Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1998, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1998, Side 3
17 FÖSTUDÁGUR 26. JÚNÍ 1998 * * Pedro A modovar mmm Kvikt hold Háskólabíó frumsýnir í dag nýj- ustu kvikmynd spánska leikstjórans Pedro Almodóvars, Kvikt hold (Car- ne Tremula). Hefur þessi mynd hans fengið víðast hvar góðar vitök- ur. Fjallar hún um Victir Plaza, sem ólst upp við ógnarstjórn Francos. Eina heppni hans í lífinu er að hann fær frítt í strætó alla ævi þar sem hann fæddist í strætisvagni. Að- stæður haga því svo að hann telur að örlögin hafi leitt hann og Elenu, dóttur diplómats saman, og ákveður því að heimsækja hana eftir að hafa átt með henni sína fyrstu kynlífs- reynslu. Þegar hann kemur heim tii hennar heldur Elena fyrst að hann sé eiturlyfjasali sem hún er að bíða eftir og heimsókn hans gerir líðan hennar aðeins verri. Til sögunnar koma tveir lögreglumenn, sem eins og Victor og Elena hafa ekki átt góð- an dag. Þegar fundum þessara fjög- urra aðalpersóna sögunnar ber sam- an á það eftir að hafa alvarlegar af- leiðingar. Pedro Almodóvar er af flestum talinn einn merkasti kvikmynda- leikstjóri dagsins í dag. Hann þykir frumlegur og áræðinn og þótt allar myndir hans hafi ekki verið i náð- inni hjá gagnrýnendum þá hafa þær alltaf vakið athygli og forvitni. Pedro Almodóvar fæddist í bæn- um Calazda De Calatrava í La Mancha, 25. september 1951. Þegar hann var tiu ár flutti hann til mun stærri bæjar, Cáceres, þar sem hann fór í fyrsta sinn í bíó. Það kom fljótt i ljós að Almodóvar hafði ekki sama smekk á kvikmynd og skólafé- lagar hans og þegar hann fór að segja þeim hversu stórkostleg hon- um hafi fundist Meyjarlind- in eftri Ingmar Bergman héldu þeir hann vera orðinn snarrugl- aðann. Þegar Almodóvar var sextán ára flutti hann af sjálfsdáðum til Madrid. Upprunalega var það ætlun hans að fara í háskólanám, sem aldrei varð af. Þegar hann svo fór að kanna hvort einhver kvikmynda- skóli væri starfandi kom í ljós að! Franco hafði lokað þeim og var það til þess að hann varð virkur í neð- anjarðarstafsemi gegn Franco og Kvikmyndir Pedro Almodóvars í fullri lengd: Pepi, Luci, Bon y otras chicas del montón, 1980 Laberinto de Pasiones, 1982 Entre Tinieblas, 1983 Que he hecho yo para merecer esto?, 1984 Matador, 1985 La Ley del Deseo, 1986 Mujeres al bor- de de un ataque de nervios, 1987 Atame, 1989 Tacones Lejanos, 1991 Acción Mutante, 1992 Kika, 1993 La flor de mi secreto, 1995 Carne Tremuia, 1997 Eftir langa og erfiðan meðgöngu sendi Almodóvar árið 1980 sína fýrstu leiknu kvik- jj mynd í fullri lengd og 9 hefur hann síðan ein- \| göngu starfað við kvik- myndagerð og gert allar sín- ar kvikmyndir á Spáni. -HK unda aratugnum Francesca Neri leikur örlagavaldinn Elenu. a 8 millnnetra tökuvél sina. if Liberto Rabal leikur hinn ógæfusama Victor Plaza lenti oft í því að vera barinn af lög- reglmmi þegar ógnarstjóm Francos var mótmælt. Áhugi Almodóvars á kvikmynd- um dofnaði aldrei og notaði hann þau átta ár sem hann vann hjá Landsíma Spánar, til að kynna sér leyndardóma kvikmyndavélarinnar og gerði nokkrar kvikmyndir á átt- Háskólabíó - Holdlegt líf Myndir spænska leikstjórans Pedro Almodóvar hafa getið sér frægð fyrir óvenjulega erótík og Antonio Banderas. Live Flesh hefur bæði skemmtilega erótík og nýjan Antonio Band- eras (Liberto Rabal) sem er strax byrjaður að sverja af sér Hollywood. Plottið er lauslega byggt á sögu Ruth Rendell og segir frá einmana strák, Victor, sem verður óvart ástfanginn af stúlku, Elenu (Francesca Neri), sem hann á stutta fundi við inni á klósetti. Þegar hann heimsækir hana bregst hún hin versta við, enda að bíða eftir eiturlyfjasala, og dregur upp byssu. Lögreglu er tilkynnt um skot. Hún kemur á staðinn, Victor „pani- kerar“ og annar lögreglumannanna verður fyrir skoti. Eftir sex ára fang- elsisvist er Victor enn upptekinn af þessari stúlku en hún hefur losað sig úr eiturlyfjum og er hamingjusamlega gift skotna lögreglumanninum, David (Javier Bardem), sem er nú i hjólastól. Victor leggur á ráðin um hefnd og heldur við eiginkonu hins lögreglumannsins og flækjast nú mál- in mjög. Þrátt fyrir sætan strák og skemmtilega takta er eitthvað sem ekki gengur fullkomlega upp við þessa nýju mynd meistarans. Plottflækjum- ar eru óþarflega fyrirsjáanlegar og einhvem veginn næst aldrei alveg upp þessi spenna sem þráhyggja Victors og Davids krefst, auk þess sem Francesca Neri náði varla að vera nógu heillandi (minnti of mikið á Júl- íu Roberts). Sem betur fer er handritið býsna gott og heilmikið um skemmtilegar smáuppákomur sem bjarga: Fundur Victors og Clöm, konu hins lögreglumannsins, í kirkjugarðinum var frábærlega útfærður, svo og samband þeirra. Samband Clöru og eiginmanns hennar var líka KVIKMYUJA vel gert, þrátt fyrir að dramað undir lokin væri nokkuð yfirkeyrt (meira að segja miðað við spænska mynd!). Victor sjálfur var líka mjög skemmti- lega útfærður og vel leikinn af Rabal - þó að persóna hans minnti kannski óþarflega á persónu Banderas í Bittu mig, elskaðu mig - og 1 heildina litið verður að segja að þrátt fyrir alla galla séu myndir Almodóvars alltaf þess virði að sjá. Leikstjóri: Pedro Almodóvar. Aðalhlutverk: Javier Bardem, Francesca Neri, Liberto Rabal. Úlfhildur Dagsdóttir 564 35 35 Gnoðavogi T-I - Nýbvlavegi 1T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.