Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Page 11
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998
tónlist,'
Tricky um nýju plötuna sína:
„Þessi tónlist
gerir mig skít-
hræddan!"
Tricky heitir réttu nafni Adrian Thawes og er fæddur 27. janúar 1968. Móðir hans framdi sjálfsmorð þegar
hann var 4 ára og var strákur alinn upp hjá vandafólki.
Tricky er einn af hinni heilögu tripp-hopp
þrenningu frá Bristol, ásamt Massive Attack og
Portishead. Á væntanlegri plötu sinni, Angels
With Dirty Faces, fjarlægist hann þó enn tripp-
hoppið og er kominn út í blúsaðar og framúr-
stefnulegar pælingar, minnir m.a. stundum á
Captain Beefheart eða Miles Davis í villtum gír.
Hann hefur verið að fá misgóða dóma fyrir plöt-
una en flestir geta þó verið sammála um að þetta
sé plata sem þurfl mikla hlustun áður en hún fer
að síast inn.
Of Ijótur fyrir verðlaun
Tricky heitir réttu nafni Adrian Thawes og er
fæddur 27. janúar 1968. Móðir hans framdi sjálfs-
morð þegar hann var 4 ára og var strákur alinn
upp hjá vandafólki. Þrettán ára gamall heyrði
hann í ska-hljómsveitinni The Specials og ást
hans á tónlist kviknaði umsvifalaust. Tricky er
hasshaus, segist nota grasið í vinnunni til að
komast í stuð og eftir vinnu til að slappa af. Sem
unglingur stefndi hann ekki að öðru en að sitja
einhvers staðar með kærustu, músik og stóran
poka af hassi.
Tricky var partur af Wild Bunch- genginu í
Bristol sem Massive Attack þróaðist úr. Hann
var meðlimur í Massive Attack á tímamótaplöt-
unni Blue Lines en var hættur áður en Protect-
ion kom út, þótt hann hafi tekið þátt í gerð þeirr-
ar plötu. Ástæðan fyrir brotthlaupinu var að
Tricky fannst aðrir meðlimir halda aftur af sér.
Hann hætti í illu, skotin gengu á milli; 3D, með-
limur Massive, sagði að Tricky myndi aldrei
hafa sig í það að gera plötu sjálfur því hann
kæmist ekki einu sinni úr rúminu á morgnana
vegna leti en Tricky vill meina að fyrrum félag-
ar sínir hafi breyst í peningapúka og semur lag
til þeirra á nýju plötunni, Money Greedy.
Það hefur verið aðall textagerðar Trickys að
hann skefur ekkert utan af hlutunum og ef hon-
um finnst sér misboðið er umsvifalaust kominn
gremjufullur texti. Atvinnurekendurnir fá t.d. á
baukinn á nýju plötunni. Þótt vinsældir og
plötusala hjá Tricky hafi verið á niðurleið siðan
hann gerði fyrstu plötuna, Maxinquaye, er hann
þó nógu stórt númer til að fá að vera í friði fyr-
ir plötufyrirtækinu nokkurn veginn hvað sem
hann gerir. „Ég er í þeirri aðstöðu að ég get sagt
fokk jú við hljómplötufyrirtækið," segir hann.
„Fólk fer varlega að mér. Ég þarf ekki að vera
hræddur við neitt. Ég læt engan halda mér niðri
með samningum því þá er ég orðinn þræll. Ef ég
væri alltaf hræddur um að missa samninginn
gæti ég eins gefið frá mér lífið. Ég þekki fullt af
fólki sem er hrætt um að missa samninga og
þess vegna er auðvelt að stjórna því. Ég fæ að
vera í friði.“
Tricky fmnst allur bransinn rotinn og hann
er fúll yfir að hafa aldrei fengið Brit-verðlaunin.
„Ég er búinn að fatta út á hvað þessar verð-
launaafhendingar ganga,“ segir meistarinn.
„Það er bara verið að klappa fólki á bakið sem
hefur búið til pening fyrir bransann. Shaun
Ryder (söngvari Black Grape) sagði einu sinni
við mig að við myndum aldrei fá nein verðlaun
af því að við erum of ljótir og við leyfum ljótleik-
anum að birtast í tónlistinni sem við gerum."
Ný tónlist
Nýja platan er frábrugðin öðrum plötum
Trickys að því leyti að sömpl eru í miklum
minnihluta og alvöru spilamennska allsráðandi.
Hljómplötufyrirtækin vilja oft fá hljóðstjómanda
til liðs við popparana en Tricky vildi ekki heyra
neitt slíkt og vann nýju plötuna sjálfur enda seg-
ist honum vera skítsama hvort platan verði spil-
uð í útvarpinu eða ekki. Tricky segir efnið á
plötunni vera nýja tónlist og kærir sig ekki um
að útskýra það nánar, nema; „tónlist mín er
„heavy shit“ - hún gerir mig skíthræddan."
Margir leggja hönd á plóginn, t.d. Marc Ribot
gítarleikari og fyrrum gítarleikari Anthrax,
Scott Ian. PJ Harvey syngur í Broken Homes,
sem nýlega kom út á smáskífu og Martina
Topley-Bird syngur að vanda með Tricky í flest-
um lögunum. Þau hafa lengi verið sálufélagar og
eiga saman dótturina Maisey. Þegar blaðamaður
hjá tímaritinu Face sakaði Tricky um að van-
rækja dótturina og láta Martinu um allt erfiðið
var hann ekki lengi að svara fyrir sig og sagðist
ætla að troða blaðamanninum í skottið á bílnum
sínum og skjóta hann í andlitið eins og hund.
Hann róaðist svo
niður og tekur málið fyrir eins yfirvegað og **
hann getur í laginu Demise á nýju plötunni.
Annað dæmi um reiðikast sem hefur endað í
texta er þegar Bob Marley-stælingin Finley Qu-
aye sagðist vera frændi Trickys til að komast í
sviðsljósið; þá brást Tricky við og samdi níð.
Hann dregur þetta að visu eitthvað til baka:
„Mér fmnst sumt af því sem Finley gerir ágætt
og mér fannst að við gætum vel verið skyldir eft-
ir að ég heyrði textana hjá honum. Öll mín fjöl-
skylda hefur verið afbrigðileg og þessir textar
gefa ekki annað til kynna en hann sé það líka.“
Frægt fólk í lyftu
Þegar Tricky liggur ekki einhvers staðar í
reykjarkófi, gruflandi í hljómborðinu sínu, er
hann á sveimi í hópi fræga fólksins. Hann og
Goldie lentu eins og frægt er orðið í hnippingum
á diskóteki í New York og þar var Björk ekki >
langt undan. Björk söng á plötu Trickys, Nearly
God, en í dag kallar hann hana vampíruna og
hefur engin skýring fengist á því uppnefni.
Tricky lék illmenni í myndinni The Fifth Elem-
ent og varð góðkunningi Garys Oldman, sem lék
aðalillmennið. Þrátt fyrir frægðina er honum
nauðsynlegt að vera ekta. Hann lætur ekki segja
sér fyrir verkum og neitar t.d. að fara eftir fyrh -
mælum leikstjórans þegar hann gerir mynd-
bönd: „Glætan að ég fari að dansa. Ég er klaufa-
bárður og kann ekki að dansa.“ Tricky neitar
því ekki að hafa notað frægðina - „þegar glæsi-
legar konur eiga í hlut, eða til að kjafta mig út
úr veseni með lögguna" - en segist þó byrjandi"
við hliðina á sumu frægu fólki, sem hann segir
algjöra egóista, t.d. Bryan Adams, sem Tricky
hitti í lyftu á stjörnuhóteli: „Bryan Adams kem-
ur inn og lyftuhurðin lokast. Hann fer að tala; Ég
er með gigg, þú ættir að mæta, bla bla bla, og á
meðan er einhver að hamast á takkanum fyrir
utan og vill komast inn en Bryan bara lokar aft-
ur og aftur á nefið á honum og æpir; drullastu í
burtu þarna! og bullar allan tímann við mig á
meðan. Svo kallar fólk mig djöfullegan og skap-
stóran! Ég er engill við hliðina á Bryan Adams!“
Sænskt einangrunarrokk
Kent er snyrtipinnahljómsveit en textarnir eru þó oftast um einmanaleika,
einangrun og almennt vonleysi.
Svíar hafa sífellt verið að færa sig
lengra upp á skaftið í rokkinu og
poppinu og nú er útflutningur á tón-
list að verða einn af aðalútflutningsaf-
urðum landsins. The Cardigans, The
Wannadies, Whale og Stina Nor-
denstam eru allt nöfn sem poppáhuga-
menn þekkja vel, grallarana í Bob
Hund þekkja margir og Soundtrack Of
Our Lives hefur verið að fá byr undir
vængina í Bretlandi. Vinsælasta
bandið í Svíþjóð er þó hljómsveitin
Kent, sem hefur verið vinsæl hér á ís-
landi með lagið „If You Were Here“
síðustu vikurnar. Ég var viss um að
þetta væri nýtt lag með Smashing
Pumpkins þegar ég heyrði það fyrst
en svo fannst mér framburðurinn hjá
söngvaranum eitthvað skrýtinn. Kent
hefur einnig verið líkt við Radiohead,
en sjálfir segjast fimmmenningarnir
helst undir áhrifum frá David Bowie
og Bítlunum.
Kent varð tO fyrir átta árum í verk-
smiðjubænum Eskilstuna, sem er í
tveggja tíma keyrslu frá Stokkhólmi.
Meðlimunum leiddist smábæjar-
hokrið og dreymdi um neonljós stór-
borganna. Langtímamarkmið sveitar-
innar er að gera bestu plötu í heimi og
þeir segja að eftir þriðju plötu sveitar-
innar, Isola, sé ekki langt í það mark-
mið.
Kent komst á samning hjá RCA eft-
ir að hafa hitað upp fyrir Cardigans
og gáfu árið 1995 út fyrstu plötuna,
Kent. Dómar voru ágætir og bandið
spilaði úti um alla Svíþjóð og nálæg
lönd. Ári síðar kom platan Verkligen,
sem var tekið mjög fagnandi af Svi-
um. Nú fóru sænsk tónlistarverðlaun
að hrúgast yfir bandið og ekki var óal-
gengt að sjá Kent kallaða bestu hljóm-
sveit Svíþjóðar í fjölmiðlum. Til þessa
hafði sænskan verið brúkuð á plötum
Kent en þriðja platan, Isola, var líka
tekin upp á ensku, enda stórhugur í
mönnum. Hljómsveitin hefur veriö að
gera það gott í Evrópu en enn eru
stærstu vígin, England og Bandaríkin,
ófallin.
Kent er snyrtipinnahljómsveit en
textamir em þó oftast um einmana-
leika, einangrun og almennt vonleysi.
Söngvarinn og gítarleikarinn, Joakim
Berg, sem semur flest lög og alla text-
ana, segir að hann sé ekki endilega að
semja út frá eigin brjósti heldur séu
Svíar yfirhöfuð mjög kaldir og ein-
mana og horfi helst aldrei í augun á
hver öðram. Þess vegna sé svartsýnis-
röflið honum kannski meðfætt. Hann
er þó grínari eins og sést þegar hann
er spurður hvar Kent standi núna;
„Þú veist aldrei hvar þú stendur
nema þú sért einfættur!"
ll.
Ball í Húnaveri
í kvöld halda hljómsveit-
irnar Spur og Á móti sól
sameiginlegt sveitaball í
Húnaveri, A-Húnavatns-
sýslu. Þetta er eina ball
sumarsins í Húnaveri.
SÍN á afmæli
Um helgina á hljómsveitin
SÍN 10 ára afmæli. Hún
mun halda upp á tímamót-
in með því að spila á
Kringlukránni fóstudags-
laugardags- og sunnudags-
kvöld.
Greifarnir
Á sunnudagskvöld halda
Greifarnir árlegt hvíta-
sunnuball sitt í Hreöa-
vatnsskála.
Áttavillt
Áttavillt verður á flakki
um helgina. í kvöld leikur
sveitin á Inferno þar sem
írland var, annað kvöld
spilar hún í Sjallanum á
Akureyri og svo á Hlöðu-
felli í Húsavík á sunnu-
dagskvöldið.
Millarnir og
Bjarni Ara
Milljónamæringamir
ásamt Bjarna Arasyni
halda dansleik á veitinga-
staðnum Astro næstkom-
andi sunnudagskvöld.
Papar á In-
ferno
Stuðhljómsveitin Paparn-
ir leika á hinum nýja
skemmtistað Inferno á
laugardags- og sunnu-
dagskvöld.
Sóldögg
Hljómsveitin Sóldögg
leikur í Logalandi í kvöld
og í Bíókaffinu á Siglu-
firði annað kvöld.
Skítamórall
Hljómsveitin Skítamórall
spilar á Neskaupstað
annað kvöld ásamt
hljómsveitinni Stæner en
skellir sér svo vestur dag-
inn eftir og spilar í Skot-
húsinu í Keflavík.