Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Page 3
Grand Tango-hópurinn mun gefa Reykjavík argentínskan blæ um
helgina þegar tangótónleikar hópsins verða haldnir í Iðnó.
Tangó er lífstíll
V/
Orkudrykkurlnn Erektus.
Sjálfsagt ekkert verri en
HlV-drykkurinn á bragöiö og
nafniö ætti aö sefa aö
nokkru þá sem hafa áhyggjur
af hversu þeir - og allt sem á
þeim er - er orðið eitthvaö
slappt, lint og dauft. Hvað er
annars að fólki? Það viröist
enginn geta komist í gegnum
daginn án þess að svolgra í sig
orkudrykkjum á leiöinni. Er lífið
oröið svona feiknarlegt puð? Eöa veröur
fólk þara úrvinda af tilhugsuninni um að
vera til?
Unplugged-tónlelk-
ar Skítamórals á
Astró á fimmtu-
daglnn. Sveitin var
að vinna sér inn
gullplötu eg er þaö
í fýrsta skipti í háa
herrans t!ð sem
einhver ballgrúppan nær þvl á sumar-
vertíö. Til að fagna þessu ætla drengirn-
ir aö spila sig í gegnum gullplðtuna án
þess aö styðjast við Búrfeilsvirkjun,
sjálfum sér og öðrum til til-
breytingar og upplyftingar.
Rolllng Stones-tónleikar
á íslandi. Ekki í sunda-
höfn heldur á Sýn. Á
miðvikudaginn klukkan
sex getur fólk séð á Sýn
(og hlustaö á Stjörnunni)
á það sem það fékk
næstum þvl aö sjá 22.
ágúst og kemur hugsanlega
til með að sjá næsta sumar (þaö
er ef hljómsveitarmeðlimum endist
heilsa og aldur til). Stones verða I þeirri
ágætu knattspymuborg Bremen á miö-
vikudaginn og fá íslendingar tónleikana
senda um gervihnött.
Og Beastle Boys á rás 2. Á laugardags-
kvöidiö klukkan átta (strax eftir kvöldmat
fyrir þá sem ekki kunna á klukku) verður
bein útsending frá tónleikum Beastie
Boys á Reding-hátlðinni á rás 2. Þeir
sveinar voru I fantastuði I New York um
síöustu helgi og það ætti ekki að
vera runnið af þeim enn.
Púsluspil. Og nógu and-
skoti erfið púsluspil.
Kannski ekki al-
hvlt en með svo
óútreiknanlegu
munstri að það raði
sér ekki sjálft. Og
þegar kemur að
óútreiknanlegum
munstrum (eða *»*
munstursleysum) þá
er enginn betri en Pollock sjálfur, slettu-
meistarann, konungur klessumálaranna.
Það fór þá aldrei svo að menn finndu
engin not fyrir tilgangslausustu list allra
tima, ameriska expressionismann.
„í Evrópu hefur tangóinn átt þaö
til að vera svolítið niðumegldur.
Tangó er frjáls í S-Ameríku, hljóm-
fallið er sveigjanlegt og býður upp á
ótal möguleika. Við munum vera
með þess konar tangó,“ segir Olivi-
er Manoury sem er höfuðpaurinn í
Le Grand Tango-hópnum sem
kemur fram með nýja dagskrá
tangótónlistar og dans í Iðnó í
kvöld og á sunnudaginn. Manoury
leikur á bandoneon, hann er búsett-
ur i París ásamt Eddu Erlendsdótt-
ur sem er píanóleikari hópsins. Á
tónleikunum verður spilaður tangó
frá gullaldarárum tónlistarinnar
1930-1960. Hópurinn er skipaður sjö
tónlistarmönnum og tveimur
dönsurum, þeim Hany Hadaya og
Bryndísi HaHdórsdóttur.
„Fyrir dansara er tangóinn frá-
bært viðfangsefni. Hægt er að túlka
allar tilfinningar með honum og
dansinn getur bæði verið taktfastur
eða mjúkur," segir Hany. Hann vill
meina að tangólifstíllinn og goðsögn-
in um harða tangómanninn sem lif-
ir fyrir utan lög og rétt og heillar
dömumar séu orðin svolítið ýkt.
„Hver sem er getur lært að dansa
tangó en það eru þó yflrleitt vissar
týpur sem einbeita sér algjörlega að
honum. í Buenos Aires dansar fólk
oftast frá klukkan eitt að nóttu til
sex á morgnana. Þannig að tangó er
vissulega lífstíll. En goðsögnin um
harða sjálfstæða tangómanninn með
hnífinn og allt það hefur þó verið
ýkt mikið í kvikmyndum," bætir
Hany við.
Le Grand Tango kom einnig fram
í Loftkastalanum á listahátíð 1996 og
vakti þá mikla lukku. Hópurinn
hlakkar mikið til að endurtaka leik-
inn í Iðnó.
„Það voru æðislegar viðtökur.
Tónlistin og dansamir höfðuðu til
allra í salnurn, hvort sem þeir voru
15 eða 85 ára. Við vonumst að sjálf-
sögðu einnig eftir góðum viðtökum í
þetta skiptið. Iðnó er glæsilegt hús
og gæti allt eins verið tangóstaður í
Argentínu," segir Edda píanóleikari.
Haldnir verða þrennir tónleikar i
Iðnó. Auk tónleika klukkan 20.30
bæði kvöldin verða haldnir miðnæt-
urtónleikar á föstudeginum. Þar
gefst fólki kostur á að upplifa stemn-
ingu svipaða þeirri í Buenos Aires
þegar tangódansararnir fara á stjá
um miðnætti. -HÞH
e f n i
Þannig var nú þaö
Viljinn fyrir verkið
Það var ákaflega fallegt á menn-
ingamótt, kvöldstillur eins og svo
oft í Reykjavík og það dimmdi fyrr
en nokkur ætlaði. Þannig eru
haustin. Fólksstraumurinn liðaðist
eftir gangstéttunum og safnaðist
saman í uppistöðulón í Lækjargötu
og niðri við Tjöm. Ef einhverjum
hefði dottið það í hug hefði eflaust
mátt virkja þetta fólk, beisla orkuna,
leysa einhvem andskotann úr læð-
ingi - en það datt engum það í hug.
Eftir flugeldasýningu rann fólk burt,
kvíslaðist í áttir að úthverfúnum aft-
ur. Þeir blautustu smugu inn á bar
eða krá í miðbænum og þornuðu síð-
an upp á sunnudeginum.
Það er voðalega gaman að hitta
fólk úti á götu. Stundum tekur það
mig þrjú korter að labba að heiman
vestan úr bæ og upp á Hlemm,
kjaftatöm á hverju homi. Ég skil vel
að úthverfafólkið vilji reyna þetta
þrisvar á ári, á sautjándanum og
Þorláksmessu og síðan á menning-
arnótt. Ég botna reyndar ekki í
hvers vegna það gerir þetta ekki oft-
ar, hugsanlega leggur það trúnað við
fréttir um að miðbærinn sé hættu-
legur.
Ég fékk mér kaffi á Café Paris eft-
ir að hafa horft á flugeldasýninguna
með börnunum. Við sátum við
gluggann og ég fylgdist með þegar
fólk leið fram hjá glugganum á leið
sinni heim í úthverfin, mett af list-
um og menningu. Ég held að ég hafi
ekki verið venju fremur úrillur en
ég sá ekki að nokkur maður
skemmti sér. Það var varla að ég sæi
mann sem var glaður í sinni, alla
vega ekki svo að hann bæri það utan
á sér. Það eina sem mátti lesa úr
andlitunum var: Þá er þetta búið,
best að drífa sig heim. Þetta var
sami svipurinn og fólk ber sautjánda
júní á leið sinn eftir Lækjargötunni
út i Hljómskálagarð og aftur til baka,
sami svipurinn og fólk er með þegar
það horfir á sjónvarpið og vonast til
að næsti dagskrárliður verði skárri.
Menningarnótt í Reykjavík er
undarlegt fyrirbrigði. Borgaryfir-
völd ráða eina manneskju í hálfs
dags vinnu í þrjá mánuði til að
hringja í listamenn og sníkja út úr
þeim ókeypis skemmtiatriði, dag-
skrá, sýningu - bara eitthvað. Get-
urðu ekki gert eitthvað sniðugt?
Gleypt eld, ókei, það finnst mörgum
gaman að þvi. Lesið upp ljöð úti í
Tjamarhólma, vá, en æðislegt. Nei,
því miður, við borgum ekki fyrir
neitt. Borgin treystir sér ekki til að
eyða meiru en þessum skítalaunum
sem ég er á og svo náttúrlega ein-
hverju í auglýsingar. Borgarstjórn
vill endilega halda menningarnótt og
þiggja heiðurinn og allt það, en bara
ef það kostar ekki neitt.
Það er talið að um 30.000 manns
hafi farið niður í bæ á menning-
amótt. Um 250 þeirra hafa komist
fyrir í Iðnó, kannski 70 á Súfistanum
og 350 í Hallgrímskirkju. Hinir
29.330 urðu að láta sér nægja að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir heldur tölu sína við upphaf menningarnætur.
Reykjavíkurborg tímir ekki að borga fyrir menninguna sem boðið var upp á
en vill endilega eigna sér heiðurlnn af henni.
kaupa klámljóð af Berki Gunnars-
syni eða horfa á atvinnulausa
krakka úr Hinu húsinu gleypa eld.
Og sýna sig og sjá aðra, heilsa göml-
um bekkjarfélögum og allt það.
Kringlan var smekkfull á 15 ára
afmæli hússins, Laugavegurinn er
troðinn á löngum laugardögum, það
er hellingur af fólki í Kolaportinu
um hverja helgi. Fyrir nokkrum
áram var haldinn rútudagur við
Umferðarmiðstöðina, rúta var hífð
upp á þak og fólki boðið að sitja í
rútu sem keyrði hring um bæinn.
Það mættu 10.000 manns. Fólk virð-
ist alltaf til í smátilbreytingu. Það
vill svoldið fjör, alla vega annað slag-
ið. En verður að láta sér rútudaga
nægja. Og eldgleypa.
Það er í raun óendanlega sorglegt
að Reykjavikurborg skuli ekki svara
óskum fólks um menningarnótt í
Reykjavík. Hvers vegna var sinfóní-
an ekki með miðnæturtónleika á
Arnarhóli? Var ekki hægt að dreifa
litlum kammersveitum um Hljóm-
skálagarðinn og leyfa fólki að labba
inn og út úr verkunum? Hvers vegna
voru ekki haldnir tónleikar á
pramma sem var látinn lóna í höfn-
inni? Af hveiju fengu ungir mynd-
listarmenn ekki lyklana að Hafnar-
húsinu til að setja þar upp eins kon-
ar gullströnd sem andar? Hvers
vegna flaggaði Reykjavíkurborg ekki
menningu úr því hún þykist vera
svona elsk að henni?
Menningarnótt í Reykjavík hefur
ekki upp listir eða menningu. Hún
dregur hins vegar fram í dagsljósið
ákveðinn löst í þjóðarkarakternum,
það er að taka vHjann fyrir verkið.
Við virðumst alltaf vera tilbúin að
tjasla einhverju upp og nefna það
það sem við vildum að það hefði orð-
ið. Og við sættum okkur við þetta.
Við fóram niður í bæ þótt þar sé
ekki boðið upp á nokkurn skapaðan
hlut annan en gamla skólafélaga. Og
auðvitað fógnum við þeim þegar við
rekumst á þá.
Gunnar Smári Egilsson
Alda Björk
Setti
íslandsmet
á breska
listanum 4
Jónas Kristjánsson
á Hard Rock Café
Fyrir þá sem vilja ekki
annað en skyndibita 6
Hvaða fólk
kemur hingað?
Yffir hálfan
hnöttinn til
að skoða
uppstoppuð
typpi 6-7
Magga Stína
Það er í tísku
að „meika það“
Þungarokkararnir í Korn
Vá! Hvað þeir
eru hressir! 1Ó
Hrottalegustu morð
tuttugustu aldar
Hryllingsborgin
Reykjavík 12-13
Hállgrímur
Helgason
Ætlum að
einangra
ísienska
erfðagenið
Úlfhildur Dagsdóttir
íslenskar spennu-
myndir of listrænar 19
Guðni Elísson
dæmir Sporlaust
Slæmar holur
í plottinu
Stilluppsteypa
íslendingar
sem eru
neðanjarðar
í Hollandi
Hvað er að gerast?
Klassík...................4
Leikhús ..................4
Veitingahús ..............6
Popp.....................11
Myndlist.................13
Sjónvarp..............14-18
Bíó......................20
Hverjir voru hvar........22
llia|H F 6 k u s
fylgir DV á
föstudögum
Forsíðumyndina tók
Teitur af Möggu Stínu
28. ágúst 1998 f ÓkUS
3