Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Page 7
Þorsteinn: „Hann: Mér finnst allir vera að horfa á skallann á mér. Hún: Hvaða vitleysa?" Þorvaldun „Þetta fólk er alls ekki túristar heldur dul- búnir Islendingar á leiðinni í Kolaportið. Ótrúlegt hvað fólk getur verið misloðið." Eva María: „Þarna eru loks túristar með sjálfstæð- an stll, hún vill vera sjett- eruð og tekst það. Bless- unarlega laus við fótlaga- sandala, bakpoka og Gore- tex. Svona hvatskeytt í framan gæti þessi frú lent í hrókasamræðum í Kola- portinu eða I almennings- vagni. Það yrði hápunktur ferðarinnar.” Jakob Bjarnar: „Ég verð nú að viðurkenna að ég er feginn því að sjá ekki framan á þetta par - ekki vegna þess að ég sé meira fyrir baksvipi - heldur segir skelfingar- svipurinn á þeim sem mæta parinu allt sem segja þarf.“ Helga Braga: „Hún er módel og auglýsir sjampó og hann er pródúsentinn og neyddi hana til að koma með sér til fslands. Hann keypti grænar peysur. Mjög smart par, sérstaklega rauða vinabandið um hægri öklann á honurn." Þorvaldun „Þetta gætu verið Ameríkanar. Opna buxnaklaufin bendir þó til þess að eiginmaður- inn a.m.k. sé Breti. Eftir að myndin var tekin er sennilegt að hann hafi nælt sér í gúrku í 10-11 án þess að borga.“ Jakob Bjarnar: „Ég veit af manni nokkrum sem óttast fátt meira en að festast á mynd hjá túristum. Þess vegna er hann gjarnan með kjánaleg höfuðföt því að hann heldur að túrist- arnir taki ekki myndir af öðrum túristum. En þarna hefur hann verið nappaður af Ijósmynd- ara DV sem túristi - eitt- hvað sem var erfitt að sjá fyrir. Eða er þetta ekki örugglega hann?“ Helga Braga: „I wanna kill you!“ Þorsteinn: „Ertu með minjagrip I buxunum eða ertu bara svona ánægður að sjá mig?“ Jakob Bjarnar: „Ég fyllist þjóðarstolti þegar ég geri mér grein fyrir því að ég tilheyri þjóð sem eins óttaslegin kona og hún þessi telur sér óhætt að sækja heim.“ Helga Braga: „Henni er greinilega mjög illt í maganum og eitthvað sorgmædd í sálinni en hárgreiðslan er góð.“ Þorvaldur „Hér sannast að venjulegar ömmur eru að verða eins konar túristar í miðbænum. Þessi býr að vísu á Akranesi (skórnir koma upp um hana).“ Þorsteinn: „Þetta er Sigurjón Kjartansson. Hann er að forðast frægðina." Eva María: „Þau gætu verið hvaðan sem er úr heiminum, nema héðan, það sem kemur upp um þau er hvernig þau grúfa sig yfir bók. Konan (mér sýnist hún vera með skegg) heldur fyrir vit sér af skömm yfir að vera svona túristaleg. Hún gæti bætt úr því með því að setja falskan kjöl á vegahandbókina." Þorsteinn: „Lars segir: Samanburðar- rannsóknir sýna að 20 prósent kvenna upplifa aldrei fullnægingu. Lena svarar: Þú felur þig alltaf á bak við tölfræði, Lars.“ Þorvaldun „Þessi mynd er talandi dæmi um utanríkisstefnu Bandaríkj- anna. Þeim er alveg sama þó öllum öðrum finnist hallærislegt að vera með myndavél á maganum og vasana út- troðna af bæklingum. Þeir koma sarnt." Eva María: „Þetta er ófögur sjón; myndavél á maga og bæklingar í vasa nálgast að vera sjónmengun í augum viðkvæmra fagurkera." Þorsteinn: „Þetta er ekki túristi. Þetta er ég, dulbúinn sem Lena Pippen. Þetta er mín aðferð til að forðast frægðina niðri í bæ.“ Helga Braga: „lceland sucks.“ Jakob Bjarnar: „Hún er með foreldrum sínum í ferðalagi og leiðist óendanlega. í leiðindum sínum ákvað hún að líta við í Rammagerðinni sem varð síst tii að bæta hennar geð.“ Þorvaldur „Ef myndin prentast ótrúlega vel sést að þessi hafa bæði látið mömmu sína stytta buxurnar sínar. Þau eru því þýsk. Svo eru þau að leita að reglum um ís- lenska mannasiði í einhverjum bæklingi en finna náttúrlega ekkert." Helga Braga: „Hann hefur greinilega skipulagt ferðina og er kominn í smábobba. Ástarfíkni- og flóttafíkniferlið er komið á ískyggilegt skrið." Jakob Bjarnar: „Þetta er sú tegund ferðamanna sem Magnús Oddsson vill helst ekki sjá hérlendis. Snauðir námsmenn, líkast til nískir Þjóðverjar, sem villtust í kúrs um norræna goðafræði og eru að reyna að bæta einkunnir sínar með því að geta gasprað kumpánlega við kennarana um ferð sína til fslands." Mannaskoðarar: Þorvaldur Sverrisson vinnur nú að dokt- orsritgerð sinni í heimspeki ásamt því að starfa fyrir GSP-aimannatengsl að mark- aðsmáium. Eva María Jónsdóttir er leik- kona og var einn af umsjónarmönnum Dagsljóss síðastliðinn vetur. Að öllum lík- indum mun hún birtast á ný á skjánum næsta vetur og þá í nýju hlutverki. Jakob Bjarnar Grétarsson er Hafnfirðingur og útvarpsmaður. Hann er umsjónarmaður síðdegisþáttar Bylgjunnar, Á þjóðbraut, ásamt þvi að leysa sveitunga sina í King Kong af þegar þeir fá sumarfrí. Jakob sjálf- ur fær aidrei frí. Helga Braga Jónsdóttir er leikkona og er nú á ferðalagi erlendis - sem túristi. Þorsteinn Guðmundsson er leikari. Hann hefur starfað með Fóstbræðr- um á Stöð 2 en vinnur fyrir sér með hug- myndavinnu fyrir auglýsingastofur. Bellatrix á stökk- pallinn Kolrössumar í Bellatrix halda ótrauðar áfram leitinni að hinu gullna meiki í Bretlandi og taka þátt í poppmessunni In the City sem fer fram í Manchester um miðjan september. Þetta er í sjö- unda skipti sem poppmessan fer fram. In the City er eins konar markaðstorg þar sem bransaliðið mætir í haugum til að njósna um óþekkt og í flestum tilfellum ósamningsbundin bönd. Sveitir eins og Oasis, Placebo, Kula Shaker, Elastica og Kenickie hafa allar spilað sig á samning á þess- ari hátíð svo það er eftir miklu að slægjast fyrir þær í Bellatrix og vonandi að heppnin verði með þeim. Alls verða 53 sveitir í pottin- um auk Bellatrix, þ. á m. Rolan Bolan and The Brothers Bounce, en Rolan er sonur látna glysrokk- arans Marcs Bolans og hefur bandið því þegar vakið áhuga. Til að auka vægi poppmessunnar munu nokkiu- þekkt bönd koma fram, t.d. hassrapparamir í Cy- press Hill, unglingapönkbandið Idlewild og tölvurokkararnir í Republica. sumar ‘98 fÖS. 28. ágúst: SJALLINN AKUREYRI lau. 29. ágúst: SAUÐÁRKRÓKURINN fös. 04. sept: INGHÓLL, SELFOSSI lau. 05. sept: LOKATÓNLEIKAR, BRODWAY ásamt gestum, vinum & vandamönnum... 28. ágúst 1998 f Ó k U S 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.