Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Síða 9
■ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1998 HLJÓMPLjíTU Karlakórinn Fóstbræður & Stuðmenn: íslenskir karlmenn ★★ Hljómsveitin Stuömenn er ekki kölluð hljómsveit allra landsmanna út í bláinn. Tvær fyrstu plöturnar og myndin Með allt á hreinu ætti að tryggja sveitinni hlýlegt viðmót íslend- inga langt fram á næstu öld, enda þar á ferð gargandi snilld eins og alkunna er, mikil leik- gleði og húmor. Upp úr seinni myndinni, Hvítum mávum, er eins og fúttið í stuði Stuðmanna hafi farið síþverrandi, sem kannski er allt í lagi því frumfúttið í stuðinu var svo gott að þegar í óefni fer hefur alltaf mátt leita i það. Markaðsdeild Stuðmanna hefur dottið margt í hug um dagana og greip þá hugmynd fagnandi að spyrna Fóstbræðrum saman við Stuðmenn, enda hafði sams konar sam- krull hjá Leningrad Cowboys og karlakór Rauða hersins tekist vel. Að- stoðarhljóðfæraleikurum var bætt i pottinn, Háskólabíó tekið á leigu, söngskemmtunin endurtekin fyrir troðfullu húsi í lok vetrar - og hér er platan. Prógrammið er tvískipt, Stuðmannalög (og lög af sólóplötum Stuð- manna) og karlakóralög, en reynt eftir fremsta megni að láta pakkann hanga saman í heild. Fuiit af góðum lögum auðvitað og allur tilfinninga- stiginn klifinn; ógnþrungnari verða tónsmíðamar varla en „Brennið þið vitar“ og stuðið varla skemmtilegra en í „Hveitibimi". Fagmennskan er í fyrirrúmi í hljóðfæraleik og útsetningum. Þótt Egill og Ragnhildur fái margan sólósprettinn er það þó karlakórinn sem ræður ferðinni og baul- ar látlaust af stakri karlmennsku. í salnum skemmtir fólk sér vel, en er þó á flókum; hátíðlegt í fasi og sleppir ekki fram af sér beislinu - ekki frekar en skemmtiatriðið. Með þessari útgáfu má segja að Stuðmenn séu sannarlega orðnir hljómsveit allra landsmanna því nú er ellilífeyrisþeg- um ekkert að vanbúnaði að meðtaka stuðið. Gunnar Hjálmarsson Garbage: Version 2.0 Það tók dálitinn tíma að meðtaka lögin og hljóminn á fyrstu plötu Garbage, en eftir að sú plata síaðist inn fór hún sigurfor um heiminn, enda á ferð gott popprokk með nýstár- legum og ferskum hljóm. Þetta var fyrir þremur árum. Það fyrsta sem maður heyrir á nýju plötunni er að bandið hefur varla breyst neitt og býður enn upp á popprokk sem er vel falið í glerhörðum og vélrænum hljóm, sem þó er varla hægt að kalla nýstárlegan lengur. Lögin ættu flest að geta meikað það sem smáskífúr, næsta hefðbundin í uppbyggingu og bandið er ekkert að brjóta upp heildina með stælum og tilraunum. Gapandi fin viðlögin koma á sinum stað eftir yenjubundna uppbyggingu af grípandi gítar- riffum og dfnamískum milliköflum og hrúm. Shirley er fin í framlín- unni, sexí cyber-Debbie Harry, og þó hún sé búin aö gifta sig er sama kaldlyndið allsráðandi í textunum, sömu kúlheitin. Garbage er gott poppband og skemmtilegra að heyra þeim bregða fyrir í síbyljunni en flest dægurdraslið sem skellur á manni. „Version 2.0“ er þó engin bylting, eins og fyrri platan vissulega var, heldur ný uppfærsla á markaðshæfri vöru. Nafnið á plötunni segir allt sem segja þarf. Von- andi heitir næsta plata „Version 2001“ og boðar nýja tíma. Gunnar Hjálmarsson The Lox: Money, power & respect ★ Þaö eru þeir félagar Jay, Styles og Sheek sem standa að þessari skífu, ásamt hans há- tign Sean „Puffy" Combs, kon- ungi fjöldafram- leiðsluXXXrapps en hann fram- leiöir og hefur umsjón með þessum diski eins og helmingn- um af öllu ræflarappi sem gef- ið er út. Ég verð þvf miður að viðurkenna að ég veit harla fátt um þessa blessuðu hljóm- sveit en maður hefur á tilfinn- ingunni að þetta sé svona hiphop-boyband sem samanstendur af einhverjum gaurum sem voru valdir eftir myndum og sagt við þá: „Þið eruð svartir og þaö þýöir að þið getið rappað." Allt of oft er það nú samt svo aö þetta tvennt fer hreint ekki saman. Greinilegt er að þessir þrír voru leiddir saman af fjárhagsástæöum og það er ekkert verið að reyna aö fela það eins og sést á titlinum; peningar, völd og virðing. En nóg um þetta. Það er víst tónlistin sem skiptir máli i þessum pistli. Nægilegt ætti að vera að fólk viti að Puffy sé viðriöinn málið, þá getur það dregið sínar eigin ályktanir. Persónulega fila ég ekki manninn og þar af leiðandi finnst mér þetta ekkert sérstakt. Þetta eru örugglega finir strákar en þeir kunna bara ekki að rappa. Maður staldrar kannski við eitt og eitt lag og hugsar ja ... þetta er nú kannski ekki svo vitlaus hugmynd, en svo gufar allt upp í höndunum á þeim. Það er því engin tilviljun að lagið sem mér fannst skemmti- legast á þessum diski er „interlude" þar sem einhver brjálæðingur er aö böggast eitthvaö; fyrir utan þaö voru tvö eða þrjú lög sem er í lagi að hlusta á. Þau eru þó varla þess virði að fjárfest sé í diskinum, en fyrir Puffy-fans; go ahead - make his wallet. Guðmundur HaUdór Guðmundsson ★★★ Eg flaut bara áfram. Og það var gott. Lenny Kravitz og „5“: Eins og krakki með stóran litakassa Lenny Kravitz er mættur á ný meö nýja plötu, „5", sem er fimmta plata kappans. Hljómur Lennys er sérstakur, bræddur úr fönki, rokki, poppi og sálartónlist. Undir regn- hlífinni sem hann spennir upp fVrir „5“ eru gamalkunnug stef úr sarpi hans, poppaðar melódíur, hipphopp taktar, töffaralegt rokk og sálarball- öður. „Þegar ég geröi plötuna leið mér eins og krakka meö stóran lita- kassa. Og ég notaði alla litina,“ seg- ir hann. Lenny hljóðvann plötuna sjálfur en fékk Terry Manning (þekktur af vinnu sinni meö Led Zeppelin, A1 Green, ZZ Top o.fl.) sem upptökustjóra. í byrjun ferils síns vakti Lenny athygli fyrir að vinna tónlist sína upp á gamla móð- inn en nú notar hann óhikað nýj- ustu tækni....Digital" var fyrir mér skammaryrði þegar ég byrjaði," seg- ir hann „en með því að taka upp hljóðfæri eftir hljóðfæri og byggja upp sándið gat ég sett plötuna sam- an eins og púsluspil. Ég hlustaði á helling af gömlu og nýju hipp hoppi frá New York og tel það helsta áhrifavaldinn á plötunni. Ég fila strjálleikann í þeirri tónlist, grúfið og taktinn." Að vanda spilar meist- ari Lenny á flest hljóðfærin sjálfur og dregur upp úr pússi sínu hinar ólíklegustu útsetningar, t.d. notar hann grænar Heineken-flöskur sem ásláttarauka í einu laginu. Til að- stoðar hefúr hann á ný gltarleikar- ann Craig Ross, blástursleikurun- um Michael Hunter og Harold Todd er gefiö gott svigrúm og bakradda- söngkonur bæta dýpt 1 tónlistina. Hljóðfæraleikur Lennys er reip- rennandi að vanda og fönkaöur á köflum. „Jafhvel áöur en ég geröi fýrstu plötuna var ég aö spila fónk. Ég hef þróast i aðrar áttir og mun halda því áfram en það var gott aö komast aftur á upprunalegt ról, Ég hef ekki gert plötu slðan „Circus" (kom út 1995) og þó ég hafl veriö at- vinnumaður í níu ár þá leið mér núna eins og ég væri að gera plötu í fyrsta skipti. Engar niðurnegldar áætlanir eða væntingar. Ég flaut bara áfram, Og það var gott.“ Sungið um tilgang Lenny er af blönduöum ættum. Pabbi hans er frá Bahama-eyjum, mamman gyðingur frá New York. Lenny tekur fyrir blönduð sambönd í lögunum „You’re My Flavor" og „It’s Your Life“. „Jafnvel nú á dögum,“ segir hann, „finnst mörg- um vera skammarblettur á slíkum samböndum. En ég segi viö tvær ástfangnar manneskjur; ekki hafa áhyggjur af umheiminum, verið bara þiö sjálf,“ Lenny er á persónu- legu nótunum, móöir hans lést ný- lega og henni til heiöurs semur hann „Thinking of You“. Hann leit- ar líka i þá reynslu sem hann hefúr af því aö vera sjálfur oröinn pabbi. „Ég elska að vera í „pabbagiraum” og lagið „Littie Girl’s Eyes“ var af- mælisgjöf til dóttur minnar.“ Nú _ eru Lenny og félagar aö gera sig klára í lögbundna tónleika- og kynn- ingarferö fýrir nýju plötuna. Lenny gefúr sér þó tima til aö hljóðvinna nýja plötu meö Cree Summer og vinna í endurhljóöblöndunum á lög- um af „5“. Hann er að gera þaö sem gefur honum gleði og er hans til- gangur - að gera tónlist. „Can We Find a Reason”, síðasta lag nýju plötunnar, fjallar einmitt um til- gang, ef ekki tilgang lífsins þá um persónulegan tilgang hvers og eins. Innblástur fyrir textann fékk Lenny af frétt á CNN um ungan mann á trukk sem fór einn síns liös og hreinsaði ár í Mississippi. Lenny segist gera tónlist af sömu ástæöum og þess’i ungi maður hreinsar ár. „Þetta er allt spurning um að finna sinn tilgang í lífmu og leggja í starf sitt sál og ákafa," segir hinn lokk- fagri poppari að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.