Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Qupperneq 10
popp
Álafoss föt bezt. Hljómsveitin Karma mun í
fyrsta sinn leika á þessum fyrirtaks
skemmtistað i Mosfellsbæ um helgina.
Feltl dvergurlnn. Einar Jónsson er góður
tónlistarmaöur. Hann ætlar að leika fyrir
gesti bæði í kvöld og annað kvöid.
Slr Ollver. Blúsdúettinn Barflugan verður
þar í kvöld og annað kvöld.
Gaukur á Stöng. Sveitaballastemning bæöi
kvöldin með hjálp hljómsveitarinnar GOS.
Naustkjallarlnn. Plötusnúöurinn Skugga-
Baldur þeytir skífum bæði kvöldin.
Fjaran. Lfkt og fyrri helgar leikur Jón Möller
rómantíska píanótónlist fyrir matargesti.
Fógetlnn. Hljómsveitin Blál flðrlngurlnn
heldur uppi fjörinu þar í kvöld og annað
kvöld.
Fjörugarburlnn. Dansleikir verða bæöi
kvöldin og það er hljómsveit Rúnars Júlíus-
sonar ásamt Magnúsl Kjartanssynl sem
leikur svo fólk geti dansað. í víkingaveislum
helgarinnar skemmtir hins vegar Víklnga-
sveltln.
Grand Hótel v/Sigtún. Gunnar Páll heldur
áfram aö leika og syngja perlur fyrir gesti
hótelsins um helgina. Byrjar klukkan sjö og
hættir um ellefuleytið.
Krlnglukráln. Hljómsveitin Sín er hrikalega
dugleg aö spila og verður öll þijú kvöldin um
helgina í aöalsal. f Leikstofunni veröur hins
vegar Vlðar Jónsson með tónaflóö.
Amsterdam. Um helgina spilar hljómsveitin
B.P. (áður BP og þegiöu Ingibjörg).
Hótel Saga. MJöll Hólm og Skúll veröa meö
lifandi tónlist á Mímisbar í kvöld og annað
kvöld. I Súlnasal veröa Páll Óskar og
Caslno svo meö ball annað kvöld. Salinn
þann er verið að opna aftur núna eftir lag-
færingar og hann er víst rosaflottur. Forsala
aðgöngumiöa er í Japisbúöunum.
Næturgalinn. i kvöld og annaö kvöld leika
Stefán P. og Pétur en gestasöngvari veröur
Anna Vilhjálms.
Café Romance. Llz Gammon er komin til aö
skemmta gestum staöarins næstu vikurnar.
Matargestir Café Óperu fá líka að hlýða á
Liz fram eftir kvöldi.
Broadway. Þar veröur Skítamórall annað
kvöld á brjáluðu Vestmannaeyjakvöldi sem
haldið er á vegum ÍBV. Fjölmargt verður gert
til skemmtunar ogtil dæmis verður hinn eini
sanni Árni Johnsen með „Brekkusöng",
jeeee.
Kaffi Reykjavík. Hálft í hvoru var í gær,
verður þar í kvöld og líka á morgun. Á sunnu-
dags- og mánudagskvöld leysir Eyjólfur
Kristjánsson þessa ágætu hljómsveit af og
á þriðjudagskvöldið verða Rut Reglnalds og
Blrgir Blrgisson á staönum.
Gullöldln. Þar skemmta þeir Svensen og
Hallfunkel bæði kvöldin.
Menntaskóllnn vlð Hamrahlíð. I norðurkjall-
aranum ætla MAUS-menn að halda sína ár-
legu rokktónleika í fimmta sinn í kvöld.
Hljómsveitirnar Stæner og Bisund leika meö
jjeim.
Sveitaböll
Café Keflavík. Hljómsveitin Buttercup verö-
ur þar annað kvöld.
Skothúslb I Kefiavík. Skítamórall verður þar
I kvöld og til að halda uppi góðum móral
veröur hinn spaugsami Stelnn Ármann
Magnússon með I för.
TJald galdramannslns I Skagafiröi. I Lónkoti
veröur dansleikur á morgun þar sem dúett-
inn Cantabile leikur almenna danstónlist og
gamla slagara. Dúettinn skipa Gunnar
Tryggvason og Herdís Ármannsdóttir.
Stapl. Stuðmenn munu trylia Suöurnesja-
menn I Stapanum á morgun.
SJalllnn á Akureyri. f kvöld veröur þar geysi-
mikið stuð undir stjórn Sálarlnnar hans Jóns
míns en annaö kvöld ætla þeir í Reggae on
lce aö spila á sama stað.
Kaffl Krókur á Sauöárkróki. Eftir fjörið á Ak-
ureyri mætir Sálln hans Jóns míns galvösk
á Krókinn og spilar þar á laugardagskvöld.
Með I för er rokksöngvarinn Pétur Krlstjáns-
son og gitarleikarinn Slgurður Gröndal.
Hötel Mælifell á Sauðárkróki. Hljómsveitin
Buttercup veröur þar með sveitaball i kvöld.
Rosafjör á Sauðárkróki um helgina.
Réttln í Othlíð. Hljómsveitin eldhressa
Slxtles leikur þar fýrir dansi annað kvöld.
Inghóll á Selfossi. Sóldögg heldur þar uppi
fjörinu á morgun.
Hreðavatnsskáli. Siðasti dansleikur sum-
arsins verður þar á morgun og það verða
hinir ódauðlegu Grelfar sem kveöja sumarið
í sveitinni.
Slndrabær á Höfn. Við Hornafjöröinn leikur i
kvöld hljómsveitin Á mótl sól.
Valhöll á Eskifirði. A mótl sól verður komin
i þetta fina félagsheimili annaö kvöld til að
spila.
Félagsgarður í Kjós. Bubbl Morthens er á
ferðalagi um landsbyggðina þessa dagana.
Hann er með tónleikaröð sem hann kallar í
gegnum tíðina. Hann hefur upp raust sina
klukkan níu i Kjósinni annað kvöld.
meira a.
www.visir.is
Vá! Þið eruð svo hressir!
Kom eru flmm þungarokkarar á
þrítugsaldri og státa af persónulegu
sambandi við aðdáendur sína. „Það
svalasta við Kom er að við höfum
haldið okkur neðanjarðar og eigum
sanna aðdáendur," segir Jonathan
Davis söngvari. „Þeir eru herskáir
og alveg vitlausir í okkur.“ Sveitin
fór snemma að nota Intemetiö til að
þjónusta rokkáhugamennina og
buðu t.d. upp á beina útsendingu úr
hljóðverinu þegar nýja platan var
tekin upp.
Fyrri plötur Korn em báðar plat-
ínu-plötur í Bandaríkjunum og sú
nýja ætti auðveldlega að seljast jafn-
vel. Til stendur kynningartúr í sept-
ember. „Fjölskyldugildin" kallar
sveitin pakkann í gríni og Orgy,
Limp Bizkit, Rammstein og Ice Cube
verða með í fór. Þessar sveitir era
allar tengdar Kom. Sveitin gefur
Orgy merkinu Elmentree sem þeir
eiga, Rammstein hefur rímixað fyr-
ir Kom og Fred Durst úr Limp
Bizkit og Ice Cube syngja á nýju
plötunni.
Jonathan er andlit Korn en var þó
síðastur til að ganga í bandið. Hinir
höfðu spilað saman í ýmsum bönd-
um í sveitasælunni í Bakersfield,
Kalifomíu, þ.á m. sem Creep, og
fóra til Los Angeles til að reyna að
meika það. Þeir fundu Jonathan í
íslenski i i s t i n n(
NR. 287
vikuna 27.8-3.9. 1998
Sætl Vikur j_AG
FLYTJANDI
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
I DONT WANTTO MISS ATHING ...............AEROSMITH
IVIVA FOREVER................................SPICE GIRLS
ANOTHER ONE BITES THE DUST ... .QUEEN/WYCLEF FEAT P...
INTERGALACTIC .........................BEASTIE BOYS
THE BOY IS MINE....................BRANDY & MONICA
COME WITH ME......PUFF DADDY & JIMMY PAGE (GODZILLA)
ENJOYTHE SILENCE ..........................FAILURE
SAINT JOE 0N THE SCH00L BUS......MARCY PLAYGROUND
ANGEL ...............................MASSIVE ATTACK
TIME AFTER TIME ...............................INOJ
IMMORTALITY.................................CELINE DION
DRINKING IN LA.......................BRAN VAN 3000
LIFE ..................................... DES’REE
21/8 14/8
1 1
11
13 21
2 2
12 20
11 16
14 4 ALL’BOUTTHE M0NEY MEJA 32 37
15 7 DEEPER UNDERGR0UND JAMIROQUAI 4 3
16 5 YOU’RE MY HEART, YOU'RE MY S0UL MODERN TALKING 16 17
17 1 PURE M0RNING PLACEBO 1 H S T T
18 8 REALG00DTIME ALDA ÓLAFSDÓTTIR 18 8
19 12 SPACE QUEEN 10 SPEED 14 7
20 3 SÍLIK0N SKÍTAMÓRALL 35 35
21 5 L0VELY DAZE DJ JASSY JEFF 8> FRESH PRINCE 26 29
22 7 1 THINK l'M PARAN0ID GARBAGE 15 9
23 8 GET IT 0N REAL FLAVAS 20 13
24 4 ABANIBI . .PÁLL ÓSKAR &. CASINO 19 10
25 4 1 BEL0NG T0 Y0U LENNY KRAVITZ 33 39
26 7 BECAUSE WE WANTT0 BILLIE 24 30
27 1 L00KING F0R L0VE KAREN RAMIREZ 1 H V T T
28 6 0RGINAL .SÁLIN HANS JÓNS MÍNS 28 23
29 7 TERLÍN LAND OG SYNIR 21 19
30 3 STRIPPED RAMMSTEIN 34 38
31 6 ÉG ER BARA EINS 0G ÉG ER STUÐMENN 18 25
32 1 L0VE UNLIMITED .. .FUN LOVIN'CRIMINAL 1 N V T T 1
33 5 1 D0NTWANTT0 KN0W LHOOQ 22 22
34 2 STELPUR Á MÓTI SÓL 39 -
35 6 HALTU MÉR GREIFARNIR 23 14
36 7 CRUEL SUMMER ACE OF BASE 25 27
37 2 MY FAVOURITE MISTAKE SHERYL CROW 38 -
38 6 CRUSH JENNIFER PAIGE 27 24
39 1 NEW KIND OF MEDICINE ULTRA NATE | H V T T
40 1 WANTYOU BACK CLEOPATRA | M S T T
Taktu þátt í vali listans
í síma 550 0044
989
uamhvi
íslenskl listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar og DV. Hringt er
f 300 til 400 manns á aldrinum 14 til 35 ára, af öllu landinu.
Einnig getur fólk hringt f sfma 550 0044 og tekifi þátt f vali
listans. íslenski listinn er Frumfluttur á fimmtudagskvöldum á
Bylgjunnl kl. 20.00 og er birtur á hverjum föstudegi f DV. Listinn
er jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á hverjum laugardegi kl.
16.00. Ustinn er birtur, að hluta, f textavarpi MTV sjönvarps-
stöðvarinnar. íslenski listinn tekur þátt f vali „World Chart“ sem
Framleiddur er af Radio Express f Los Angeles. Einnig hefur hann
áhrif á Evrópulistann sem birtur er f tönlistarblaðinu Music &
Media sem er rekið af bandarfska tónlistarblaðinu ÐiTlboard.
Yfirumsjón meö skoSanakðnnun: HaTldóra Hauksdóttlr - Framkvapmd kðnnunar. Markaösdrild OV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit, heimlldaröflun og
yflrumsjðn með framlelJslu: ívar Guðmundsson - Tarknistjðrn og framlelðsla: Forstelnn Asaeirsson og Kiinn Steinsson - Utsendingastjdrn:
Ásgeir Kolbelnsson og Jóhann Jóhannsson - Kynnlr f útvarpi: Ivar Guðmundsson
Þungarokkið lifir enn góðu Iffi og nýjar framvarða-
sveitir eins og Deftones, Soulfly og Marílyn Manson
hafa blásið nýjum krafti í músíkstefnuna. Hljómsveit-
in Kom er eitt af stærstu nöfnunum og með þríðju
plötu sinni, „Follow the Leader“, sem kom út nýlega,
ættu þeir enn að styrkja stöðuna.
heimsókn til heimahaganna en þá
var hann byrjaður að syngja með
Sexart. Sem barn hlustaði Jonathan
á klassík og spilaði á sekkjapípu.
Þegar vel liggur á honum spúar
hann á sekkjapípu með Kom. Áður
en hann fór í rokkið vann hann sem
aðstoðarmaður við krufningar i lík-
húsi bæjarins. Djobbið hafði vitan-
lega áhrif á lífsskoðanir Jonathans
og síðar myrka og holdlega textana
með Korn. „Út af tónlistinni og text-
unum heldur fólk að við séum nið-
urdregnir og á barmi sjáifsmorðs.
Svo hittir það okkur og segir: Vá!
þið erað svo hressir!"
Auðvitað eru Korn hressir, enda
rokkarar. Texta nýju plötunnar
samdi Jonathan í einangrun á hótel-
herbergi, kom þangað skríðandi eft-
ir næturlangt sukk meö félögum sín-
um og settist viö skriftir. „StöfRð
flæðir úr mér þegar ég er fullur,"
segir hann.
Rokkarinn er vitanlega í sálar-
kreppu yfir að eiga loksins pening
og geta leyft sér það sem hann vill:
„Ég bjó í bílskúr og lifði á tekexi,“
segir Jonathan. „Ég hef breyst svo
mikið. Það er klikkað. Ég er á hálf-
gerðu mótþróaskeiði. Stundum
hugsa ég; ég á peninga, ég er ekki
ekta lengur. Mér líður eins og ég sé
með einn fót í gamla lífmu og einn í
því nýja. Kannski ætti ég bara að
viðurkenna hvemig komið er fyrir
mér og njóta þess.“
-glh
plötudómur
Tvíhöfdi -
Til hamingju: ★★★★
Gnarr og Grjóni grínast
Mér finnst Tvíhöfðamir fyndnir.
Óstjómlega hlægilegir þegar þeir
era fyndnastir og jafnvel enn fyndn-
ari þegar þeir eru hundleiðinlegir
(Óákveðni gæinn, Smásálin). Þannig
er þaö bara. Og það sem meira er,
þeir eru enn þá fyndnir þótt þeir
hafi verið hlægilegir í þónokkur ár.
Þetta þykir mér afrek því venjulega
finnst manni allt fyndnast fyrst. Rad-
íusbræður vora t.d. sprenghlægileg-
ir í byrjun, og jafnvel Spaugstofan
var fyndin þegar amma var ung og
Ragnar Reykás birtist fyrst á skján-
um.
Líklega er það merki um einhvern
vanþroska í mér að hafa enn þá
svona gaman af Tvíhöfða en ég segi
án þess að hugsa mig tvisvar um að
Jón Gnarr og Sigurjón Kjartans-
son eru fyndnasta grínpar sem
nokkurn tímann hefur reynt að vera
fyndið á íslandi. Halli og Laddi á sin-
um hápunkti era auðvitað helvíti
nálægt en aðrir eiga ekki séns. Auð-
vitað hefði samt „Til hamingju" get-
að orðiö helmingi fyndnari. Aðal
Tvíhöfða hefur bara alltaf verið
kæruleysi og þessum diski hafa grín-
ararnir rumpað upp án mikillar um-
hugsunar. Einhvern veginn rámar
mann í eitthvað miklu fyndnara stöff
frá þeim og það hefði því vel mátt
sleppa helmingnum hér og setja eitt-
hvað fyndnara í staðinn. Auglýs-
ingastefin úr útvarpinu eru t.d. ekk-
ert svo fyndin og „Útlenska lagið" í
tveimur útgáfum er of mikið af því
góða. Þá er margt grínið einum of
fyrirsjáanlegt og fimmaurabrandara-
legt, en samt varla nógu leiðinlegt til
að vera fyndið.
En þetta er óþarfa neikvæðni og
tuð því þegar fiflagangurinn er
fyndnastur er hann ógeðslega fynd-
inn og þó kannski bara 1/4 sé þannig
á plötunni er það þó nóg til að hala
inn 4 stjörnur. „Almenningssalerni"
skýtur t.d. kúk og pisshúmornum í
algjörlega nýjar og hástemmdar
//tw/mmu
„Þegar fíflagangurinn er
fyndnastur er hann ógeðslega
fyndinn og þó kannski bara
1/4 sé þannig á plötunni
er það þó nóg til að hala
inn 4 stjörnur. “
hæðir, „Plötubúð” er fáránlega
nærri sannleikanum og því bráð-
fyndið fyrir þá sem hafa einhvern
tímann unnið í plötubúð, „Fimmtu-
dagsviöreynslan 1 & 2“ eru ógleym-
anleg gullkorn og „Amfetamínster-
ar“ geggjað. Svona mætti vafalaust
lengi telja því á diskinn hefúr verið
troðið 51 gríni á 74 mínútum. Þeir
sem hafa gaman af Tvíhöfða (og þeir
eru margir miðað við plötusölu)
ættu að hitta á eitthvað sem þeim
finnst fyndið og jafnvel þau nörd
sem taka upp hvern einasta þátt úr
útvarpinu og líta á grínið sem trúar-
brögö og gera lítið annað en að vitna
i Gnarr og Grjóna þegar þeir fá sér í
glas, já jafnvel þeir ættu að finna hér
eitthvað sem þeir hafa ekki tekið
upp. Leggjumst svo bara öll á bæn og
biðjum að strákarnir verði fyndnir
áfram og geti lifað af þessu. Það væri
ömurlegt að sjá á eftir þessum sniil-
ingum í eitthvert hundleiðinlegt 9-5
djobb.
Gunnar Hjálmarsson
f Ó k U S 28. ágúst 1998