Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1998, Side 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998
Útlönd
Stuttar fréttir i>v
Viktor Tsjernomyrdín lofar efnahagsumbótum í Rússlandi:
Kommúnistar ætla að
þvinga fram þjóðstjórn
Viktor Tsjemomyrdín, sem Borís
Jeltsín Rússlandsforseti skipaði í
embætti forsætisráðherra á sunnu-
dag, lofaði í gær að breyta áherslun-
um í glímunni við efnahagsvand-
ann.
Jeltsín rak Sergei Kíríjenkó for-
sætisráðherra og ríkisstjðrn hans á
sunnudag og kallaði Tsjernomyrdín
aftur til starfa. Tsjernomyrdín var
líka rekinn úr embætti fyrr á árinu
þar sem honum mistókst að leysa
efnahagsvanda Rússlands.
Jeltsín fór í gær fram á stuðning
þjóðarinnar. Embættismaður í
Kreml sagði að áfram yrði fylgt um-
bótastefnu í efnahagsmálum en lík-
lega yrðu gerðar veigamiklar breyt-
ingar á framkvæmd hennar.
Kommúnistar á rússneska þing-
inu þrýsta nú mjög á Tsjemomyrd-
ín að hann myndi ríkisstjóm sem
þeim hugnast.
Mikil fundahöld vora í allan gær-
dag þar sem Tsjemomyrdín reyndi
að tryggja sér stuðning þingmanna.
Gennadí Seljeznov, leiðtogi komm-
únista í Dúmunni, neðri deild þings-
ins, sagði að ekkert lægi á, þing-
heimur hefði að minnsta kosti tíu
daga til að samþykkja tilnefningu
Tsjernomyrdíns í forsætisráðherra-
embættið. Kommúnistar og aðrir
vinstrimenn í Dúmunni hafa því
góðan tíma til að þvinga í gegn einu
af helstu baráttumálum sínum,
nefnilega myndun þjóðstjómar þar
sem þeir gegna sjálfir mikilvægu
hlutverki.
Seljeznov sagði í gærkvöld að í
grundvallaratriðum hefði náðst
samkomulag um hugmyndina að
myndun þjóðstjómar. Á næstu dög-
um yrði síðan unnið að gerð tveggja
mikilvægra skjala. Annars vegar
um hvernig koma eigi Rússlandi út
Viktor Tsjernomyrdín var á ný skip-
aður forsætisráöherra Rússlands.
úr efnahagsþrengingunum og hins
vegar plagg þar sem forsetinn lofar
að skipta sér ekki af störfum ríkis-
stjómarinnar.
„Aðalatriðið er að ekki verði tek-
in skref aftur á bak, heldur að stö-
ugleikinn verði varðveittur," sagði
Jeltsín í sjónvarpsávarpi til rúss-
nesku þjóðarinnar í gær. „í dag
þurfum við á að halda mönnum sem
þekktir eru fyrir að vera þungavigt-
armenn. Ég lít á reynslu og vigt
Tjsernomyrdíns sem mjög mikil-
vægar.“
Jeltsín gaf út tilskipun í morgun
þar sem ráðherrum fráfarandi
stjómar Kíríjenkós er gert að halda
áfram störfum þar til ný stjóm hefði
verið mynduð.
Einn helsti umbótamaður fráfar-
andi stjórnar, Borís Nemtsov, til-
kynnti í gær að hann hefði ekki
áhuga á að taka sæti í nýrri stjóm.
Nöfn vinningshafa
birtast f DV
á miðvikudögum.
KLIPPnjÚT
Karl meö skert
skammtíma-
minni
Hætt að leiða
Framfaraflokkinn
Karl Bretaprins undh'gengst nú
meðferð vegna skerts skamm-
tímaminnis. Þaö uppgötvaðist
þegar hann
átti erfitt með
að muna nöfn
fólks sem
hann hafði
verið kynntur
fyrir.
Þessar upp-
lýsingar koma
fram í nýrri
bók sem vænt-
anleg er í næsta mánuði. Höfund-
urinn, Anthony Holden, segir sér-
fræðinga þjálfa Karl í að muna
nöfn allra þeirra sem hann verð-
ur, stöðu sinnar vegna, að heilsa
og tala við.
Baráttan fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi, sem fram fara 27. september, er komin á fulla ferð. Helmut Kohl,
kanslari og formaöur kristilegra demókrata, heldur hvern kosningafundinn á fætur öðrum í von um að halda
kanslarasætinu. Skoðanakannanir spá því að Schröder, formaður jafnaðarmanna, hafi sigur en Kohl er bjartsýnn.
Þessar konur í þjóöbúningum færöu kanslaranum brauð á einum kosningafundinum. Símamynd Reuter
Bandarísk stjórnvöld:
Vilja ræða um Bin Laden
Kirsten Jacobsen hefur sagt af
sér sem formaður danska Fram-
faraflokksins. Fjórir þingmenn
flokksins munu eftirleiðis verða
fulltrúar flokksins út á við og
skipta sjónvarpsviðtölum og slíku
meö sér. Persónufylgi Jacobsens
bjargaði Framfaraflokknum frá
þvi að detta alveg af þingi í síð-
ustu þingkosningum. Með brott-
hvarfi hennar af formannsstóli
þykir hætt við að dagar flokksins,
sem Mogens Glipstrap stofnaði
forðum, séu brátt taldir á danska
þinginu.
Krefst vopnahlés
í Kosovo
Öryggisráö Sameinuðu þjóð-
anna krafðist í gær tafarlauss
vopnahlés í Kosovo og viðræðna
milli serbneskra stjórnvalda og
Kosovo-Albana. í yfirlýsingu ráðs-
ins komu fram miklar áhyggjur af
örri fjölgun flóttafólks frá Kosovo
og vetrinum fram undan. Kaldur
vetur gæti aukið enn á hörmung-
ar saklauss fólks. Reuter
Bandarísk stjórnvöld skýrðu frá
því í morgun að þau mundu fagna
mjög viðræðum við talebana í
Afganistan um harðlínumanninn
Osama Bin Laden.
„Við höfum að sjálfsögðu áhuga á
viðræðum við Talebana um Bin
Laden og aðra alþjóðlega hryðju-
verkamenn," sagði Richard Hoag-
land, talsmaður bandaríska sendi-
ráðsins í Islamabad í Pakistan, í
morgun og vísaði í áreiðanlega
heimildarmenn í bandaríska utan-
ríkisráðuneytinu.
Bin Laden er grunaður um að hafa
staðið fyrir sprengjutilræðunum við
sendiráð Bandarikjanna í Keníu og
Tansaníu á dögunum. Þá segja
Bandaríkjamenn að hægt sé að
tengja hann við átján hryðjuverk á
undanfömum árum.
Að sögn Washington Post í morg-
un hefur Bin Laden nú verið form-
lega ákærður fyrir hryðjuverk.
Talebanar hafa beðið Bin Laden
að halda sér á mottunni og hætta að
hafa í hótunum við Bandaríkjamenn
á meðan hann dvelst í Afganistan.
Bandarísk stjómvöld sögðu í gær
að þau mundu íhuga að vinna með
formlegri rannsókn Sameinuðu þjóð-
anna á flugskeytaárásinni á efna-
verksmiðju í höfuðborg Súdans í
hefndarskyni fyrir tilræðin við
sendiráðin tvö í Afríku.
Bandarískir embættismenn era æ
vissari í sinni sök um að verksmiðj-
an hafi framleitt efni í eiturvopn og
að Bandaríkjamenn hafi verið í full-
um rétti. Súdönsk yfirvöld vísa því
harðlega á bug að verksmiðjan hafi
framleitt efnavopn og segja að þar
hafi aðeins verið framleidd lyf.
Takið þátt í \
krakkapakkaleik
Kjörís og DV!
Klippið út Tígra og límið á
þátttökuseðil sem fæst á næsta
sölustað Kjöris krakkapakka.
Sendið svo inn ásamt
strikamerkjum af
V krakkapökkum. ^
Táragas í Indónesíu
Lögreglan í Indónesíu skaut
táragasi í morgun til að dreifa
stuðningsmönnum leiðtoga
stjómarandstöðunnar.
Geimfarar heim
Þrír rússneskir geimfarar
snera heilir á húfi heim í morgun
frá geimstöðinni Mír.
Blair kallar á þingið
Búist er við að Tony Blair, for-
sætisráðhema
Bretlands, kalli
saman þing
landsins í
næstu viku til
að fjafla um og
samþykkja lög
sem auðvelda
sakfellingu
skæruliðanna sem stóðu að
sprengjutilræðinu í Omagh. Hátt
á þriðja tug manna lét lífið og á
þriðja hundrað slasaðist.
Blásýra í pósti
Bandarískur almenningur hef-
ur verið varaður við að leggja sér
til munns fæðu sem hann kynni
að fá í pósti óumbeðna. Ástæðan
er sú að kona ein hefur sent blá-
sýi'uduft, dulbúið sem sætuefni,
til 100 lækna, hjúkrunarkvenna
og lögregluþjóna.
Loka Barsebáck
Talið er að mótmæli Dana séu
helsta ástæða þess að sænska rík-
isstjórnin vflji loka kjarnorkuver-
inu Barseback, 25 km frá Kaup-
mannahöfn.
Átta hröpuðu
Átta fjallgöngumenn fórast á
fjallinu Mont Blanc. Þeir hröpuðu
af svellbunka sem myndaðist í
rigningu.
Albright ferðast
Madeileine Albright, utanríkis-
ráðherra
Bandaríkjanna,
er á leið i 5
daga ferðalag
til Austurríkis,
Króatíu, Bosn-
íu og Rúss-
lands. ÍBosníu
mun hún m.a.
ræða Dayton-friðarsamkomulag-
ið.
Misnotaði drengi
33 ára gamall danskur skátafor-
ingi hefur verið dæmdur í þriggja
og hálfs árs fangelsi fyrir kynferö-
islega misnotkun á 12 ára drengj-
um í hans umsjá.
Rofar til á Taílandi
Sérfræðingar á Taílandi telja
aö rofa fari til í efnahagslífi lands-
ins á næsta ári. Þetta kemur fram
í nýrri skýrslu.
Sókn stöðvuð
Sókn skæruliöa að Kinshasa,
höfuöborg Kongó, hefur stöðvað
en hersveitir stjómarinnar og
Simbabve eru fram undan og
angólskar hersveitir að baki.
Hætt mótmælasetu
Aung San Suu Kyi, stjórnar-
andstöðuleið-
togi í Burma,
lauk 13 daga
mótmælasetu
sinni í bíl
nærri höfuð-
borginni, Yan-
gon. Hún mót-
mælti ferða-
takmörkunum af hálfu herfor-
ingjastjórnarinnar.
Klónar hundinn
Bandarískur auðjöfur frá Texas
ætlar að greiða rannsóknastofu
350 milljónir króna fyrir að klóna
hundinn sinn, Missy.
Ljós í myrkrinu
Yasser Arafat, forseti Palest-
ínu, sagði að ef ísraelskar her-
sveiti drægu sig til baka frá
hemumdu svæðunum gæti þaö
þýtt endurapptöku friöarferlisins
sem verið hefúr strand í 5 ár.