Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Page 41
DV ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1998
53
Galina Gorchakova syngur f Há-
skólabíói í kvöld.
Ein mikilfeng-
legasta söngkona
samtímans
Einn af hápunktum Listahátíð-
ar í Reykjavík verður í kvöld í Há-
skólabíói þegar Galina Gorc-
hakova stígur á svið og hefur upp
rödd sína. Gorchakova var að-
alsópran Kirovóperunnar i Sankti
Pétursborg og búin að vinna hug
og hjörtu Rússa þegar hún sló í
gegn á Vesturlöndum í hlutverki
Renötu í óperu Prokofjevs, Eld-
englinum, á Proms-tónleikunum í
London árið 1991. Eftir það var
leiöin greið á toppinn og hafa
helstu óperu- og tónleikahús
heimsins keppst um að fá hana til
liðs við sig. í dag er hún talin ein
fremsta sópransöngkona veraldar.
íslendingum gefst því einstakt
tækifæri til að hlýða á „eina mik-
ilfenglegustu söngrödd samtím-
ans“, eins og einn gagnrýnandinn
komst að orði.
Á tónleikunum í Háskólabíói
mun Galina Gorchakova syngja
rússneska ástarsöngva við undir-
leik Larissu Gergievu. Ingibjörg
Haraldsdóttir hefur þýtt söngvana
á íslensku og fylgir þýðingin efn-
isskrá tónleikanna.
Veður á
Faxaflóasvæði
næstu viku
- samkv. tölum frá Veöurstofu íslands -
Úrkoma -á 12 tima un
18 mm
16
14
12
10
8
6
4
2
mán. þri. miþ. fim. fös.
Joik frá Sömum og spuní
í kvöld verða tónleikar í Norræna
húsinu, þar sem leikin verður tón-
list sem á rætur sínar að rekja til
joiks Sama og spuni skipar einnig
mikilvægan sess. Það er norska
hljómsveitin TransJoik sem leikur,
en hana skipa Frode Fjellheim,
hljómborð og söngur, Nils-Olav Jo-
hansen, gítar og söngur, Snorre
Bjerck, trumbur og söngur, og Tor
Haugerud, trommur og söngur.
TransJoik er nýtt nafn hljóm-
sveitarinnar JazzJoikEnsemble og
markar nafnið tímamót fyrir hljóm-
sveitina. Nafninu var breytt um
leið og nýja geislaplatan, Mahkala-
hke, var gefin út. Áður hafði hljóm-
sveitin gefið út geislaplötuna
Saajve Dans sem hlaut mikið lof
gagnrýnenda. Nafnið TransJoik
endurspeglar tónlistina á marga
vegu; í því felst hinn sefjandi þáttur
tónlistarinnar og það ber með sér
umbreytinguna frá hefðbundnu
joiki til nútímalegri tónlistar þar
sem áhrifa þjóðlagatónlistar gætir,
auk þess sem það felur í sér löngun-
ina til að ferðast yfir landamæri
Skemmtanir
tónlistarinnar.
Suður-samíska joikið er lagt til
grundvallar tónlistinni og spuni
skipar þcir mikilvægan sess. í
TransJoik er spuninn nátengdur
þema og tjáningarformi joiksins og
leitað er eigin leiða til að nálgast
spunann og tilbrigðin við þemu tón-
listarinnar. Þetta er ekki joik í hefð-
bundinni merkingu en tónlistin
miðlar því sama og joikið; lífsþrótti,
geöhrifum, sterkum myndum af
fólki og náttúru.
Tónlistin er nýtískuleg og notast
er bæði við rafmagnshljóðfæri og
frumstæðari hljóðfæri en raddimar
eru meginstoð tónlistarinnar.
TransJoik þróar sérstakar söngað-
ferðir og raddsvið sem skapa, ásamt
hljóðfæraleiknum, einstök tónhrifl
Og margbreytileikinn er gífurlegur;
tónlistin spannar allt frá rólegri
ihugun yfir í sefjandi og taktfasta
tóna! Verið við öllu búin.
TransJoik skemmtir á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld.
Mildast suð-
vestanlands
Veöurstofa íslcmds gerir ráð fyrir
fremur hægri norðlægri átt eða
breytilegri átt. Smáskúrir eða slydd-
uél verða viö austurströndina og
víða síðdegisskúrir sunnanlands en
léttskýjað norðvestan- og vestan-
Veðrid í dag
lands. Hiti verður á bilinu 2 til 12
stig, mildast suðvestanlands.
Veðriö kl. 12 á hádegi:
Akureyri léttskýjað 7
Akurnes húlfskýjaó 8
Bergstaðir léttskýjaó 6
Bolungarvík heióskírt 6
Egilsstaóir 3
Keflavíkurflugv. úrkoma í grennd ’ 9
Kirkjubkl. rigning 6
Raufarhöfn alskýjaó 3
Reykjavík léttskýjaö 9
Stórhöfði súld 5
Helsinki skúr 11
Kaupmannah. skýjaó 18
Osló aískýjaö 13
Stokkhólmur 10
Þórshöfn skýjaö 8
Faro/Algarve þokumóöa 20
Amsterdam léttskýjaö 19
Barcelona skýjaó 22
Chicago léttskýjaó 13
Dublin skýjaö 15
Frankfurt skýjaö 18
Glasgow úrkoma í grennd 10
Halifax súld 13
Hamborg skýjaö 16
Jan Mayen alskýjaö -O
London skýjaö 21
Lúxemborg hálfskýjaö 17
Malaga skýjað 23
Mallorca léttskýjaó 26
Montreal léttskýjaö 12
París skýjaö 22
New York hálfskýjaö 19
Orlando alskýjaö 24
Róm hálfskýjaö 26
Vín rigning 18
Washington skýjaö 22
Winnipeg léttskýjaö 7
Svandís
Myndarlega stúlkan á
myndinni heitir Svandís
Dagmar. Hún fæddist á
fæðingardeild Landspítal-
ans 24. mars síðastliöinn.
Barn dagsins
Dagmar
Við fæðingu var hún 3580
grömm að þyngd og
mældist 50 sentímetra
löng. Foreldrar hennar
eru Helga Rut Rúnars-
dóttir og Valgeir Helga-
son og er hún fyrsta barn
þeirra.
dagsBJJC)
i
Walter Matthau og Jack Lemmon
eru í aöalhlutverkum í Out to Sea.
Lemmon og
Matthau til sjós
Jack Lemmon og Walter Matt-
hau hafa náð einstaklega vel sam-
an sem leikarapar og hafa oftar en
ekki farið á kostum i bráðfyndn-
um kvikmyndum og er skemmst
að minnast Grumpy Old Men-
myndanna tveggja. í Out to Sea,
sem Bíóborgin sýnir, leika þeir
enn einar nöldurskjóðumar sem
era tengdar en ekkert sérstaklega
vel til vina. Þeir ráða sig þó
saman sem dans-
herrar á skemmti-
Kvikmyndir
ferðaskip. Félagamir,
sem heita Herb Sullivan (Lemm-
on) og Charlie Gordon (Matthau),
hafa ekki mikla reynslu af dansi
og þeirra versta martröö verður
því skipstjórinn sem er mikill
áhugamaður um dans, enda var
það alltaf ætlun Charlies með
ferðinni að ná sér i ríka ekkju. í
Out to Sea leika einnig Dyan
Cannon, Brent Spiner, Gloria De
Haven, Elaine Stritch og gamla
dansséníið Donald O’Connor.
Leikstjóri er Martha Coolidge.
Nýjar myndir:
Háskólabió: Deep Impact
Háskólabíó: Állinn
Laugarásbíó:The Wedding Sin-
ger
Kringlubíó: Mouse Hunt
Saga-bió: The Stupids
Bíóhöllin: 'til there was you
Bíóborgin: Mad City
Regnboginn: Scream 2
Regnboginn: Óskar og Lúcinda
Stjörnubíó: The Assignment
Krossgátan
T~ T~ T~ r~ T~
2
IO i
II vr s- 1 ir
1+ 18 ir lö" Ite r
j F
Lárétt: 1 hröð, 6 málmur, 8 heim-
reið, 9 dimmviðri, 10 reikuðu, 11
hress, 13 rándýr, 14 fíkn, 16 tví-
hljóði, 18 maður, 20 blundur, 22
svelgur, 23 fjarlægð.
Lóðrétt: 1 taugar, 2 knæpa, 3 lík-,-
ingu, 4 hratt, 5 frétt, 6 keraldið, 7
endaöi, 12 makaði, 15 gangur, 17
lausagrjót, 19 skóli, 21 mælir.
Lausn á sfðustu krossgátu:
Lárétt: 1 verk, 5 oft, 7 æsa, 8 ofan,
10 skutur, 11 kind, 13 rag, 14 asa, 16
rosa, 18 værar, 17 tá, 21 álag, 22 fús.
Lóðrétt: 2 eski, 3 raunar, 4 kot, 5 of-
ur, 6 farast, 7 æska, 9 naga, 12 drag,
15 sæl, 17 orf, 18 vá, 20 ás.
Barn dagsins
í dálkinum Bam dagsins em
birtar myndir af ungbörnum.
Þeim sem hafa hug á að fá birta
mynd er bent á að senda hana í
pósti eða koma með myndina,
ásamt upplýsingum, á ritstjóm
DV, Þverholti 11, merkta Bam
dagsins. Ekki er síðra ef bamið á
myndinni er í fangi systur, bróður
eða foreldra. Myndir em endur-
sendar ef óskað er.