Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Qupperneq 2
16
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 DV
ikvikmyndir
Titanic ★★★★
Stórfarotin og ákaflega gefandi kvikmynd. Af
miklum fítonskrafti tókst James Cameron að
koma heilli f höfn dýrustu kvikmynd sem gerð
hefur verið. Fullkomnunarárátta Camerons skil-
ar sér í eðlilegri sviðsetningu sem hefur á sór
mikinn raunsaeisblæ. leonardo DiCaprio og
Kate Winslet eru eftirminnileg i hlutverkum
elskendanna. -HK
Good Will Hunting ★★★★
i mynd þar sem svo mikið er lagt upp úr per-
sónunum verður leikurinn að vera góður. Sér-
staklega eftirminnilegur er samleikur Williams
og Damons. Hið sama má reyndar segja um
flesta leikara í aukahlutverki. Bestur er þó Steli-
an Skarsgárd en i túlkun sinni á stærðfræð-
ingnum Lambeau dregur hann upp sannfær-
andi mynd af manni með mikla sérgáfu sem
þó verður að játa sig sigraðan í návist ótrú-
legrar snilligáfu. -ge
Jackie Brown ★★★★
Höfundaeinkenni Quentins Tarantinos eru sterk
þótt myndin sé gerð eftir þekktri skáldsögu
Elmore Leonards. Jackie Brown er heillandi
kvikmynd sem er mýkri en fyrri myndir Tar-
antinos en gerist samt óvefengjanlega í þeim
heimi sem Quentin Tarantino hefur skapað.-HK
U Turn ★★★*
Myndin vinnur afbragðsvel úr hefðinni. Per-
sónurnar eru eftirminnilegar og þótt húmorinn
i noir-myndum sé oft gráglettinn hefur sjaldan
verið gengið lengra en hérna. Lokasenan er i
senn óborganleg og óhugnanleg. -ge
The Assianment ★★★■*
Leikstjórnin er tiT fyrirmyndar og handritið að
sama skapi vandað. Timi er tekinn til að leyfa
persónunum að mótast og fyrir vikið verða
þær trúverðugri. Aidan Quinn túlkar þá breyt-
ingu sem verður á Ramirez í gervi Carlosar af
mikilli leikni og Sutherland hefur ekki verið
jafn sannfærandi árum saman. ge
Mouse Hunt ★★★★
Músaveiðamynd sem segir frá vitgrönnu
bræðrunum Smuntz sem erfa snærisverk-
smiðju og niðurnitt hús (með mús) eftir föður
sinn. Sjálf músin er aöalhetja myndarinnar,
þarsem hún klifur og stekkur og sveiflar sér af
mikilli fimi og hugrekki um húsið, sigrast bæði
á banvænum ketti og meindýraeyði og hvoms-
ar í sig kílói af osti án þess að svo mikið sem
gildna um miðbikið. -úd
Scream 2 ★★★
Þó Scream 2 nái ekki þeirri snilld sem 1 átti, þá
held ég að ég geti ekki annað en kallað þetta
þriggja stjörnu hrollvekjuskemmtun. Eftir
magnaða byrjun fór Scream 2 of hægt af stað
en síðan tók hún kipp, og brunaði af stað og
hélt uppi þessari líka finu spennu, án þess að
slaka á drepfyndnum hroll-visununum og
skildi við áhorfandann ánægjulega hrylltan.-úd
The BiqLebowski -'r**
Yfirhöfuð erThe Big Lebowski hlaðin ánægju-
legum senum og smáatriðum eins og við
mátti búast frá þessu teymi. Jeff Bridges er
ákaflega viðeigandi lúði f hlutverki sínu sem
hinn „svali" og algerlega áhyggjulausi Le-
bowski og John Goodman sömuleiðis góður
sem bilaður uppgjafa Víetnamhermaður. -úd
Deep Impact ★★★
Vel gero og áhrifamikil kvikmynd þar sem fjall-
að er um einhverja mestu hættu sem vofir yfir
okkur, að halastjarna tæki upp á því að rekast á
jörðina. Myndin er góð skemmtun, sem um
leið setur að áhorfandanum léttan hroll. -HK
Búálfarnir ★★★
Búálfar eru varkárir og láta litið fyrir sér fara
því ef þeir sjást eru þeir klesstir af manneskj-
unum sem taka þá fyrir mýs eða önnur mein-
dýr. Sjónræn útfærsla er sérlega snjöll, þar sem
kunnuglegir smáhlutir i nýjum hlutverkum flugu
svo hratt hjá að maður mátti hafa sig alla við að
fylgjast með, sjónræn veisla, hraði og húmor.
Omissandi fyrir álfa og fólk af öllum stærðum. -úd
Anastasía
Sagan af týndu prinsessunni Anastasiu er
hreinn ævintýramatur. Myndin einkenndist öll
af hugmyndariki og hélt gamlingjanum mér
uppteknum allan tímann, þrátt lyrir fremur
leiðinlega músik, sem virðist skylda i skemmti-
efni af þessu tagi. Fyrir utan smáhroll yfir
söguskýringum fannst mér Anastasía hin besta
skemmtun og með betri teiknimyndum sem ég
hef séð lengi. -úd
The Rainmaker i
Hefur ekki sama hraða og spennu og aðrar
myndir gerðar eftir sögum Grishams. Hún lýsir
ekki auði og munaði hástéttarinnar og er laus
við óþarfa fegrun á bandarisku réttarkerfi. En (
því felst styrkur hennar. Handritið er þétt og
sannfærandi og leikurinn með ágætum. Gam-
an var að sjá gamla og nú ósköp þreytta leik-
ara á borð við Mickey Rourke og Virginiu Mad-
sen í bitastæðum smáhlutverkum. -GE
Litla hafmevjan ★★★
Teiknimyndir Walts Dtsneys eru klassískar og
þegar ný kynslóð rís eru þær settar á markað-
inn á ný og er ekkert annað en gott um það að
segja. Litla hafmeyjan kom með ferskan blæ inn í
þetta kvikmyndaform eftir að teiknimyndir i fullri
lengd höfðu verið í lægð um nokkurt skeið og,
hún á fullt erindi enn til ungu kynslóðarinnar. ís-
lenska talsetningin er vel heppnuð. -HK
Fallen
Leikstjórinn Gregory Hoblit ætlar sór greinilega
stóra hluti með þessari mynd og leggur mikla
áherslu á frumlega myndatöku og önnur
myndræn brögð til þess að undirstrika þá trufl-
uðu heimsmynd sem hann dregur upp. Með
þessu og hinum frábæra Washington tekst
honum vissulega að skapa ansi magnaða
stemningu á köflum. -úd
Það gerist ekki betra
Framan af er As Good as it Gets eins góð og
gamanmyndir perast. Samræðurnar einkenn-
ast af óvenjumikilli hnyttni, leikurinn er með
ólíkindum og handritshöfundunum Andrus og
Brooks tekst að stýra fram hjá helstu gildrum
formúlufræðanna. Það var mér því til mikilla
vonbrigða þegar myndin missti flugið eftir hlé.
Leikurinn var enn til fyrirmyndar en þær fjör-
miklu og óvenjulegu persónur sem kynntar
voru til sögunnar f upphafi fengu ekki svigrúm
til þess að vaxa. -ge
Mad City:
Hoffman
Travolta
Dustin Hoffmann
leikur sjónvarpsfrétta-
mann sem er á niður-
leið í faginu.
Sam-bíóin taka til sýninga í dag nýjustu kvik-
mynd gríska leikstjórans Costa-Gavras og í þetta
sinn hefur Costa-Gavras fengið til liðs við sig
tvær af skærustu kvikmyndastjörnunum í
Hollywood, Dustin Hoffman og John Travolta.
Hoífman leikur sjónvarpsfréttamanninn Max
Brackett sem í eina tíð var besti fréttaritari
stöðvarinnar. Honum verður á í messunni í eitt
skipti þegar hann er að lýsa flugslysi. Þegar hon-
um er skipað að sýna líkin í nærmynd missir
hann stjóm á sér fyrir framan bandarisku þjóð-
ina og hellir úr skálum reiði sinnar. Það næsta
sem hann veit er að hann er nánast gerður útlæg-
ur af fréttastofunni og er settur í ómerkileg verk-
efni.
John Travolta leikur Sam Baily, sem eitt sinn
átti sér þann draum að verða orrustuflugmað
ur. Skortur á menntun gerði þennan draum
hans að engu. Eftir að hafa gegnt ýmsum að-
stoðarmannsstörfum í flughernum fór hann
til sins heima, giftist og fékk starf sem öryggis-
vörður á Náttúrasögusafni í heimabæ sínum.
Hann lifði góðu fjölskyldulífi með eiginkonu og
tveimur bömum þar tU honum er sagt upp störf-
um í kjölfar þess að fjárveiting til safnsins er
minnkuð. Þegar hann reynir að fá skýringu neit-
ar yfirmaður hans að taka á móti honum.
Dag einn er Max ásamt ungri aðstoðarkonu í
heimsókn í safninu til að taka viðtal við safn-
stjórann. í sömu andrá og Max er að hefja við-
talið birtist Sam Baily með skammbyssu og
heimtar að fá svör við sínum málum. Að sjálf-
sögðu sér Max þama tækifæri til að ná aftur
fyrri virðingu í fréttamannastéttinni....
Það ætti ekki að koma á óvart að handritshöf-
undur Mad City er fyrrum blaðamaður, Tom
Matthew, sem þekkir út og inn blaðamanna- og
fréttamannabransann. Matthews byrjaði
að skrifa handritið í kjölfar atburð-
anna í Waco í Texas árið
1993 þeg-
ar all- j0hn Travolta leikur örvænt-
t*1- ingartullan öryggisvörð sem
leitar örþrifaráða til að bjarga
andlitinu.
heimurinn fylgdist með fyrirsátinni þar, en þar
gerðust allir atburðir nánast fyrir framan nefið
á bandarísku þjóðinni.
Auk Dustin Hoffmann og John Travolta leika
stór hlutverk í myndinni Alan Alda, sem leik-
ur fréttastjóra, Mia Kirshner leikur að-
stoðarmann Max Brackett, Ted
Levine leikur lögreglustjóra
og Blythe Danner leikur
yfirmann Sam Baily.
-HK
Costa-Gavras við tökur á Mad City.
Costa-Gavras
Leikstjóri Mad City er Costa-Gavras, sem fæddist
1933 í Arkadia, Grikklandi, en hlaut menntun sína í
Aþenu og París. Við Sorbonne-háskólann í París nam
hann bókmenntir en hætti í miðju kafi til að leggja
stund á kvikmyndagerö í Institut des Hautes Etudes
Cinematographiques i París. Eftir að hafa lokið námi
hélt hann kyrru fyrir í París þar sem hann vann sem
aðstoðarmaður leikstjóra á borð við Rene Clair, Yves
Allegret, Rene Clement, Henri Verneuil, Jacques
Demy og Marcel Ophuls. Fyrstu kvikmynd sína,
Compartment Tueurs, geröi Costa-Gavras 1965 með
Yves Montant, Jean-Louis Trintignant og Simone
Signoret i aðalhlutverkum. Myndin hlaut Edgar All-
an Poe verðlaunin og var valin ein af tiu bestu kvik-
myndum í Bandaríkjunum.
Þriðja kvikmynd hans, Z, gerði hann heimsfrægan.
Fékk sú kvikmynd verðlaun í bak og fyrir, meðal
annars óskarsverðlaun sem besta erlenda kvikmynd-
in og einnig óskarinn fyrir klippingu, dómnefndar-
verðlaunin í Cannes og yfirleitt völdu gagnrýnendur
i Evrópu sem og I Bandaríkjunum hana bestu mynd
ársins 1970.
Costa-Gavras hefur siöan sent frá sér misgóðar
myndir, nokkrar þeirra margverðlaunaðar, til dæmis
Missing. Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem
Costa- Gavras hefur leikstýrt:
Compartment Tueurs, 1965
Un homme de Trop, 1967
Z, 1969
L'Aveu (The Confession), 1970
Etat de Siége, 1972
Section speciale, 1975
Clair de Femme, 1979
Missing, 1981
Hanna K, 1983
Family Buisness, 1986
Betrayed, 1988
The Music Box, 1990
La petite apocalypse, 1993 -HK
laununum með irönsku myndinni Keimur af
kirsuberi. Kvikmyndin fjallar um skrifstofu-
blókina Yamashita sem kemst að því að konan
hans er ávallt heimsótt af elskhuga sínum þeg-
ar hann er í vinnunni. Einn daginn kemur
hann óvænt heim til sín og drepur
konuna sína og er sendur í fang-
elsi í átta ár. Þegar hann losnar
úr prísundinni stofnar hann
rakarastofu í smábæ nokkrum
og talar við engan nema
gæludýr sitt, ál sem hann
eignaðist í fangelsinu. Dag
einn rekst hann á meðvit-
undarlausa konu sem
hafði gert tilraun til að
svipta sig lífi. Hann
ræður hana í vinnu
til sín og í fyrstu er
sambandið á milli
þeirra stirt vegna
þess að konan
minnir Yamashita
óþægilega mikið á hina
látnu eiginkonu hans.
Ralph Fiennes í öðru
aðalhlutverkinu í Ósk-
ar og Lúsinda.
Vorvindar:
Állinn og Óskar og Lúsinda
Háskólabíó og Regnboginn halda áfram að
sýna listrænar kvikmyndir á kvikmyndahátíð-
inni sem hefur yfirskriftina Vorvindar. Átta
myndir eru á hátíðinni, fjórar í hvom bíói, og
er hver mynd sýnd í eina viku og hafa tvær þeg-
ar verið sýndar. Myndimar átta hafa allar feng-
ið mikla athygli og hlotið ótal viðurkenningar á
kvikmyndahátíðum víðs vegar um heim. Allar
leggja þær áherslu á hinn mannlega þátt og fara
óhefðbundnar leiðir til að segja sögur sínar.
Eru þær ferskur andblær fyrir þá sem vUja
taka sér smáhvíld frá hinum dæmigeröu af-
þreyingarmyndum. Þær tvær myndir sem
fmmsýndar vom á miðvikudag og veröa sýnd-
ar fram á þriðjudag eru ÁUinn (Unagi) og Ósk-
ar og Lúsinda (Oscar and Lucinda).
Állinn
ÁUinn eftir leikstjórann Shohei Imamura,
sem þekktastur er fyrir Skordýrakonuna og
Hiroshima-myndina Svart regn, hlaut guUpál-
mann í Cannes á síðasta ári, deUdi hún verð-