Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Page 11
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1998
C
fónlist,
Sketches for My Sweetheart, the Drunk:
Látlaus eftirmáli
um Jeff Buckley
Jeff Buckley var sonur Tim Buck-
leys, þekkts lagahöfundar sem dó úr
of stórum heróínskammti árið 1975,
aðeins 28 ára að aldri. Faðemið
hjálpaði Jeff til að komast í sviðs-
ljósið en varð einnig til þess að
miklar kröfur voru gerðar til hans.
Tim blandaöi saman þjóðlagatón-
list, djassi og framsæknu rokki en
Jeff fór aðrar leiðir, kannski má
segja með mikilli einfoldun að rödd
hans hafi minnt á Van Morrison og
tónlistin á hinn nútímalega Led
Zeppelin. Jeff byrjaði að spila og
semja í menntaskóla í New York.
Hann flutti til Los Angeles, fór þar í
tónlistamám og spiiaði með ýmsum
djass- og fonksveitum, auk þess að
spila með dansiballa-raggeasveit-
inni Shinehead. Nokkmm ámm síð-
ar flutti Jeff aftur til New York og
stofnaði Gods & Monsters með gít-
arleikaranum Gary Lucas.
Sveitin lifði stutt en vakti
þónokkra athygli. Nú var Jeff tilbú-
inn í sólóferil og aflaði sér nokkurs
fylgis með því að spila einn á
kassagítar og syngja á pöbbum og
kaffihúsum. Eftir að hann gerði
samning við stórfyrirtækið Col-
umbia fór boltinn að rúlla. Platan
„Live at Sine“, þar sem kassagítar-
inn og rödd Jeffs er í aðalhlutverki,
fékk góða dóma en platan „Grace“,
sem kom út 1994, gerði nafn Jeffs
Bucleys þekkt í tónlistarheiminum.
Platan var víða talin til bestu platna
ársins og fékk hvarvetna rífandi
góða dóma. Á plötunni er Jeff kom-
1______________________:________I
inn með heila hljómsveit sér til að-
stoðar og saman spinnur hópurinn
ljómandi gott rokk og angurværar
rokkballöður.
Sviplegur dauði í
midjum upptökum
í kjölfar plötunnar spilaði Jeff
Buckley ásamt hljómsveit víða um
lönd eins og gengur en fór að því
loknu að huga að næstu plötu sem
fékk vinnsluheitið „My Sweetheart,
the Drunk". Tom Verlaine (fyrrum
aðalmaður í hljómsveitinni Televisi-
on) var fenginn til að annast hljóð-
stjórn. Upptökur hófust í New York
um sumarið 1996 og var haldið áfram
í hljóðveri í Memphis snemma árs
1997. Upptökurnar gengu vel svo
ákveðið var að taka smápásu. Tom
og hljómsveitin flugu til New York
en Jeff varð eftir í Tennessee, í litlu
húsi sem hann leigði, og hélt áfram
að semja og taka upp efhi á 4-rása
heimastúdíói. Ný lög hlóðust upp og
Jeff sendi sveitarmeðlimum í New
York prufuupptökur að nýju lögun-
um svo þeir gætu fylgst með. Hann
ákvað loks að taka stjórnina úr
höndum Toms og sjá sjálfúr um að
taka plötuna upp en fá þó aðstoð hjá
Andy Wallace, hljóðstjórnanda
„Grace“. Hljómsveitin sneri til baka
þann 29. maí og æflngar voru fyrir-
hugaðar á nýja efninu. Um leið og
þotan með hljómsveitarmeðlimum
tók sig á loft ffá New York voru Jeff
og félagi hans úti að keyra og áðu á
Mud Island höfninni til að fá sér bita
af samlokum sem þeir höfðu keypt.
Jeff hafði alltaf verið maður augna-
bliksins og í miðri samloku fann
hann snögglega ærslafúlla þörf hjá
sér að stökkva fullklæddur út í Miss-
issippi-ána. Nokkrum mínútum síð-
ar hvarf hann í öldumar og sást ekki
aftur á lífi. Þrátt fyrir mikla leit
fannst líkið ekki fyrr en fimm dög-
um síðar.
Sólóbandið Solex:
Nýstárleg tónlist - eldgamall hljómur
í Hollandi veit hvert mannsbarn að
Solex er frönsk skellinöðrutegund
sem hefur verið gífurlega vinsælt far-
artæki þar síðan innflutningur hófst
fyrir tuttugu árum. En Solex er líka
það listamannanafn sem Elisabeth
Esselink tók sér þegar hún hóf sóló-
feril fyrir nokkrum árum. Hún er
þrjátíu og eins árs og fyrsta platan,
„Solex Vs. the Hitmeister", hefur ver-
ið aö fá sallafma dóma. Tónlistinni
hefur verið líkt við Björk, Cibo Matto
og Cabaret Voltaire. Þessar samlík-
ingar segja þó lítið - þó „sirkus tripp-
hopp“ nái andanum hjá henni ágæt-
lega - og það er meira en þess virði að
tékka á Solex með eigin eyrum. Tón-
listin er nýstárleg en hljómurinn fom
sem hlýtur að skrifast á græjurnar.
„Ég nota eldgamlar græjur,“ segir
hún. „Ég er með gamalt átta rása ana-
log-upptökutæki og mono sampler frá
áttunda áratugnum. Það er ekkert
minni í honum. Það var minni en ég
fæ hvergi réttar diskettur. Svo er ég
með lítið effektabox. Ég tók flest lögin
upp heima hjá mér. í nokkrum lögum
þuifti ég að fara á klósettið eða í
svefniherbergið til að fá rétt sánd.“
Blankir eiga líka sáns
Elisabeth var í hljómsveitinni So-
netic Vet áður en sólóferillinn hófst.
Hún rekur plötubúðina C&D í
Amsterdam og höndlar þar með not-
aðar plötur. Mörg sömpl á Solex- plöt-
unni em komin af plötum sem hún
hefur fundið í grúski sínu í búðinni,
plötur sem enga langar að kaupa en
henni hefur tekist að skrapa af
skemmtilega tóna. Hún spilar á flest
hljóðfæri á plötunni en fær aðstoð á
tónleikum. Hún hefur m.a. spilað með
Cornershop, Stereolab og Sleater-
Kinney. Hún syngur á ensku um upp-
diktuð ævintýri Solexar og röddin er
barnaleg og hollenski hreimurinn
sterkur. Solex sendi prufuspólur með
heimalagaðri tónlistinni og Matador
útgáfan í New York beit glöð á agnið.
Þar eru m.a. Pizzicato 5 og Pavement
gefnar út. í bransanum er venjan að
senda nýsamningsbundna listamenn í
dýr hljóðver til að fá sem bestan
hljóm en hjá Matador vildu menn
ekki heyra á það minnst og Solex-plat-
an var gefin út í sínu upprunalega
formi með smávægilegum endurbót-
um. Solex er gott dæmi um hvernig
nýjasta tækni er ekki endilega lykill
að velgengni. Blankari tónlistarmenn
eiga alveg eins séns ef hugmyndaflug-
ið er til staðar. „Það skiptir mestu að
búa sér til sérstöðu og vera með sitt
eigið sánd,“ segir hún. „Ekki herma
eftir neinum. Plötufyrirtæki eru ekki
að bíða eftir nýrri Oasis eða Radi-
ohead. Lykilorðið er að trúa á sjálfan
sig.“
„Lykilorðið er að trúa á sjálfan sig,“ segir Solex.
í miðri samloku fann hann snögglega ærslafulla þörf hjá sér að stökkva full-
klæddur út í Mississippi-ána. Nokkrum mínútum síðar hvarf hann í öldurnar
og sást ekki aftur á lífi.
Nafnið lifir
Jeff lifði tveim árum lengur en
pabbinn, var þrítugur þegar hann
drukknaði. Ekki er talið að drukkn-
unin hafi verið sjálfsmorð, enda var
Jeff lífsglaður ungur maður og
grallari; átti það oft til að grínast og
ærslast. Hann var því líkur sjálfum
sér þegar hann tók stökkið afdrifa-
ríka í ána. Dauði hans var vissulega
sviplegur en Jeff hataði þá sjúklegu
dýrkun sem oft er höfð á listamönn-
um sem deyja ungir og gerði grin að
henni við hvaða tækifæri sem gafst.
Nýlega kom út það efni sem Jeff var
að vinna við og hefði verið á
annarri plötu hans hefði honum
enst aldur til. Móðir hans hefur um-
sjón með útgáfunni og tileinkar það
aðdáendum Jeffs. Engu hefur verið
bætt við eða breytt. Efnið á „Sket-
ches for My Sweetheart the Drunk"
er á tveim diskum, frá nánast full-
unnum lögum frá þeim tíma er Tom
Verlaine hélt um stjómvölinn til
einfaldra og hrárra heimaupptakna
þar sem sköprmargáfa Jeffs skín
einna skærust og alveg án utanað-
komandi áhrifa. Pakkinn er vegleg-
ur - með ýtarlegum upplýsingum á
textablaði og á öðmm disknum, sem
einnig er CD-ROM - ómissandi
þeim fiölmörgu sem hrifust af
„Grace" og látlaus eftirmáli um
listamann sem dó í blóma lífsins.
1%
±1l
Á
Reggae on lce
Annað kvöld munu pilt-
arnir í Reggae on Ice
skemmta Sunnlendingum
á Inghóli á Selfossi.
Rósenberg
í kvöld leika Sagtmóð-
igur, Vágestur, Kristiní-
us og Aids í musteri
rokksins.
Hótel Valaskjálf
Hljómsveitin 8villt mun
leika á Hótel Valaskjálf á
Egilsstöðum í kvöld.
Þetta mun vera í fyrsta
skipti sem sveitin spilar
á Austurlandi.
Stuðbandalagió
Hljómsveitin Stuðbanda-
lagið skemmtir gestum
og gangandi á Kaffi
Reykjavík föstudags- og
laugardagskvöld.
Wunderbar
Sunnlenski Austfirðing-
urinn Jónas Sigurðsson
verður á Wunderbar um
helgina. Hann ætlar að
rifia upp stemninguna
frá Oktoberfest með söng
og gítarspili.
Broadway
í kvöld verður sýningin
Rokkstjömur Islands á
skemmtistaðnum Broad-
way. Á eftir skemmtir
svo Hljómsveit Geir-
mundar Valtýssonar.
Annað kvöld verður
ABBA-sýningin fyrri
hluta kvölds en kosninga-
vaka R-listans tekur við
að lokinni sýningu.
Bylting
Á skemmtistaðnum Café
Amsterdam verður fiör
um helgina því hljóm-
sveitin Bylting sér um
fiörið.
Skítamórall
Skítamórall heldur dans-
leik að Miðgarði í Skaga-
firði í kvöld en á morgun
spilar hljómsveitin á leyni-
dansleik. Á morgun verður
kynnt hvar hann verður.