Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Síða 5
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 19 Hfoi helgina Frá flugmódelkeppni 1996 en á morgun veröa flugvélar af öllum stæröum og geröum á Hamranesflugvelli. frá Krýsuvlkurvegi. Þegar farið er frá Reykjavik er ekið eftir Reykja- nesbraut uns komið er að íþrótta- svæði Hauka sem er á vinstri hönd. Þar þarf að aka út af veginum hægra megin og síðan undir Reykja- nesbraut og fram hjá Haukavelli til að komast á Krýsuvíkurveg. Eftir honum er síðan ekið um kílómetra þar til komið er að vegi sem liggur að Hamranesflugvelli. Leiðin mun verða vandlega merkt. Freyvangsleikhúsiö mætir i Þjóö- leikhúsiö á sunnudaginn og býöur höfuðborgarbúa velkomna i Villta vestrið. Þjóðleikhúsið: Ahuga- leiksýning ársins Hamranesflugvöllur: Afmælis- flugsýning Kringlan: Gunnella í nýju rými Á morgun opnar Gunnella, Guð- rún Elín Ólafsdóttir, sýningu á olíu- myndum i hinu nýja sýningarrými Kringlunnar og Gallerí Foldar á annarri hæð Kringlunnar, gegnt Hagkaupi. Gunnella er fædd árið 1956. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1974-1976 og aftur 1983-1986. Hún hefur haldið nokkrcir einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Gunnella var bæj- arlistamaður Garðabæjar á síðasta ári. Sýningin er opin á sama tíma og Kringlan og stendur til 22. júní. í tilefni 10 ára afmælis Hamranes- flugvallar efnir flugmódelfélagið Þytur til glæsilegrar flugsýningar á morgun ef veður leyfir. Flugsýning- in mun hefjast kl. 13.30 með listflugi véla i fullri stærð. Síðan verður fjar- stýrðum flugvélum af öllum gerðum og stærðum flogið til kl. 16 en sýn- ingunni lýkur svo með listflugi véla í fullri stærð. Eftir það verður dag- skrá óformleg fram eftir degi. Hamranesflugvöllur er skammt fyrir sunnan Hafnarfjörð, spölkorn Gunnella viö eitt verka sinna. Hin serstæða hollenska íþrótt, kappskriö á tréklossum, verður kynnt Islend- ingum um helgina. Dubliners: Kappskrio á Um helgina verður haldin „Grolsch-hátíð“ á veitingastaðnum Dubliners með margs konar uppá- komum. Þar verða á ferðinni alls kyns leikir þar sem gestir geta unn- ið sér inn veglega vinninga. Aðal- númerið verður þó fyrsta íslands- mótið í kappskriði á tréklossum sem er sérstakt hollenskt fyrir- brigði. Keppnin verður haldin fyrir utan tréklossum Dubliners og fer hún þannig fram að tveir keppendur keppa sín á milli um það hvor sé fljótari að skríða eft- ir 15 metra löngum plönkum fram og til baka. Á öðrum endanum þarf að klára einn Grolsch-bjór áður en haldið er til baka. Plankamir eru mjóir þannig að hætta er á að falla af þeim, auk þess sem keppendur verða með tréklossa á fótum sem þeir mega ekki missa af sér. Á sunnudaginn verður sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins leikritið Velkomin í Villta vestrið í upp- færslu Freyvangsleikhússins. Sýn- ingin er í tilefni þess að stykkið var valið áhugaleiksýning ársins fyrir stuttu. Þetta er fimmta árið í röð sem besta áhugaleiksýningin er sýnd i Þjóðleikhúsinu. Velkomin í Villta vestrið er sér- staklega skrifað fyrir Freyvangs- leikhúsið en höfundur þess er Ingi- björg Hjartardóttir. Leikritið fjallar um atburði í heimahéraði, átök kúa- bænda og hestamanna. Freyvangs- leikhúsið hefur áður komist á svið Þjóðleikhússins er sýning þess á Kvennaskólaævintýrinu varð fyrir valinu leikárið 1994-1995. Helga E. Jónsdóttir stjómaði þeirri sýningu og gerir það ekki endasleppt því hún stýrir hópnum einnig tii sigurs i ár. í umsögn sinni um sýninguna segir dómnefnd m.a.: „Leikaramir, sem em tuttugu talsins, ná margir hverjir að skapa óvenjulegar og minnisstæðar persónur og hópur- inn vinnur vel saman sem heild á sviðinu. Leikstjórn sýningarinnar er vönduð og ólíkir þættir tvinnast vel saman. Leikmyndin er einfold en falleg og nýtt á hugvitsamlegan hátt. Þá falla búningar vel inn í heildarmyndina. Velkomin í Villta vestrið er skemmtileg og vel unnin sýning sem ber vott um mikinn metnað þeirra sem að henni standa." immsm Áskriftarsíminn er 515 6100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.