Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Qupperneq 13
I I 1 I i ! t l ; I ■ október 1961 ákváðu hjón í íbúð í fjölbýlishúsi við Laugar- nesveginn að stunda ástar- leiki á svefn- bekk frammi í stofu svo þau myndu ekki vekja krakkana. Eiginkonan var drukkin og varð á að hrópa í sífellu nafn annars manns en eiginmanns- ins. Við það rann æði á eiginmanninn sem barði konuna svo illa að dauði hlaust af. Börnin höfðu vaknað við átökin. Maðurinn hélt þeim þó frá stofunni þar sem atburðurinn hafði átt sér stað. Hann hlaut 6 ára fangelsi fyrir verknaðinn. ICjukkan 7.15 að m o r g n i f i m m t u - dagsins 18. janúar 1968 var lögregl- an kvödd að bílastæði við Laugalæk nokkuð fyrir norðan Sundlaugaveg þar sem eitthvað þótti athugavert við ökumann leigubifreiðar sem þar var. Við at- hugun kom í ljós að maðurinn, sem var 42 ára, var látinn eftir að hafa verið skotinn í hnakk- ann. Þrátt fyrir mikil réttarhöld var enginn maður sakfelldur fyrir morðið. w unnu- daginn 25. janúar 1981 myrti 27 ára gömul kona 38 ára eiginmann sinn með því að hella bensíni yfir hann og kveikja í þar sem hann lá í ölvunarsvefni í íbúð á 3. hæð til vinstri í fjölbýlishúsi við Kötlufell. Með þessu stefndi hún um leið lífi annarra íbúa hússins í hættu. Hjónin bjuggu í íbúðinni ásamt tveim ungum börnum þeirra, 5 ára dreng og 6 ára stúlku, sem konan fór með út úr íbúðinni skömmu fyrir verknaðinn. Sambúðarörðugleik- ar höfðu verið í hjónabandinu vegna ofneyslu mannsins á áfengi og konan taldi þetta einu leið- ina til að losna við eiginmanninn. Þess má geta að hún sneri aftur til íbúðarinn- ar nokkru eftir íkveikjuna til að leita hjálpar en það var orðið of seint. Hún hlaut 14 ára fangels- isdóm. Opnanir Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarBar. Við rnörk málverksins, samsýning Jóns Óskars, Guöjóns Bjarnasonar og Bjarna Sigurbjörnssonar verBur opnuð kl. 16 á morg- un. Á sama tíma opnar Hanna Kristín Gunn- arsdóttir Ijósmyndari sýninguna Stefaníu í kaffistofu hússins. Sýningarnar standa til 14. ágúst. Opið alla daga nema þriðj. ki. 12-18. Fiskurinn, Skólavörðustíg. Enn mæta listamenn í pörum í Fiskinn, nú eru það meistari Hreinn Frlöfinsson og Eglll Snæbjörnsson, sem opna sýningu sína á morgun. Llstasafniö á Akureyri. Á morgun kl. 16 verö- ur opnuð sýningin Skjáir veruleikans á verkum 10 evrópskra listmálara; fulltrúar jslands eru Daöl Guöbjörnsson og Helgi Þorgils Friöjóns- son. Hún stendur til 18. okt. og verður opin kl. 14-18 alla daga nema mán. World Class, Fellsmúla 34. Sunnudaginn 30. ágúst kl. 14 mun hefjast fyrsta myndlistarsýn- ing Ellýar (í Q4U). Llstasafn ASÍ. Á morgun kl. 16 verða opnað- ar tvær sýningar. Ásmundarsalur: Slgriöur Ólafsdóttlr sýnir olíumálverk. Gryfjan: Helena Guttormsdóttir sýnir oliumálverk. Opið frá 14-18 alla daga nema mán. Sýningin stendur til 13. september. Norræna húsiö. Á morgun kl. 15 verður opnuð sýning á verkum Rojs Fribergs. Sýningin verð- ur opin kl. 14-18 alla daga nema mán. til 27. september. Galleri Geyslr. Listasmiðja Hins hússins opn- ar sýningu á verkum sínum á morgun kl. 16. Hún stendur til 13. september. Gallerí Hár og List. Brynja Árnadóttir opnar sýningu á pennateikningum á morgun kl. 14. Opið verður á virkum dögum frá kl. 9-18 en um helgar frá 14-18 til 17. september. Síðustu forvöð Ráöhús Reykjavíkur. Sýningu á verkum Diet- ers Roth lýkur á sunnudag. Ekki missa af henni. Opið kl. 8-19 virka daga og 10-18 um helgar. Kjarvalsstaöir. Sýning á verkum í eigu safns- ins, Stiklað í straumnum, lýkur á sunnudag. Opiö kl. 10-18 alla daga og kl. 16 á sunnu- dag er leiðsögn um sýninguna. Stöölakot við Bókhlöðustíg. Sýningu Ásdísar Guöjónsdóttur lýkur á sunnudag. Opiö dag- lega kl. 14-18. Listasafn Kópavogs. Geröarsafn. Sýningu Krlstínar Guöjónsdóttur lýkur á sunnudag. Opið alla daga nema mán. kl. 12-18. Gilfélaglö, Kaupvangsstræti 23. Sýningu Að- alsteins Vestmanns lýkur 30. ágúst. Aðrar sýningar Árþúsundasafnið, 1 risi Fálkahússins, Hafnar- stræti 1. Sýning Grelpars Ægis er opin frá 9-19 alla virka daga og um helgar frá 10-19. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti. Sýning Kristjáns Stelngríms Jónssonar stendur til 2. september. Opiö alla virka daga frá kl. 10-18 og Id. 10-16. Ketllhúslð, Akureyri: Sýning Arnars Þorsteins- sonar sem ber yfirskriftina „Málmur í Atóm- stöð" er opin daglega frá ki. 14-18 alla daga vikunnar til 8. september. Mokka, Skólavörðustíg. Valgeröur Guölaugs- dóttlr er meö sýningu sem hún nefnir „Þjóð- garðar" til 9. september. Nýllstasafnið, Vatnsstig 3b. Daníel Þ. Magn- ússon, Juan Geuer, Hrafnhildur Arnardóttir og Finnur Arnar sýna verk sín til 6. september. Safnið er opið frá kl. 14-18 alla daga. Sörlaskjól. Listahátíö í Reykjavík. Höggmynd- Ir. Sýningin er6 km löngognærfrá Sörlaskjóli í vestri og inn I Fossvogsbotn. Sýningin stend- ur til 7. október. Utan höfuðborgarsvæðisins Norska húsið í Stykkishólmi. Verk eftir Þorra Hringsson, Sýningin stenduryfir út ágústmán- uð. Listaskálinn í Hveragerði. Projekthópurinn, meðlimir hópsins eru þeir BJörn Roth, Daðl Guöbjörnsson, Eggert Elnarsson og Ómar Stefánsson. Sýningin stendur til 30. ágúst og er opin daglega frá kl. 13-18. Almenningssalernið undir kirkjutröppunum á Akureyri. Hlynur Hallsson er með sýningu sem nefnist Klósett. Sýningin stendur til 30. ágúst og er opin mán.-föd. frá 9-21 og um helgar frá 10-20. Gailerí Svartfugl í Listagili á Akureyri. Jónas Viðar myndlistarmaður er með sýningu. Sýn- ingin er opin á opnunartíma gallerisins og frá 14-18 um helgar. Café Rlis, Hafnarbraut 39, Hólmavík. Kárl Slg- urðsson sýnir málverk og ber sýningin yfir- skriftina „Á Ströndum". Gallerí Sölva Helgasonar aö Lónkoti í Skaga- firði. Ragnar Lár sýnir málverk. Hellsustofnun NLFÍ, Hveragerði. Ástríöur And- ersen sýnir málverk. 3 k U S 28. ágúst 1998 Um klukkan 4.30 að nóttu fimmtudaginn 9. maí 1968 var maður skotinn til bana á 2. hæð í húsi við Tómasar- haga. Heimilisfólkið hafði vaknað við að maður braust inn í íbúðina og þegar það kom að skaut innbrotsmað- urinn eiginmanninn nokkrum skotum fyrir framan eiginkonu hans, dóttur og son. Eiginkonan þekkti morðingjann í sjón og með nafni. Lögreglan var því fljót að hafa uppi á honum. Við vitnaleiðslur kom fram að morðinginn hefði hatað fórnarlambið lengi. Hann hafði ákveðið að fara til mannsins með byssu að vopni, annaðhvort til að hræða hann eða vinna honum tjón. Eftir að hafa bankað á dyrnar án þess að fá svar varð hann ævareiður og braust inn og framdi ódæðið. Morðinginn var dæmdur til 16 ára fangelsisvistar. Lynghagi I Þann 17. nóvember 1988 klukkan 10.55 kom lögreglan að líki manns þar sem hann hafði legið í tvo daga á bakinu í stofu íbúðar sinnar við Lynghaga. Maðurinn, sem var 67 ára að aldri, sneri höfðinu upp að vegg sem búið var að rita á með blóði stórum stöfum „BADER MEINHOF" og vísir að krossi hermdarverkamanna PLO fyrir framan orðin. Á hálsi hins látna var langur og djúpur skurður sem virtist vera eftir eggjám, tíu hnífsstungur vom í bak- inu til viðbótar við stungur við nára og lófa. Þá var einnig búið að rista á við brjósthol. Morðinginn, sem var 38 ára að aldri, var handtekinn kl. 18.00 sama dag. Hann hafði framið glæpinn tveimur dögum áður og litið á verknaðinn sem nauðsynlegan þátt í verkefni sínu gegn meintu samsæri ýmissa nafntogaðra einstaklinga. Hann kvaðst hafa þurft að drepa sál þess látna og því hafi aðferðirnar verið svo hrottalegar. Þess má geta að þegar lögreglan hand- tók morðingjann var sama áletrun á vegg í svefnherbergi hans og hann hafði ritað á Lynghag- anum. Ákærður var úrskurðaður geðveikur og dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi hæli. #%tburðurinn sem lýst er hér átti sér stað árið 1947, laugar- dagskvöldið 3. maí, í bragga nr. 1 við Há- teigsveg. Maður braust inn í skálann vopnaður saxi í þeim tilgangi að ráðast á hvern þann sem fyrir honum yrði. í skálanum voru tvö börn, 8 ára stúlka og barn á öðru ári. Móðir barnanna var í öðru húsi örskammt hjá en faðirinn hafði nýlega bragðið sér úr skálanum. Morðinginn réðst fyrst á yngra barnið og banaði því með mörgum stungum. í því kom stúlkan að honum og ætlaði að hjálpa baminu. Þá réðst morðinginn á hana og skar og særði hana illa. Henni tókst við illan leik að kom- ast út. Hún hljóp til móður sinnar og gerði henni viðvart áður en það leið yfir hana. Móðirin fór til skálans og varð þá fyrir árás morðingjans sem ætlaði sér að myrða hana líka. Eftir mikil átök slapp móðirin og náði í hjálp. Lög- reglan kom á vettvang og handtók morðingjann. Yngra barnið lést en móðirin og stúlkan jöfliuðu sig eft- ir að hafa dvalið um skeið á sjúkrahúsi. Við vitnaleiðslur sagðist glæpamaðurinn hafa verið ein- mana og vitað að lögreglan kæmi að hirða hann ef hann gerðist morðingi. Hann var dæmdur til þess að sæta ör- uggri gæslu ævilangt. Hryllingsborgin Reykjavík l^ann 25. apríl 1990 um klukkan 7.05 að morgni hleypti ungur starfsmaður Esso- stöðvarinnar í Stóra- gerði tveimur mönn- um, öðram 28 ára og hinum 36 ára, inn í stöðina til að gefa þeim kaffi. Ætlun mannanna var hins vegar að ræna stöðina. Annar þeirra sló þungum hlut í höfuð starfsmannsins sem féll til jarðar. Starfsmaðurinn veitti ekki mótspymu þar sem hann óttaðist mjög um líf sitt. Þessu næst slógu mennirnir hann aftur í hnakkann og tóku síðan til við að stinga hann mörgum stungum með melspíru í brjóst og bak. Annar morðinginn lýsti þessu svo að hann hefði talið að melspírunni væri stungið í gegnum fórnarlambið hvað eftir annað þar sem dynkir heyrðust við hverja stungu. Eftir þetta rændu morðingjarnir stöð- ina. Annar þeirra fékk 17 ára fangelsisdóm en hinn 16 ára. ^Lðfaranótt 17. september árið 1981 svipti 28 ára gamall maður annan mann lífi með því að stinga hann með tvennum skærum og hníf um eða yfir 20 stungur ofan til á bringu og ofanvert á kvið. Áð síð- ustu rak hann svo önnur skæri á kaf í vinstri augn- tóft þannig að þau stóðu langt inn í heila. í vitnisburði sínum sagði morðinginn að hann og fómarlambið hefðu farið heim til þess síðarnefnda við Grenimel og gert sér þar glaðan dag. Hann sagði að maðurinn hefði ekki haft áhuga á að næla sér í dömu og því hefði hann spurt hvort hann væri kynvilltur. Svarið var nei- kvætt. Morðinginn fór þessu næst að sofa eftir að félagi hans gaf honum einhverjar töfl- ur. Hann segist síðan hafa vaknað upp við að maðurinn hafði við sig samfarir í endaþarm. Morðinginn sagðist þá þurfa að fara á klósettið. Honum hefði verið leyft það. Þegar fram var komið náði hann sér í vopn, sneri til baka og framdi morðið. Hvort sem vitnisburður morðingjans um verknað fórnarlambins er sannur eða ekki benti dómurinn á að morðinginn hefði átt að koma sér út þegar hann fór á klósettið. Hann hefði hins vegar snúið aftur í þeim tilgangi að myrða. Morðinginn hlaut 8 ára fangelsi. ^Vðfaranótt sunnu- dagsins 22. ágúst 1993 kom lögreglan að manni liggjandi í blóði sínu í kjallara í húsi við Snorrabraut. Maðurinn hafði verið stunginn með fiski- hníf. Tvær konur tóku á móti lögreglunni, önnur var sam- býliskona hins látna og hin var fyrrum sambýliskona morðingja mannsins. Morðinginn hafði frétt á Keisaranum að fyrrum sambýl- iskona sín væri stödd í íbúð á Snorrabrautinni. Hann fyllt- ist afbrýðisemi, fór inn á Snorrbraut, óð inn í íbúðina og myrti manninn. Þetta var í annað sinn sem morðinginn svipti annan mann lífi. í þetta sinn rauf hann skilorð vegna dóms fyrir fyrra morðið. Hann hlaut 20 ára dóm. JVð morgni 7. janúar 1967 braust 39 ára gamall maður inn í hús fyrrver- andi eiginkonu sinnar við Kvisthaga með því að brjóta rúðu 1 útihurðinni með buffhamri. í húsinu var konan stödd ásamt bömum og annarri konu. Eftir langt og ofsafengið rifrildi við fyrrverandi konu sína réðst hann á hana og reyndi að hýða hana. Hin konan réðst á manninn en hann skar hana þá í fótinn með kjöthníf sem hann hafði meðferðis. Þegar sonur hans fór úr íbúðinni, um klukkan 8.05, réðst maðurinn á eiginkonuna fyrrver- andi og stakk hana til bana með hnífnum. Hann dró hana síðan inn í bað- herbergið og setti líkið í baðkarið. Þegar þarna var komið höfðu nágrann- ar konunnar hringt á lögreglu. Morðinginn tók á móti lögreglunni á tröpp- um hússins. Hann hlaut 16 ára fangelsisdóm. Um klukkan 4 laug- ardagsnóttina 2. mars 1991 ákváðu tvö ung- menni, 17 ára strákur og 15 ára stelpa, að ræna mann. Stúlkan lokkaði hann inn í húsasund við undir- gang hússins að Bankastræti 14 þar sem strákurinn tók á móti honum og lamdi hann í höfuðið. Fórnarlambið féll til jarðar og skall með höfuðið í þrep sem liggja hægra meg- in þegar gengið er inn í portið og að íbúð á annarri hæð. Eftir það rændu þau manninn. Áverkarnir drógu manninn til dauða. Drengurinn fékk 5 ára fangelsi en stúlkan fékk 3 ár. “ann 19. júlí 1977 drápu tveir menn, 45 og 46 ára, fimmtugan karlmann í fangageymslu lögreglunnar að Hverfisgötu 113 þar sem fjórir menn voru geymdir. Þeir kyrktu manninn þar sem hann svaf ölvunarsvefni í klefanum með því að herða belti að hálsi hans. Gleymst hafði að taka beltið af öðrum þeirra áður en honum var stungið inn. Þeir hlutu báðir 8 ára dóm. Við búum í þeirri veröld við sem við kjósum okkur. Borgin okkar er falleg, lífleg og hrein. Og auðvitað er hún það. Sjálf erum við réttlát, góðviljuð og hlý. Og auðvitað erum við það. En borgin okkar á sér fjölmargar hliðar og ekki allar fagrar. Og við erum fólk og fólk er ekki bara misjafnt heldur er hver og einn einstaklingur ótraustur og hverfull. Saga okkar er saga þessa, hún er sneisafull af dæmum um veikleika okkar sem oftast birtast í getuleysi og uppgjöf en stundum í illsku og hatri. Hér á síðunni má sjá kort af hryllingsborginni Reykjavík, borg sem enginn vill búa í en er samt til. En þetta er jafnframt mynd af útjöðrum mannlegrar geggjunar og veikleika - mynd sem viljum ekki sjá af okkur sjálfum né náungum okkar. Þann 10. janú- ar 1988, snemma morguns, svipti 52 ára maður 27 ára eiginkonu sína lífi á heim- ili þeirra í risí- búð við Klappar- stíginn. Hann misþyrmdi henni með spörkum í and- lit og höfuð og vafði síðan köðlum um hálsinn á henni þannig að skjaldbrjóstið brotnaði og hún kafn- aði. Morðinginn ætlaði að láta þetta líta út sem konan hefði framið sjálfsmorð en sannleikurinn kom í ljós eftir að líkið var rannsakað. Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi. Að kvöldi föstudagsins 13. september 1985 áreitti sextán ára unglingspiltur annan strák, sem var ári yngri. Sá var með blettaskalla og var þess vegna ávallt með húfu á höfði. Sá fyrrnefndi tók húfuna nokkrum sinnum af þeim yngri og kastaði henni i burtu. Eftir að sá eldri hafði sparkað í bakið á hon- um, gerði sá yngri honum grein fyrir að ef hann tæki húfuna af sér einu sinni enn myndi hann drepa hann. Sá eldri hló og reif húfuna aftur af hon- um. Unglingurinn stóð við yfirlýsinguna og stakk þann eldri í hjartastað. Atburðurinn átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Villta tryllta Villa við Skúlagötu. Strákurinn var dæmdur í 4 ára skilorðsbundið fangelsi. #%rið 1929, þann 30. nóvember um klukk- an 9 að morgni, kom lögreglan að líki í her- bergi á bifreiðaverk- stæði við Laugaveg. Hauskúpa hins látna var mölbrotin, enda voru um 20 sár á höfðinu. Áverkar vora á hálsinum, blóð- slettur um allt herbergið og blóðpollur og heilaslettur um höfuð líksins. Skammt hjá líkinu lá blóðug koparstöng sem augljóslega hafði verið notuð við morðið. Greinilegt var á öllu í herberginu að átök hefðu átt sér stað. Peningakassi hafði einnig verið sprengdur upp og úr honum stolið. Það sem kom lögreglunni á sporið í leit sinni að morö- ingjanum var að inni í herberginu fundust bílstjóragler- augu á gólfinu sem enginn kannaðist við. Lögreglan taldi víst að morðinginn hefði verið kunnugur staðháttum og því hóf hún rannsókn á þeim sem unnu eða höfðu unnið á verkstæðinu. Heima hjá morðingjanum fann lögreglan ný gleraugu og ný verkamannaföt sem vora ennþá í pakkningunum frá versluninni. Einnig fundust myndir af morðingjanum með gleraugun sem fundust á verkstæðinu. Eftir að fleiri sönnunargögn fundust játaði morðinginn á sig verknaðinn. Hann sagðist hafa ætlað að ræna verk- stæðið og klæðst verkamannafotunum og verið með gler- augun til þess að þekkjast síður ef maðurinn inni vaknaði. Þegar fómarlambið vaknaði við bröltið í morðingjanum segist hann hafa gripið til koparstangarinnar sem var á verkstæðinu. Vitnisburður hans þótti ekki sannfærandi þar sem verkamannagalli er lélegt dulargervi en ágætis- hlífðarklæðnaður ætli menn sér í átök. Morðinginn hlaut 19 ára fangelsisdóm. Trua» *l Á www.visir.is föld ánæcjja! Hringdu og pantaðu 16" pizzu með 5 áleggsteg. fyrir aðeins 1400 kr. f I i I * t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.