Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1998 Fréttir Sverrir Hermannsson í pólitík á ný með framboð á landsvísu: Undirtektir hafa verið ótrúlegar - segir Sverrir m.a. í viðtali sem DV átti við hann í gærkvöld Sverrir Hermannsson hefur geflð út þá yflrlýsingu að hann ætli í póli- tík á ný. Hann hyggst stofna stjóm- málaflokk á landsvísu fyrir næstu kosningar sem mun hafa það efst á stefnuskránni að leggja niður kvóta- kerfið. DV náði tali af Sverri í gær- kvöld vegna þessa máls. Þar stað- festi hann nokkur nöfn stuðnings- manna sem DV hafði heimildir fyr- ir og bætti viö ef eitthvað var. í þeim hópi em nokkrir fyrram al- þingismenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, s.s. Matthías Bjamason, Ellert B. Schram, Guð- mundur G. Þórarinsson og Pétur Bjamason. Þá hefur Kristinn Pétursson á Bakkafirði verið nefndur til sögunnar. Hér fer á eftir samtal blaða- manns DV við Sverri Hermanns- son þar sem sá síðarnefndi hefur fyrstur orðið: „Hér þurfa menn að rísa upp gegn þessu ráðslagi sem nú er við lýði. Það er svo einfalt.“ - Er þetta pólitískt afl á lands- vísu? „Já, það er klárt mál.“ - Hefurðu fengið menn mér þér á lista? „Ja, héma. Það er nú ekki kom- ið að því en undirtektir hafa verið Sverrir Pétur Hermannsson. Bjarnason. ótrúlegar." - Við höfum heimildir fyrir því að Pétur Bjarnason á Vestfjörðum sé með þér i liði. „Já, einmitt það.“ - Er það rétt? „Hundrað fyrir einn gefa sig fram þegar nauðsyn krefur eins og þessi.“ - Staðfestirðu þá að Pétur hafi gefið sig fram? „Ég hef ekkert um það að segja. Mér þykir það mjög líklegt því hann er maður sem brýst gegn þessu ofurveldi sem menn standa frammi fyrir.“ - Hvað með Matthías Bjama- son? „Hann verður í heiðurssæti á listanum á Vestfjörðum ef ég fer þangað.“ Matthías Eliert B. Bjarnason. Schram. - Hefurðu talað við hann? „Ég er nú hræddur um það.“ - Hann hefur tekið vel í erindið? „Vel? Hann bauðst til þess að fyrra bragði." - Hafa einhverjir fleiri haft sam- band? „Það er nú líkast til en ég segi þér ekki frá því nú.“ - Hvað með Guðmund G. Þórar- insson? Fer hann í framboð fyrir þig í Reykjavík? „Ja, héma. Hann verður nú í fremstu fylkingu enda þekkir hann nú Finn Ingólfsson að mis- jöfnu. Ég er nú hræddur um það. Ellert B. Schram er búinn að gefa sig til kynna og ótal, ótal menn, fylkingum saman.“ - Hvað á svo að setja á oddinn? Eru það kvótamálin? Guðmundur G. Kristinn Þórarinsson. Pétursson. „Að sjálfsögðu og bara þessa frjálshyggjustefnu sem er að ríða okkur á slig.“ Hef ekkert gert af mér - Þú óttast ekki að afdrif þín innan Landsbankans komi til með að trufla framgang þinn í pólitík? „Afdrif mín? Ég hef ekkert gert af mér þar. Þeir eru því miður búnir að missa af þeim sauð. Þeir ætluðu sér að fanga mig en allt rann það út í sandinn. Enda vita menn hvemig að því var staðið og til hvers leiðir." - Hverjar meturðu líkurnar, eins og staðan er nú, á þvi að þú verðir kominn á þing innan árs? „Það er nú ekki minnsti vafí. Þar ætla ég að hitta þessa kóna og ræða við þá.“ -bjb Stjórnarandstaðan fundar um vantraust á Finn: Ekki samstaða Kveikt var í ruslagámi við fiskverk- unarhús við Fiskislóð f Reykjavík á föstudagskvöld. Eldurinn komst undir klæðningu en siökkvilið réð niðurlögum hans. DV-mynd S „Ég er ekki frá því að tillaga um vantraust komi fram. Annars ætla ég ekki að ákveða hver verður nið- urstaða þessa samráðs stjóm- arandstöðunnar. Það þarf að ákveða þetta á næstu tveimur dög- um. Stutt er í þinglok," sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þing- maður jafnaðarmanna, í samtali við DV í gærkvöld, en fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna koma saman á Alþingi í dag til að ræða hvort vantrauststillaga verði lögð fram á Finn Ingólfsson vegna Lind- armálsins. „Davíð Oddsson og Kjartan Gunnarsson ætla að taka ábyrgð á Finni, ekki bara pólitíska heldur einnig siðferðilega. Það er ljóst að þinginu var sagt ósatt. í ljósi þess að þetta hefúr gerst áður hjá þess- um sama ráðherra, þegar Jóhanna Sigurðardóttir spurði um laxveiði og risnu Landsbankans, þá er mað- urinn rúinn öllu trausti. Það er spurning hvort hægt er að spyrja hann spuminga í framtíðinni. Það er hættulegt lýðræðinu ef það á að viðgangast að ráðherra geti sagt ósatt án þess að sæta ábyrgð, sér- staklega í svona stórum málum," sagði Ásta enn fremur. Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, sagð- ist hafa efasemdir, eins staðan væri í dag, um að rétt væri að leggja fram vantrauststillögu. „Yfirlýsing hefur komið fram um að opinber rannsókn verði gerð á Lindarmálinu. Ef ekkert nýtt kemur í ljós á næstu dögum þá finnst mér eðlilegt að bíða með afgreiðslu á vantrauststillögu. Fyrst þarf að sjá niðurstöðu þess- arar rannsóknar. Ég tel eðlUegt að henni verði flýtt og Alþingi komi saman sérstaklega tU að ræða nið- urstöðunar þegar þær liggja fyrir,“ sagði Margrét. Vantraust vænlegra Guðný Guðbjömsdóttir, þing- kona Kvennalistans, taldi það aug- ljóst að trúnaðarbrestur hefði orð- ið á mUli Finns og Alþingis. Hann heföi farið með rangt mál. „Ef ríkistjómin tekur ekki sjálf á þessu máli þá verður þingið að gera það. Hægt er að gera það með utandagskrárumræðu eða tUlögu um vantraust. Sjálf tel ég að um- ræða um vantraust sé vænlegri leið. Hvort formið sem verður not- að þá er mikUvægt að afstaða Dav- íðs Oddssonar komi fram, hvort hann ætli að taka ábyrgðina á sig, SjálfstæðisUokkinn og Kjartan Gunnarsson eða að Finnur beri ábyrgð," sagði Guðný í samtali við DV og vonaðist til að samstaða næðist innan stjómarandstöðunn- ar í málinu. Ef það gerðist ekki þá yrðu rökin að vera sterk á móti vantrauststUlögu. Sighvatur Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokksins, sagði það álitamál við núverandi aðstæður hvort tUlaga um vantraust myndi bera árangur. „Eftir yfirlýsingar Davíðs Odds- sonar og HaUdórs Ásgrímssonar, um að þeir styöji Finn, þá má segja að vantrauststillaga sé óþörf,“ sagði Sighvatur. -bjb/sm Landsbankinn vill svör frá Sverri um Svíþjóðarferð: „Skila ekki neinu uppgjöri" „Ég mun ekki skUa neinu upp- gjöri,“ var það eina sem Sverrir Her- mannsson sagði við DV í gærkvöld um yfirlýsinguna sem bankaráð Landsbankans sendi frá sér í gær. TUefhi yfirlýsingarinnar voru fréttir undanfama daga í fjölmiðlum um að bankinn hefði borgað Sviþjóðarferð Sverris og eiginkonu hans í april sl. í yfirlýsingunni er það staöfest að bank- inn hafi borgað brúsann en umbeðið uppgjör hafl ekki borist enn frá Sverri. í yfirlýsingunni segir m.a.: „Sverr- ir Hermannsson fór ásamt maka sín- um tU Svíþjóðar dagana 4.-13. aprU sl. Þá gegndi hann ennþá starfi bankastjóra. Áður en ferðin hófst hafði bankinn greitt ferðakostnað, samtals kr. 353.451,-. Af þessari fiár- hæð voru kr. 197.802,- vegna far- gjalda; annars vegar vegna flugferðar þeirra hjóna fram og tU baka mUli Keflavíkur og Sto kkhólms en einnig vegna ferðar fram og til baka milli Stokkhólms og Helsinki með „SUja Line“ (ferjufyrirtæki) dagana 10.-12. aprfl. Restin, kr. 155.649,-, voru dag- peningar fyrir Sverri. Þessi kostnað- ur var greiddur að ósk Sverris." í yfirlýsingunni er minnt á sam- þykkt bankaráðs frá ársbyijun um reglur um greiðslu kostnaðar vegna ferðalaga bankastjóra. TU þess að bankinn borgi ferðir þurfi þær að vera þáttur í starfí bankastjóra. Regl- umar kveða á um að ferðauppgjör sé gert þar sem komi fram tUefni feröar og greinargerð um kostnaðarhöi. Helgi S. Guðmundsson, formaöur bankaráðsins, vUdi ekki tjá sig um mál Sverris og vísaði tU yfirlýsingar ráösins. -bjb Stuttar fréttir dv Minningarreitur vígður Fram kom í fréttum Sjónvarps að minningarreitur um horfna, drukknaða og þá sem í fjarlægð hvUa hafi verið vígður í Hafiiar- fjarðarkirkjugarði í gær. Með minningarreitnum gefst ættingj- um og vinum tækifæri tU þess aö kveðja látna ástvini og minnast þeirra með táknrænum hætti. Saga Eimskipafélagsins YfirgripsmikU saga Eimskipafé- lagsins er nýkomin út. Hún er m.a. byggð á rannsókn Guðmundar Magnússonar sagnfræöings og í henni kemur fram að Sambandið keypti bréf í Eimskip en var feng- ið tU að selja þau aftur. Þetta kem- ur fram í Morgunblaðinu. Hraðakstur Lögreglan fylgdist grannt með umferöinni tU höfúðborgarinn- ar um helgina. Þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akst- ur í gærdag. Það telst mjög óvenjulegt að degi tU. Umferð var talsverð að sögn lögreglunnar og nokkur viðbún- aður vegna þess. AUmargir öku- menn flýttu sér fullmikið og voru sektaðir fyrir of hraðan akstur, þrír í fyrrinótt og 16 í gær. Þingmönnum þakkað Stýrimannaskólanum í Reykja- vík var slitið í 100. sinn á fóstudag. Guðjón Ármann Eyjólfsson skóla- meistari þakk- aði sérstaklega þingmönnunum Guðmundi HaU- varðssyni og Kristjáni Páls- syni stuðning sem m.a. hefði orðið tU þess að skólinn héldi hús- næði sínu. Dizkóiistinn í minnihluta Sem kunnugt er gekk Framsókn I Árborg tU viðiæðna við sjálf- stæðismenn. Ljóst þykir að Diz- kólistamenn, sem höfðu óskað eft- ir meirUUutasamstarfi með Fram- sókn og Árborgarlista, starfa því í minnihluta. Dagskráin á Selfossi greindi frá. Nýjungí bankaþjónustu Timamót urðu í bankaþjónustu hér á landi þegar Sparisjóður Hafharfiarðar opnaði á dögunum bankaútibú í Fjarðarkaupum. TU- gangurinn er að koma tU móts við hinn almenna viðskiptavin sem getur nú sinnt erindum í Spari- sjóðnum um leið og hann gerir innkaup. Fjarðarpósturinn sagði ffá. Á toppi McKinleys íslensku íjaUgöngumennimir Matthías Sigurðarson og Styrmir Steingrímsson komust á topp McKinley-fiaUs í Alaska 26. maí sl. íslendingamir vom aUs fimm í leiðangrinum en þrír þeirra urðu að snúa við vegna óveðurs og veik- inda. Morgunbiaðið greindi frá. Ammoníakleki Ammóníak lak úr röri í Fisk- iöju Skagfirðings á Sauðárkróki í gærmorgun. Starfsmaður fékk ammoníakið í andlit, öndunarfæri og maga og var hann fluttur á sjúkrahús en er ekki talinn í bráðri hættu. Mok í Síldarsmugunni Mokveiði var í Síldarsmugunni um helgina. Dæmi em um að skip séu búin með kvóta sína þrátt fyr- ir að aðeins hafi verið veitt upp í helming heildarkvótans. Annir á þingi Þrennar utandagskrárumræður verða á Alþingi í dag. Um Scheng- ensamstarfið að ósk Hjörleifs Guttormssonar, um málefhi LÍN að ósk Svavars Gestssonar og um heilbrigðis- mál að ósk Sig- hvats Björg- vinssonar. Hefðbundnar eldhús- dagsumræður verða síðan í þing- inu á miðvikudagskvöld. -þhs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.