Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Side 21
bíódómur
Háskólabíó / Sambíóin
Að hverfa
Lelkstjóri: Hilmar Oddsson. Handrit: Svein-
björn I. Baldvinsson. Kvikmyndataka: Sigurö-
ur Sverrir Pálsson. Tónllst: Hjálmar H. Ragn-
arsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Aó-
alhlutverk: Guómundur Ingi Þorvaldsson,
Þrúður Vilhjálmsdóttir, Dofri Hermannson,
Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ingvar E. Sig-
urðsson, Jóhann Siguröarson, Kjartan Bjarg-
mundsson, Valdimar Örn Rygering og Edda
Heiðrún Backman.
Sporlaust er eins og flestir vita
íslensk spennumynd um félaga úr
Reykjavík sem halda villt partí til
að fagna því að einn þeirra er kom-
inn í ólympíuliðið í sundi. Sund-
kappinn Gulli (Guðmundur Ingi
Þorvaldsson) vaknar upp með lík af
ungri konu í rúminu hjá sér og vin-
ir hans, Beggi (Dofri Hermannsson)
og Óli (Ingvar E. Sigurðsson),
hjálpa honum að fela líkið. Þegar
lögreglunni berast myndir af
stúlkunni í rúminu hjá Gulla fer
allt úr böndunum. Ásamt vinkon-
um sínum, Ellu (Þrúður Vilhjálms-
dóttir) og Dísu (Nanna Kristín
Magnúsdóttir), þurfa þeir félagar
að takast á við dularfulla glæpa-
menn á sama tíma og lögreglan
spyr óþægilegra spuminga um kon-
una sem hvarf.
Sporlaust hefur bæði kosti og
galla sem spennumynd. Hún er
hröð og kemur á óvart (ef menn
hafa ekki lesið viðtöl og séð kynn-
ingarbútinn). Að sama skapi er
söguþráðurinn fremur óvenjulegur
sem alltaf hjálpar í mynd af þessu
tagi. Leikaramir skila hlutverkum
sínum með stakri prýði þrátt fyrir
að ekki fari mikið fyrir persónu-
sköpun í ójöfnu handriti Svein-
bjamar I. Baldvinssonar.
Það er í handritinu sem helst er
að finna hnökrana eins og svo oft
vill verða í íslenskum kvikmynd-
- Sporlaust ★★★
um. Þrátt fyrir að sagan rúlli ágæt-
lega og sé spennandi eru slæmar
holur í plottinu og sumar þeirra
með öllu óskiljanlegar. Að sama
skapi dettur hraðinn óþarflega mik-
iö niður um miðbik myndarinnar.
Að mínu mati hefði mátt kippa út
sögunni af krakkanum og drykk-
felldu ömmunni og einbeita sér
frekar að niðurlaginu sem kemur
vel út. Þessir hnökrar spilla þó tæp-
lega miklu og myndin kom mér oft
skemmtilega á óvart. Tónlist, kvik-
myndataka og leikstjóm eru góð og
ef menn voru á þeirri skoðun að
Hilmar Oddsson gæti bara gert
tregafullar myndir um mædda
listamenn mætti sú skoðun hverfa.
Guðni Elísson
„Ef menn voru á þeirri skoð-
un að Hilmar Oddsson gæti
bara gert tregafullar myndir
um mædda listamenn mætti
sú skoðun hverfa.“
b í ó
Frances og Elsie uppltfa það sem alla krakka dreymir um;
að vera þátttakandi í ævlntýrl.
Regnboginn frumsýnir Ævintýri - Sönn saga;
Gæska og
skemmtilegheit
Allir krakkar þekkja þá þrá að
vilja vera þátttakandi í ævintýri.
Þetta upplifði hin tíu ára Francis
Griffiths fyrst árið 1917 þegar hún
var að horfa á leikgerð að Peter
Pan. í nokkrar mínútur varð hún
þátttakandi í ævintýri og gleymdi
um leið þeirri sorglegu staðreynd
að faðir hann var talinn af í fyrri
heimsstyrjöldinni. Fairy Tale - A
True Story er byggð á sannri sögu
um frænkumar Frances og Elsie
sem settu af stað ótrúlega atburða-
rás sem meira að segja Sir Arthur
Conan Doyle trúði. Líf stúlknanna
breyttist mikið og urðu þær sam-
nefnari fyrir von og kærleika á erf-
iðum tímum.
Fairy Tale - Tme Story, sem
Regnboginn frumsýnir í dag, hefur
á undanfornum misserum fengið
mjög góðar viðtökur bæði hjá
áhorfendum og gagnrýnendum.
Myndin þykir hlaðin af gæsku og
skemmtilegheitum. Leikstjóri er
Charles Sturridge. Flestir aðalleik-
aranna em óþekktir en í hlutverk-
um Arthurs Conans Doyles og
Harrys Houdinis em Peter O'Toole
og Harvey Keitel.
Regnboginn
Les vlslteurs 2 ★ Þótt Jean Reno sé skemmti-
legur leikari með mikla útgeislun getur hann
ekkert gert til þess aö bjarga þessari mynd sem
líöur fyrir óvenju vont handrit. Þegar upp er stað-
iö er myndin ekkert annað en timaeyösla. -ge
Senseless ★ Marlon Wayans, með öllum sín-
um kjánalátum, nær stundum upp ágætri
stemningu og sumir brandararnir eru nógu fá-
ránlegir til að vera sniöugir en eins og með
nokkra kynbræður hans í leiklistinni, sem
hafa sérhæft sig í farsakenndum eftirlikingum
af götulífi í úthverfum stórborga, þá fær maö-
ur fljótt leið á einhæfum leik hans. Nokkrar
aukapersónur lífga upp á myndina. -HK
The Object of My Affection ★★★ Nicholas
Hytner ætlar sér mikið með þessari mynd enda
hefur hann leikstýrt metnaöarfullum kvikmynd-
um á borð við The Madness of King George og
The Crucuble. Honum tekst að sneiða fram hjá
ýmsum gildrum en handritið kemur I veg fyrir
að honum takist ætlunarverk sitt. -úd
Tltanlc ★★★★
Stjörnubíó
Godzllla ★★★ Godzilla er skemmtileg en
ekki gallalaus. En hún hefur þaö sem máli
skiptir: Godzillu. Og hún er stór, og hún er flott
og hún er afskaplega tæknilega fullkomin; og
hún er myndin. Emmerich tekst að ná flottum
senum með magnaðri spennu, sérstaklega
var lokasenan algerlega frábær og nægir ein
og sér til aö hala inn þriðju stjörnuna. -úd
He Got Game ★★★ Spike Lee er kominn aft-
ur á blaö eftir skrykkjótt gengi aö undanförnu.
Hann missir aöeins tökin á góðri sögu í lokin
en þegar á heildina er litið er myndin gott
drama þar sem Lee liggur sem fýrr ekki á
skoðunum sínum á ýmsum þáttum mannlífs-
ins. Densel Washington nær sem fyrr í mynd-
um Lees að sýna stórleik. -HK
Helft ★★ Heift (Hush) skartar tveimur glæsileg-
um leikkonum af tveimur kynslóðum, Jessicu
Lange og Gwyneth Paltrow, sem báðar hafa það
mikla útgeislun að það liggur við að þeim takist
að fela alla stóru gallana sem eru á sögu sem
er augljóst hvernig endar og nær aldrei al-
mennilegri spennu. Það að útkoman skuli ekki
slefa upp í meðalafþreyingu verður aö skrifast
á leikstjórann sem veldur ekki sínu starfi. -HK
meira a.
www.visir.is
Fyrirsætu-& framkomunámskeið
9 vikna námskeiö hefjast 14. september
Innsýn í fyrirsætustörf
Föroun
Umhiröa húðar & hárs
Undirbúningur fyrir myndatöku
Tískusýningarganga
Myndataka (1 8 myndir sv/hv)
Fíkniefnafræosla
Vídeomyndir
Starfanai fyrirsætur koma í heimsókn
Fyigst með gerð auglýsingar
Tjáning
allir nemendur fá eskimo models boli, ky
viðurkenningarskjal og óvæntan glaðning frá
komast á skrá fyrir sjónvarpsauglýsingar.
e„s&Ví&?.
eskimo
Z'tiiii ipokoo*n*,.,
• k i m
U,
N auk þess aá
Starfsfólk Eskimo & Vaxtalínunnar verða í Kringlunni 27. ágúst- 29.
ágúst. Vaxtalínufélagar fá kr. 1.000 í afslátt skrái þeir sig á námskeið
hjá Eskimo á kynningardögum í Kringlunni. Hljómsveitin Real Flavaz
kemur fram á fimmtudeginum og á föstudeginum sýna fyrirsætur frá
eskimo föt frá Fantasíu.
Leiðbeinandi er Brynja X Vífilsdóttir auk gestakennara.
Verð kr. 13,900.
e s k i m o
model management
www.es
k i
m o . i s
skráning er hafin í síma 552-801 2
28. ágúst 1998 f ÓkUS