Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Síða 3
T>V FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1998
21
&ikmyndir
Vorvindar:
Keimur af kirsuberi
Vængir dúfunnar
Háskólabló og Regn-
boginn standa sameigin-
lega að kvikmyndahátíð
sem hófst á miðvikudag
og hefur yfirskriftina
Vorvindar. Er hátíðin
með öðruvísi sniði en
áður hefur tíðkast. Átta
myndir verða á hátíð-
inni, fjórar í hvoru biói,
og verður hver mynd
sýnd í eina viku. Mynd-
irnar átta hafa allar
fengið mikla athygli og
hlotið ótal viðurkenning-
ar á kvikmyndahátíðum
víðs vegar um heim. All-
ar leggja þær áherslu á
hinn mannlega þátt og
fara óhefðbundnar leiðir
til að segja sögur sínar.
Ættu þær að vera fersk-
ur andblær fyrir þá sem
vilja taka sér
frá hinum dæmigerðu af-
þreyingarmyndum.
Fyrstu tvær myndirn-
ar sem sýndar verða eru
Keimur af kirsuberi
(T’am e guilass)
Vængir dúfunnar (Wings
of the Dove).
Keimur af kirsuberi
Keimur af kirsuberi,
sem Háskólabíó sýnir,
er eftir hinn
íranska leikstjóra
Abbas Kiarostami sem á
að baki myndir eins og
Gegnum ólifutrén og
Hvítu blöðruna. Myndin
fjallar um hinn mið-
aldra herra Badii. Badii
keyrir um Teheran og
svæðið í kringum borg-
ina í leit að manni sem
er reiðubúinn að
hann eftir að Badii hef-
ur framið sjálfsmorð.
Hann býður góða pen-
ingaupphæð fyrir
verknaðinn en ailir þeir
sem hann talar við vilja
ekki þiggja starfið og reyna að
sannfæra hann um aö láta ekki
verða af því. Þetta er vegamynd 1
ásamt
Álnum.
kvikmyndinni
Helena Bonham Carter lelkur aðalhlutverkið í Vængjum dúfunnar og fékk óskarstilnefningu fyrir
leik sinn í myndinni.
hreinasta skilningi þess orðs þar
sem söguhetjan er á leiðinni að
ákvörðunarstað sínum en hittir á
veginum margar hindranir. Keim-
ur af kirsuberi hlaut gullpálmann
á Cannes-hátíöinni á síöasta ári
Vængir dúfunnar
Vængir dúfúnnar, sem
Regnborginn sýnir, er
gerð eftir skáldsögu
Henrys James. Hann
skrifaði Vængi dúfunnar
þegar hann var á hátindi
rithöfundarferils síns.
Kvikmyndaútgáfan af
henni hefur fengið lof
gangrýnenda og Helena
Bonham Carter fékk ósk-
arstilnefningu fyrir leik
sinn í myndinni. Sagan
fjallar um Kate Croy
(Carter) sem hefur alla
sína ævi búið við fátækt
en þráð að komast i hóp
ríka fólksins og lifa í
vellystingum. Til þess að
láta drauminn rætast
verður hún að yfirgefa
elskhuga sinn, Merton
Densher, sem er blá-
snauður blaðamaður. í
heimi ríka fólksins
kemst hún brátt í kynni
við hina auðugu Millie
Theale og kemst Croy
brátt að þvi að Theale á
ekki langt eftir ólifað.
Hún fær því Merton til
að fleka Theale og kvæn-
ast henni síðan svo hún
arfleiði hann að öllum
sínum auðævum. Leik-
stjóri myndarinnar er
Ian Softley en hann er
þekktastur fyrir bítla-
myndina Backbeat.
Eins og áður segir
verða tvær kvikmyndir
sýndar á viku og næstu
tvær myndir eru Állinn
(Unagi) og Óskar og Lús-
inda (Oscar and
Lucinda). Þriðju vikuna
verða sýndar Dauði i
Granada (Death in
Granada) og Hin ljúfa ei-
lifð (The Sweet Hereafter)
og fjórðu vikuna verða
sýndar Vomur (Ogre) og Frekari
ábending (A Further Gesture).
KVIKMYNDATÓ
Tvær sjálfstæðar konur
N L I S T
Bæði Great Expection og Jackie Brown
sem sýndar eru f kvikmyndahúsum í höfúð-
borginni fjalla um konur sem fara sfnu
fram þótt ólíkar séu, notfæra sér kynþokka
og útsjónarsemi. Tónlistin á plötunum sem
geöiar hafa verið út með myndunum er að
mestu samansafh laga úr sitthvorri áttinni,
eiga plöturnar þaö sameiginlegt að vera
áhugaveröar en misvel heppnaðar.
Ef lesið er smáa letrið á plötukápu Great
Expectation, sem hefur undirskriftina The
Album kemur í ljós að þetta er önnur
tveggja platna sem gefnar eru út með tónlist úr
kvikmyndinni. Á þeirri sem hér er til umfjöllun-
ar eru eingöngu lög úr myndinni og einnig bætt
viö lögum sem ekki eru í myndinni, hver svo sem
tilgangurinn er með þvi. Á hinni plötunni, Great
Expection - The Score er að fmna að meirihluta
þeirrar kvikmyndatónlistar sem Patrick Doyle
samdi fyrir myndina. Great Expection byrjar á
tveimur góðum stefjum með Tori Amos sem sam-
in eru af henni og Patrick Doyle og eru það einu
lögin sem beint eru samin fyrir myndina. Þriðja
lagið, Life in Mono, er mjög gott lag og sjálfsagt
það lag sem skilur mest eftir sig á plötunni. í kjöl-
fariö koma poppuð lög úr ýmsum áttum, flest ný
af nálinni en gömul poppséni eins og Grateful
Dead og Iggy Pop fá aö fljóta með. Great Expect-
ion - The Album er þegar á heildina er litið ekki
mjög áhugavert, rennur áreynslulaust inn um
annað og út um hitt án þess að snerta.
Allt annað er upp á teningnum i Jackie Brown.
Engin frumsamin tónlist var í þeirri mynd, en
eins og á plötunni með tónlistinni úr Pulp Fic-
tion lætur Quentin Tarantino texta í meðfórum
leikara i myndinni tengja lögin við myndina og
tekst þetta mjög vel, Myndin sjálf verður
alltaf i forgrunninum. Jackie Brown ger-
ist á áttunda áratugnum og í því umhverfi
þar sem soultónlistin blómstar. Það kem-
ur því ekki á óvart að sú tónlist er mest
áberandi á plötunni, má þar nefha góð lög
á borð við Across llOth Street (Bobby
Womack), Street Life (Randy Crawford)
og Who Is He (And What is He To You
(Bill Withers). Aftur á móti er Didn’t Blow
Your Mind This Time (The Delfonics), lag
sem kemur mikið viö sögu í myndinni,
bams síns tíma og hundleiöinlegt. Af öðrum úr-
valsslögum má nefna Tennesee Stud (Johnny
Cash) og Inside My Love (Minnie Ripperton). Að-
alleikkonan Pam Grier fær aö reyna sig í ágæt-
um blús, Long Time Woman, en hefur ekki ár-
angur sem erflði.
Great Expection - The Album ★★
Dreifing: Spor hf.
Jackie Brown ★★★
Dreifing Spor hf.- HK