Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1998, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1998, Síða 7
FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 Djasshátíð í Valaskjálf Árni Isleifs lætur ekki deigan síga því að hann stendur nú fyrir elleftu djasshátíðinni á Egilsstöð- um. Hún hófst i gær, 25. júní, og mun ljúka á morgun, 27. júni. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni er kvartett víbrafónleik- arans Árna Schevings ásamt Þóru Grétu Þórisdóttur djasssöng- konu,Tríó Ólafs Stephensens og Amis-kisulórurnar. Muff Worden, Aðalheiður Borgþórsdóttir og Mar- grét Lára (Lady M.) munu syngja saman i djasstríói. Djasssmiðja Austurlands býður upp á ungliða- latínband og dixie- og swingband en í lokin verður jam session þar sem djassgeggjarar frá Austfjörðum, Ak- ureyri, Húsavík og Reykjavík munu leiða saman hesta sína. -SB ná sjá þær fimm listakonur sem ningunni í Gerðasafni. Listaskálinn í Hveragerði: íslensk grafík Á morgun, 27. júní, verður sum- arsýning félagsins íslensk grafik opnuð í Listaskálanum í Hvera- gerði. Sýning þessi er viðbót við hinar hefðbundnu samsýningar fé- lagsins sem haldnar eru fjórða hvert ár. Á sumarsýningunni sýna 12 fé- lagsmenn verk sín. Þau eru Aðal- heiður Skarphéðinsdóttir, Benedikt G. Kristþórsson, Dröfn Friðfmns- dóttir, Guðný Björk Guðjónsdóttir, Hjalti Einar Sigurbjörnsson, Jó- hanna Sveinsdóttir, Jónina Lára Einarsdóttir, Kristín Pálmadóttir, Sigrún Ögmundsdóttir, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, Valgerður Hauks- dóttir og Þorgerður Sigurðardóttir. Öll verkin eru ný og unnin í hina ólíku miðla grafíklistarinnar. Sýn- ingin verður opin daglega frá kl. 13-18 og mun standa til 12. júlí. Skúlaskeið í Viðey Á morgun verður árlegt fjölskylduhlaup í Viðey. A morgun, 27. júní, verður hið ár- lega fjölskylduhlaup í Viðey. Það er kennt við hinn mikla athafnamann Skúla Magnússon landfógeta og nefnt Skúlaskeið. Þetta er 3 km hlaup, skokk eða ganga fyrir alla fjölskylduna. Hlaup- ið hefst kl. 14, en bátsferðir verða á 20 mínútna fresti frá kl. 12. Þátttökugjald er kr. 500 fyrir fullorðna og kr. 300 fyrir böm. í gjaldinu er innifalið far- gjald, enn fremur grillaðar pylsur og kaldir drykkir að loknu hlaup- inu. Loks fá allir þátttakendur verðlaunapening með mynd af inn- sigli Skúla fógeta, sem hlaupið er kennt við. Þetta er ný gerð af pen- ingum. Hlaupið hefst norðan Við- eyjarstofu og því lýkur við grill- skálann Viðeyjarnaust. Ferðir í land aftur hefjast upp úr kl. 15. Öll skipulagning og umsjón Skúla- skeiös er í höndum Reykjavikur- maraþons. Hefðbundin gönguferð fellur nið- ur þennan dag, en ljósmyndasýn- ingin í Viðeyjarskóla er opin, eins hesta- og hjólaleigan og grillskál- inn siðdegis. Á sunnudag verður staðarskoðun kl. 14.15. Bátsferðir um helgar eru á klukkutíma fresti frá kl. 13-17 og á hálfa tímanum í land aftur. Þess utan eru kvöldferðir og hægt er að panta aukaferðir eftir þörfum. 5 H-00 FU.6. . C US :M % 5 M H Z’* zoemixi.5 m helgina ** ik SÝNINGAR Eden, Hveragerði. Birgir Schiöth heldur sýningu á 50 pastelmyndum og teikningum. Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld. Epal, Skeifunni 6. Anna María Sigur- jónsdóttir með ljósmyndasýningu til 30. júni. Opiö alla virka daga frá kl. 9-8 og ld. 10-14. Gallerí Gangur. ltobert Derriendt sýnir olíumálverk út júni. Gallerí Handverks & hönnunar við Amtmannsstíg. Sigrún Lára Shanko er með fyrstu einkasýningu sína á hand- máluðum silkislæðum. Opið þd.-föd. 11-17 og ld. 12-16. Sýningunni lýkur ld. 27. júní. Gallerí Hornið, Hafnarstræti 15. Páll Heimir Pálsson og Ólöf Sigríö- ur Davíösdóttir með samsýningu. Sýningin veröur opin alla daga kl. 11-23.30, sérinngangur þó aðeins kl. 14-18, og stendur til 8. júli. GaHerí Ingólfsstræti 8. Ný verk eftir Sigurð Guömundsson. Sýningin stend- ur til 26. júlí. Galleri Listakot, Laugavegi 70. Maria Valsdóttir sýnir textilskúlpt- úra frá 13. til 28. júní. Gallerí Lundur, Varmahlíö. Sigurrós Stefánsdóttir er meö sýningu á olíu- málverkum og vatnslitamyndum. Sýn- ingin stendur til fód. 3. júlí og er opin alla daga frá 10-18. Gallerí Pizza, Hvolsvelli. Hafþór Bjarnason sýnir vatnslitamyndir. Sýningin stendur til 20. júlí. Gallerí Stöölakot. Guðmundur W. VU- hjálmsson meö sýningu á vatnslita- myndum tU 28. júní. Opið frá kl. 14-18 aUa daga. Gerðarsafn, Kópavogi. Sumarsýn- ing Gerðarsafns. Á henni sýna fimm Ustakonur. Opið alla daga nema sd. frá 12-18 og stendur til 19. júli. Hafnarborg. Sýning eftir ýmsa lista- menn í tUefni af 90 ára afmæli Hafnar- fjarðar og 15 ára afmæli Hafnarborgar, tU 4. ágúst. Hafnarhúsið. Sýningin „Konur'* eft- ir Erró. Opið kl. 10-18 aUa daga til 23. ágúst. HaUgrímskirkja, Reykjavík. Eiríkur Smith sýnir málverk. Jómfrúin, Lækjargötu S.Organon, ljósmyndasýning Ingu Sólveigar, stendur út júní. Opið kl. 11-22. Kjarvalsstaöir. Sýning á úrvali verka úr eigu Listasafns Reykjavikur. Sýn- ingin stendur tU 30. ágúst og er opin frá kl. 10-18 alla daga. Leiðsögn um sýninguna alla sd. kl. 16. Linsan, Aðalstræti 9. „í viUubirtu hugmyndanna" er yfirskrift kynn- ingar i Linsunni á málverkum Óla G. Jóhannssonar. Listahátíð í Reykjavík. Útisýning á vegum Listahátíðar í Reykjavík sem Myndhöggvarafélagiö í Reykjavik stendur fyrir. Sýningin er 6 km löng og nær frá Sörlaskjóli í vestri og inn í Fossvogsbotn..Stendur tU 7. október. Listasaih ASÍ við Freyjugötu. í Ar- instofu: Portrettmyndir af skáld- um. I Ásmundarsal: Mannamyndir eftir Ágúst Petersen til 5. júli. Opið alla daga.nema mán. kl. 14-18. Listasafn Islands, Frikirkjuvegi 7. Sýn- ing á verkum eftir Max Ernst stendur tU 28. júní. Opið frá kl. 11-17 alla daga nema mád. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, Rvík. Sýning á þrivíddarverkum úr málmi eftir Om Þorsteinsson til 1. júli. Opiö alla daga nema mán. kl. 14-17. Listasetrið, Kirkjuhvoli, Akranesi. Nú stendur yfir myndlistarsýning Bjama Þórs Bjamasonar. Sýningin er opin daglega frá kl. 15-18 og lýkur 5. júlí. Listaskálinn í Hveragerði. Bubbi (Guðbjörn Gunnarsson) högg- myndalistamaður er með sýningu í garði skálans. Sýningin stendur til 16. sept. Einnig er sumarsýning 12 listamanna sem sýna grafíkverk til 12. júlí. Listhúsiö í Laugardal, Engjateigi 17. Sjöfn Har. er með sýningu. Opið virka daga 12-18. Laugardaga 11-14. Loftkastalinn. Sýning á verkum eft- ir Arnór Bieltvedt Ustmálara. Norræna húsið. „Skjáir veruleikans'', sýning á verkum 10 evrópskra listmál- ara, stendur tU 28. júní. Opiö frá kl. 14-19 alla daga. Nýlistasafnið. Þrjár einkasýningar. Að þeim standa listamennirnir Ein- ar Falur Ingólfsson, Erla Þórarins- dóttir og Harpa Árnadóttir. Á sama tíma er bókverkasýning eftir sviss- neska listamanninn Dieter Roth. Opið frá kl. 14-18 alla daga nema mád. og lýkur 28. júní. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaða- stræti 74. Sumarsýning á verkum Ás- gríms. Opið aUa daga nema mánud. kl. 13.30-16. Stofnun Áma Magnússonar Hand- ritasýningin „Þorlákstiðir" til 31. ágúst. Opið aUa daga kl. 13-17. Stöðlakot viö Bókhlöðustíg. Guðmund- ur Vilhjálmsson. Síðasta sýningar- heigi. Akógessalurinn í Vestmannaeyjum. Ríkey Ingimundardóttir heldur sýningu á verkum sfnutn. Café Riis, Hafnarbraut 39, Hólmavík. Kári Sigurðsson myndlistamaður er með sýningu sem ber yfirskriftina „Á ströndum’'. Gallerí Sölva Helgasonar að Lón- koti í Skagafirði. Ragnar Lár er með myndjistarsýningu. Listasafn Árnesinga á Selfossi. Inga Margrét Róbertsdóttir sjúkraþjálfari heldur sýningu á ljósmyndum, textum og textílum. Opið 14-17 aUa daga nema mád. til 28. júní. Ijósmyndakompan, Kaupvangs- stræti, Akureyri. Ljósmyndasýning eftir svissneska visinda- og Usta- manninn Andreas Zúst. Safnahús Borgarfjaröar. Daði Guð- björnsson sýnir frá 27. júní- 16. ágúst. Slunkaríki á Isafirði. 4 listamenn eru meö sýningu á verkum sinum. Sýningin ber yfirskriftina Vestur. Opið fid.-sud. frá kl. 16-18. Sýning- in stendur til 28. júni. Sögusetrið á Hvolsvelli. Sýningin „Á Njáluslóð'1.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.