Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1998, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1998, Síða 9
JLlV FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 HUÓMPLJÍTU wmm\ Ýmsir fiytjendur - Bítlabærinn Kefiavík ★★★ íslenskt rokk varð til í Keflavík. Þetta vita allir og landsmenn hafa oftsinnis verið minntir á þessa staðreynd. í tilefni af opnun popp- minjasafnsins í Grillinu í Keflavík hefur meistari Rúnar Júl. hjá Geimsteini gefið út tvöfaldan pakka með flestu af því allra vin- sælasta sem keflvískir tónlistar- menn hafa komið nálægt (á „aðal- hlið“) í bland við óþekktari lög (á „Grænáshlið"). Hljðmalögin eru flest, samtals fimm, af öllum breið- skífum sveitarinnar en sérstak- lega er spennandi að heyra áður óútgefnar upptökur af tveimur lögum sveitarinnar. Þau voru tekin upp í sal Ríkisútvarpsins 1964, fyrsta heimild- in um lagasmíðar Gunnars Þórðarsonar með texta eftir Karl Hermannsson. Hann var aðalsöngvari Hljóma á þessum tíma en það er auðvelt að heyra hvers vegna hann hætti eftir nokkra mánuði því hann hafði söngrödd sem minnir á rímnasöngl afskekkts sveitamanns. Þegar lögin voru tekin upp voru Hljómar nýkomnir í bítlið eftir að hafa verið á Shadows-línunni og þessi sýnishorn eru skemmtilegt innlit í þróunarmynstur sveitarinnar. Langflest lögin af þessum 40 hér eru frá sjöunda og áttunda áratugnum - gullöld Keflavíkurpoppsins - og er af nógu að taka. Margt er skemmtilegt, í síbreytilegum músíkstíl og hefur bara elst ágætlega. Frá dægurlögum sem voru allsráðandi á Gufunni með Ellý, Vilhjálmi og Önnu Vilhjálms er far- ið yflr í glimmerpopp Change, ferskt djammrokk Óðmanna, hippapopp Trú- brots og léttfönkið og kántrírokkið sem Geimsteins-útgáfan fór að dæla út í stríðum straumum á miðjum áttunda áratugnum. Yflrbítillinn Þorsteinn Eggertsson skrifar ágætan greinarstúf og ber Keflavík saman við Liverpool og bæklingurinn er ágætur þó hann hefði að ósekju getað verið stærri og viðameiri. í heildina litið fmn pakki, líklega skyldueign í Keflavík og vit- anlega heppilegur til að rifja upp íslenskt popp annars staðar á landinu lika. Gunnar Hjálmarsson Rod Stewart - When We Were the Young Boys ★★ Vinsælasta rokktónlist dagsins í dag virðist vera alveg eins og rokktónlistin fyrir tuttugu til þrjá- tiu árum, bara með öðrum hljómi og „nýtiskulegri" útsetningum. Þessa speki uppgötvar maður þeg- ar vinsælustu rokklög síðustu ára eru sungin af hása rokkgosanum Rod Stewart. Hann er orðinn flmmtíu og þriggja ára og hefur frekar lítið nennt að sinna tónlist síðustu árin og kosið að mara á vindsæng í einkasundlaug sinni i Kalifomíu. Blómaskeið hans hófst líka fyrir nær þrjátíu árum þegar hann söng með The Jeff Beck Group og The Faces. Samhliða Faces gaf hann út sólóplötur og sló rækilega í gegn með laginu „Maggie May“ af plötunni „Every Picture Tells a Story" árið 1971. Hann drabbaðist niður músíklega á áttunda áratugnum, flutti í ríki- dæmið í Hollywood og varði tíma sínum í félagsskap með Britt Ekland og fleiri íturvöxnum ljóskum. Hann gældi við diskóið með „Do You Think I’m Sexy“ en sl. tuttugu ár hafa ekki gefið mikið af sér þó Rod hafi verið vin- sæll með nokkrum miðlungsdægurlagaplötum og ekki þurft að kvarta yfir fátækt. Á plötum hans hafa alitaf skipst á frumsamin lög og lög eftir aðra. Hér hnusar hann utan í brit-rokkið, tekur Oasis og Primal Scream-lög ágætlega („Cigarettes & Alcohol" og „Rocks“ hljóma enn líkari Roliing Stones í útsetningum Rods og hjálparkokka) en „Weak“ með Skunk An- ansie er heldur hörmulegt. Hér eru einnig lög eftir Graham Parker, Nick Lowe, Mike Scott og Ron Sexsmith; kántrí og taktvisst pöbbarokk sem sá gamli fer þokkalega með. Indie-smellurinn „Superstar" með samnefndri hljómsveit fer á elliheimili þegar Rod tekur hann og titillagið (samið af Rod) er slök rokklumma með ljúfsárum texta um horfna æsku. Ég vorkenni fólki undir þrítugu sem hefur gaman af þessari plötu en skailapoppurum þar fyrir ofan með rokkæðahnúta finnst örugglega mikið til koma um þessa „vönduðu" (les: ofurslípuðu og lífvana) rokkplötu. Rod: nú máttu fara á vindsængina aftur. Gunnar Hjálmarsson Big Punisher - Capital punishment ★★★ Big Punisher eða Big Pun er rappari af svipuðu tagi og Notori- us B.I.G. og Fat Boys en þeir urðu fyrstir til að fá þá hugmynd að vera feitir. Big Pun er í svipuðum þyngdarflokki ásamt öllum hinum nashymingunum á jörðinni. Big Pun er bófarapppari af lifi og sál og tilbiður lifnaðarhætti hverfls- ins í hvívetna þar sem hann er að- al O.G.-inn og kemst upp með alit og fær allt sem hann vill, þ.á.m. kvenfólk, en það skipar veigamik- inn sess í textum hans. Þær hug- leiðingar eru mikið til í 21ive crew- og Kool Keith-stíl og það þarf nú reynd- ar ekki að fara lengra en að líta á umslagið til að sjá líkindin. Svo þegar maður byrjar að hlusta líður ekki á löngu þar til maður fær að heyra Stóra Refsandann í fullu fjöri ásamt tveimur „tæfum“ sem byrja síðan að rífast um hvor þeirra fái að njóta refsingarinnar. En það er tónlistin sem skiptir máli og það er ekkert nema gott um hana að segja. Þar skiptist á R&B-rap þar sem Big Pun nýtur m.a. aðstoðar Miss Jones og Joe og svo klassískt bófarapp þar sem með Big Pun rappa nokkr- ir fremstu rapparar heimsins í dag svo sem Noriega, Black Thougt (The Roots), Prodigy (Mobb deep) og Bebel ins (Wu-tang). Einnig koma við sögu Wycliff úr Fugees og Busta rhymes. Ekkert smá „crew“ sem hjálpar til, og þar af leiðandi góður diskur sem ætti að fá áttaþúsund stjömur fyrir (ó)smekklegt umslag en eitthvað aðeins minna i heildina. Guðmundur HaUdór Guðmundsson tónlist 23 Run-D.M.C; fyrstu stórstjörnur rappsins. r u i Nl - frumherjarnir endurnýjaðir ) M C Það færist í vöxt að endurhljóð- blandaðar útgáfur af gömlum lög- um njóti gríðarlegra vinsælda og komi listamönnum á kortið á ný. Gott dæmi er gerð Jasons Nevins af lagi Run-D.M.C., „It’s Like That“, sem fyrst kom út á smá- skífu 1983. Jason mixaði einnig „It’s Tricky" frá 1987. Nýju mixin seldust nýlega í 3 milljónum ein- taka og meðlimir Run-D.M.C., sem höfðu átt irndir högg að sækja í áratug, geta brosað á ný yfir feit- um bankainnstæðum. Plötufyrir- tækið tók auðvitað tíðindunum fagnandi og flýtti sér að gefa nýju mixin út ásamt átján gömlum lög- um á „Greatest hits“-plötu. Run- D.M.C. eru brautryðjendur í rapp- inu og fyrstu stórstjörnur þess. Allir koma þeir úr miðstéttarfjöl- skyldum í Queens, New York. Jos- eph Simmons er bróðir Russells Simmons sem stofnaði útgáfufyrir- tækið Def Jam með mógúlnum Rick Rubin. Russell hvatti bróður sinn til að stofna rappsveit og Jos- eph hóaði í vin sinn Darryl McD- aniel. Joseph tók upp nafnið Run, Darryl kallaði sig D.M.C. og Run- D.M.C. varð til. Skólafélaginn Jason Mitzell (eða Jam Master Jay) bættist í hópinn sem plötu- snúður og rispari. Hipp-hopp þre- menninganna var frábrugðið öðru frumrappi. Takturinn var einfald- ur en harður trommuheilataktur og þeir fóru frá byrjun að blanda þungarokkslegum gítarriffum í tónlistina. Rapp félaganna var kraftmikið; Run og D.M.C. skipt- ust á og kláruðu línur hvor ann- ars. „It’s Like That“ var fyrsta smáskífan og vakti athygli og þrjár aðrar fylgdu í kjölfarið áður en fyrsta breiðskífan kom út árið ’84 en hún hét einfaldlega „Run- D.M.C.“ Við útgáfu á annarri plöt- unni, „King of Rock“ 1985, var sveitin orðin vinsælasta og áhrifa- mesta rappbandið í Ameríku og eftirhermur spruttu upp. Eins og plötuheitið „King of Rock“ gefur til kynna vildi hljómsveitin brjóta niður múrinn á miili rapps og rokks. Það gekk fullkomlega upp 1986 þegar Aerosmith-smellurinn „Walk This Way“ var endurtekinn með hörðum takti og rappi. Lagið höfðaði til allra, seldist grimmt og var fyrsta hipp- hopplagið sem komst inn á MTV. Það kom út á breiðskífunni „Raising Hell“ sem varð fyrsta rappplatan til að ná platínusölu. Run-D.M.C. höfðu gert rappið að almenningseign. Rappararnir frelsast Rapptríóið eyddi næsta ári til að taka upp plötuna „Tougher than Leather" og gera mynd með sama nafni sem gerði grín að negraspæjómyndum áttunda ára- tugarins. Sveitin hafði verið á há- tindi frægðarinnar þegar verkefn- ið hófst en þegar pakkinn var til- búinn hafði rappheimurinn breyst og harðnað. Nú vildu hipp-hoppar- ar frekar heyra hart pólitiskt rapp, Public Enemy og N.W.A., og „Tougher than Leather" kolféll. Tvö ár liðu þar til Run-D.M.C. kom aftur með nýja plötu, „Back From Hell“, og enn minnkuðu vinsæld- irnar. Ekki bætti úr skák að með- limirnir áttu í persónulegum krís- um; Run var kærður fyrir nauðg- un en stíf áfengisdrykkja D.M.C. var að gera út af við hann. Eftir að kærunni á Run var vísað frá og D.M.C. hafði sigrast á drykkju- vandamálinu þökkuðu þeir al- mættinu með því að frelsast til kristinnar trúar. Platan „Down with the King“ frá 1993 boðaði trúna og bandið var það virt að rappsnillingar eins og Public Enemy, EPMD, Naughty by Nat- ure og A Tribe Called Quest hjálp- uðu til við gerð hennar. Endurnýjuð athygli Hljómsveitin spilar enn á tón- leikum og endurmix Jasons vekja örugglega áhuga yngri kynslóðar- innar á rappi sveitarinnar af gamla skólanum. Mix Jasons eru eins einföld og hugsast getur, hann setti bara vélrænan „Stars on 45“ takt við lögin en það var nóg til að hertaka vinsælda- listana; „It’s like That“ var sjö vikur í efsta sæti breska vin- sældalistans nú í vor. Að sögn Jasons voru meðlimir Run-D.M.C. lítt hrifnir af mixunum þegar þeir heyrðu þau fyrst en skiptu um skoðun þegar þau gengu eins frá- bærlega og raun varð á. „Hefði Garth Brooks gert kántrí- mix af Run-D.M.C. og það selst í 3 millj- ónum eintaka hefðu þeir örugg- lega sagst fíla það líka,“ segir Jason gremjulega og segist hafa verið svikinn, hann fékk aðeins nokkur þúsund dollara fyrir mix- in. Gerð þeirra var hans hug- mynd frá upphafi en það eru Run- D.M.C. og plötufyrirtæki þeirra sem telja seðlana. Jason, sem var óþekktur fyrir ævintýrið, þarf þó ekki að örvænta því atvinnutil- boðin streyma inn og hann er æstur í að gera sem mest og græða sem mest á meðan hann er heitur. Hann verður það þó varla lengi því meðal verkefna sem hann hefur tekið að sér eru end- urmix fyrir ellismelli eins og Barry White, David Bowie og Elton John. -glh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.