Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1998 Fréttir Stuttar fréttir i>v Heimsfræg rússnesk sópransöngkona syngur í Háskólabíói: Það er frábær hljóm- burður í sturtuklefum - segir Galina Gortsjakova í samtali við DV Þegar ég spyr Galinu Gortsja- kovu hvað hún hafi verið að bedrífa síöustu vikur þá segir hún mér frá yndislegum tónleikum í Vínarborg. Þar vann hún með miklum lista- mönnum á borð við Placido Dom- ingo sem Galina segir að sé drengur góður. „Hann kann að fást við flest þau vandamál sem upp koma við undirbúning stórtónleika. Hann er heldur enginn einræðisherra sem vill ráðskast með samstarfsfólk sitt.“ Dagskráin sem Galina Gortsja- kova ætlar að syngja fyrir íslend- inga í kvöld er hennar uppáhalds- dagskrá: ástarsöngvar frægra rúss- neskra tónskálda. Hún hefur farið með þessa sömu dagskrá um allan heim og segir að þaö sé mjög gaman því að ástin eigi alls staðar við, þó svo að áheyrendur séu ólíkir. Raun- ar þyki henni mjög spennandi að fylgjast með því hvaö salurinn er breytilegur og hve hennar tilfinn- ingar í söngnum breytast með áheyrendum. Galina hefur sagt í viðtali aö söngvarnir geri hana hamingju- sama og ég viðra furðu mína á þvi þar sem söngvarnir eru margir um opin og blóðug hjartasár - í einum þeirra segir: „Mér til angurs varð ég ástfangin af munaðarlausum vesal- ingi. Slík örlög voru mér ráðin. Sterkir menn skildu okkur að, fóru með hann burt og skráðu hann í herinn... Og hermannskona er ég, einmana er ég, og lítur út fyrir að ég verði gömul í húsi vandalausra. Slík örlög voru mér ráðin. A!“ Galina hlær og segir að það sé rétt að sumir söngvarnir séu mjög sorglegir og fjalli um óhamingju- sama ást, en aðrir fjalli líka um ást sem er fógur og hamingjurík. Gal- ina segir að samt sé rússneskur skáldskapur yfirhöfuð mjög sorg- legur og þunglyndislegur. Ég segi henni þá frá okkar íslensku köldu og kvöldu ást og spyr hvort hún haldi að ást sé breytileg eftir heimshlutum: „Nei, það held ég Galina Gortsjakova ásamt undirleikara sínum, Larissu Gergievu. Þær munu flytja rússneska ástarsöngva á tónleik- um Listahátíöar í Háskólabíói í kvöld. DV-myndir Hiimar Þór ekki,“ segir hún. „Ef fólk elskar þá elskar það, hvaða hluta heimsins sem það svo tilheyrir. En söngv- amir höfða sterkt til tilfinninga- næms fólks. Ég er líka mjög tilfmn- inganæm sjálf og tel að það sé nauðsynlegt söngvurum og öllum sem fást við að flytja tónlist að hafa djúpar tilfinningar.“ Galina hefur verið hér síðan í fyrradag og segir að feröalagið hafi verið langt og strangt. Hún hafi þurft að sitja á flugvellinum í Kaup- mannahöfn í átta klukkustundir. Ég spyr hana þá hvort hún hafi ekki notað tímann á vellinum til þess að æfa sig en hún segir að það sé ómögulegt að syngja á flugvöllum. Hins vegar æfi hún sig á ólíklegustu stöðum og eins og við hin þá syngi hún alltaf í sturtu. Heita vatnið geri röddinni gott, auk þess sem hljóm- burðurinn í sturtuklefum sé frábær: „Ég las einhvern tíma í viðtali við Pavarotti að hann syngi ekki í sturtu þar sem hann segist ekki syngja fyrir ánægjuna heldur pen- ingana. Ég syng hins vegar vegna þess að söngurinn færir mér svo mikla gleði. Ég er líka mjög heppin því að hvar sem ég kem þá taka tónleikagestir mér svo vel. Það skiptir öllu máli því það er fólkið sem ég vil ná til. Og það er fólkinu að þakka að ég lít framtíðina björt- um augum.“ -þhs Samfélag heilagra Það má ekkert lengur. Samfélagið er orðið heilagt og leggst gegn og vill uppræta spillingu hvar sem hennar er vottur. Þá er lítið gaman að vera bankastjóri eða ríkisforstjóri af hvaða tagi sem er. Þá er engin trygg- ing heldur í ráðherradómi. Vandlæt- ingin er hlaupin í allt og alla. Það hafa allir vitaö af sukkinu og svínaríinu hjá burgeisunmn. Fram til þessa hefur það verið talið eðli- legt, hluti starfskjara. Allir vissu eða máttu vita að bankastjórar voru öllum stundum í laxi með vinum og vandamönnum. Myndir hafa birst af þeim árum saman i fjölmiðlum. Þaö var líka vitað aö hver laxveiðidagur kostaði ofíjár. Almenningur gat ekki keppt við ríkisforstjórana sem skrif- uðu veiðidagana á stofnanir sínar. Það voru helst erlendir ríkisbubbar sem ekki vissu aura sinna tal sem náðu að keppa um bestu dagana í ánum. Þá fóru glæsibílarnir ekki fram hjá neinum. Dýrustu jeppar og drossíur. Eitthvað þurfti til þess að komast á milli staða og ekki síður í ám- ar. Spumingin var bara hvaða tegund stjórarnir völdu sér og hve oft þeir skiptu. Nú er þetta búið. Það er ekki lengur eftirsókn- arvert að verða bankastjóri, svo ekki sé minnst á önnur og ómerkari embætti. Biðraðir eru ekki lengur til staðar. Nú verða stjórarnir að standa reglulega fyrir máli sínu og geta helst ekkert gert nema taka við strípuöum mánaðarlaununum. Samfélagið þolir ekki lengur að horfa á bruðlið. Hvað gerðist í þjóðarsálinni? Var það heilög Jóhanna sem náði þessum ógnartökum á alþýðu manna að ekki sér fyrir endann á ósköpunum? Eða var það Sverrir sem gekk fram af mönnum með hroka sínum og kjaftbrúki þá er hann var gómaður í bmðlinu með félögunum. Deilan milli hans og Renda stendur nefnilega um það hvort hann hafi eytt 104 þúsund krónum á dag í utanlandsreisunum eða 114 þúsund krónum. Hinn venjulegi Jón gerir ekki mikinn mun á þessu. Hvort tveggja er utan skilnings fólks í Breiðholtinu og Grafarvoginum. Það skiptir jafnvel ekki máli hvort Lalli mágur fann þetta út eða einhver annar. Þetta er bitamunur en ekki íjár. Það er þvi vandlifað í samfélagi sem gengið hefur í gegnrnn sam- fellda hundahreinsun í margar vik- ur. Mest vorkunn er þó afdönkuð- um stjómmálamönnum. Þeir hafa nokkuð getað treyst því að komast á jötuna þegar kjósendur fá leið á þeim. Bankastjórastöður hafa verið vinsælar sem og sendiherrastörfin. Aðrar meiriháttar forstjórastöður hafa einnig notið vinsælda. Hvað gera þeir núna? Hvert getur Friðrik far- ið eða Guðmundur Bjarna? Siðvætt þjóðfélagið hefúr alveg eyðilagt elliárin fyrir þessum góðu sonum. Hver bað Jóhönnu og Ástu Ragnheiði um þetta allt saman? Dagfari Tapaði 30 miiljónum Eiður Smári Guðjohnsen hef-' ur lítið getað leikið knatt- spymu síðan hann meiddist í leik fyrir tveimur árum. Hann hefur þó verið atvinnu- maður hjá PSV Eind- hoven í Hollandi en ekki fengið bónusgreiðslur frá félaginu sem hefðu numið allt að 30 milljón- um króna ef hann hefði verið tryggður af hálfu Knattspymu- sambandsins í umræddum leik. Fékk flogakast Mikil mildi þykir að ekki varð stórslys þegar ökumaður lítils sendibíls fékk flogakast undir stýri í gær. Bifreiðin ók stjómlaust yfir báðar gangstétt- ir og akreinar Snorrabrautar og hafnaði að endingu á steinvegg. Ökumaðurinn hlaut ekki alvar- lega áverka. Haglabyssan upp? Sverrir Hermannsson, fyrr- verandi bankastjóri Lands- bankans, hótaði í gær þeim mönnum sem að hans sögn standa að rógsherferð gegn hon- um. Hann sagði að nú væri mál til komið að hann færi að sækja haglabyssuna sína. Hann sagði Kjartan Gunnarsson hafa lekið upplýsingum um Svíþjóðarferð sína til Sjónvarpsins. Valtýr skipaður Valtýr Þór Hreiðarsson hefur verið skipaður forstöðumaður Verðlagsstofu skiptaverðs frá 1. júní nk. Verðlagsstofan veröur staðsett á Akureyri. Bylgjan sagði frá. Magnús tekur við Bæjarstjóra- skipti verða í Hafharfirði þriðjudaginn 9. júní þegar Magnús Gunn- arsson tekur við embætti af Ingvari Vikt- orssyni. Þann dag verður fyrsti bæjarstjómar- fundur nýrrar bæjarstjórnar. Sígarettur teknar Tollverðir í Hafnarfirði hafa lagt hald á 20 þúsund sígarett- ur sem rússneskir togarasjó- menn reyndu að smygla í land. Tollgæslan tók vindlinganna í bíl á hafnarbakkanum og við- urkenndi ökumaður hans að hafa keypt smygliö af Rússun- um. Bylgjan sagði frá. Viðræöur Fulltrúar framsóknarmanna og Bæjarmálafélags ísafiarð- arbæjar ræddu í gær um meiri- hlutasamstarf í bæjarstjórn staðarins. Framsóknarmenn ákváðu í gærkvöld að hefia viðræður við Sjálfstæðismenn. Jón Kjartansson kominn Nóta- og togveiðiskip- ið Jón Kjart- ansson, sem búið er að breyta mikið í Póllandi, kom til Eski- fiaröar á laug- ardagsmorg- un. Skipið er eitt af fengsælustu loðnuskip- um flotans og hefur átt þátt í að auka veg Hraðfrystihúss Eskifiarðar og forstjóra þess, Aðalsteins Jónssonar, hin síð- ari ár. Valt á bílastæði Ung stúlka slasaðist alvar- lega við félagsheimilið á Lýsu- hóli í fyrrinótt. Hún virðist hafa setið í sóllúgu á jeppa sem valt á bOastæðinu. Hún mjaðm- argrindarbrotnaði ásamt því að hljóta fleiri áverka og var flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur. -þhs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.