Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1998, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1998, Side 10
io mennmg ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 UV Staðið í stjörnuregni Stefanía Thors og David Máj með brúðufólkið sitt í Lífi manns. DV-mynd E.Ól. Menningarnótt í Reykjavík í ágúst er kom- in til aö vera, það sýndu tugþúsundir borgar- búa og gesta þeirra sem hlýddu kalli og streymdu út á götur og torg á laugardags- kvöldiö. Kenning mín er sú aö í raun og veru þrái Reykvíkingar aö labba rúntinn á kvöld- in, eins og var þeirra helsta skemmtun ára- tugum saman, sýna sig þar og sjá aðra. En fjölmiölar hafa hrætt þá svo-rækilega á unglingunum sem enn þá hópast í bæinn um helgar aö þeir eldri þora ekki að láta sjá sig á rúntinum nema vera vissir um örugga samfylgd annarra fulloröinna. Hvað sem um það er þá var stemning í bænum þetta góðviðriskvöld. AUs staðar var fúllt út úr dyrum, og ekki komust nærri all- ir sem vildu inn í Iðnó á ljóðadagskrá þó að þar væri hleypt út og inn á klukkutíma fresti. Þegar ég kom aö biðröðinni eftir sýn- ingu í Kaffileikhúsinu náði hún út að Ráð- húsi. Hámarki náði stemningin við glæsilegan hljóðfæraslátt fyrir utan Iðnó um miðnættið. Fólk hafði þá raðað sér í (víða margfalda) röð umhverfís Tjömina og beið eftir flug- eldasjmingunni. Aldrei hef ég upplifað það fyrr að horfa á tugþúsundir manna kringum þetta vatn, og klappið fyrir hljómsveitinni milli laga barst til himins eins og ómur frá silfurbjöllum í logninu. Um leið og málmblásarahópurinn Serpent hóf spilverkið var rakettum skotið frá Tjam- argötunni yfir í átt að Fríkirkjuvegi. Þær voru eins og glæsilegar orrustuflugvélar þar sém þær flugu í takt yfir Tjömina og síðan liðu rauðar fallhlífar niður í átt að vatnsyfir- borðinu. Gárangamir segja að endurnar á Tjöminni hafi veriö margar vikur að jafna sig eftir fyrri menningamætur, og þegar maður horfði á fagurrauða speglunina á svörtu vatninu sáust þar glögglega hraðar gárur. Þar vora skelfdir andfuglar á hröðu sundi í áttina undir Tjamarbrúna - og hafa eflaust hugsað: Andsvítans, er þetta nú byrj- að aftur! Flugeldasýningin uppfyllti allar vonir. Á Skothúsveginum stóðum við beinlínis í stjörnuregni, því öllum flugeldunum virtist vera beint þangað. Enda stóðu þeir rétt hjá Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndamógúll og Einar Már Guðmundsson sem lesendur DV kusu besta núlifandi rithöfund þjóðarinnar í vetur sem leið. Talandi um stjömur, altsvo. Leiklist Silja Aðalsteinsdóttir Dagar mannsins eru taldir Einn af viðburðum menningamætur var framsýning í Kaffileikhúsinu á tvíleiknum Líf manns sem er sagður byggður á verki eft- ir rússneska rithöfundinn Leoníd Andrejev. Vandi var þó að sjá hvað beinlínis var eftir Andrejev í sýningunni því efni leiksins virt- ist eins einfalt og hugsast getur og ekki eftir neinn annan en höfuðsnillinginn sjálfan, Sápu Hversdags. Að visu las Hjalti Rögnvaldsson við og við hátíðlegar setningar um mannlega tilveru úti í homi en þær voru aldrei í sér- stöku samhengi við það sem fram fór á sviðinu. Efhið er gangur kynslóðanna í sinni tærustu mynd. Menn fæðast, lifa um hríð á jörðinni og deyja síðan. Leikararnir tveir, Stefanía Thors og David Máj frá Tékk- landi, sýndu með látbragði og örlitl- um texta á íslensku og tékknesku óléttu, fæðingu, fyrstu kynni stelpu og stráks, nánari kynni þeirra, hamingjuna á fyrstu áranum, fæð- ingu fyrsta bamsins, ok hversdagsins sem smám saman fer að íþyngja þeim, baráttu kynjanna, baráttuna fyrir brauðinu, sorgina og dauðann. Oftast var þetta í hversdags- dramatískum stíl en undir lokin snera leik- ararnir við blaðinu og drógu efni sitt sundur og saman í háði. Það var vel til fundið. David Máj varð meira úr hlutverki sínu en Stefaníu og hann var á allan hátt meiri fagmaður á sviði en hún og sýndi oftar svip- brigði og takta sem glöddu auga og huga. Stefanía er myndarleg stúlka og minnisstæð úr stuttmynd eftir Elísabetu Jökulsdóttur á Listahátíð 1996, en i Lífi manns minnti hún mest á litla stelpu í dúkkuleik. Soli Works sýna í Kaffileikhúsinu: Líf manns byggt á verki Leoníds Andrejevs Búningar og tjöld: Rebekka A. Ingimundardóttir Brúður: Robert Smolik Leikstjórn: Jana Pilátová Seinfærir foreldrar Félagsvisindastoöiun Háskóla íslands' hefur nýlega gefið út ritið Umdeildar fjöl- skyldur: Seinfærir/þroskaheftir foreldrar og börn þeirra, eftir Rannveigu Trausta- dóttur og Hönnu Björgu Sigurjónsdóttur. Ritið fjallar um fjölskyldur þar sem for- eldramir, annar eða báðir, era seinfærir eða þroskaheftir. Þessum fjölskyldum fer fjölgandi og málefni þeirra koma í vax- andi mæli til umfjöllunar félags- og heil- brigðisþjónustustofnana. Hér á landi hef- ur skort þekkingu, upplýsingar og reynslu í að veita þessum fjölskyldum þjónustu og stuðning og er ritinu ætlað að bæta úr brýnni þörf fyrir auknar upp- lýsingar á þessu sviði. Ritið skiptist í fimm kafla. Sá fyrsti er inngangur sem skýrir bakgnmn og tilgang ritsins. í öðrum kafla er yf- irlitsgrein um er- lendar rann- sóknir á fjölskyld- um þar sem foreldrarnir eru sein- færir/þroskaheftir og hvers konar aðstoð og stuðningur hefur reynst þeim best. Þriðji kaflinn byggist á rannsókn höf- unda um íslenskar fjölskyldur þar sem foreldrarnir eru seinfærir eða þroska- heftir. Fjórði kaflinn er skrifaður af fé- lagsráðgjafa sem greinir frá reynslu sinni af því að vinna með slíkar fjölskyldur. í fimmta og síðasta kaflanum er yfirlit yfir handbækur, upplýsingarit, fræðilegar greinar og rannsóknir. Ritið er ekki síst hugsað fyrir fagfólk sem tengist þessum fjölskyldum í starfi sínu en mun jafnframt gagnast öðrum sem áhuga hafa á hagnýtum og fræðileg- um upplýsingum. Ljóðanótt „Ég var alveg gáttuð. Við fengum að nota hljóðkerfi borgarinnar til þess að varpa ljóðalestrinum út úr húsinu og fólk stóð í hópum og hlust- aði á skáldskap. Það vora heilu flokkarnir af fólki bæði Tjamarmegin og Vonarstræt- ismegin. Þetta segir okkur kannski að ef ljóð eru lesin á réttum stöðum þá vill fólk hlusta." Þetta segir Linda Vilhjálmsdóttir skáld en hún var einn skipuleggjenda heil- mikillar ljóðauppákomu í Iðnó á Menningarnótt, sem bar heitið Nótt hinna löngu ljóða. Auk Lindu vora skipu- leggjendur skáldin Andri Snær Magnason og Sjón. Dagskráin hófst klukkan hálfátta með því að Linda Vilhjálmsdóttir og Elísabet Jökulsdóttir lásu ljóð í Tjarn- arhólmanum. Að sögn Lindu var sá lestur einstök upplif- un, einna líkast því að lesa í hamraborg, slíkt var berg- málið frá byggingunum í kring. Sá galli var þó á að kænan sem notuð var til þess aö komast út í hólmann flæktist í rafmagnskapli og hringsólaði um Tjömina í korter eða meira. Linda segir að áhorfendur hafi ekkert lát- ið það á sig fá, heldur fagnað innilega, eins og þeir héldu að allt væri þetta með ráðum gert, kannski ljóðagjömingur einhvers konar. Fólk veit náttúrlega aldrei við hverju má búast af þessum skáldum. Síðan var ljóðið flutt inn í hús og skáld lásu úr verkum sínum og tónlistarmenn tróöu upp langt fram á nótt. Sú nýlunda var á að desíbelamælir mældi lófaklapp áhlýð- enda og ljóðaunnendur vora því hvattir til þess að koma og „halda með sínu skáldi". Linda segir að allt hafi þetta tekist eins og best varð á kosið. Það hafi verið fullt allan ettumar hans mældust mjög vinsælar. Þorsteinn Gylfason og Ásgerður Júníusdóttir mezzosópr- an vora með sameigin- lega dagskrá. Þorsteinn las bæði þýðingar sínar á þekktum ljóðum og framort ljóð en Ásgerður söng þýðingar Þorsteins við þekkt erlend lög. Gerður var góður rómur að þeim flutningi. Ólina Þorvarðardóttir kvað rímur og tók forystuna í næstsíð- asta holli en eftir flúgeldasýninguna skaut Haraldi Jóns- syni upp á stjömu- himininn með lestri á mónólógum sínum sem era að koma út hjá Bjarti nú i haust. Lófaklappið var því- líkt að desíbelamælir- inn hafði ekki numið annað eins allt kvöld- ið. Haraldur gekk því hnarreistur með verð- launagripinn heim til sín. Linda er spurð af hverju skáld séu eigin- lega að troða upp með ljóð sín, hvort það sé ekki nær fyrir unnendur að setjast út í horn og lesa þau bara með sjálf- um sér. Linda segir að ekkert mæli á móti því að setjast út í hom og lesa ljóð en það hæti ein- faldlega einhverju við að heyra skáld fara með skáldskap sinn. Hún seg- ir að henni þyki skemmtilegra að heyra skáldið lesa sjálft, þó að það sé taugaveiklað og stressað, heldur en að heyra þrautþjálfað- an leikara lesa sama ljóð. Það sé ekki hægt að útskýra í hveiju munurinn liggi. Sjón var kynnir og einn skipuleggjanda Nætur hinna löngu Ijóða. DV-mynd Hari tímann og margir þurft frá að hverfa. Elísa- bet Jökulsdóttir reið á vaðið með því að lesa Einræður Starkaðar eftir Einar Benedikts- son og viðtökur voru slíkar að hún var lengi vel efst í klappkeppninni. Kristján Þórður Hrafnsson var efstur i næsta hluta en sonn- Grunnatriði safnastarfs Á vegum Árbæjarsafns og Ljósmynda- safns Reykjavikur er nú komin út bókin Grunnatriði safnastarfs í þýðingu Helga M. Sigurðssonar. Höfundar bókarinnar eru Timothy Ambrose og Crispin Paine og hún var fyrst gefin út af Alþjóða safna- ráðinu 1 samstarfi við Routledge-forlagið árið 1993. Þetta er fyrra hefti bókarinnar og fjallar þaö um þjónustu, sýningar og safngripi. Meðal annars er fjallað um það hvaða grandvallarreglur ættu að ríkja í safnastarfi og hvaða sjónarmið ættu að gilda um allan heim í söfnum með tak- markaðan fjárhag og fáa starfsmenn. Út- koma ritsins á frummálinu markaði all- mikil þáttaskil í starfi Alþjóða safnaráðs- ins og er íslenska út-__ gáfan ekki síður merkileg þar sem um er að ræða fyrstu bók um saftia- fræði sem út er gef- in hér- lendis, ef undan eru minni ______„ um sértæk efni. í formála segir að söfn leiki stórt hlut- verk í menningarlífi íslendinga og það hlutverk muni fara vaxandi á næstu árum. Til að mæta þessari þróun þurfi þeir sem vinna að málefhum safna á einn eða annan hátt, starfsfólk safnastofnana, starfsfólk í ferðaþjónustu, nefndir er sinna menningarmálum og síðast en ekki síst nemendur á háskólastigi og fræði- menn sem afla sér menntunar á sviði safnastarfs, að geta gripið til aðgengilegs rits sem fjallar um safnastarf. Slíkt rit hefur vantað á íslensku og bætir bókin því úr brýnni þörf. Umsjón Þórunn Hrefna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.