Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Blaðsíða 12
Iyndbönd FÖSTUDAGUR 5. JUNI 1998 MYNDBANDA # i fl' || ft Lv Perlur og svín: Lísubakarí ★★'i Helsti draumur Lísu er að komast á fjarlæga sólar- strönd en þar sem fjölskyldan berst í bökkum verður bið á að draumurinn rætist. Þau eru að reyna að koma sér upp þaki yfir höfuðið og Finnbogi, maðurinn hennar, er með mörg jám í eldinum. Þau láta plata sig til að kaupa bakarí en sambland heppni og klókinda færir þeim mikil og góð við- skipti sem aftur ergir eiganda stórrar brauðgerðar sem er að missa við- skiptavini til þeirra. Finnbogi reynir að drýgja tekjumar með sölu kyn- lífstóla og sonur þeirra stundar vafasöm viðskipti með Lödur og vodka við rússneska sjómenn. Allt endar síðan í miklu uppgjöri þar sem allir skilja að lokum sáttir við sitt (nema auðvitað vondi brauðgerðareigandinn). Ósk- ar Jónasson sýnir hér svipaða takta og í Sódóma Reykjavík, sem verður þó að teljast sú betri af þessum tveimur. Perlur og svín er þó ágæt skemmt- un og í betri kantinum af íslenskum myndum. Óskar býr til margar skemmtilegar aðstæður í handritinu og skrifar skemmtilegar persónur. Ólafía Hrönn er engli líkust í ljúfmennsku sinni, María Guðmundsdótth- er sannfærandi fyllibytta og hrokagikkur og Ingvar Sigurðsson er alveg stórfenglegur Rússi. Aðrir leikarar standa sig flestir vel. Þreytandi og leið- inleg tónlist dregur myndina nokkuð niður. Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Óskar Jónasson. Aðalhlutverk: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Jóhann Sigurðarson og Edda Björgvinsdóttir. ís- lensk, 1997. Lengd: 90 mín. Öllum leyfð. -PJ Sólbruni: Fortíðardraugur ★★★ Maroussi er gift stríðshetjunni Sergei Kotov og þau 3 eiga saman unga dóttur. Hún er hamingjusöm þrátt fyrir að Sergei sé þó nokkuð eldri en hún, enda er hann mikils metinn í sveitinni. Allt í einu kemur Dimitri, gamall elskhugi Maroussi, í heimsókn. Hann hefur ekki sést né til hans spurst I tíu ár, eða síðan hann yfirgaf hana jafhskyndilega og hann nú kemur aftur. Það er ekki laust við að Maroussi beri tilfinn- ingar til hans enn þá, ekki síst eftir að hann gefur í skyn að það hafi verið stríðshetjan Sergei Kotov sem stuggaði homnn burt fyrir tíu árum, en þar reynist meira búa að baki en hann lætur uppi. Það skemmtilegasta við þessa mynd er hversu djúpar persónur Sergei og Dimitri eru og hvernig áhorf- andinn fær að kynnast þeim smátt og smátt. Þær verða loks fullmótaðar í blálokin. Það eru Oleg Menshikov og leikstjórinn Nikita Mikhalkov sem leika þessa fjendur og ná að skapa sterkar persónur. Persónusköpun er annars misjöfn og sumar persónurnar eru aðeins yfirborðskenndar skrípafigúrur. Dramað byggist nokkuð hægt upp en verður mjög grípandi í lokin og síðasti hluti myndarinnar er mjög eftirminnilegur. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Nikita Mikhalkov. Aðalhlutverk: Oleg Mens- hikov og Nikita Mikhalkov. Rússnesk, 1994. Lengd: 130 mín. Öllum leyfð. -PJ Waiting for Guffman: Að slá í gegn *★* Leiklistarkennarinn Corky St. Blair er lifandi þjóð- sögn í smábænum Blaine í Missouri, enda hefur hann að baki reynslu úr leikhúslífi New York. Hann tekur að sér að setja upp söngleik í tilefni 150 ára afmælis bæjarins og velur hæfileikaríkustu einstaklingana úr fremur litl- um hópi bæjarbúa með leiklistardrauma í maganum. Leikaramir kunna reyndar fremur lítið fyrir sér í dansi, söng og leiklist, en það er sosum ekki verið að gera mikl- ar kröíúr. En þegar fréttist að von sé á Gufíman, fulltrúa frá virtu leikhúsi í höfuðborginni, kvikna með leikstjór- anum og leikurum hans draumar um frægð og frama og skal aldeilis taka á til að gera sýninguna sem glæsileg- asta. Stór hluti myndarinnar er gerður eins og heimildarmynd, þar sem per- sónumar era teknar tali og lýsa atvikum eins og þau koma þeim fyrir sjónir. Þessi stíll er svolítið hæggengur en þjónar því hlutverki að undirstrika það að persónumar era venjulegt smábæjarfólk og hægt væri að finna þeirra líka hvar sem er. Leikaramir standa sig vel og skapa ljóslifandi og skemmtilegar persónur. Þetta er gæluverkefni Christopher Guest sem leikstýrir og leikur aðalhlutverkið. Hugmyndin er ágæt og margt fyndið i myndinni en tilrauna- starfsemin gerir atburðarásina stundum svolítið stirða. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri og aöalhlutverk: Christopher Guest. Bandarísk, 1997. Lengd: 90 mín. Öllum leyfö. -PJ 4§l fir s Alien Resurrection: Upprisa Ripley ★★★ Ripley var drepin í þriðju myndinni en lætur ekki þannig smáatriði þvælast fýrir sér og mætir til leiks í númer fjögur. Nú er hún klónuð úr genasulli hennar og skrímslisins og við fáum e.k. Súper-Ripley, með svolítið af styrk, skilningarvitum og hegðunarmynstrum óffeskj- unnar. Þessi nýja Ripley er skemmtilega svöl en þvi mið- ur gerist hún mannlegri eftir því sem líður á myndina. Það er franski leik- stjórinn Jeunet sem fær það hlutverk að endurlífga Ripley og Alien-seríuna og ferst það vel úr hendi. Hann hefur mjög sérstakan myndrænan stíl sem nýtist honum vel í gerð myndar sem þessarar. í mynd sem er númer fjögur í bálki er nauðsynlegt að taka sig mátulega alvarlega og Jeunet reynir sem bet- ur fer ekki að búa til eitthvert meistaraverk. Hann gerir einfaldlega flotta af- þreyingarmynd með skemmtilegum persónum og velur góða leikara í hlut- verkin. Ripley hefúr ekki verið betri síðan í fyrstu Alien-myndinni en sakleys- isleg Winona Ryder passar ffernur illa í hópinn. Aukaleikaramir era hver öðrum betri og of langt mál að telja þá alla upp. Myndin þynnist allnokkuð út í lokin en er engu að síöur næstbesta myndin í seríunni, á eftir þeirri fyrstu. Útgefandl: Skifan. Leikstjóri: Jean-Pierre Jeunet. Aðalhlutverk: Sigourney Weaver og Winona Ryder. Bandarísk, 1997. Lengd: 108 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Myndbandalisti vikunnar 1 n«f* • © • C 7/^W^ )* © « 1 —- 26 -01. júní SÆTI j FYRRI i VIKA j VIKUR i Á LISTA j TITILL j “7 ÚTGEF. j j TEG. 1 J 3 i 3 J ) 2 J 2 i Game, The Háskélabíó j Spenna 2 2 j In&Out i ' .■■ " :■,;' ■ i). i SamMyndbönd j I Gaman 3 ' i i 1 3 i L.A. Confidential WamerMyndir j Spenna 4 J J Ný j 1 ■» j j Alien: Resurection 1 Skrfan > J Spenna 5 i 4 3 i That Old Feeling J CIC Myndbönd j Gaman 6 J j Ný 1 i j Playing God J Myndform Spenna 7 J i 5 7 J Peacemaker, The CIC Myndbönd J Spenna 8 : * 1 i PerlurogSvín i SamMyndbönd j j Gaman 9 i 6 3 i Spice World: The Movie j Skrfan j Gaman 10 J ‘ 7 J J ^ 8 j j Face/Off i SamMyndbönd J j Spenna 11 1 8 i 8 5 i Event Horizon CIC Myndbönd j Spenna 12 J i w j 2 i j HomeAlone3 1 Skrfan j Gaman 13 i 19 2 i She's So Lovely j J Skrfan j Spenna 14 J i n j 7 i j G.I. Jane i Myudfoim j Spenna 15 J i 9 5 i Life Less Ordinaty Skrfan 1 Gaman 16 i 10 j 8 i 1 j 4y Best Friend's Wedding i j Skrfan 1 '&z.' ■ ... ‘■•■-'7. J Gaman 17 i 12 4 J * j Chasing Amy Skrfan j Gaman 18 J | 16 j 8 > j j Shooting Fish i Stjömubíó J i Gaman 19 ! 17 6 i Excess Baggage Skrfan j Gaman 20 J ! 20 j . ii ! J AirForceOne j SamMyndbönd j Spenna Sakamalamynd tekur við af sakamálamynd á toppi mynd- bandalistans. Þær hafa sætaskipti L.A. Confidential og The Game. Leikstjóri The Game er David Fincher, sem leik- stýrði einhverri bestu spennumynd síöari ára, Seven. Þótt the Game þyki síöri kvikmynd þá má ætla að ailir sem höfðu gaman af Seven hafi einnig gaman af The Game því höfundareinkenni David Finchers leyna sér ekki. Þrjár nýj- ar myndir eru á iistanum, fjórða Alien-myndin, Alien: Resurrection, fer beint í fjórða sætið og á myndinni er Sigourney Weaver sem hefur leikið í þeim öllum. í sjötta sæti er Þlaying God en það er fyrsta kvikmyndin sem Dav- id Duchnovy (X-Files) leikur aðalhlutverkið í og í áttunda sæti er íslenska kvikmyndin Perlur og svín, skemmtileg gamanmynd þar sem leikgleðin leynir sér ekki. -HK The Game In 8 Out L.A. Confid- Alien: Resur- That Old Michael Douglas og Sean Penn. Kevin Kline og Joan Cusack. entiai rection Feeling Nicholas Van Orton á 48 ára afmæli. Frá bróður sínum sem hann hefur ekki séð lengi fær hann gjafa- bréf frá CRS-fyrirtæk- inu sem sérhæfir sig í að krydda tilveru manna með óvæntum uppákomum. Van Orton þiggur gjafabréf- ið en honum finnst hugmyndin það fárán- leg að hann leiöir ekki hugann að henni fyrst um sinn. Smám saman er forvitni hans þó vakin og það endar með því að hann fer i höfuðstöðvar fyrirtæk- isins til að innheimta gjöfma. Þar meö tekur lif hans kollsteypu. Lífið í smábænum Greenleaf í Indiana gengur sinn vanagang fyrir utan dálitla spennu sem er í loftinu vegna óskarsverð- launafhendingarinnar en einn af sonum bæjar- ins er tilnefhdur sem besti leikari. Þegar sá hlýtur verðlaunin þakk- ar hann öllum sem hafa stutt hann, meðal ann- ars gömlum kennara sínum, Howard Beckett, sem hann segir að sé hommi. Howard, sem eins og aðrir bæjarbúar hefúr fylgst með útsend- ingunni, verður felmtri sleginn, enda hefur hann aldrei verið við karlmann kenndur. Hann reynir hvaö hann getur til aö koma í veg fyrir þennan misskiln- ing sem veldur miklu írafári í heimabæ hans. Kevin Spacey og Russell Crowe. Hrottalegt morð er framiö imii á litlum veitingastaö og í ljós kemur að einn hinna myrtu er lögreglumað- ur. Hvað hann var að gera þama er félaga hans í lögreglunni, Bud White, hulin ráðgáta enda bendir allt til þess að hann hafi verið flæktur í eitthvert glæpsamlegt athæfi. Bud ákveður þvi að hefja rannsókn á mál- inu upp á eigin spýtur og kemst fljótlega að því að þar með er hann búinn að stinga sér út i lífshættulegt hyldýpi svika og morða þar sem enginn er óhultur. Sigourney Wea- ver og Winona Ryder Alien: Ressurrect- ion er fjórða kvik- myndin i einhverri vinsælustu framhalds- seríu kvikmyndanna. Flestir héldu að búið væri að ganga frá serí- unni í mynd númer þrjú þegar Ripley var látin drepast, en allt er hægt i framtíðinni og nú hefur hún verið klónuð af hópi vísinda- manna og hermanna sem eru að fást við gamlan draum. Þéir vilja koma sér upp her af óvættum og Ripley er mikilvægur þáttur í þeirri vinnu. I þessari mynd er Ripley ná- tengd geimverunum og mun skuggalegri persóna en áður. Bette Midler og Dennis Farina. Lily og Dan hafa ver- ið hamingjusamlega skilin í flórtán ár og eiga aðeins einn hlut sameig- inlegan, dóttur, sem nú er að fara að gifta sig. Þar sem þau hafa aldrei þolað hvort annað þá munar engu að brúð- kaupsveislan fari út um þúfur þegar þau hittast þar. í miðju klúðrinu gerist nokkuð óvænt. Ævafom ástameisti sem allir héldu að væri löngu kuinaður, ekki síst Lily og Dan, blossar skyndilega og verður að miklu ástarbáli. Eins og við er að búast breytast allar aðstæður og skyndi- lega era ástarfuglamir komir á flótta undan æst- um blaðaljósmyndara sem ásamt stressaðri dótturinni reynir að hafa uppi á þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.