Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Síða 18
menning
ít
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1998
Kátt en klúrt
PS...
Hvað vantar á?
Rífandi gangur er í Listahátíð í Reykja-
vík og troðfullt á flesta viðburði. Ástæðan
er ekki síst sú að þeir eru fjölbreyttir,
keppa ekki eins mikið innbyrðis um at-
hygli og peninga gesta og stundum hefur
viljað brenna við. Að visu er meiri dans
en venja er til vegna aldarfjórðungsafmæl-
is íslenska dansflokksins, en virkilega
gaman er fyrir dansáhugamenn að fá nú
almennilega útrás.
Viðburðimir á Listahátíð
hafa glatt geðið - Ósýnilegi
hringurinn, dans Tó-
gómanna og Hollendinga,
leikur Svíanna, málverk
Errós - en það atriði sem
lengst mun lifa í huganum
held ég að verði tónleikar
Jordi Savall og félaga í Hallgrímskirkju.
hvert skipti sem ég rumskaði nóttina á eft-
ir voru þau enn að leika og syngja tyrir
mig. Það voru orðnir langir tónleikar og
billegir þegar yfir lauk.
Bergþóra Jónsdóttir kallaði umsögn
sína um þá tónleika „Nautn í fjötrum" hér
í DV og var óánægð með hvað tónamir
bárast misjafnlega vel um kirkjuna. Og
eins hallmælti Jónas Sen húsi íslensku
óperunnar fyrir vondan hljómburð í um-
sögn um tónleika Chilingirian. í rauninni
era þetta áköll ástvina tónlistarinnar -
neyðaróp - af því að við eigum ekkert boð-
legt húsnæði þegar við fáum afburða tón-
listarmenn langt að í stutta heimsókn. Það
er sýnt að svona verður tónninn allt árið
2000 með sínum uppákomum ef ekki verð-
ur greitt úr húsnæðismálum. Tónlistar-
húsið í Kópavogi verður til mikilla bóta -
en það tekur ekki þúsund manns og slík-
an sal þurfum við undir góða og eftirsótta
gesti.
Það vantar tónlistarhús í Reykjavík.
„Fingraflokkurinn"
Mikið stendur til hjá íslenska dans-
flokknum enda mikið undir því komið að
afmælissýningin á fimmtudagskvöldið
kemur takist vel. Fjölmiðlar hafa byggt
upp spennu og aðsóknin að Nederlands
dans theater bendir
til stóraukins áhuga
á dansi hér á landi -
sem íslenski dans-
flokkurinn á auðvit-
að sinn stóra þátt i.
En ýmislegt hefur
gengið á í æsingnum
á æfmgum undir
þessa mikilvægu sýn-
ingu. Tvær ballerín-
ur, Júlía Gold og
Katrín A. Johnson,
hafa slasað sig á
flngri og þriðju
meiðslin urðu í vik-
unni sem leið þegar
Hans Knill, aðstoðar-
maður danshöfundar-
ins Jirí Kylián, braut
á sér flngur á æflngu.
Ekki fýlgdi sögunni
hvort það var vísi-
fingur sem hann
skók svona hastar-
lega að dönsurunum,
en flokkurinn hefúr síðan fengið gælu-
nafnið „flngraflokkurinn".
Nú krossa menn fingur hjá dansflokkn-
um og vona að allt sé þegar þrennt er.
Leikmyndin fyrir sýningu dansflokks-
ins kemur alla leið frá Finnlandi með
skipi - stærstu færanlegir pappírsveggir
sem notaðir hafa veriö í íslensku leikhúsi,
segja dansflokksmenn, og var mun ódýr-
ara að fá þá lánaða frá Finnska þjóðarball-
ettinum en búa þá til hér. Veggimir era
töfrum líkastir, heyram við - breytast úr
kastalaveggjum í gagnsæjan draum eins
og hendi sé veifað.
Tónskáld vikunnar
Skemmtileg nýjung í morgunþætti rás-
ar 1 er að kynna eitt íslenskt tónskáld á
viku með getraun sem hefst á mánudegi
og svar fæst við í vikulok. Sama lagið er
leikiö alla morgna strax eftir fréttayfírlit
klukkan hálfátta og vísbendingar gefnar á
eftir um hver listamaðurinn sé. Spurning-
in er hvort ekki væri hægt að leika fleiri
lög eftir tónskáldið, annaðhvort smám
saman í vikunni eða að minnsta kosti eft-
ir að nafnið hefur verið gefiö upp. Jafnvel
helga því tímann milli hálfátta og átta á
fostudagsmorgnum? Þá fengist meiri
breidd í fræðsluna.
islensk uppfærsla á söngleiknum Car-
men Negra var frumflutt í íslensku óper-
unni síðastliðið fostudagskvöld. Þrátt
fyrir nafnlíkingu við hina frægu ópera
Bizets þá tengir fátt eitt þessi verk sam-
an. Persónumar hafa reyndar sömu
nöfn en era þó orðnar allt aðrar. Við-
fangsefhi þeirra era önnur og persónu-
leikinn er mikið breyttur. Sögusviðið er
einnig breytt, þó svo að þráðurinn líkist
því sem gerist í upprunalega verkinu.
Tónlist Bizets hefúr verið sett í nýjan bún-
ing og nýsmíðum bætt á milli. Það eru
þeir Stewart Trotter leikstjóri og Collen
McLeod útsetjari sem unnu verkið.
Tónlist
Sigfríður Bjömsdóttir
Af hverju mennimir sömdu ekki bara
nýjan söngleik í stað þess að endurvinna
með þessum hætti eldra verk verður
augljóst þegar hlustað er á tónlistina.
Þar skína stef Bizets eins og eðalsteinar
i sandkassa og það þrátt fyrir þá hund-
ruðustuogelleftu meðferð sem þau þurfa
aö þola. Á fostudagskvöld var ilia hljóð-
blandaður trommuheili sekastur; slíkur
sláttur verður aldrei seiðandi. Tónlistar-
stjóri, Gunnar Þórðarson, fékk það sum-
part vanþakkláta verkefhi að fella sam-
an lifandi hljóðfæraleik og upptökur á
hljómdiski. Ljóst er að sýning sem þessi
rynni mun betur niður ef hljóðfæraleik-
ur væri allur framinn á staðnum.
Þeir era ófáir nafnkunnu Islending-
amir sem fram koma í sýningunni og
nægir i því sambandi að nefna þá Egil
Ólafsson og Bubba Morthens. Búningar
þeirra eru í báðum tilfellum eins og
paródískir en þeir skila sínum senum
vel. Helgi Bjömsson leikur hinn ógeð-
fellda Zuniga, sem er eins og alltof marg-
ir í þessari sýningu einlit persóna með
léttu úrkynjuðu ívafi.
Carmen og José á langþráöu stefnumóti. Garðar Thór Cortes og
Caron Barnes-Berg í hiutverkum sínum. DV-mynd Pjetur
Eins og í upprunalegu óperunni þá
stendur sýningin og fellur með því
hvemig til tekst með túlkun á Carm-
en sjálfri. Caron Bames-Berg hefur út-
litið með sér í hlutverki hinnar fogra
Carmenar, en því miður eru kostir
hennar þar með upp taldir. Söngurinn
ekki nema í meðallagi góður, hreyf-
ingar og dans lítt töfrandi og leikur-
inn slakur. Þegar við bætist klúr
framkoma og orðalag stendur lítið eft-
ir af meintum töfrum þessarar per-
sónu.
Hin saklausa Michaela, sem Val-
gerður Guðnadóttir túlkar vel, meðal
annars í mjög fallegum söng, minnir
mest á htla prinsinn, svo óskyld er
hún því sem þama fer fram. Jón Jós-
ep Snæbjömsson leikur af krafti en
röddin er ekki fúllþjálfúð. Hópatriði
eru oft ágætlega útfærð, kvennakór-
inn á stundum beinlínis áferðarfalleg-
ur. Dansar era margir skemmtilegir
og leikmyndin þjónar hlutverki sínu
vel þó meiri litabreytingar hefðu gefið
enn meira lif.
Sýningin á sér stjömu þó ekki sé
hún í aðalkvenhlutverkinu. Garðar
Thór Cortes er José og er stjama sýn-
ingarinnar. Það kemur engum sem til
þekkir á óvart hversu vel Garðar
syngur með sinni fallegu rödd. Hitt
gæti furðað menn hve leikur hans er
lifandi og ástríðufúllur.
í heild er kátt og létt yfir sýning-
unni en mun betra hefði verið ef höf-
undar hennar hefðu ekki ruglað sam-
an heitum ástríðum og klúrum mdda-
skap.
íslenska óperan sýnir: Carmen Negra
Höfundar: Trotter/McLeod
Byggð á Carmen eftir Bizet
Danshöfundur: Wanda Rokicki
Leikmynd: Hlín Gunnarsdóttir
Búningar: Hulda Kristín Magnúsdóttir
Lýsing: Tim Mrtchell
Tónlistarstjórí: Gunnar Þórðarson
Leikstjóri: Stewart Trotter
Nederland
Dans Theater
var stofnað árið
1959 af nokkrum
dönsurum Het
Nederlands Ball-
et. Hópurinn
hafði þörf fyrir
að reyna nýjar
leiðir í danstúlk-
un og vildi brúa
bilið sem var að
myndast milli sí-
gilds balletts og
nútímadans.
NDT varð á
skömmum tíma
þekkt fyrir frum-
lega túlkun sína
í nútímalegum
dansi, byggðum
á klassískum
ballett. Hróður
flokksins hefur
svo farið vax-
andi eftir að
Jirí Kylián tók
við listrænni
stjóm hans 1975 og er nú talinn eitt besta
dansleikhús í heimi.
Hugmynd Jirí Kylián um þrjá sjálfstæða
danshópa, þar sem hann skiptir dönsuram
niður eftir aldri þeirra, er sérstök. í hópi I eru
dansarar á aldrinum 22 til 40 ára, eða á há-
tindi dansferils síns, í hópi II era yngstu dans-
aramir, 17 til 22 ára, og í hópi III era dansar-
ar, 40 ára og eldri. Það voru
tveir síðasttöldu hópamir sem
heimsóttu Listahátið i ár.
Fyrsta verkið á dagskránni
var Un Ballo eftir Jirí Kylián
við tónlist Maurice Ravels.
Verkið er dansað af tólf dönsur-
um NDT II og skiptist í tvo þætti, minuet og
pavane. Fyrri þátturinn er byggður á þremur
tvídönsum sem hver er með sínum hætti en
mynda samræmda heild hver við annan og við
seinni þáttinn þar sem allir tólf dansaramir
koma fram. Verkið er fallegt og ljúft, það krefst
DV-myndir Brynjar Gauti
klassískrar þjálfúnar dansara og leikrænnar
túlkunar og fellur vel að fallegri tónlist Ravels.
Einflild leiktjöld, lýsing og búningar nýtast vel
og er skemmtilegt hvemig svört pils á kjólum
kvendansaranna eru notuö til undirstrikunar í
nokkrum atriðunum. Ungu dansaramir eru
framúrskarandi góðir og auðséð að Kyhán getur
valið úr dönsurum hvaðanæva úr heiminum.
Dans þeirra og túlkun ein-
kenndist af öryggi, mýkt og ná-
kvæmni.
Annað verkið var The Old
Man and Me eftir Hans van
Manen. Hér eru leiktjöldin eig-
inlega aðeins einn bekkur en
hann er vel nýttur. Tveir dansarar úr NDT III
túlka þetta skemmtilega verk Manens þar sem
atriði úr lífi karls og konu era rifjuð upp með ör-
stuttum myndum sem kallaðar em fram i Ijós-
brot og sjást í lokin í langri ljósalínu. Frábær
samstilling ljósameistara og dansara. Dansarar
Úr Un Ballo með Nederlands Dans Theater II.
Dans
Lilja Hallgrímsdóttir
vora Gerard Lemaitre, rúmlega
sextugur franskur dansari, og
Sabine Kupferberg sem er þýsk og
komin af léttasta skeiði. Áratuga
reynsla og þroski dansaranna var
þeirra stærsta tromp en kvendans-
arinn býr einnig yfir mikilli mýkt
og karldansarinn gerði aldrei
meira en það sem hann gat gert
vel. Leikræn tjáning var góð hjá
báðum og verkið er hlaðið kímni.
Compass eftir Kylián við tónlist
Stockhausens var einnig flutt af
NTD fll en nú bættust þau Jeanne
Solan og Gary Chryst við. Kúla
hangir líkt og klukkupendúll niður
úr loftinu og sveiflast í hringi fyr-
ir ofan sviðið. Tónlistin er taktfóst og dansinn
einnig þar sem dansarar gera hreyfingamar
endurtekið, í ákveðinni röð, og enda á nokkrum
frumsporum ballettsins. Einnig í þessu verki
sýna dansaramir leikræna túlkun eins og hún
getur best orðið, bæði með svipbrigðum, söng og
tali, auk dansins. Þau nýta sér hluta af búning-
um sínum og „spila“ á hlýraboli sína.
Að síðustu kom NDT II fram á ný í verkinu
Mellantid eftir Johan Inger. Verkið einkennist af
krafti og snerpu og er nútímalegast af þeim at-
riðum sem NDT bauð upp á að þessu sinni. Ýms-
ar skemmtilegar leikhúsbrellur eru notaðar, til
dæmis dettur ein danserínan niður úr loftinu,
stendur upp og fer að dansa. Rósir stinga sér nið-
ur á sviðið og allt eins átti maður von á því að
draumur eins dansarans um að geta flogið yrði
að veruleika á frumsýningunni. Dansarar i verk-
inu eru sex, tvær konur og fjórir karlar. Tækni
þeirra, fimi og dansgleði hreif áhorfendur með
sér svo að fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna
í lok sýningarinnar. Ber að þakka hollenska
sendiráðinu og stjóm Listahátiðar í Reykjavík
fyrir að gefa okkur kost á aö njóta listar svo
góðra gesta.
Listahátíð í Reykjavík 1998,28. maí:
Nederlands Dans Theater II og III sýna á Stóra
sviði Borgarleikhússins:
Un Ballo, The Old Man and Me, Compass og
Mellantid.
Listrænn stjórnandi NDT: Jiri Kylián.
Hollenskt flug