Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Page 25
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1998
vefur og tölvur
Vonast er til aö hinn sjáandi tölvubúnaður muni auövelda mönnum mjög alla skógrækt, hvort sem um eina eöa fleiri
trjátegundir er aö ræöa.
Þróa sjáandi tölvubúnað til að fylgjast með skógunum:
Telur trén og fylgist
með ástandi þeirra
Sjáandi tölvubúnaður í gervi-
tunglum mun á næstu 20 árum
geta fylgst með ástandi skóga jarð-
arinnar, ekki aðeins skógum sem
einni heild heldur hverju tré í
skóginum. Mun þessi tölvubún-
aður gera viðvart komi upp sjúk-
dómur í trjám eða eitthvað annað
óvenjulegt gerist.
í Jyllands Posten segir frá fimm
dönskum og sænskum vísinda-
mönnum sem vinna nú að þróun
þessa búnaðar. Þeir vinna að þvi að
telja og staðsetja rauðgreinitré í
3500 hektara skóglendi suðvestur af
Silkiborg í Danmörku. Er stuðst við
60 loftmyndir sem teknar eru í 40
mínútna flugi yfir skóginum.
Tækni þessari er ætlaö að stað-
setja einstök tré með einungis eins
metra fráviki. Talningin á að gefa
lágmarks frávik.
Marga mánuði tekur að fram-
kvæma hefðbundna talningu trjáa í
skógum og erfiðleikum bundið að
staðsetja hvert og eitt tré. Með hinni
nýjú tækni vonast menn til að tölv-
ur, vélmenni og gervitunglastýring
geti unnið með sjálfvirkum grisjun-
arvélum. Á grisjunarvélin þá að
vita nákvæmlega hvar tiltekið tré er
að finna og getur hoggið það niður.
Vísindamennirnir segja að þessi
tækni geti orðið að veruleika eftir
10-15 ár. Tæknilegar forsendur séu
til staðar, spumingin sé bara hvort
menn vilji nýta sér þær.
Auðveldar skógrækt
Vonast er til að hinn sjáandi
tölvubúnaður muni auðvelda
mönnum mjög alla skógrækt,
hvort sem um eina eða fleiri trjá-
tegundir er að ræða. Skógræktin
verður hagkvæmari þar sem menn
munu geta séð hve há og hve göm-
ul tré eru á hverjum stað. Þannig
má skipuleggja plöntun og grisjun
skóga á mun hagkvæmari hátt en
áður. Þannig má t.d. losna við stór
sár í skógum sem verða þegar hóp-
ur jafngamalla trjáa er á einum
stað og allur felldur í einu. Þá mun
þessi tækni gera skógræktendum
kleift að reikna út hve mikið af
timbri má fá úr hverjum hektara
skóglendis.
Telur Ijósa toppa
Stór þáttur í þessari trjáteljara-
tækni er landfræðilegt upplýsinga-
kerfi (GIS) sem er í örri þróun nú.
Sem dæmi um notkun þessa kerfis
má nefna gervitungl sem sendir
upplýsingar um tiltekið tré til
gagnabanka þar sem unnin er verk-
áætlun fyrir sjálfvirka grisjunarvél.
Hinn sjáandi tölvubúnaður getur
einungis talið rauðgreni nú en verð-
ur ætlað að telja hvaða trjátegundir
sem er. Lauftré skapa reyndar viss-
an vanda yfir sumarið og því mun
talning á þeim væntanlega eiga sér
stað á vetrum.
Hugbúnaðinum í hinum sjáandi
tölvubúnaði er ætlað að þekkja ljósa
toppa grenitrjáa. Telur búnaðurinn
ljósa díla á myndum sem samsvara
eiga fjölda trjáa á ákveðnu svæði.
En menn hafa rekist á ýmis vanda-
mál eins og grasbletti. Þeir endur-
varpa álíka sterku ljósi og trjátopp-
arnir og tölvan getur túlkað þá sem
tré. En unnið er hörðum höndum að
því að finstilla hugbúnaðinn þannig
að fólsk tré verði ekki talin með.
3L
-------------------------------------->
Agætu viðskiptavinir!
Sumartilboð út
júnímánuð:
Ingunn Hávarðardóttir 0 f i i.
hárgreiðslumeistari 2 tyrir I Klipping
eða Prír hárþvottur +
höFuðnudd með klippingu.
s,__________________________________________
fBorgarverkfræðingurinn
í Reykjavfk
Borgarverkfræðingur og Borgarskipulag Reykjavíkur
boða til kynningarfundar um mislæg gatnamót
Skeiðarvogs-Réttarholtsvegar/Miklubrautar
í Skúlatúni 2, 5. hæð, fimmtudaginn 4. júní kl. 17.30.
HM
Hársnyrtlstofa
Njálsgötu 1,
slmi 561 2391
^öðkaupsveislur—úlisamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynningar og II. og fl. og II.
..og ýmsir fylgihlutir
Ekki treysta á veðrið þegar
skipuleggja á eftirminnilegan viðburð -
Tryggið ykkur og leigiö stórt tjald á
staðinn - það marg borgar sig.
Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700m2.
Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf og
tjaldhitarar.
staðgreiðslu- og greiðslu-
kortaafsláttur og stighœkkandi
birtingarafsláttur
Smcauglýnírtgcr
Myndarleg sýning
Komdu á skemmtilega Land Rover Ijósmyndasýningu í
sýningarsal okkar við Suðuriandsbraut 14. Sýndur verður
fjöldi frábærra Ijósmynda sem barst ( Ijósmynda-
samkeppni sem haldin var í tilefni 50 ára afmælis Land
Rover. Opið 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga.
riiTa
Suðurlandsbraut 14 • sími 575 1200
rír kvttasiMnus
SuMuujaJdcM' - Stuttar otj Uðar
lcáfutr - SuMuwkattar
Tilboð:
SumarjaJckar
kr. 7.900.
Tilboð:
Stuttkáfmr átj
kr. 7.900.
<
t