Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1998, Page 12
26
(myndbönd
-A ; 5 * ★
4
MYNDBffHDA
Gattaca: ***
Undir járnhæl erfðafræðinnar
Gattaca gerist í framtíðarþjóðfélagi þar sem erfða-
vísindi eru orðin ráðandi þáttur í samfélaginu. Getnaður fer í flestum
tilfellum fram með gervifrjóvgun, þar sem allir helstu mögulegu erfða-
fræðilegu gallar eru útilokaðir. Vincent Freeman er getinn á venjulegan
hátt og telst því erfðafræðilegt úrhrak. Hann dreymir um að gerast
geimfari en uppruni hans og meðfæddur hjartagalli útiloka þann draum.
En það er hægt að finna leiðir framhjá öllu, m.a.s. jafn óskeikulum vís-
indum og erfðafræðinni. Vincent kemst að hjá geimferðafyrirtækinu
Gattaca á fölskum forsendum, en reglulegt eftirlit með blððprufum,
þvagsýnum og læknisskoðunum skapa stöðuga hættu á að upp um hann
komist. Þessi mynd gerði ekki miklar rósir í kvikmyndahúsunum og
ástæðan er einföld - hún er alveg laus við hasar og grín og er því utan-
veltu í nútíma afþreyingarmenningu. Hins vegar býður hún upp á margt
sem kröfuharðari áhorfendur kunna að meta, eins og góðan leik og per-
sónusköpun, athyglisverða sögu og góða spennu sem er byggð upp í
gegnum vitsmunalega sögu, fremur en ofbeldiskenndan bægslagang.
Þetta er ein af þessum afar sjaldgæfu greindarlegu framtíðarmyndum.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Andrew Niccol. Aðalhlutverk: Ethan Hawke
og Uma Thurman. Bandarísk, 1997. Lengd: 106 mín.
Bönnuð innan 12 ára. -PJ
George of the Jungle: ****
Hinn klaufalegi konungur frumskógarins
George á svipaða sögu og Tarzan apabróðir. Hann
týndist eftir flugslys í hjarta Afríku og var alinn upp
af góriilum, einna mest af sérstaklega siðmenntaðri
talandi górillu (John Cleese). Hann hefur þann hæfi-
leika að geta talað við dýrin í skóginum, hann er
feykisterkur og getur sveiflað sér milli trjáa af mik-
illi list, þótt hann endir reyndar sveiflurnar yfirleitt
með því að fletja andlitið á sér út á trjábol. Auð-
mannsdóttirinn Ursula villist inn í ríki hans og tek-
ur hann með sér heim í heimsókn til siðmenningar-
innar. Þetta er ein af þessum myndum sem tekur vel
þekktar klisjur upp á sína arma og leikur sér með þær þannig að þær
verða eins og nýjar. Sagan er tómt bull frá upphafi til enda, en full af
skemmtilegum uppákomum, og sprenghlægileg mestallan tímann. Þar
skipta mestu máli ótvíræðir hæfileikar Brendan Fraser í líkamlegum
gamaleik og hann fer létt með að vera þungamiðja myndarinnar og
helsta brandarasmiðja.
Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Sam Weisman. Aðalhlutverk:
Brendan Fraser. Bandarísk, 1997. Lengd: 88 mín. Öllum leyfð. -PJ
The Jackal:
Amerísk og rússnesk samvinna
Rússneskur mafíósi telur sig eiga eitthvað sökótt
við bandarísku alríkislögregluna og ræður færasta
leigumorðingja heimsins til að senda þeim skýr
skilaboð um afleiðingar þess að kássast upp á sig.
Þegar FBI og rússneska herlögreglan komast á snoð-
ir um þessar fyrirætlanir taka þau höndum saman
um að finna morðingjann og stöðva hann, en það
eina sem þau vita um hann er að hann gengur und-
ir nafhinu Sjakalinn. Eini maðurinn sem vitað er til
að hafi séð Sjakalann er írskur hryðjuverkamaður
og er honum því kippt tímabundið úr fangelsi til að
aðstoða við rannsóknina. Eins og í langflestum
hasarmyndum er söguþráðurinn heimskulegur og persónusköpun í
grynnsta lagi. Væmni og melódramatík er í aðeins meiri mæli en geng-
ur og gerist, og hasarinn er í rétt rúmu meðallagi. Ágætur leikhópur
nær síðan að lyfta myndinni upp á örlítið hærra plan. Sidney Poitier er
að vísu fremur myglaður og Richard Gere ekki mikið meira en fram-
bærilegur, þótt hann skarti ágætum hreim, en Bruce Willis er ofursval-
ur í hlutverki vonda kallsins og Diane Venora eiginlega ennþá svalari
sem rússneska ofurlöggan. Myndin gengur fyllilega upp sem afþreying-
arefni í skárri kantinum en gerir ekkert meira.
Útgefandi: CIC myndbönd. Leikstjóri: Michael Caton-Jones. Aðalhlutverk:
Bruce Willis og Richard Gere. Bandarísk, 1997. Lengd: 119 mín. Bönnuð
innan 16 ára. -PJ
Un átá á la Goulette:
í sátt og samlyndi ***
Myndin gerist sumarið 1967 í litla sjávarbænum
Goulette í Túnis, þar sem múslíminn Youssef, gyð-
ingurinn Jojo og kaþólikkinn Guiseppe eru perluvin-
ir. Sama má segja um dætur þeirra Mériem, Gigi og
Tinu, sem ákveða að missa meydóminn um sumarið.
Ákvörðun þeirra og athafnir vekja litla hrifningu hjá
feðrum þeirra, ekki síst vegna þess að til verksins
velja þær allar stráka úr öðram trúhópum. Nú reyn-
ir á hvort vinaböndin eru nógu sterk til að yfirvinna
fordóma og spennu á grundvelli trúarbragða þeirra.
Goulette er e.k. paradís þar sem ólíkir menningar-
heimar mætast i sátt og samlyndi, en atburðir úti í
heimi, svo sem spennan i Miðausturlöndum, ógna friðnum í paradís-
inni, og háttalag stelpnanna er sem olia á eld. Allir ná sáttum í lokin og
paradísin er óhult i bili. Samkvæmt texta i lok myndarinnar stóð það
stutt yfir og kristnir og gyðingar flúðu land skömmu síðar. Þar með
verður myndin nostalgísk minning um horfna paradís. Svolítið ýktur
leikur dregur myndina niður og sömuleiðis ruglingsleg atburðarás, en
myndin var rúmlega hálfnuð þegar ég var loksins farinn að átta mig á
því hverjir tilheyrðu hvaða fjölskyldu.
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Férid Boughedir. Aðalhlutverk: Of marg-
ir til að telja upp. Frönsk, 1997. Lengd: 100 mín. Öllum leyfð. -PJ
SÆTI j FYRRI VIKA ; VIKUR Á LISTA IjHHHH TITILL j j j. j ÚTGEF. J j j TEG.
i : 1 J 2 j Tomorrow Never Dies J J J Sam Myndbönd J Spenna
2 i j Ný ! i j The Jackal j j CIC Myndbönd j j Spenna
3 ! Ný ! i George Of The Jungle SamMyndbönd f Gaman
J 4 ! 2 ! 3 i j j 1 Know What You Did Last Summer j j j Skrfan J j Spenna
5 ! 3 i 5 The Game Háskólabíó j Drama
J 6 i nwn 4 J 5 i In & Out j j SamMyndbönd Gaman
j 7 J j 8 ! J 5 ! 6 j L.A. Confidential j j Alien Resurrection j j J WamerMyndir J Spenna
6 j ! 4 j Skífan J j Spenna
9 ! Ný j i i Gattaca Skífan 1 j Spenna
io ! j Ný i i One Night Stand j j j Myndform i j Drama
ii ! 7 1 4 j Perlur&Svín Sam Myndbönd J Gaman
12 | 9 j j 6 j j j That Old Feeling CIC Myndbönd Gaman
13 ! 10 i 2 ! 8 Heads In A Duffle Bag ! J Bergvík j Spenna
Ihhhi 14 ! ) 8 iggg/m ! 3 j j Plump Fiction J J BHMU Myndform ■ - • j Gaman
15 i 1 12 ! ío j The Peacemaker i,. w .... , t~ CICMyndbönd J .V,. .. „ Spenna
16 í ■ • • j 11 J J' 4 FnBHBHI > ) Playing God j j | ) - Myndform J Spenna
! 16 j n J My Best Friend's Wedding J Skffan J Gaman
j 18 J j 13 I s J ! Life Less Ordinary j j J Skífan J ''■■■'' ■ J Gaman
19 i 14 ! u ! Face/Off SamMyndbönd J Spenna
: J 20 ; Ný j j í D.N.A. • I Myndform J Spenna
9. -15. júní
James Bond situr sem fastast í efsta sæti myndbandalistans
þrátt fyrir harða atlögu The Jackal, þar sem innanborðs eru
stórstjörnurnar Bruce Willis og Richard Gere. Kemur hún beint
inn í annað sætið. í þriðja sæti er einnig ný mynd, gamanmynd-
in George of the Jungle, en hún var ein þeirra kvikmynda á síö-
asta ári sem kom á óvart hvað vinsældir varöar. Fleiri nýjar
myndir eru á listanum. I níunda sæti er framtíðartryllirinn
Gattaca, sem því miöur komst ekki á hvíta tjaldiö hér á landi, en
það er staðreynd að slíkar myndir njóta sín betur á breiðtjaldi.
Þá má einnig geta One Night Stand, nýjustu kvikmyndar Mike
Figgis, þess hins sama og gerði verðlaunamyndina Leaving
Las Vegas. -HK
Tomorrow
Never Dies
Pierce Brosnan og
Jonathan Price.
Styrjöld milli Bret-
lands og Kína vofir
yfir eftir aö kín-
verskar þotur sökkva
bresku herskipi undan
strönd Víetnams.
Þnunu lostnir fulltrú-
ar krúnunnar og hers-
ins spyrja sig hvernig í
ósköpunum herskip-
inu tókst að villast
svona rækilega af leið.
Og hvers vegna brugð-
ust Kínverjar svona
harkalega við? Lausn-
in á gátunni er falin í
bækistöðvum fjöl-
miðlakonungsins
Elliots Carvers og að-
eins einn maður er fær
um að leysa gátuna og
koma í veg fyrir stríð.
Hann heitir Bond,
James Bond.
The Jackal
Bruce Willis og Ric-
hard Gere.
Launmorðingi
(Bruce Willis) er ráð-
inn af rússneskum
glæpasamtökum til að
drepa háttsettan aðila
i bandaríska stjóm-
kerfinu. Alríkislög-
reglufulltrúinn Carter
Preston (Sidney Poiti-
er) og rússneska lög-
reglukonan Valentina
Koslova (Diane Ven-
ora) reyna i samein-
ingu að hafa upp á
launmorðingjanum og
stöðva hann en það
eina sem þau vita um
hann er að hann geng-
ur undir nafninu
„Sjakalinn". Þau neyð-
ast til að semja við
írskan hryðjuverka-
mann (Richard Gere)
sem situr í bandarísku
fangelsi og er eini
maðurinn sem vitað er
til að hafi séð Sjakal-
ann.
George of
the Jungle
Brendan Fraser.
í George of the
Jungle er mikið grín
gert að Tarsan-ímynd-
inni. Aðalpersónan er
George sem hefur alist
upp frá unga aldri i
skóginum meðal dýr-
anna. Þangað kom hann
þegar flugvél sem hann
var í ásamt foreldrum
sínum hrapaði. Hann
vingast við öll dýrin og
er þegar myndin hefst
orðinn konungur frum-
skógarins þar sem hann
eyðir deginum í að
sveifla sér úr einu tré i
annað. Dag einn verður
breyting á högum Ge-
orge þegar hann bjargar
af tilviljun ungri stúlku,
Ursulu, frá þvi að lenda
í ljónskjafti. Ursula er
hefðardama sem kemur
til skógarins i leit að
ævintýrum og frnnur
þau eins og nærri má
geta.
I Know what
You Did Last
Summer
Jennifer Love
Hewitt og Sarah
Michelle Gellar.
Helen, Barry, Julie
og Ray eru búin að
ljúka prófum og stefna
hvert í sína áttina
næsta vetur. Öll hafa
þau metnað til aö gera
stóra hluti í lífinu og
stefna hátt. Á þjóðhá-
tiðardaginn keyra þau
út á afskekkta strönd
og skemmta sér þar við
drykkju og hryllings-
sögur en á leiðinni
heim verða þau fyrir
því óhappi að keyra á
mann sem liggur hreyf-
ingarlaus eftir. Þau sjá
fyrir sér hneyksli og
jafhvel ákærur fyrir
manndráp af gáleysi og
ölvim við akstur. Þau
ákveöa því að losa sig
við líkið með því að
fleygja því í sjóinn.
The Game
Michael Douglas
og Sean Penn.
Nicholas Van Orton
á 48 ára afmæli. Frá
bróður sinum sem
hann hefur ekki séð
lengi fær hann gjafa-
bréf frá CRS- fyrirtæk-
inu sem sérhæfir sig i
að krydda tilveru
manna með óvæntum
uppákomum. Van
Orton þiggur gjafabréf-
ið en honum finnst
hugmyndin það fárán-
leg að hann leiðir ekki
hugann að henni fyrst
um sinn. Smám saman
er forvitni hans þó
vakin og það endar
með því að hann fer í
höfuðstöðvar fyrirtæk-
isins til að innheimta
gjöfina. Þar með tekur
llf hans kollsteypu.
r