Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Side 21
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1998 21 I>V Fréttir Nýr skemmtistaður 1 Brautarholti: Á að vera fínn staður - segir Ólafur Jóhannesson, einn rekstraraðila „Þetta á að vera finn skemmtistað- ur þar sem boðið verður upp á mat og aðrar veitingar samhliða skemmtun. Það hafa verið gerðar miklar breyt- ingar á húsinu og starfslið hefur ver- ið að vinna hér á fullu undanfarnar vikur. Við stefnum að því að opna upp úr miðjum júní. Við erum að vinna í því að fá veitingaleyfi,“ segir Ólafur Jóhannesson, eigandi Gullsports og einn rekstraraðila að nýjum skemmti- stað í Brautarholti 20 þar sem Þórs- kaffi var áður til húsa. Nýi skemmti- staðurinn á að bera nafnið Þórshöll. Samkvæmt heimildum DV eru er- lendir aðilar á leið að skoða skemmti- staðinn. M.a. eru þarna aðilar á ferð sem reka skemmtistaðina Stringfell- ows í New York og London. Þá hefur heyrst að erótískir dansarar verði á staðnum. Aðspurður um þetta sagði Ólafur: „Ég get sagt að erlendir aðilar munu skoða aðstæður. Það er engin stefna komin í augnablikinu. Hug- myndin er að vera með finan stað. Þetta gæti orðið eins og gamla Þórs- kaffi eða Stringfellows. Meira get ég ekki sagt á þessari stundu," segir Ólafur. Heyrst hefur að aðilar sem starfa og búa í nágrenninu séu ekki hrifnir af því að fá skemmtistað í húsið. „Ég hef heyrt sögur sem ganga út á að þarna verði einhver búlla. Ég vísa þvi aifarið á bug. Þessi staður verður ekkert í líkingu við Vegas, Óðal eða Bóhem. Raunar er stefnan að gera hann ólíkan öðrum íslenskum skemmtistöðum sem eru starfandi nú,“ segir Ólafur. -RR Þaö var kraftur í tíkinni Snúllu þar sem hún hljóp á haröa spretti á eftir boltan- um hjá strákum sem voru að æfa sig á túni fyrir utan Klaustur. Ekki er víst aö boltinn heföi gott af aö lenda í klóm eöa tönnum Snúllu en hún var óþreytandi aö reyna að ná honum. Dvalarheimilið Höfði: Innan ramma fjárlaga DV, Akranesi: Rekstur Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi var á sl. ári innan ramma fjárhagsáætlunar þrátt fyrir mikinn niðurskurð í fjárframlögum til heimil- isins. Viðbrögð stjómenda vom þau að skera niður í rekstrinum og þá sér- staklega í viðhaldi húseignar. Að sögn Ásmundar Ólafssonar framkvæmda- stjóra er það ekki vænlegur kostur að fresta eðlilegum viðhaldsverkefnum en hann vonast til að hægt verði að vinna upp skaðann á þessu ári. Und- anfarin ár hefur verið unnið í því að hagræða í rekstrinum á sem flestum sviðum og áfram verður haldið í ár. En á næstu dögum verða myndaðir þrír svokallaðir K.L.-hópar meðal starfsmanna til að leita leiða til að lækka kostnað: Einn fyrir innkaup á vörum og búnaði, annar um stjórmm- ar- og launakostnað og sá þriðji um rekstur fasteignar (þ.e. viðhald, orku- kostnað o.fl.). Dvalarheimilið Höfði er sjálfseignarstofnun í eigu Akranes- kaupstaðar og sveitarfélaganna fjög- urra sunnan Skarðsheiðar. Formaður stjómar er Jóhannes Finnur Halldórs- son viðskiptafræðingur. -DVÓ BIFREIÐASTILLINGAR NICOLAI Ólafur Jóhannesson er einn rekstraraöila Þórshallar sem stefnt er aö að opna upp úr miðjum júní. Framkvæmdir eru í fullum gangi í húsinu. DV-mynd Pjetur Barnasandalar margar gerðir stærðir 20-34 Teg.311 St. 28-87 V. 8.890 sináskór sérverslun m/barnaskó í bláu húsi við Fákafen HONDA 4 d y r a 1 . 4 $ i 9 0 h e s t ö f l Traustur bíll fyrir ungt fólk á öLLum aldri Innifalið í verði bílsins Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.550.000,- 115 hestöfl Fjarstýrðar samlæsingar 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Sjálfskipting 100.000,- 1400cc 16 ventta vél með tölvustýrðri innsprautun4 Loftpúðar fyrir ökumann og farþegai Rafdrifnar rúður og speglar4 ABS bremsukerfi4 Samlæsingar 4 14" dekki Honda teppasett4 Ryðvörn og skráning 4 Útvarp og kassettutæki 4 Verð á götuna: 1.455.000.- Sjálfskipting kostar 100.000,- 0 HONDA Sími: 520 1100 Umboðsaðilar: Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712 Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.