Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Síða 38
50
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1998
Afmæli
Ragnar Arason
Ragnar Arason vélstjóri, Norður-
braut 5, Höfn í Hornafírði, er sjötug-
ur í dag.
Starfsferill
Ragnar fæddist á Borg í Mýra-
hreppi í Austur-Skaftafellssýslu, var
þar í grunnskóla og ólst þar upp við
öll almenn sveitastörf sem hann síð-
an stundaði fram eftir starfsævinni.
, Þá var Ragnar til sjós á vertíðarbát-
um í nokkur ár.
Ragnar festi kaup á vörubíl og
stundaði akstur jafnframt bústörf-
um en hann stundaði búskap að
Borg ásamt móður sinni og eldri
bróður.
Ragnar flutti til Hafnar í Horna-
flrði 1972. Þar byggði hann hús
ásamt Ástvaldi bróður sínum og
móður sinni.
Ragnar hóf störf við vélgæslu
frystivéla hjá Kaupfélagi
Austur-Skaftfellinga.
Hann var síðan vélgæslu-
maður hjá Kaupfélagi
Austur-Skaftfellinga og
síðan hjá Borgey hf. en
hætti störfum nú í vor.
Ragnar starfaði í ung-
mennafélaginu Val á
Mýrum, söng í kirkjukór
Brunnhólssóknar og
einnig í kirkjukór Hafn-
arsóknar. Ragnar var
einn af stofnendum karla-
kórsins Jökuls og hefur hann starf-
að með kórnum alla tíð.
Fjölskylda
Ragnar kvæntist 20.2. 1981 Helgu
Magnúsdóttur, f. 12.7. 1930, verka-
konu. Hún er dóttir Magnúsar
Bjamasonar, verkamanns á Höfn í
Hornafirði, og Signýjar
Stefánsdóttur húsmóður.
Stjúpdætur Ragnars eru
Guðbjörg Gísladóttir, f.
2.12. 1957, húsmóðir, bú-
sett í Noregi, gift Stefáni
Finnbogasyni og eiga þau
fimm börn; Magnhildur
Gísladóttir, f. 5.4. 1964,
kennari á Homafirði, en
sambýlismaður hennar
er Þorvaldur Viktorsson
og eiga þau tvo syni.
Fóstursonur Helgu er
Magnús Aðalsteinsson, f. 4.12. 1947,
bílstjóri í Kópavogi, en sambýlis-
kona hans er Lilja Hjartardóttir og
eiga þau tvö börn.
Hálfbróðir Ragnars, sammæðra,
var Vigfús Vigfússon, f. 9.10. 1911,
nú látinn.
Systkini Ragnars: Sigurður Ara-
son, f, 3.9. 1916, nú látinn; Gísli Ara-
son, f. 17.9. mjólkurfræðingur á
Höfn; Fjóla Aradóttir, f. 25.3. 1919,
húsfreyja að Fossi i Vestur-Skafta-
fellssýslu; Guðjón Arason, f. 11.5.
1921, bóndi að Hólmi á Mýmm í
Austur-Skaftafellssýslu; Lilja Ara-
dóttir, f. 23.7.1922, húsmóðir á Höfn;
Ástvaldur Arason, f. 2.9. 1924, vél-
stjóri í Garðabæ; Steinunn Aradótt-
ir, f. 28.4. 1926, húsmóðir á Höfn;
Jón Arason, f. 13.8. 1929, bæjar-
starfsmaður á Höfn; Hólmfríður
Aradóttir, f. 26.5. 1933, fóstra í
Reykjavík.
Foreldrar Ragnars: Ari Sigurðs-
son, f. 14.5. 1891, bóndi á Borg, og
Sigríður Gísladóttir, f. 26.3. 1891, d.
20.3. 1992, húsfreyja að Borg.
Ragnar verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Ragnar Arason.
Veiðivon
Laxveiöin byrjuö:
Tíu laxar fyrsta hálfa daginn
- einn lax í Þverá
„Þessi lax á skilið að sleppa aftur
í ána, hann hefur gefið mér helling.
Þetta var skemmtileg barátta,"
sagði Kristján Guðjónsson, formað-
ur Stangaveiðifélags Reykjavíkur,
v en hann veiddi annan laxinn í
Norðurá i Borgarfirði á þessu sumri
við opunina í gærmorgun og sleppti
honum aftur í ána. Skömmu áður
hafði Stefán Á. Magnússon veitt
fyrsta laxinn, 14 punda, á Eyrinni,
beint á móti Kristjáni. Báðir tóku
laxarnir flugu, sem og allir laxamir
sem veiddust á þessari fyrstu vakt í
Norðurá.
„Fyrsta vaktin gaf 10 laxa og
hann var 14 pund, sá stærsti. Þetta
er mjög gott eftir aðeins hálfan
dag,“ sagði Kristján Guðjónsson for-
maður rétt áður en hann fór til
veiða seinnipartinn í gær.
„Árni Eyjólfsson veiddi tvo laxa á
Berghylsbrotinu og missti einn.
Laxinn virðist vera fljótur upp ána
núna. Allir laxamir hafa veiðst á
flugu og sá stærsti hjá Stebba tók
fluguna Bláa engilinn, þessi 14
punda. Nokkrir laxar hafa sloppið
en það gerir ekkert til,“ sagði Krist-
ján enn fremur.
Vatnið í Norðurá er ekki yflr-
þyrmandi þessa dagana og verður
örugglega verra ef ekki rignir þeim
mun meira næstu vikurnar.
„Við fengum einn lax í
morgun hérna í Þverá
og hann var 12 pund.
Fiskurinn veiddist á
Norðtungueyrum,“
sagði Jón Ólafsson í
veiðihúsinu við Helga-
vatn við Þverá 1 gær-
dag.
„Það var Ingveldur
Viggósdóttir sem
veiddi fiskinn og hann
tók maðk. Það var
hvasst við Þverá í
morgun og frekar kalt.
Eitthvað urðu menn
varir við fiska en ekki
mjög mikið," sagði Jón
í lokin.
Veiðin hófst í Laxá á
Ásum um fjögurleytið í
gærdag. Enginn lax var
kominn á land þegar
við fréttum síðast í
gærkvöld.
G. Bender
„Þetta er nýja flugan Barbí sem Jónas hnýtir og
gæti gefiö vel í sumar," sagöi Ólafur Vigfússon viö
Noröurá í gær en þá haföi hann ekki enn fengiö
fisk.
Kristján Guðjónsson, formaður Stangaveiöifélags Reykjavíkur, bíður eftir
rétta takinu. Skömmu seinna sleppti hann laxinum aftur í ána.
DV-myndir G. Bender
INNKA UPASTOFNUN
REYKJAVIKURBORGAR
- Fax 562 26 16 - Netfang: i
UTBOÐ
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboði í verkið: í
Bústaðavegsæð, endurnýjun, 1. áfangi. Endurnýja skal 350 mm
stofnlögn hitaveitunnar í Stjörnugróf milli Bústaðavegar og Smiðjuveg-
ar.
Helstu magntölur:
Skurðlengd: 830 m
Lengd 350 mm hitaveitulagnar
í plastkápu: 830 m
Malbikun: 130 m2
Þökulögn: 1.000 m2
Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 15.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða: fimmtudaginn 11. júní 1998 kl. 14.00 á sama staö.
hvr65/8
INNKA UPASTOFNUN
REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík
Sími 552 58 0(f- Fax 562 26 16 - Netfang: isr@rvk.is
KAUP A IBUÐUM
F.h. Húsnæöisnefndar Reykjavíkur er óskað eftir að kaupa 2ja til 4ra
herbergja íbúðir, til afhendingar á árinu 1998. Alls er um aö ræða 36
íbúðir. Athygli er vakin á aö hámarksstærð félagslegra íbúða er 70 m2
brúttó fyrir 2ja herb. 90 m2 fyrir 3ja herb. og 130 m2 fyrir 4ra herb.
Aöeins koma til greina íbúöir á 1.2. og 3. hæö. Kjallarar og risíbúðir
koma ekki til greina. Æskilegt er að íbúðirnar séu innan við 15 ára
gamlar, helst í fjölbýli og án bílskúrs.
Tímamörk undirritunar kaupsamnings er 12. júní nk. Kaupsamningur er |
háður fyrirvara um samþykki Húsnæöisstofnunar ríkisins og Borgar-
ráös Reykjavíkur.
Tilboðum ásamt lýsingu skal skila til Innkaupastofnunar Reykjavíkur-
borgar í síðasta lagi föstudaginn 5. júní 1998.
hnr 64/8
Til hamingju
með afmælið
2* / /
• juni
85 ára
Aðalsteinn Sveinbjörnsson,
Túngötu 34, Siglufirði.
80 ára
Sigríður Meyvantsdóttir,
Grensásvegi 60, Reykjavík.
Hún er að heiman.
75 ára
Gerða Irena Pálsdóttir,
Hátúni 6B, Reykjavík.
Elísabet G. Magnúsdóttir,
Hjarðarhaga 46, Reykjavík.
Karl Guðlaugsson,
Háaleitisbraut 44, Reykjavík.
70 ára
Sigurður Magnússon,
Klapparstíg 1, Reykjavík.
Sigrún Brynjólfsdóttir,
Skólagerði 22, Kópavogi.
Sigurður Reimarsson,
Faxastíg 8A, Vestmanneyjum.
60 ára
Sólveig G. Jónasdóttir,
Holtagerði 3, Húsavík.
Sigurbjörg Vigfúsdóttir,
Háengi 11, Selfossi.
50 ára
Sólveig Sveinsdóttir,
Laugateigi 39, Reykjavík.
Hólmfríður Þórólfsdóttir,
Þinghólsbraut 61, Kópavogi.
Reynir Sveinsson,
Bjarmalandi 5, Sandgerði.
Hólmfríður
Alexandersdóttir,
Lindargötu 14, Siglufirði.
Guðrún Jóna Káradóttir,
Kjalarsíðu 18 B, Akureyri.
40 ára
Alma Elídóttir,
Langholtsvegi 186, Reykjavík.
Jónína Guðrún
Sigurðardóttir,
Aðallandi 8, Reykjavík.
Bjarni Kjartansson,
Búlandi 11, Reykjavík.
Elín Hauksdóttir,
írabakka 34, Reykjavík.
Anna Finnbogadóttir,
Garðhúsum 53, Reykjavík.
Guðmundur K. Ásgeirsson,
Lækjai'hjalla 20, Kópavogi.
Björg Óskarsdóttir,
Sæbólsbraut 30, Kópavogi.
Sigurborg Daðadóttir,
Fagrabergi 46, Hafnarfirði.
Ómar Ásgeirsson,
Ránargötu 1, Grindavík.
Þórhildur Eggertsdóttir,
Túngötu 3, Grindavík.
Magnea S. Friðriksdóttir,
Ásvegi 20, Akureyri.
Jóhann Björgvinsson,
Tjarnarlundi 16G, Akureyri.
Birgir Baldursson,
Stapasíðu 10, Akureyri.
Pálmi Indriðason,
Aðalbóli, EgUsstöðum.
Lárus Elíeser Bjamason,
Skriðuvölium 1,
Skaftárhreppi.
-----7-------------------
jjrval
- gott í hægindastólinn