Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1998, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998
7
I>V
Sigmundur Guðbjarnason, fyrrverandi háskólarektor:
Mótfallinn gagna-
gr u nnsfr u mvarpinu
- telur einkarétt leiða til stöðnunar
„Ég lít á þetta sem tvö vandamál.
Annars vegar er þetta spuming um
hvort setja eigi upp miðlægan gagna-
grunn en hins vegar spuming um
hvort veita eigi einkarétt á tilteknum
rannsóknarsviðum," segir Sigmundur
Guðbjamason, fyrrverandi háskóla-
rektor, um fyrirhugað frumvarp um
gagnagrunna.
Varðandi smiði gagnagrunnsins
sjálfs segist Sigmundur helst kjósa að
menn geti unnið með þá gagnagrunna
sem þegar em fyrir hendi og hafa
stuðlað að ágætum árangri. „Þar með
væm menn ekki að stofna til þess
ófriðar sem fylgir miðlægum gagna-
granni sem er umdeilt efni víða um
lönd. Þetta hefur til dæmis hvergi ver-
ið heimilað í nágrannalöndunum þótt
eftir þvi hafi verið
leitað. Ég tel bæði að
hið ágæta fyrirtæki,
íslensk erfðagreining,
þurfi ekki slíkan
grunn og að önnur
fyrirtæki á sama vett-
vangi hafi eðlilegan
aðgang að þeim
gagnalindum sem fyr-
ir eru.“
Fráleitt að veita
einkarétt
„Um einkaréttinn
hefur það komið fram
að menn hafa ekki
eingöngu sóst eftir
einkarétti á smíði
gagnagrunns heldur
einnig á rannsóknum á
hveraörverum, svo að
dæmi sé tekið. Mín
skoðun er að menn eigi
að samnýta þær auð-
lindir sem fyrir hendi
em í rannsóknum, á
hvaða sviði sem þær
era. Það er sjálfsagt að
menn fái einkaleyfi á
því sem menn hafa
sjálfn skapað, hvort
sem það er tæki, þekk-
ing eða aðferð. Þær
gagnalindir sem hér er
um að ræða hafa hins
Sigmundur vegar fjölmargir skapað
Guðbjarnason. á löngum tima og era
þar af leiðandi ekki sköpunarverk
eins manns. Því tel ég fráleitt að veita
einhverjum aðila einkaleyfí á þessum
gagnalindum."
Sigmundur telur hætt við að einka-
rétturinn muni leiða til stöðnunar á
viðkomandi rannsóknarsviðum ef það
verður veitt. „Ég þekki það mætavel
af eigin reynslu hvaða áhrif einkarétt-
ur hefur á framgang rannsókna. Það
var til að mynda ríkt viðhorf þegar ég
kom heim frá Bandaríkjunum kring-
um 1970 að tilteknar sto&anir töldu
sig hafa einkarétt á vissum rannsókn-
arsviðum. Innan tíðar var þó rýmkað
um þetta og afleiðingamar urðu
frjórra samstarf bæði einstaklinga og
stofnana, hraðari framfarir og aukin
afköst." -kjart
Fréttir
Tannaförí
kálfa lög-
reglumanns
Lögreglumaður í Reykjavík var
bitinn illa í kálfann þegar verið
var að koma til hjálpar manni
sem hafði legið á götu í vestur-
bænum á laugardagskvöldið.
Tildrögin voru þau að klukkan
rúmlega tíu um kvöldið var til-
kynnt um mann sem lá hreyfmgar-
lítill við Ægisíðu. Þegar lögreglu-
menn komu á staðinn reyndist
maðurinn ölvaður. Ákveðið var að
aka manninum á brott og var hann
færður inn í lögreglubíl. Þegar
þangað var komið rankaði götu-
maðurinn heldur við sér og beit
einn lögreglumannanna illa í
hægri kálfann.
Að sögn lögreglu komst sá mis-
skilningur á kreik aö stykki hefði
verið bitið úr fæti lögreglu-
mannsins en svo reyndist ekki
vera. Engu að síður bólgnaði
kálfínn illa og tannaför „götu-
mannsins" vora greinileg í kálf-
anum sem marðist illa. Lögreglu-
maðurinn var sprautaður með
sýklalyfi og síðan geflnn skammt-
ur til að taka inn. -Ótt
SUZUKI SWIFT
GERIR INNANBÆJARAKSTURINN SKEMMTILEGRI
Rúmgóður, sparneytinn,
nettur og lipur að keyra.
Sestu inn og láttu
fara vel um þig.
5WIFT 1.3 GLS; 3d 98(
SWIFT 1.3 GLX, 5d 1.020.000:
1
ÓVENJU MIKILL STAÐALBÚNAÐUR FYRIR BÍL I ÞESSUM VERÐFLOKKI
Vökvastýri • 2 loftpúðar • Þjófavörn • Samlæsingar
Krumpusvæði að framan og aftan • Upphituð framsæti
Rafmagn í rúðum og speglum • Samlitaðir stuðarar
Hæðarstillanleg öryggisbelti • Hemlaljós í afturglugga
Skolsprautur fyrir framljós • Styrktarbitar í hurðum
eins
taklega
$ SUZUKI
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabtaut 2, síml 431 28 00. Akureyrl: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf.,
Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður: Bílagarður ehf.,Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavik: BG
bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrismýri 5, sími 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17.
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is