Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Page 36
> 48
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1998
íþróttir unglinga
Sundið á fullu
skriði
Sundhópur 14-18 ára í Armanni
er á fullu að æfa fyrir
aldursflokkameistaramót íslands
sem haldið verður 26.-28. júní í
Kópavogi. Halldóra Brynjólfsdóttir
og Aron Snorri Bjamason eru í
miðjum undirbúningi fyrir mótið.
„Við erum að fara í æfingabúðir
um helgina þar sem við erum
sérstaklega að æfa fyrir þetta mót.
Markmiðið er bara að halda áfram
að æfa vel og bæta sig,“ sagði
Halldóra. Hún er búin að æfa
sund í 5 ár og er hrifin af
félagsskapnum sem það veitir.
„Ég ætla að bæta mig á
aldursflokkamótinu, og bara vera
með,“ sagði Aron. Honum finnst
gaman í sundi en skemmtilegast
að fara í heita pottinn eftir
æfingar.
Aldursflokkameistaramót ís-
lands er eitt stærsta sundmót
bama- og unglinga á íslandi og
mun DV fylgjast náið með gangi
mála í því.
Góð þátttaka í Landsbankahlaupinu:
Allir fengu verðlaun
Iris tekur
íris B. Eysteinsdóttir hefur nú
tekið við unglingasíðunni af
Óskari Ó. Jónssyni og mun hún
sjá um hana i sumar.
íris er íþróttakennari ásamt því
að vera með BA-próf í fjöl-
miðlafræði frá High Point
háskólanum í Norður-Karólinu í
Bandaríkjunum.
Við óskum írisi alls hins besta í
nýju starfi og hlökkum til
sumarsins. -VS/GH/JKS/SK
Hið árlega Landsbankahlaup var haldið í þrettánda sinn
þann 23. maí og tæplega 4000 krakkar tóku þátt. Hlaupið fór
fram á þeim 35 stöðum á landinu þar sem Landsbankinn
hefur útibú. útibúin í Reykjavík sameinuðust um eitt hlaup.
Keppt var í tveimur flokkum þar sem 10 og 11 ára hlupu 1100
metra en 12 og 13 ára hlupu 1500 metra.
Allir keppendur fengu verðlaunapening enda er
aöalatriðiö að sem flestir séu með og hafi gaman af hlaupinu.
Einnig voru veitt sérstök verðlaun fyrir þrjá efstu
keppenduma í hverjum flokki.
Hlaupið í Reykjavík fór fram í Laugardalnum og
var þátttakendum boðið upp á veitingar að hlaupi
loknu. Ýmis skemmtiatriði vora einnig sett á svið,
gestum og þátttakendum til mikillar ánægju.
Landsbankinn og Fi-jálsíþróttasamband íslands vinna
í sameiningu að þessu hlaupi árlega og stuðla þannig
að heilbrigðri æsku og hvetja börn og unglinga til frekari
þátttöku í íþróttum.
Aftari röð frá vinstri: Þorlakur Árnason þjálfari, Stefán Jónsson, Kristinn Svanur Jónsson, Sverrir Arnór Diego, Guömar Gíslason, Elvar Guöjónsson,
Jóhannes Sigurðsson, Jóhann Hreiöarsson, Guömundur Kristjánsson, Ágúst Guömundsson, Þórarinn Gunnarsson liösstjóri, Þorleifur Valdimarsson
formaöur knattspyrnudeildar. Fremri röö frá vinstri: Matthías Guömundsson, Bendikt Hinriksson, Gunnar Jónsson, Henrý Þór Reynisson, Kristinn
Guömundsson, Steinarr Guömundsson, Sigöuröur Sæberg og Helgi Már Jónsson.
Valsmenn urðu Reykjavíkur-
meistarar í 2. flokki karla i knatt-
spymu þegar þeir sigraðu Víking í
úrslitaleik, 2-1. Valsmenn töpuðu
ekki leik í mótinu en unnu 7 leiki
og gerðu aðeins 1 jafntefli.
Umsjón
íris B. Eysteinsdóttir
„Þetta var sætt. Það er alltaf
gaman að vinna,“ sagði Sigurður
Sæberg Þorsteinsson, fyrirliði
Valsmanna. Sigurður sagði að
markmiðið í sumar væri að gera
það sama og í fyrra en þá unnu þeir
alla þá titla sem í boði vora.
„Við stefnum allir að því að
komast i meistaraflokk og at-
vinnumennsku," sagði Sigurður.
Hann sagðist ákveðinn í því að bæta
sig í sumar. „Ég ætla að gera mitt
besta til að liðið spili vel og reyna
að komast í landsliðið," sagöi
Sigurður. Hann hefur nú þegar
spilað 4 leiki með U-18 ára landsliði
íslands.
Sigurður er að þjálfa yngri flokka
Vals og helstu skilaboðin sem hann
hafði til yngri kynslóðarinnar var
að æfa vel, leggja sig fram og
viðhalda áhuga á knattspymunni.
Sigurður þakkaði góðri samvinnu
sigurinn og sagði að Valsstrákamir
legðu sig alltaf 110 prósent fram og
það skilar greinilega árangri. Hann
sagði að þeir tækju knattspyrnuna
mjög alvarlega og sem dæmi um það
sagði hann að í allan vetur hefði
nánast enginn leikmaður sleppt
æfingu og baráttan um að komast í
hópinn er mikil. „Við vinnum þetta
á liðsheildinni eins og í fyrra,“
sagði Sigurður. Hann sagði
jafnframt að Þorlákur Ámason
þjálfari væri mjög góður og að hann
ætti mikinn þátt í velgengni
liðsins. -ÍBE
Tilhægri: Siguröur Sæberg, fyrirliöi
2. flokks Vals.
Aö ofan: Sigurvegarar úr hópi drengja 10-11 ára frá vinstri: Jón Davíö Davíösson, sem hafnaöi í 2. sæti, Davíö
Arnar Oddgeirsson sigurvegari, Sölvi Guðmundsson sem hafnaöi í 3. sæti. Til hægri: Sigurvegari í hópi stúlkna
12-13 ára, Þórdís Sara Þóröardóttir.
2. flokkur Vals Reykjavíkurmeistari:
Sigu rganga
- tapaði ekki leik á mótinu