Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1998 13 Préttir Rannsóknarnefnd flugslysa um árekstur sem varð milli tveggja flugvéla: Gagnrýnir „vallarsvið" flug- vallar á Tungubökkum - engar athugasemdir við flugmennina né Qarskiptabúnað flugvélanna Rannsóknamefnd flugslysa gagn- rýnir „vallarsvið" flugvallarins á Tungubökkum vegna áreksturs tveggja flugvéla við flugvöllinn á Tungubökkum í Mosfellsbæ 7. mars sL Vélamar voru báðar á lokastefnu fyrir lendingu þegar þær rákust saman. Flugmennimir tveir, báðir fullorðnir menn, vora einir i vélun- um og sluppu ómeiddir. Annar mannanna, Bjöm Guð- mundsson, 85 ára, sagði í viðtali við DV eftir slysið að ótrúleg mildi væri að þeir væra á lífi eftir slysið. Hinn flugmaðurinn, sem er 65 ára, flaug hraðskreiðari flugvél og rakst ofan á vél Björns. Rannsóknamefnd flugslysa gerir ekki athugasemdir við flugmennina né fjarskiptabúnað vélanna. Flug- mennimir vora báðir með fullgild réttindi og mjög vanir flugveflinum. „Ég hef aldrei séð þessa fisktegund áður en vissulega heyrt af henni. Hann er nú frekar Ijótur þessi fiskur," segir Jóhann Gunnlaugsson á Faxamark- aðnum. Jóhann heldur hér á fisktegund sem kallast lúsífer. Lúsífer er sjald- gæfur djúpsjávarfiskur. Það var skipið Snætindur frá Þorlákshöfn sem veiddi fiskinn á humarveiðum skammt frá Þorlákshöfn. Lúsífer verður send- ur til Hafrannsóknastofnunar og rannsakaður þar. DV-mynd S Björn Guðmundsson, 85 ára flugmaður, lenti í miklum lífsháska þegar tvær flugvélar rákust á við flugvöllinn á Tungubökkum 7. mars sl. DV-mynd GVA í niðurstöðum skýrslu rannsóknar- nefndarinnar er því beint til Flug- málastjórnar að hún endurskoði reglumar „Vaflarsvið" við Tungu- bakkavöll frá 10. júní 1997, þar sem m.a. efra borð verði hækkað, þannig að unnt sé að fljúga umferð- arhringinn í þúsund feta flughæð innan vallarsviðsins. Einnig verði lögð rík áhersla á að flugmenn, sem era á flugi í vallarsviðinu eða hyggj- ast fljúga um það, tilkynni alltaf um ferðir sínar á vallarbylgjunni 118,2 MHz. Rannsóknarnefndin beinir því einnig til Flugmálastjómar að sér- stakir fræðslufundir verði haldnir um flug við flugvelli þar sem ekki er flugtum eða flugtumsþjónusta og þar sem mikið er um einka- og æfmgaflug, svo sem t.d. á Tungu- bökkum. -RR Amerísk leiktæki vönduð og ódýr. 3ja stiga, tjald, 3 rólur, rennibraut, sgndkassi. Stærð: 5,10 x 4,50 m. Aætlað verð 138 þús. (ánvsk.) Tjald, 3 stigar, 2 rólur, 1 kaðalstigi, rennibraut, sandkassi. Stærð: 6,60 x 3,0 m. Aætlað verð 118 þús. (án vsk.) Tjald, 3 stigar, 3 rólur, kaðalstigi, rennibraut og sandkassi. . Stærð: 5,70 x 3,60 m. Aætlað verð 98 þús. (án vsk.) Einnig minni tæki „pony“, verð frá 48 þús. (án vsk.) Öll tækin eru auðveld í flutningu og uppsetningu. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Dalbrekku 22, sími 544 - 5990 Erum Flutt í stærra húsnæði að Grensásvegi 50 Verið velkomin og kynnist þjónustu okkar. Frír pruFutími í trimForm. Einnig bjóðum við uppá Ijós og vatnsnudd TRIM/\F0RM Betgraar Grensásvegi 50, sími 553-3818

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.