Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Qupperneq 6
6 Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ1998 Sýslumaðurinn á Patreksfirði kærður fyrir að hafa áhrif á kosningarnar: Fór með kjörkass- ann um bæinn - og safnaði utankjörfundaratkvæðum - verulegar líkur á að kosið verði aftur Þórólfur Halldórsson, sýslu- maður á Patreksfirði, hefur verið kærður fyrir að hafa haft óeðlileg áhrif á úrslit kosninganna í Vest- urbyggð. Kærandinn er Sigríður Pálsdóttir, íbúi í Vesturbyggð. Þórólfur er varaformaður Sjálf- stæðisfélagsins Skjaldar og jafn- framt kjörstjóri við utankjörfund- arkosningu í Vesturbyggð. Þórólf- ur er sakaður um að hafa farið með kjörkassa í heimahús og á sjúkrahús Patreksfjaröar þar sem hann lét eldra fólk og sjúklinga kjósa. í kærunni kemur fram að fyrir liggi að fimm aðilar hafi kos- ið utan kjörfundar með þessum hætti. Mjög sterkar líkur eru á því að fleiri en fimm hafi kosið á þennan hátt. Þórólfur mun hafa verið einn á ferð í flestum ferðum sínum með kjörkassann. Einnig er kært að sýslumaður skuli sjá um utankjörfundarat- kvæði og á sama tíma hafa aug- ljós tengsl við D-lista sjálfstæðis- manna. Þórólfur er sagður hafa beitt sér í kosningabaráttunni fyr- ir sjálfstæðismenn í Vesturbyggð. Sigríður telur að hann hefði átt að láta fulltrúa sinn sjá um utan- kjörfundaratkvæðagreiðsluna. í kærunni er jafnræðisregla stjórn- BILATORG Funahöfða 1 Sími 587-7777 - Fax 587-3433 Jeep Grand Cherokee Limited '96, dökkbrúnn, einn með öllu, toppl., leðurinnr., ek. 36 þús. km. Verð 4.200.000. Plymouth Voyager SE '97, dökkgrænn, einn með öllu, ek. aðeins 7 þús. km. Verð 3.150.000. ATH. skipti. Coleman fellihýsi, bæði Taos 97/ - Bayport / 96 - Yukon / 96. Allir vagnar og fellihýsi eru uppsett til sýnis hjá okkur. Það eru allir velkomnir til okkar. Vantar allar gerðir bíla á staðinn og á skrá. Einnio tialdvaana oq fellihvsi. Stratus LE '97, svartur, beinsk. rafdr. rúður, CD-magasín. Kemur frá umboði. Verð 2.380.000. arskrárinnar talin vera þverbrot- in með þessu. Farið er fram á að sýslumaður verði ávíttur fyrir vinnubrögð sín og kosið verði aft- ur i Vesturbyggð. Samkvæmt heimildum DV eru miklar líkur á að það verði gert. Mjótt var á mununum Mjög mjótt var á mununum í kosningunum í Vesturbyggð. Vesturbyggðarlistinn var með tvo menn inni í bæjarstjórn þar til að utankjörfundaratkvæöum kom. Þá komst fjórði maður af lista sjálfstæðismanna inn í bæjar- stjórn á kostnað annars manns af Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði. Vesturbyggðarlistanum. Sigriður segir í kærunni að ljóst sé af þessu að utankjörfundaratkvæðin hafi skipt máli um hvernig bæjar- stjórnin var skipuð. Þess má geta að systir Sigríðar er Kolbrún Pálsdóttir sem var í 2. sæti á Vest- urbyggðarlistanum. Kolbrún komst ekki inn í bæjarstjórn. Sýslumaður hefur nú vikið sæti í málinu og dómsmálaráðuneytið mun skipa annan til að fara með rannsókn þess. Ekki náðist í Þórólf sýslumann vegna þessa máls en í viðtali við Sjónvarpið svaraði hann í bundnu máli. -RR Notendum Vísis var á laugardaginn boðið upp á að spjalla við fegurðardrottninguna á Spjallinu, nýrri spjallrás á www.visir.is. DV-mynd Hilmar Þór. Grindvísk fegurðardrottning íslands: Er enn í sjokki Guðbjörg Hermannsdóttir var á fóstudagskvöldið kjörin fegurð- ardrottnirig íslands. Guðbjörg er 19 ára stúlka úr Grindavík en býr á Akureyri um þessar mundir vegna náms síns í Verkmenntaskólanum þar og hún mun klára stúdentinn næsta vor. Hún ætlar að líka að vinna þar i sumar. Stúlkur af Suðumesjum hafa verið sigursælar í þessari keppni en þess er skemmst að minnast að fegurðar- drottning síðasta árs, Harpa Lind Harðardóttir, var úr Keflavík. Það er því ekki bara körfúboltinn sem blífur á Suðumesjum. Enn í sjokki „Ég tók þátt í þessu bara til að vera með. Það er ekkert meira með það. Maður fær bara einu sinni svona tækifæri. Ég komst áfram í keppnina um ungfrú ísland og mér fannst það meiri háttar. Ég bjóst ekki við neinu meira og var „súper- sátt“ við það,“ segir Guðbjörg. „Ég er enn í hálfgerðu sjokki og er að reyna að jafna mig á þessu. Ég bjóst engan veginn við þessu." Hún segist hafa hugsað að þama væra einhver mistök og að kynnirinn ætti að líta aftur á blaðið. Tvö próf eftir Það var komið að máli við Guð- björgu og hún beðin um að koma í viðtal vegna keppninnar og hún sló til. Hún hafði verið beðin að taka þátt í keppninni áður en vildi það ekki þá. „Ég var beðin um það fyrir sunnan en mér fannst ég vera of ung þá. Mér fannst það ekki rétti aldurinn. Ég var ekki orðin átján," segir Guðbjörg. Framtíðin óráðin Nánasta framtíð í fegurðarmálum er óráðin hjá Guðbjörgu. Guðbjörg fer núna að vinna og tekur tvö síð- ustu prófin seinna í þessari viku. Síðustu vikur era búnar að vera mjög erfiðar en undirbúningur fyrir keppnina var mikill. „Þetta tók verulega á,“ segir Guðbjörg. -sm Stúlku bjargað úr klettabelti DV, Akureyri: Ungri stúlku var bjargað úr klettabelti við sjóinn aðfaranótt sunnudags, nærri þeim stað þar sem Grenivíkurvegur og Víkur- skarðsvegur mætast i Eyjafirði. Lögreglan fékk tilkynningu um aö stúlkan væri í sjálfheldu í klett- unum sem era þama um 15 metra háir niður i fjörana. Lögreglan fór með tæki á staðinn en einnig var farið þangað með sjúkrabifreið og kallaðir voru út menn frá Hjálpar- sveit skáta og Flugbjörgunarsveit- inni þvi talið var hugsanlegt að síga þyrfti eftir stúlkunni. Svo fór þó ekki. Tveir lögreglu- menn bundu um sig kaðla og tókst að komast niður klettana til stúlk- unnar og ná henni upp og mun hún hafa verið ómeidd þegar náðist til hennar. Að ná henni upp var hins vegar nokkuð snúið og tók sú að- gerð um tvær og hálfa klukkustund frá því lögreglan var kölluð á stað- inn. -gk Umdeildur áróður Fyrir nýafstaðnar kosningar í borginni gaf Samband ungra sjálfstæðismanna út mjög um- deilt myndband. Ekki virkaði þessi áróður SUS betur en svo að allar símalínur Val- hallar glóðu um sinn vegna óánægju. Ósköpin end- uðu með því að Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri bað for- mann SUS, Ásdísi Höllu Bragadóttur, vinsamlegast um að sambandið yrði penna i framtíðinni... Hljómsveit Hagkaups Um nokkurt skeið hafa nokkrir af helstu köppum Hag- kaups leikið saman í hljóm- sveit. Þar fara fremstir í flokki Sigurður G. Pálmason, stjórnarfor- maðm og einn eigenda fyrir- tækisins, og Óskar Magn- ússon for- stjóri. Hann er söngvari hljómsveitar- innar. Vegna fyrirhugaðra kaupa Bónus-feðga á veldi Hagkaups hafa vaknað spurn- ingar um hvort Óskar Magn- ússon verði látinn fjúka úr sveitinni og Jóhannes Jóns- son settur á míkrófóninn ... Glæsileg lögreglukylfa Dagskráin á Selfossi greinir frá því að tveir af efnilegustu og bestu sonum Selfoss hafi staðið sig vel á lokaprófum i Lögregluskólan- um, ekki síst annar, sem varð hæstur yfir skólann. Og sá góði drengur kom aldeilis ekki tómhentur heim frá prófborðinu í Lög- regluskólanum því að meðferð- is hafði hann góðan verðlauna- grip fyrir frammistöðuna - „glæsilega lögreglukylfu sem viðurkenningu fyrir frábæran árangur", eins og segir í frétt Dagskrárinnar... Átökí Heimdalli Átök eru nú hafin bak við tjöldin um stjómarsæti í Heimdalli, félagi ungra sjálf- stæðismanna í höfuðborginni. Tvær fylkingar bítast um sæt- in með þvílík- um ósköpum að elstu menn muna varla annað eins. Sand- korn hefur traustar heimildir úr innsta hring fýrir því að hér séu annars vegar á ferö nokkrir af lærisveinum Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar og hins vegar fylk- ing Hjálmars Blöndals með Soffíu Kristínu Þórðardóttur sem formannsefni en Soffia er jafhframt varaformaður Heim- dallar í dag... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.