Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1998, Side 33
I>"V ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998
37
Eitt málverka Sigríðar í Lónkoti.
Olíumálverk
í Lónkoti
Fjölbreytt sumarstarfsemi er
rekin í Lónkoti í Skagafirði enda
hefur mikið verið gert til að gera
staðinn freistandi í augum ferða-
manna og eru flestir á að það hafi
tekist. Um helgar eru yfirleitt
skemmtanir og auk þess er á
svæðinu golfvöllur og fleira hefur
verið gert til að auka þjónushma,
meðal annars hefur verið sett á
stofn listagallerí, Gaflerí Sölva
Helgasonar, og um síðustu helgi
var opnuð málverkasýning. Er
það Sigríður S. Pálsdóttir sem
sýnir olíumálverk og stendur sýn-
ingin til 29. september.
Sýningar
Árþúsundasafnið
Á Menningamótt í Reykjavík
var opnuð sýningin Árþúsunda-
safnið i risi Fálkahússins, Hafnar-
stræti 1. Á safninu er verið að
kynna nýtt, einstakt og alislenskt
listform, sandskúlptúra. Sameigin-
legt nafn listaverkanna er Tár tím-
ans. Hér er ekki verið að sýna
listaverk eins og sjást á ströndum
og endast aðeins í nokkra daga
heldur eru þetta skúlptúrar sem
haldast saman eins og um grjót sé
að ræða. Margar af styttunum eru
tileinkaðar merkum persónum úr
hinum ýmsu sviðum mannslífsins.
Viðey er vinsæll útivistarstaður.
Kvöldganga
í Viðey
Skiplagðri dagskrá í Viðey lýkur
um mánaðamótin og er I kvöld
næstsíðasta kvöldgangan. Þar sem
sól er farin að lækka á lofti þurfa
tvær síðustu kvöldgöngur sumars-
ins að hefjast kl. 19.30. í kvöld verð-
ur gengið um vestureyna. Farið
verður með Viðeyjarferjunni úr
Sundahöfn. Gengið verður frá kirkj-
unni, fram hjá Klausturhóli, um
Klifið, Kattarnefið á Eiðinu og yfir
Útivera
vesturey. Þetta er ein skemmtileg-
asta gönguleiðin í Viðey, margt að
( sjá og mikil saga. Þama em til
| dæmis Áfangar, listaverk R. Serra,
sem verður kynnt sérstaklega í
þessari ferð. Einnig em þama stein-
ar með áletrununum frá 1810 og
1842. Gangan tekur um tvo tíma.
Fólk er minnt á að klæða sig eftir
veðri. Gjald er ekki annað en ferju-
tollurinn sem er 400 kr. fyrir full-
orðna og 200 kr. fyrir böm.
í sumar hefur verið ljósmynda-
1 sýning í Viðey en hún er lokuð
( virka daga þessa viku, en síðustu
I sýningardagamir verða um næstu
helgi.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar:
Flauta
og gítar
Á þriðjudagstónleikum í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar í kvöld kl. 20.30 koma fram Kristjana
Helgadóttir flautuleikari og Dario Macaluso gitar-
leikari. Á efnisskrá þeirra eru verk eftir J.S. Bach,
Mauro Giuliani, Þorkel Sigubjömsson og Astor Pi-
azzolla.
Eftir nám hér heima árið 1995 hóf Kristjana nám
við Sweelinck Tónlistarskólann í Amsterdam og
lauk þaðan mastersnámi. Hún hefur tekið þátt í
mörgum námskeiðum og komið fram á tónleikum
hér heima og erlendis, bæði sem einleikari og í sam-
spili. Sumarið 1995 komst hún í úrslit Tónvaka-
keppninnar.
Skemmtanir
Dario Macaluso er fæddur á Sikiley og var einnig
í framhaldsnámi í Sweelinck Tónlistarskólanum í
Amsterdam. Er hann enn við skólann og einbeitir
sér að kammertónlist. Árið 1994 vann hann fyrstu
verðlaun í tónlistarkeppninni Vanna Spadafora sem
fram fer á Sikiley og hlaut viðurkenningu í alþjóð-
legri tónlistarkeppni í Lecce. Dario Malcaluso hefur
haldið tónleika í Hollandi, Þýskalandi og á Ítalíu og
hefur starfað fyrir Massimo-leikhúsið í Parma.
Kristjana Helgadóttir og Dario Macaluso skemmta á tónleik-
um í Sigurjónssafni í kvöld.
Léttskýjað fyrir norðan
í dag verður suðaustlæg eða
breytileg átt, gola og sums staðar
kaldi. Víða léttskýjað norðan- og
austanlands en rigning með köflum
Veðrið í dag
á Suður- og Vesturlandi síðdegis.
Hiti 8 til 15 stig að deginum.
Á höfuðborgarsvæðinu snýst úr
austangolu í suðaustankalda með
rigningu og súld þegar líða fer á
daginn. Suðvestangola og súld með
köflum í nótt. Hiti 9 til 14 stig.
Sólarlag I Reykjavík: 21.09
Sólarupprás á morgun: 05.51
Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.28
Árdegisflóð á morgun: 8.48
Veðrið kl. 6
í morgun:
Akureyri
Akurnes
Bergsstaöir
Bolungarvík
Egilsstaðir
Kirkjubœjarkl.
Keflavíkurflugvöllur
Raufarhöfn
Reykjavík
Stórhöföi
Bergen
Helsinki
Kaupmannahöfn
Osló
Stokkhólmur
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Dublin
Halifax
Frankfurt
Hamborg
Jan Mayen
London
Luxemborg
Mallorca
Montreal
New York
Nuuk
Orlando
París
Róm
Vín
Washington
Winnipeg
léttskýjaö 10
skýjaö 6
þoka í grennd 3
hálfskýjaö 6
0
skýjaö 8
skýjaö 9
alskýjaö 4
alskýjaö 10
alskýjaö 9
skúr 8
hálfskýjaö 13
rigning 11
10
léttskýjaö 24
skýjaö 13
léttskýjaö 21
rign. á síö.kls. 12
þoka 16
hálfskýjaö 10
skýjaö 12
skýjaó 8
skýjaö 10
léttskýjaö 8
léttskýjaö 22
heiðskírt 18
skýjaö 28
rign. á síð.kls. 6
heiöskírt 25
11
léttskýjaö 3
skýjaö 14
skýjaö 24
heiöskírt 13
Færðin er góð
Færð á landinu er yfirleitt góð. Hálendisvegir eru
flestir færir fjallabílum, einstaka leiðir eru þó fær-
ar öllum vel búnum bílum. Á nokkrum stöðum eru
vegavinnuflokkar að lagfæra vegi, meðal annars á
Færð á vegum
Snæfellsnesi og Suðurlandsundirlendi, og ber bíl-
stjórum að virða merkingar áður en komið er að
þeim köflum, þá má búast við steinkasti þar sem
nýbúið er að leggja nýtt slitlag.
Ástand vega
Skafrenningur
0 Steinkast
m Hálka ® Vegavinna-aögát s Öxulþungatakmarkar
C^) ó(ær( CD Þungfært (£) Fært fjallabilum
Magnús Breki
Magnús Breki heitir
litli drengurinn sem hvíl-
ir í fanginu á frænda sín-
um, Brynjari Magnús-
syni. Magnús Breki fædd-
Bam dagsins
ist á fæðingardeild Land-
spítalans 6. maí kl. 14.21.
Við fæðingu var hann
4100 grömm aö þyngd og
55 sentímetra langur. For-
eldrar hans eru Kristín
Magnúsdóttir og Þórður
Þorvarðarson.
Skuggalegir naungar f Dark City.
Dimmaborg
Háskólabíó sýnir framtíðar-
tryllinn Dark City sem Alex
Proyas leikstýrir, sá hinn sami og
leikstýrði hinni athyglisverðu
The Crow. Fjallar myndin um
ungan mann sem dag einn vaknar
upp í ókunnugu hóteli og uppgötv-
ar að hann er raðmorðingi og að
lögreglan er á hælunum á honum.
Vandamálið er að hann man ekki
til þess að hafa nokkum tímann
myrt einn né neinn og það sem
meira er, hann man ekki hver
hann er. Með hjálp læknis fer
hann að púsla saman lífi sínu og í
þeirri viðleitni rekst hann á
skýringuna á því að ,
---------------Y////////
Kvikmyndir
hans er leitað sem
hættulegs morðingja.
Ungur, lítt þekktur leikari, Ruf-
us Sewell, leikur aöalhlutverkið.
Mun þekktari leikarar eru í öör-
um hlutverkum, má þar nefha Ki-
efer Sutherland, William Hurt og
Jennifer Connelly. Alex Proyas er
ástralskur leikstjóri sem hafði
nánast eingöngu verið í gerð tón-
listarmyndbanda og auglýsinga-
gerð þegar honum var boðiö að
gera The Crow á sínum tima.
Nýjar kvikmyndir:
Bíóhöllin: Lethai Weapon 4
Bíóborgin: City of Angels
Háskólabíó: Washington Square
Kringlubíó: Armageddon
Laugarásbíó: Sliding Doors
Regnboginn: Göng tímans
Stjörnubíó: Godzilla
Krossgátan
Lárétt: 1 binda, 7 skemmdu, 9 mjög,
11 grip, 13 afkvæmi, 15 óreiða, 16
karlmannsnafn, 17 látbragð, 18
hrúgi, 20 bolti, 21 utan.
Lóðrétt: 1 sveif, 2 sléttuðu, 3 þröng,
4 risa, 5 til, 6 ástamautnin, 8 lyfti-
tæki, 10 beitan, 12 reiðihljóð, 14
vætu, 17 borðandi, 19 róta.
Lausn á sfðustu krossgátu:
Lárétt: 1 laust, 6 ek, 8 ógna, 9 ein, 10
ginnir, llarinn, 13 at, 14 tæru, 15
urt, 17 sámir, 20 liðugt.
Lóðrétt: 1 lóga, 2 agi, 3 unnir, 4
sannur, 5 teinung, 6 eira, 7 knött, 12
ræsi, 14 tól, 16 rit, 18 áð, 19 ró.
Gengið
Almennt gengi LÍ 25. 08. 1998 kl. 9.15
Eining___________Kaup Sala Tollgengi
Dollar 71,580 71,940 71,490
Pund 117,310 117,910 118,050
Kan. dollar 46,220 46,500 47,570
Dönsk kr. 10,4590 10,5150 10,5130
Norsk kr 9,1430 9,1930 9,4840
Sænsk kr. 8,6580 8,7060 9,0520
Fi. mark 13,0890 13,1670 13,1790
Fra. franki 11,8750 11,9430 11,9500
Belg.franki 1,9301 1,9417 1,9434
Sviss. franki 47,6400 47,9000 47,6800
Holl. gyllini 35,3100 35,5100 35,5400
Þýskt mark 39,8200 40,0200 40,0600
ít. líra 0,040380 0,04064 0,040630
Aust. sch. 5,6570 5,6930 5,6960
Port. escudo 0,3891 0,3915 0,3917
Spá. peseti 0,4688 0,4718 0,4722
Jap. yen 0,494600 0,49760 0,503600
írsktpund 99,820 100,440 100,740
SDR 94,810000 95,38000 95,300000
ECU 78,5900 79,0700 79,1700
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
•4T
T~