Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1998 Spurningin Hver er sætasti fréttamaöurinn? Ragna Lindberg ökukennari: Sig- mundur Ernir Rúnarsson. Kristinn Fannar Pálsson nemi: Stefán Hrafn Hagalin í punktur.is. Sigmar B. Hauksson: Sverrir Her- mannsson, blaðamaður Morgun- biaðsins. Ólína Torfadóttir hjúkrunarfor- stjóri: Logi Bergmann Eiðsson. Lára Sóley Jóhannsdóttir nemi: Hrannar Pétursson. ívar Helgason: Ólöf Rún Skúladótt- ir. Lesendur „Mér finnst þó sorglegast aö á vegum hins opinbera skuli aldrei vera hægt aö koma svo saman aö þar fljóti ekki allt í áfengi og þyki fínt.“ Árni Helgason skrifar: Alltaf sígur á ógæfu- hliðina. Fleiri og fleiri kjósa yfir sig Bakkus og festast svo í neti hans. Þeir ætla svo sem ekki að verða ofdrykkjumenn en fyrr en varir er snaran komin og þeir flæktir í henni og hvort sem þeir vilja eða ekki verða þeir að halda áfram. Bakkus er harður húsbóndi. Það er talað um vímuvamir? En það er eins og fortölur þeirra sem vilja þjóðinni vel láti alltof margir sem vind um eyrun þjóta. Höf- um við ekki hin hrylli- legu dæmi daglega fyrir augum? Vissulega. Við sjáum blindan leiða blindan um ógæfubrautir alls konar eiturefna. Okk- ur þykir sárt að vita vini okkar á þessum brautum böls og eyðileggingar og reynum að koma viti fyr- ir þá en án árangurs. Það merkilegasta við þetta allt er að eftir því sem þjóðin þroskast skuli alltaf færast meir og meir í þjóðlífinu á ógæfuhliðina. Þrátt fyr- ir sannanir á hversu áfengið veldur þjóðinni miklu tjóni, bæði líkam- lega og andlega, virðist varla hægt að búast við viðreisn fjöldans á þessum vettvangi og finnst mér það niðurlægjandi fyrir þjóðina að þurfa að horfast i augu við allt það böl sem áfengið veldur. Mér fmnst þó sorglegast að á veg- um hins opinbera skuli aldrei vera hægt að koma svo saman að þar fljóti ekki allt í áfengi og þyki fint. Staðreyndir þessa máls eru þannig í mótsögn við reynsluna. Ég er viss um að ef ráðamenn þjóðarinnar vildu í raun forða þjóðinni frá ógæfu væri hægt að gera mikið til að koma í veg fyrir allt það tjón sem mannfólkið líður vegna drykkjunn- ar. Það hefir sannast gegnum árin að öll takmörkun sem gerð hefir verið á sölu og meðferð áfengis hef- ir verið til bóta og hver tilslökun á reglum þar um verið til bölvunar. í dag er talað um vímulaust umhverfi árið 2002. Það er vonlaust að mínum dómi meðan áfengið fær að leika lausum hala í þjóðfélaginu, því þar er upp- spretta alls þessa böls. Við vitum það lika að bjórinn hefur markað sín ógæfuspor í þjóðfélaginu en eins og við munum eftir var það talið eitt af kostum bjórsölu að áfengis- nautnin í landinu myndi þverra. En hvað segir sagan? Ef vel á að fara þarf að byrja á byrjuninni. Bjórinn og áfengið burt. Þá munu verða straumhvörf í landinu til hins betra. Látum ekki Bakkus ljúga alltaf að okkur. Hann er aldrei nema til skaða í þjóðfélaginu og á honum tapa allir bæði dómgreind og fjármunum. Á hvaða leið? Páll Óskar öfundaður Aðdáandi Páls Óskars skrifar: Ég er hissa á því hvernig þessi H.Þ. skrifar í mánudagsblaðið (DV 18. maí), um „yngissveininn" Pál Óskar, eins og hann kýs að kalla hann. Hann talar um að Páll Óskar hafi unnið það „afrek“ að koma okkur niður í 21. sætið og setur síð- an út á kynningu hans á söngvakeppninni í ár. Mér og okk- ur hér heima fannst og finnst Páll Óskar vera stórkostlegur í öllu sem hann gerir og hann stendur sig alltaf frábærlega hvar sem hann kemur fram. Hann er einfaldlega besti kynnir sem við höfum haft í Evrópusöngvakeppninni, fram- koma hans var mjög lífleg og skemmtileg og braut þessa stöðluðu keppni upp. Það eru mjög fáir eins og Páll Óskar á íslandi, því miður, því að hér er meira en nóg af karld- urgum sem hafa ekkert annað að gera en að fussa yfir hinu og þessu og yfirleitt öllu sem þeim dettur í hug. Páll Óskar eyðir ekki tíma sin- um í svoleiðis leiðindi heldur er alltaf skemmtilegur hvar sem hann kemur. Þessi H.Þ. hlýtur að öfunda Pál Óskar því að annars væri hann ekki að tuða þetta. Ég er viss um að ef Páll Óskar væri sohur hans væri hann að springa úr monti yfir stráknum. Páll Óskar er 100% skemmti- kraftur og fæddur í þetta allt sem hann hefur verið að gera hingað til. Og ég ætla bara rétt að vona að hann haldi alveg stíft áfram með fjörið og hlusti ekki á þessar ein- stöku óánægjuraddir. Allir Rúnar Aðalsteinsson skrifar: Ég er maður seinþreyttur til vand- ræða en nú get ég bara ekki orða bundist lengur og verð að létta á mér áður en ég hreinlega spring af reiði. Þannig er að fyrir nokkrum dög- um þurfti ég að keyra sem leið ligg- ur frá Húsavík til Þórshafnar sem ætti nú í sjálfu sér ekki að þurfa að vera í frásögur færandi en er það nú aldeilis samt því að öðrum eins fornaldarvegaslóðum hef ég aldrei á ævi minni kynnst. Þó hef ég séð ýmislegt í þá áttina áður þar sem ég er fæddur og uppalinn á Norður- landi og vegimir hafa ekki alltaf verið góðir á þeim slóðum. ,„Vegurinn“ frá Húsavík um fLfl^fl#|[D)Æ\ þjónusta allan sólarhringii i sima 5000 kl. 14 og 16 vegir færir? „Ég blæs á allt jarðgangatal hér og þar um landið á meðan ekki er hægt aö keyra á vegum ofanjarðar", segir Rúnar í bréfi sínu. Tjömes er hrein- lega ónýtur þar sem allt efni er far- ið úr honum og eft- ir stendur stórgrýt- isurð sem á lítið skylt við vegi. Leiðin frá Tjörnesi og til Þórshafnar er nú skömminni skárri þó þar sé fráleitt um hrað- braut að ræða. Mér er hreinlega fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að bjóða fólki upp á svona ástand árið 1998 og ég blæs á allt jarð- gangatal hér og þar um landið á meðan ekki er hægt að keyra á „vegum“ ofanjarð- ar. Að endingu skora ég á íbúa þessa svæðis að setja nú hnefa af alefli í borð og heimta úr- bætur. Áfram Kontra- punktur! K.R. hringdi: Ég vil þakka innilega fyrir spumingaþættina Kontrapunkt- ur. Þetta er eitt albesta sjónvarps- efni sem komið hefúr á skjáinn. Sixten Nordström, stjórnandi þáttarins, er mjög skemmtilegur og líflegur. Ég sakna þó danska stigavarðarins Benny Dahl-Han- sen sem var mjög skemmtileg. Finninn Mats Liljeros mætti þó laga hárgreiðsluna. Hann er ægi- lega púkalegur svona. Hann brýt- ur svolítið í bága við hinn áferð- arfallega blæ. 1 heildina em þetta mjög góðir og vandaðir þættir og hin besta skemmtun. Rugluö dagskrá B.S. hringdi: Ég horfi mikið á Stöð 2 og er mjög ánægður með hana fyrir ut- an auglýsingamar sem em alltof fyrirferðarmiklar. Skiljanlega þurfa þeir að fá inn tekjur af aug- lýsingum en þeir fá varla tekjur af auglýsingum ffá sjálfum sér en það em einmitt auglýsingar frá Stöð 2 sjálfri, Sýn eða Bylgjunni sem eru uppistaða auglýsingatím- anna. Maður fær sama auglýs- ingapakkann svo oft sama kvöldið að undir rest er maður búinn að fá ógeð á þeim dagskrárliðum sem verið er að auglýsa. Slappið aðeins af með þessar auglýsingar. Þið gerið ykkur greiða með því. Lögreglu- revían Ökumaður hringdi: Nú er búiö að hirta lögregluna fyrir að sleppa þrjótunum við að greiða sektir en að sjálfsögðu sluppu þeir ekki sem greiddu á réttum tima. Þá tekur hún sig til og sektar alla, jafnvel fyrir smá- yfirsjónir eins og að fara lítillega yfir hámarkshraða, þótt lögreglu- menn treysti sér ekki sjálfir til að fara að lögum um hámarks- hraða eins og allir vita. Er ekki tími til kominn að setja upp rev- íu um afrek lögreglunnar á síð- ustu árum? Alla vega er efniviö- urinn yfirdrifinn. Tónleikum seinkað Einar J. hringdi: Ég fer stundum á tónleika þá sjaldan ég kemst og þá kemur oft fyrir aö tónleikarnir byrja ekki á auglýstum tíma. Maður bíður í hálftíma eða klukkutíma eftir hljómsveitinni sem húkir ein- hvers staðar á bak við, sjálfsagt að leggja kapal eða eitthvaö, og á meðan bíð ég frammi eftir því að kapallinn gangi upp. Kannski er hljómsveitin að bíða eftir því að fleiri komi í hús en mér finnst hún þá um leið sýna þeim dónaskap sem sitja frammi og bíða. Kofar fyrir börn Halldóra K. hringdi: Er einhver sem tekur að sér að smíöa kofa eða dúkkuhús fyrir krakka? Ég sá svo skemmtilega mynd í blaði af svona kofa en er ekki í aðstöðu til að gera þetta sjálf eða nokkur annar sem ég þekki. Ef einhver gæti veitt upp- lýsingar þá væru þær vel þegnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.