Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1998, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998
15
Tvö félagsleg
húsnæðiskerfi
„Nýtt félagslegt húsnæðislánakerfi kemur f notkun um áramótin. Fólk fær
félagsleg lán til að kaupa húsnæði á almennum markaði."
Nýtt félagslegt hús-
næðislánakerfi kemur í
notkun um áramótin.
Fólk fær félagsleg lán til
að kaupa húsnæði á al-
mennum markaði. íbúð-
um verður ekki lengur
úthlutað i verkamanna-
bústaðakerfinu. Það hef-
ur þó í raun ekki verið
lagt niður. Þúsundir
íbúða verða í því þar til
eigendumir selja þær.
Þess vegna verða i raun
tvö gjörólík félagsleg
húsnæðiskerfi í gildi,
hugsanlega í 30 ár enn.
Sveitarfélög þurfa að
móta stefnu varðandi
gamla kerfið. Heppileg-
ast er að leggja það nið-
ur sem fyrst. Jafna verður þó að-
stöðu fólks við sölu íbúða.
Hugsanlegur millivegur
Eigendur íbúða í verkamanna-
bústöðum eru ekki lengur bundn-
ir af gömlu uppgjörsreglunum.
Þeir geta meira að segja selt íbúð-
imar á frjálsum markaði. Sveitar-
félögin eiga þó forkaupsrétt. Neyti
þau forkaupsréttar er söluverð
reiknað eftir nýjum uppgjörsregl-
um. Þær eru byggðar á reglum
verkamannabústaðakerfisins með
mikilvægum lagfæringum. Al-
mennt fá eigendur endurgreitt
með verðbótum stofnframlag sitt
og afborganir af
lánum. Fólk þarf
ekki lengur að
sæta verðlækkun
vegna afskrifta.
Verð er ekki lækk-
að vegna ástands
eigna eða gerðar
sérstakar kröfur
um frágang seldra
eigna. Sú fjárhæð
sem íbúðaeigendur
fá við uppgjör hef-
ur hækkað umtals-
vert. Þó er það
ágalli að ekki virð-
ist þurfa að meta
til fjár endurbætur
sem eigendur hafa
gert á íbúðum sín-
um sem hafa aukið
verðmæti þeirra. Á sveitarfélögun-
um hvílir einnig kaupskylda með
sömu uppgjörsreglum. Eigendur
greiða upp Byggingarsjóðslán og
eru þá lausir úr átthagafjötrum
gamla kerfisins. Forkaupsréttará-
kvæði gilda í 30
ár frá kaupdegi.
Það er því um
langa framtíð í
hend i hvers
sveitarfélags
hvort fólk fær að
kaupa eigin íbúð-
ir. Hugsanlegt er
að fara milliveg.
Sveitarfélag beiti
þá forkaupsrétti
en endurselji
íbúunum eignir aftur á „sann-
gjömu“ verði. Eigendur íbúða í
verkamannabústaðakerfinu eiga
rétt á því að stærstu sveitarfélögin
móti stefnu um hvemig þau hygg-
ist beita forkaupsrétti sínum.
Verkamannabústaðakerfið
enn í 30 ár
Sveitarfélög standa mjög mis-
jafnlega hvað nýju reglurnar varð-
ar. Þung kvöð hvílir á sveitarfélög-
um með lágt fasteignaverð. Kaup-
skyldan mun kosta þau miklar
fjárhæðir. Þar sem fasteignaverð
er hátt eiga sveitarfélögin hins
vegar dulda eign í verkamannabú-
stöðum. Á stöðum með lágt fast-
eignaverð er markaðsverð verka-
mannabústaða almennt lægra en
áhvílandi lán. Leysi eigendur
íbúðimar til sín tapa þeir öllum
eignarhluta sínum.
Með því að nýta kaupskyldu
sveitarfélagsins fá þeir hins vegar
stofnframlag sitt og afborganir
endurgreiddar með verðbótum.
Þannig munu sveitarfélögin fyrr
eða síðar sitja uppi með sölutap
vegna mismunar á byggingar-
kostnaði og fasteignaverði.
í sveitarfélögum með hátt fast-
eignaverð eru aðrar aðstæður.
Markaðsverð er oftast hærra en
uppreiknað söluverð íbúða sam-
kvæmt forsendum gcunla kerfis-
ins. Skuldir eigenda sem í upphafi
vom 90% af kerfisverði em þá lág-
ar og skuldlaus eign eftir því mik-
il. í þeim tilfellum er fjárhagslega
hagkvæmt fyrir sveitarfélögin að
beita forkaupsrétti og njóta sölu-
hagnaðar. Þetta á sérstaklega við
um eldri íbúðir. Uppgjörsverð
íbúða er breytilegt eftir aldri.
Framreikningsreglur kerfisins
valda því að söluverð hækkar ekki
í samræmi við byggingarkostnað.
í Reykjavík em fjölmargar íbúðir
í verkamannabústaðakerfinu
byggðar á löngu tímabili. Verð til
íbúa hefúr verið mjög breytilegt.
Miklu getur munað á skuldlausri
eign áþekkra íbúða við sölu á al-
mennum markaði.
Borgaryfirvöld verða að gefa
þessu atriði gaum. Kanna verður
ástandið og móta hið fyrsta stefhu
með það að markmiði að koma
íbúðum í hendur eigenda sinna.
Með því að beita forkaupsrétti og
endurselja síðan íbúðimar aftur
til ibúa má jafha aðstöðu fólks.
Stefán Ingólfsson
Kjallarinn
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
„Á stöðum með lágt fasteigna-
verð er markaðsverð verka-
mannabústaða almennt lægra en
áhvílandi lán. Leysi eigendur
íbúðirnar til sín tapa þeir öllum
eignarhluta sínum.u
Væri ég sægreifi!
Kvóti ljóti er áfram helsta um-
talsefni þjóðarinnar og verður
sigilt vandamál þangað til stjóm-
völd manna sig upp í að leysa
hann úr gíslingu hjá sægreifum og
skila þjóðinni. Þrátt fyrir að bæði
þjóðbankar og erfðagreining séu
núna í sviðsljósinu ásamt Clinton
forseta megnar sú umræða ekki að
skyggja á kvótann nema um
stundarsakir.
Skoðanakönnum Gallups stað-
festir að bróðurpartur íslendinga
viU breyta lögmn um stjómun
fiskveiða við landið. Þótt eindreg-
inn þjóðarvilji sé fyrir breytingum
em ekki allir á eitt sáttir um
hverju eigi að breyta. Menn vita
allir hvað þeir vilja ekki - en vita
ekki allir hvað þeir vilja. Könnun
Gallups segir aðeins frá því fólki
sem vill að ríkissjóður fái eitthvað
í aðra hönd fyrir fiskstofnana sem
sægreifar þiggja núna að þjóðar-
gjöf. Gallup mældi því eingöngu
hug manna til veiðileyfagjalds en
fleiri sjónarmið em á lofti í þjóðfé-
laginu.
Aflaheimildir eru hlutabréf
Ekki er deilt um að kvótinn er
sfjómvölur til að takmarka fisk-
veiðar í landhelginni og halda of-
veiðimönnum i skefjum. Enda er
fiskvemd markmið kvótans í upp-
hafi þó klaufaleg útfærsla hafi
breytt honum í sægreifavemd.
Sumir vilja deila kvótanum niður
á fleiri hendur en sægreifa einna
saman og þar á
meðal til byggð-
arlaga og sjó-
manna. í byggða-
og áhafhcikvóta
felst bæði skyn-
semi og réttlæti
en betur má ef
duga skal.
Aðrir vilja grýta
Bastilluna eins
og Frakkar
gerðu forðum og
brjóta upp sæ-
greifalénin í eitt
skipti fyrir öll. Afhrópa íslenskan
aðal í landhelginni og leyfa öllum
landsmönnum frjálsar veiðar inn-
an hámarks afla kvótans hverju
sinni. Selja aflaheimildir á hluta-
bréfamarkaði. Aflaheimildir em
hvort sem er ekkert annað en
hlutabréfin í fiskstofnunum og
engin ástæða til að gefa þau sæ-
greifúm frekar en
gefa kolkröbbum
hlutabréfin í þjóð-
bönkunum.
Svoleiðis fiskveiði-
stjórnun er kölluð
samkeppni og þykir
óþarfa umstang í
Stjómarráðinu þó
hún ryðji sér til rúms
í Austur-Evrópu. Því
sakar ekki að rifja
upp að margar betri
stéttir landsins búa
við samkeppni og
gætu aldrei þrifist án
hennar. Að vísu er
landbúnaðar enn þá
rekinn úr Stjómar-
ráðinu eins og út-
gerðin en vonandi
fær hann lika fljót-
lega um frjálst höfuð strokið. Far-
sælt er það Stjómarráð sem
minnstu stjómar.
Svo er líka til fólk sem vill per-
sónukvóta og fá sinn hluta kvót-
ans sendan heim árlega með skatt-
skýrslunni.
Veiðigjald er erfðafesta
Væri höfundur þessa kjallara
allt í einu orðinn einn af sægreif-
um Stjómarráðsins mundi hann
heimta að fá að borga veiðileyfa-
gjald og engar refjar. Með veiði-
gjaldinu festir aðallinn kvótann
sinn í sessi um aldur og eilifð og
fiskimiðin em endanlega horfin
þjóðinni fyrir fúllt og
fast. Sægreifar fá
sams konar rétt með
veiðigjaldi og til að
mynda húseigendur
fá til sorphirðu frá
húsum sínum með
greiðslu á sorphirðu-
gjaldi. Veiðigjald er
leigugjald og með
veiðigjaldi hefðu sæ-
greifar loks einhver
rök til að réttlæta fyr-
ir sjálfum sér og öðr-
um að sitja áfram ein-
ir að fiskstofnum
Stjóm-
arráðið er ekki líklegt
til að sleppa hendinni
af sægreifum sínum á
næstvmni og veiði-
leyfagjaldinu yrði því
stillt í hóf. Ríkissjóður fengi ekki
háar tekjur af veiðileyfúm og að-
eins brot af þeirri fjárhæð sem sæ-
greifar hafa verðlagt fiskimiðin
þegar þeir selja hver öðnnn fisk-
stofna þjóðarinnar. Lénsgreifa-
dæmið í landhelginni yrði að nýju
þúsund ára ríki og útgerðin staðn-
ar í landinu. Ungir Hrafnistumenn
kæmust aldrei til veiða nema
kaupa þjóðargjöfma sína aftur frá
sægreifúm.
- Veiðileyfagjald er erfðafesta
og forðast verður gjaldið eins og
heitan eldinn. Frelsið er framtíð-
in.
Ásgeir Hannes Eiríksson
„Stjórnarráðið er ekki líklegt til
að sleppa hendinni af sægreifum
sínum á næstunni og veiði-
leyfagjaldinu yrði því stillt í hóf.
Ríkissjóður fengr ekki háar tekjur
af veiðileyfum og aðeins brot af
þeirri fjárhæð sem sægreifar hafa
verðlagt fiskimiðin...u
Kjallarinn
Asgeir Hannes
Eiríksson
kaupmaður
þjóðarinnar.
Með og
á móti
Fjölgun á erlendum leik-
mönnum islenskum hand-
knattleik í vetur.
Lið úti á landi
sett í vanda
„Við getum í sjálfu sér ekki
verið öðravísi en aðrar þjóðir
hvað þetta mál áhrærir. Þetta
þarf að sjálfsögðu að hafa sin tak-
mörk. Menn
mega alls ekki
fara út í ein-
hverja vitleysu
þann-ig að
þetta bitni á
ungum og efni-
legum leik-
mönmnn hér
heima. Rökin
fyrir fyrir er-
lendum leik- þjáifari íbv ■
mönnum era handknatUeik.
þau að félög úti
á landsbyggðinni, t.d. í Vest-
mannaeyjum og á Akureyri
standa frammi fyrir nokkrum
vanda. Á þessum stöðum fara
irngir strákar til frekara náms
suður til Reykjavíkur og afþeim
sökum skapast erfiðleikar til að
brúa 1-2 tímabil á nokkura ára
fresti. Þá er gripið til þess ráös
að leita erlendis eftir leikmönn-
um. Ef erlendu leikmennimir
era af þeim klassa sem til er ætl-
ast þá lyftir það upp handboltan-
um. Það má hins vegar ekki
draga inn í lándið einhverja með-
almenn sem imgir leikmenn
gætu jafnvel leyst betur af hólmi.
Maður getur ekki annað séð en
að handboltinn í Þýskalandi hef-
ur lyfst alveg gríðarlega með til-
komu erlendra leikmanna. Þeir
hafa hleypt miklu lífi í handbolt-
cum og um leið hefur áhugi vakn-
að hjá fyrirtækjum til að styðja
við bakið á félögunum. Einnig
hefúr öll umfjöllun í þýskum fjöl-
miðlum stóraukist á sama tíma.
Ég itreka samt að við verðum að
fara varlega í þessum efnum.“
Gæti reynst
okkur dýrkeypt
„Ég tel að það sé heppilegast
að hafa einungis einn útlending í
hverju liði ef liðin óska eftir þvi.
Að mínu viti á það eftir að reyn-
ast okkur dýr-
keypt að hafa
tvo útlend-
inga. Yngri
leikmenn í
meistaraflokk-
unum eiga eft-
ir að finna fyr-
ir þessu en fýr-
ir vikið kom-
ast þeir seinna
að. íslenskir
leikmenn
verða ekki
heldur eins
mikið í eldlínunni og áður. Þeir
koma ekki til með að leika eins
stór hlutverk og áöur. Útlending-
það sterkir að þeir eiga eftir að
setja sitt mark sitt á þessa deild.
Litháamir hjá Aftureldingu og
Rússarnir era mjög sterkir. Þetta
segir manni það að yngri menn-
irnir, sem eru aö koma upp,
þurfa aö bíða íengur en áður hef-
ur þekkst. Éndumýjunin verður
líka ekki eins hröð því menn era
að leika lengur en tiðkaðist hér á
áram áður. Fyrir áhorfendur
verður þetta sjálfsagt skemmti-
legra og þau Uð, sem era með
sterka útlendinga, ná eflalaust
langt. í Þýskalandi hefúr sama
þróun átt sér stað og þar vilja
menn meina að þetta hafi ekki
orðið landsUðinu til tjóns. Ár-
angurinn talar hins vegar sínu
máU en þýska landsliðið hefur
ekki staðið undir væntingum hin
síðustu ár.“ -JKS
GuAjón
Guömundsson,
íþróttafróttama&ur
á Stöó 2.