Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Qupperneq 44
Vinningstölur laugardaginn: 30. 05.’S 12(14^161241281 1 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphaoð 1. 5 af 5 » 4.661.925 2. 4 af 5 3 135.460 3. 4 af 5 90 7.780 4. 3 af 5 2.707 600 5 Aukaúrdráttur: 7-11-14-1 Jókertölur vikunnar: 0 3 6 4 Ö FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Hrapaði í Hvannadals- hnjúki 17 ára piltur fótbrotnaði í Ferða- félagsferð á Hvannadalshnjúk um helgina. Hópurinn hafði náð tind- inum og var lagður af stað niður er félagar mannsins tóku upp á því að rykkja í línuna sem hann var festur með. Hann féll við þetta með fyrr- greindum afleiðingum. Björgunarsveitarmenn voru á þess- um slóðum og bjuggu þeir um meiðsl htms. Þeir fluttu hann síðan í skáiann Jöklasel við Skálafellsjökul en þaðan var honum ekið til Hafnar. -sf Nær dauða en lífi Litiu mátti muna að illa færi er 18 ára piltur var nærri drukknaður ‘ Reykjadalslaug í Miðdölum í fyrr- inótt. Fólk sem var með honum í lauginni veitti því athygli að ekki var allt með felldu og dró hann upp úr lauginni. Hann var aðframkom- inn og þurfti að blása í hann lífi. Þá gerðist sá fáheyrði atburður við Gunnarsholt að maður fékk hjól flugvélar í lágflugi í höfuðið. Mennirnir voru báðir fluttir á sjúkrahús og eru þeir á batavegi. -sf Fyrstu laxarnir Laxveiðin byrjaði vel í Norðurá í -y Borgarfirði í gær og veiddust 11 lax- ar. Kristján Guðjónsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, heldur hér laxinum sem hann veiddi en sleppti skömmu seinna aftur í ána. Þetta var annar laxinn sem veiddist í ánni. Sjá nánar á bls. 50. DV-mynd G. Bender Kona brenndist Eldur kviknaði í feiti í húsi við Flétturima í gærkvöld. Kona sem þar var að djúpsteikja kartöflur gerði til- raun til að slökkva eldinn með þeim afleiðingum að hún missti pottinn á gólflð og brenndist. Nágranni hennar slökkti síðan eldinn. Konan slapp furðanlega vel, var flutt á Landspítal- ->ann með annars stigs bruna á hönd- um og lítils háttar bruna á fótlegg.-sf Hvítasunnukappreiðar Fáks enduðu í gær með veðkappreiðum. Keppt var í fjórum greinum og var þátttaka töluverð. Alls var veðjað fyrir 260 þúsund krónur. Hér geisast fjórir gæðingar af stað með öfluga knapa á baki. DV-mynd E.J. Sverrir Hermannsson boðar framboð á landsvísu: Eg mun alls ekki sitja hjá - segir Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra „Ég er nú senn dauður en ég mun alls ekki sitja hjá,“ segir Matthías Bjamason, aðspurður um það hvort hann mundi taka þátt í baráttu stjórnmálasamtaka þeirra sem Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri, hefur boðað að bjóða muni fram í öllum kjördæmum landsins, með það að meginbaráttu- máli að kveða niður kvótakerfið. Matthías sat i fjölmörg ár sem fyrsti þingmaður Vestfirðinga fyrir Sjálfstæðisflokk. Meðan hann gegndi þingmennsku var hann ráð- herra sjávarútvegsmála, auk þess sem hann gegndi fleiri ráðherra- embættum. Hann gefur lítið fyrir sinn gamla flokk i dag. „Ég segi fyrir mitt leyti að ég er algjörlega andsnúinn Sjálfstæðis- flokknum í sjávarútvegsmálum. Það er orðið fulireynt að flokkurinn mun ekki ná áttum þar. Ég sé raun- ar ekki neina ástæðu til að hafa sér- stakan sjávarútvegsráð- herra meðan flokkurinn er við völd. Hafrann- sóknastofhun sér um þetta aflt saman og það mætti spara með því að senda ráðherrann út á land og gera að hrepp- stjóra þar. Þannig vill hann fara með þá sem eru til óþurftar," segir Matthías. „Mér líst mjög vel á hvem þann flokk og hverja þá menn sem vilja berjast gegn þeim óskapnaði sem kvóta- kerfið er. Mér líst vel á kröftuga andspymu gagnvart þeim mönnum sem núna stjórna þessu landi. Þeir taka ekkert tiliit til neins svo sem nýlegt hálendisfrumvarp undir- strikar. í öllu þeirra atferli felst að þeir líta niður á fólk og því hef ég óbeit á," segir Matthías. Aðspurðm: um stöðu Sverris Hermannssonar eftir að hann sagði af sér bankastjórastarfi sagði Matthías að þeir væru aldavinir. „Við Sverrir erum gamlir vinir í gegnum ára- tugi. Það hefur stundum kastast í kekki á milli okk- ar. Það er ljómandi gott á milli okkar og allt þetta mál einkennist af því að vera eltingaleikur við einn mann. Ég hélt að það hefðu verið þrír banka- stjórar við Landsbankann. Ég get ekki fundið eða heyrt annað en Sverrir hafi verið einn. Síðan þá held ég nú að formaður bankciráðs- ins eigi að bera stóra ábyrgð en hann virðist bara vera í leynihem- aði,“ segir Matthías. -rt - sjá viðtal við Sverri á bls. 2 Matthías Bjarnason, fyrrum alþingismað- ur og ráðherra, er tilbúinn í slaginn. DV-mynd Hilmar Þór Veðrið á morgun: Skúrir sunn- anlands Á morgun er gert ráð fyrir fremur hægri norðaustlægri eða breytilegri átt. Skúrir verða sunnanlands, einkum síðdegis, en skýjaö með köflum annars staðar. Hiti verður á bilinu 3 til 11 stig, mildast sunnan- og vestanlands. Veðrið í dag er á bls. 53 Enn eitt banaslysið Kona á þrítugsaldri lést í bílslysi á Hólmavíkurvegi í fyrrinótt. Bif- reið sem hún ók valt og kastaðist hún út úr bílnum með þeim afleið- ingum að hún lést. Hún var ekki í belti. Með henni í bílnum voru kona og barn en þau voru í bílbeltum og sluppu með minni háttar meiðsl. Banasiys í umferðinni - árin 1995-1998 - - 18 ■ 15 - ■ 10 - 1995 1996 1997 1998 1 DV-graf IJ Það sem af er árinu hafa orðið tólf banaslys. Til viðmiðunar vora banaslys í umferðinni árið 1996 tíu. Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs, segir þennan fjölda slysa vera langt yfir því sem verið hefur. „Síðustu árin hefur banaslysum farið fækkandi en nú virðist þróun- in vera að snúast við. Þetta er mun meira en síðustu 3 til 4 ár miðað við árstíma." Til að bregðast við þessari þróun hefur löggæsla verið aukin umtals- vert undanfarnar vikur, ásamt því að sektir hafa verið hækkaðar vera- lega. Að sögn Óla H. era það sömu þættirnir sem koma við sögu í mörgum slysanna. „Það er allt of algengt að fólk noti ekki bilbelti. Ölvunarakstur kemur oft við sögu, of mikill hraði miðað við aðstæður og lélegur búnaður ökutækja, sérstaklega era lélegir hjólbarðar algengir." -sf www.visir.is: Díanna Dúa á Spjallinu í dag klukkan 16 verður notend- um Vísis boðið upp á að spjalla við Díönnu Dúu Helgadóttur á Spjall- inu, nýrri spjallrás www.visir.is. Díönnu Dúu var fyrir skemmstu meinað að taka þátt í Fegurðarsam- keppni íslands þar sem hún hafði setið fyrir hjá Playboy. Spjallið var formlega opnað á laugardaginn þegar notendum Vísis var boðiö upp á að spjalla við Guð- björgu Hermannsdóttur, nýkrýnda fegurðardrottningu íslands. Leiðin inn á Spjallið er einfóld. Það þarf einungis að slá inn slóðina www.visir.is og smella á Spjallið. -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.