Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Side 5
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1998
helgina *
★ -)ir
Myndlist 11 ára barna
Olafsvík:
Erró sýnir á
heimaslóðum
Um þessar mundir stendur yfir
friðarsýning í Kringlunni. Um er að
ræða myndverk 11 ára barna í
Reykjavík en þann 15. maí síðastlið-
inn hlupu sömu krakkar með log-
andi kyndil sem tákn friðar. Þetta
er í þriðja sinn sem friðarhlaupið er
haldið en í fyrsta sinn sem sýning
Söfnin í Nesi:
Sumarið
komið
Nú er sumarið komið á Lækn-
ingaminjasafninu í Nesstofu og
Lyfjafræðisafninu á Seltjamamesi.
Söfnin verða opin fjórum sinnum í
viku í sumar, á sunnudögum,
þriðjudögum, fimmtudögum og
laugardögum, milli klukkan 13 og
17.
Söfnin munu einnig opna sali
sína fyrir áhugcimannahópum á öðr-
um tíma ef um er beðið en söfnin
standa hvort hjá öðra við Neströð á
Seltjamamesi.
f Lyfjafræðisafhinu má sjá muni
og minjar úr íslenskum apótekum
frá upphafi þessarar aldar og fram
til okkar daga og skoða hvernig
lyfjagerð var háttað enn lengra aft-
ur í tímann.
Lækningaminjasafnið er til húsa
í Nesstofu sem er eitt af elstu stein-
húsum landsins, reist á árunum
1761 til 1763 fyrir fyrsta landlækni
íslendinga, Bjama Pálsson. Þar gef-
ur á að líta muni sem tengjast sögu
heilbrigðismála síðustu aldar.
Langholtskirkja:
Jón og séra
Jón ásamt
hestamönnum
Árleg kirkjureið Hestamanna-
félagsins Fáks verður næstkom-
andi sunnudag. Hestamenn
leggja upp frá félagsheimili Fáks
klukkan 9.30 og klukkan 10.30
frá hesthúsunum við Bústaða-
veg.
Hestamannafélagið Fákur set-
ur upp rafmagnsgirðingu við
kirkjuna og sér um gæslu hest-
anna meðan á messu stendur.
Prestur er séra Jón Helgi Þór-
arinsson, organisti Jón Stefáns-
son en lesarar og tónlistarmenn
koma úr röðum hestamanna.
Eftir messu gefst kirkjugest-
um kostur á að kaupa sér kjöt-
súpu í safhaðarheimili kirkjunn-
ar en þess má geta að 21 ár er
síðan þessi siður var tekinn upp
og hefur haldist nær óslitinn síð-
an.
er á verkum hlauparanna, sem vita-
skuld tengjast öll friði. Sýningunni
lýkur næstkomandi sunnudag.
Ólafsvíkingar sitja ekki einir að Hrró um
þessar mundir því tvær sýningar standa
nú yfir á vegum listahátíðar; önnur í
Hafnarhúsinu og hin í Galleríi Sævars
Karls. DV-mynd Hilmar Þór
Nú stendur yfir sýning á verkum
Errós í grunnskólanum í Ólafsvík.
Það var lista- og menningarnefnd
Snæfellsbæjar sem gekkst fyrir sýn-
ingunni með aðstoð Listasafns
Reykjavíkur sem lánaði verkin.
Mjög er vandað til sýningarinnar og
gladdi það heimamenn sérstaklega
að listamaðurinn sjálfur skyldi
opna sýninguna. Erró er fæddur í
Ólafsvík og mun alla tíð hafa haft
sterkar taugar til staðarins sem ger-
ir sýninguna áhugaverðari en ella.
Lokadagur sýningarinnar er 24.
maí nk. -DVÓ
NOKKRARVISBENDINGAR:
GOTTVERÐ
GLÆSILEGUR
2 LOFTPÚÐAR
ABS HEMLAR
RÚMGÓDUR
SPARNEYTINN
SPRÆKUR
ÞU GETUR ORUGGLEGA EKKIIMYNDAÐ
ÞÉR HVAÐA BÍLTEGUND ÞETTA ER !