Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RV(K, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Oflugri sveitarfélög Gildi sveitarstjórnarstigsins í stjórnsýslunni hefur aukist til muna undanfarin ár. Það er vel. Með því færist stjórn mála nær íbúunum. Það kom fram í ræðu Viíhjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, á landsþingi þess að hlutur sveitarfélaga í útgjöldum hins opinbera hefur aukist á fjórum árum um 5 prósentustig, úr 22 pró- sentum í 27 prósent. Munar þar langmest um flutning grunnskólans frá ríkinu til sveitarfélaganna. Flutningur grunnskólans var mikið verkefni en gekk hnökralítið. Sveitarfélögin hafa mikinn metnað til að efla skólastarflð. Því hefur auknum íjármunum verið varið til þess. Þau útgjöld munu enn aukast vegna einsetningar skólanna og fyrirsjáanlegt er að laun kennara munu hækka. Dla gengur að manna skólana þegar betur launuð störf eru í boði. Sveitarfé- lögin standa því frammi fyrir mikilvægisröðun verk- efna þar sem skólastarf hlýtur að vera í forgangi. Sveitarfélög þurfa að vera af ákveðinni lágmarks- stærð til þess að standa undir nauðsynlegri þjónustu við íbúana. Vegna þessa hafa tugir sveitarfélaga sam- einast undanfarin ár. Ein og sér réðu smæstu sveitar- félög alls ekki við lögbundin verkefni. Lágmarksfjöldi í sveitarfélagi er bundinn við 50 íbúa. Það er augljóst að 50 manna sveitarfélag getur ekki veitt íbúum sínum boðlega þjónustu. Sveitarfé- lögin hafa að vísu leyst hluta vandans með samstarfi við önnur á mörgum sviðum. Heppilegra er þó að hvert sveitarfélag sé af þeirri stærð að það geti stað- ið undir eðlilegum kröfum sem gerðar eru til þess. Því er skynsamleg tillaga sem fram kom á áður- nefndu landsþingi sveitarfélaganna. Þar er gert ráð fyrir því að lágmarksfjöldi í sveitarfélagi verði 800-1000 manns. Flutningsmenn telja að þótt mikill árangur hafi náðst með frjálsri sameiningu sveitarfé- laga taki sú þróun of langan tíma. Mikilvægt sé að efla sveitarstjómarstigið og því beri að setja þessi mörk í lög. Slík lög neyði sveitarfélögin til þess að hraða nauðsynlegri þróun. Þessi lágmarksfjöldi þýðir að sveitarstjórnarmenn í minnstu kaupstöðum og fjölda kauptúna komast ekki hjá því að taka á málun- um. í tillögunni er gefinn tveggja ára aðlögunartími til þess að ná markinu í frjálsum samningum og und- anþágum vegna sérstakra landfræðilegra ástæðna. Stærri og öflugri sveitarfélög eru ekki síst nauðsyn- leg vegna fyrirsjáanlegra viðbótarverkefna á næst- unni. Til stendur að flytja málefni fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaganna. Það er viðamikið verkefni og fjárfrekt, ekki síður en flutningur grunnskólans. Þessi flutningur átti að verða um áramót en var frestað. Fram hefur komið tillaga um að fresta málinu ótímabundið, meðal annars á þeirri forsendu að lög um félagsþjónustu fatlaðra sé gölluð. Óráð er að fresta málinu ótímabundið. Gengið hef- ur verið út frá því að flutningurinn eigi sér stað 1. janúar árið 2000. Ef lögin eru ófullnægjandi ber að breyta þeim svo ljóst sé hver geri hvað og hvemig fjármuna verður aflað til þeirra verka. Hlutur sveit- arfélaganna í opinberum útgjöldum mun því enn aukast. Það gildir það sama um málefni fatlaðra og grunn- skólans. Sveitarfélagið stendur nær íbúunum en rík- ið. Þegar breytingin verður um garð gengin ættu fatl- aðir að fá betri þjónustu. Jónas Haraldsson Heyrðu snöggvast, manni, mig langar að eiga við þig orðastað. - Mér skilst að þú sért einn þeirra sem vilja lækka eigin skatta með því að leggja á auðlindagjald. Þú segir auðlindagjald sanngimismál þar sem verið sé að ganga í sam- eiginlega auðlind þjóðarinnar. En auðlind þjóðarinnar, fiskurinn, væri næsta lítils virði ef enginn væri til að gera úr honum verð- mæti. Er því ekki sanngjamt sam- hliða auðlindagjaldi að við sem ekki vinnum í fiski greiðum þeim fyrir sem sjá um að búa til verð- mæti úr auðlindinni sem ella syndir burt? Yfir á erlenda neytendur? Svo þér finnst slíkt ekki sann- gjarnt, segir bara að enginn hafi Hver á samkvæmt þínum kokkabókum að greiða auðlindaskattinn þegar upp er staðið? Hugsar þú þér að gjaldinu verði veit áfram yfir á erlenda neytendur? spyr greinarhöf. m.a. Heyrðu snoggv ast. manni Kjallarinn Gunnlaugur M. Sigmundsson alþingismaður beðið útgerðar- menn og sjómenn að veiða þennan blessaða fisk, sjó- menn geti bara fengið sér aðra vinnu. Undarlegt að mér skuli ekki hafa dottið þetta í hug. Að þjóðin geti ein- faldlega hætt að gera út og sjómenn- irnir farið að af- greiða í verslun. Það hefði vissulega þann kost að við losnuðum við þref- ið um hvort útgerð og sjómenn eigi að greiða mér og þér fyrir að fá leyfi til að veiða fiskinn í sjónum. Er ég að snúa út úr fyrir þér? Þú vilt ekki að útgerð og sjómenn hætti að veiða fisk, vilt bara að útgerðin greiði leyfisgjald. Þú meinar sem sagt að þeir sem vinna í sjávarútvegi, hvort heldur er sjómenn, fiskverkafólk eða útgerðarfyrirtæki, taki á sig auknar birgðar og verri lífskjör svo þú getir haft það betra sjáifur. Ekki rétt? Hvað áttu við þegar þú segir að tilgangurinn sé ekki að velta þínum byrðum yfir á aðra? Hver á samkvæmt þínum kokkabókum að greiða auðlindaskattinn þegar upp er staðið? Hugsar þú þér að gjaldinu verði velt áfram yfir á erlenda neytend- ur? Að kaupandinn að fiskinum í henni Ameríku, Japan eða á Englandi borgi skattana þína með því að greiða hærra verð fyrir fiskinn? Það væri flott ef lífið væri svona einfalt. En, elsku karlinn minn, láttu ekki hvarfla að þér eitt augnablik að húsmóðir- in í Grímsby eða Boston, sem stendur frammi fyrir því vali hvort hún eigi að kaupa kjúkling í matinn eða fisk frá íslandi, sé tilbú- in að greiða hærra verð fyrir fiskinn einungis af því þú vilt láta aðra greiða skattana þína. Samviskulaus þjóðarsál? Úr því ekki er hægt að velta skattinum yfir á útlendinga liggur ljóst fyrir að innlendir aðil- ar verða að bera veiði- leyfagjaldið sem á að lækka skattana þína. „En auðlind þjóðarínnar, fiskur- inn, værí næsta lítils virði efeng■ inn væri til að gera úr honum verðmæti. Er því ekki sanngjarnt samhliða auðlindagjaldi að við sem ekki vinnum í fiski greiðum þeim fyrir sem sjá um að búa til verðmæti úr auðlindinni sem ella syndir burt.u Lætur þú þér detta i hug að út- gerðin geti borið þetta án þess að það hafi áhrif á skiptahlut sjó- manna eða verðlagningu á fiski sem fer til vinnslu ? Ertu svo grunnhygginn að halda að ef verð á fiski til fiskvinnslu hækki þá komi það ekki niður á launum fiskvinnslufólks? Þvert á móti. Auðlindagjaldið sem þú hugsar að létti undir með þínum eigin skattgreiðslum myndi, ef af yrði, stórskerða afkomu sjómanna og fiskverkafólks um allt land. Á ég að trúa því aö það sé það sem þú vilt? Er þjóðarsálin orðin gjörsam- lega samviskulaus gagnvart því að skerða afkomu efnalítils fisk- verkafólks til þess að fólk í Reykjavík geti sparað sér nokkrar krónur í skatta? Ert þú einn af þeim sem tekur undir með lax- bankastjóranum fyrrverandi sem hafði um milljón á mánuði og legg- ur til að eigin skattar verði lækk- aðir og reikningurinn sendur á fiskverkakonur á Þingeyri eða í Bolungarvík? Ekki svo? Það var nú gott. Nei, bíddu nú við, hvað segir þú núna? Að málið snúist ekki um að færa frá einum í vasa hins heldur um réttlæti. Svo réttlætið er kjarni málsins hjá þér? Þú segir að málstaður þinn snúist um réttlæti en ekki að spara sjálfum þér nokkrar krónur. Úr því þú ert með svona ríka réttlætiskennd dettur mér nokkuð í hug. Hvemig væri að byrja á að leggja auðlindagjald á heita vatnið sem við í Reykja- vík notum til að kynda húsin okkar? Hvað segir þú um það? Hvaða réttlæti er í því að það kosti 51.000 krónum meira að hita 450 rúmmetra hús á Vest- fjörðum en í Reykjavík og að ár- legur húshitunarkostnaður af slíku húsi nemi um 52% af mán- aðarlaunum verkamanns I Reykjavík en á Vestfjörðum fari meira en heil mánaðarlaun verkamanns í húshitunarkostn- að? Og þyki þér auðlindaskattur réttlætismál, eigum við þá ekki að byija á að skattleggja heita vatnið? Eða horfir réttlætið öðru vísi við þegar kemur að þinni eigin buddu? Við getum víst verið sammála um að skattlagning i hvaða formi sem er sé ekki vel til þess fallin að örva frumkvæði og framtak í þjóð- félaginu. Við erum þá sammála um að gleyma þessu með auðlinda- gjaldið, bæði á fisk, heitt vatn og rafmagn, og snúa umræðunni að einhveiju uppbyggjandi. - Þakka þér fyrir spjallið, manni, þú varst skynsamari en ég hélt. Gunnlaugur M. Sigmundsson Skoðanir annarra Sjúkraskrár í aldarfjórðung „Því fer fjarri að Davíð Oddsson hafi í ræðu sinni lýst ástandi, sem kynni að hafa verið til staðar fyrir aldarfjórðungi svo vitnað sé til orða landlæknis. Þvert á móti er ljóst, að það hlýtur að verða for- gangsmál í heilbrigðiskerfinu að bæta hér úr nú þeg- ar.... Stjórn Læknafélags íslands blandaði sér í þess- ar umræður í gær með ályktun, þar sem ummæli forsætisráðherra eru hörmuð og jafnvel farið fram á afsökunarbeiðni. Miðað við þær upplýsingar, sem fram eru komnar hefur stjóm Læknafélagins verið fullfljót á sér og fremur ástæöa til að stjórn félagsins geri grein fyrir því, hvers vegna trúnaðar við sjúk- linga hefur ekki verið betur gætt....“ Úr forystugrein Mbl. 27. ágúst. Ríkið ræður sér sjálft „Síðustu árin hafa menn þrætt um það fyrir dóm- stólum í Þýskalandi hversu hátt hlutfall af tekjum manna hið opinbera megi taka til sín. Hæstiréttur landsins komst að því fyrir þremur árum að hinu opinbera væri ekki heimilt að taka meira en helm- ing tekna manna af þeim með sköttum, í hvaða formi svo sem skattarnir væru. Um þetta hefur síð- an verið deilt og aðrir dómstólar komist að annarri niðurstöðu. Þótt þannig sé ekki Ijóst hvaða heimild- ir hið opinbera hefur er þetta athygliverð umræða. Það viröist yfirleitt álitið sjálfgefið að hið opinbera megi gera nánast hvað sem því sýnist, svo framar- lega sem það setur lög því til stuðnings. Úr Vef-Þjóðviljanum 27. ágúst. Hvað er alþjóðlegra? „Rök fyrir því að selja Landsbankahlut til útlend- inga, í fyllingu tímans hafa komið fram: færa við- skiptavit inn í Landsbankann, en afkomutölur síðustu ára gefa til kynna að þar hafi verið skortur á slíku - fá erlent fé til að greiða niður skuldir í útlöndum (en ekki æsa upp góðærisbálið). Á móti syngja menn „Öxar við ána“. Þetta er merkilegt í ljósi þess að sömu öfl hafa hvergi sparað kynngi sína til að sannfæra fólk um að erlent áhættufé sé eftirsóknarverðara en flest annað í heimi hér. ... Hvað er alþjóðlegra og samofn- ara frjálsri verslun milli ríkja en bankar? Stefán Jón Hafstein í Degi 27. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.