofhun eru vita þarf-
lausar. Einkennilegt að mikið af
þessum nýju stofnunmn hafa orð-
ið „stofa“ í nafninu. Skyldi það
vera til að gera stofnunina meira
aðlaðandi? Er hér ekki bara um
hreint bruðl að ræða? Það er mín
skoðun a.m.k.
Göngin verða
fráhrindandi
Sæmundur hringdi:
Undir þeim kringumstæðum
sem nú eru upplýstar í sambandi
við nýju Hvalfjarðargöngin verða
þau afar ffáhrindandi til umferð-
ar fyrir hinn almenna ökumann
og fjölskyldu hans. Að greiða 1000
krónur fyrir aðara leiðina dregur
fólk ekki að göngunum. Maður
getur þá eins farið gömlu leiðina.
Afsláttur er enginn fyrir þá sem
fara þama um tvisvar til þrisvar
á ári. Alls staðar er gefinn afslátt-
ur í einhverri mynd í venjulegum
viðskiptum, t.d. magnafsláttur.
Hér á hann að miðast fyrst við 20
feröir. Þetta verða ekki viðskipta-
væn göng, svo mikið er víst.
Afstaðan til
fanga
Sævar hringdi:
Það er mjög í tisku um þessar
mundir að höfða til fanga og
þeirra sem afplána refsivist fyrir
afbrot, stór og smá. Ég er á móti
þessu. Ég vil að refsifangar af-
pláni sinn dóm og sitji allan sinn
dómstíma, án mikilla, helst
engra, afskipta fjölmiðla. Hins
vegar, og ég endurtek, hins vegar,
eigum við taka á móti fyrrverandi
fóngum með gleði og hjálpa þeim
að feta sig áfram fyrsta kastið eft-
ir að komið er úr fangelsi. En þá
viO bregða svo við að fáir eða eng-
ir vilja kannast við fangana sem
allt átti að gera fyrir meðan þeir
sátu inni.