Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1998, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1998, Qupperneq 3
Club Fisher verður opnaður um helgina. \ > V,. Dagskrárstjóri Mono, Raggi V ^ - Blöndal, og skemmtana- 00*'Y ’ sljóri klúbbsins er ekki 4 ánægður með af- \ stöðu R-listans til dansmenningar í verðandi menning- arborg Evrópu. Hann sendir menn- ingaróvitunum í borgarstjórn tóninn, meömæl i e f n i Barði í Bang Gang Barði á Guði 4 Risadanslelkur í Broadway á vegum Fók- uss og útvarpsstöðvarinnar Mono í kvöld. Vinsælasta hljómsveit sumarsins SKÍTAMÓRALL rokkar feitt fram á nótt. Ef þú mætir upp á Hótel íslands á milli fjögur og sex í dag með þennan Fókus færðu ókeypis miða á ballið. Farðu I næstu dóta- búö og kauptu þér Star Wars beibið Lilju prinsessu. Hægt er að ímynda sér að maður sé að bjarga henni úr prísund verslunarinnar. Þegar heim er komið held- urðu utan um hana með sterklegum krumlum og segir henni að hér eftir geti hún verið heimavinnandi húsmóðir og séð um börnin. Til að fá fjölbreyttni í fantasíuna er um aö gera að redda sér henni þegar hún meö sexí keðju, eins og hérvið hliðina. Heimsæktu Vefþjóövlljann á slóðinni: http://www.treknet.is/andriki/thjod- vil.htm. Þetta er hápólitískur samsær- isvefur sem segist gera sitt besta til að blaðið sé eins ólíkt Þjóðviljanum heitnum og mögulegt er. Aðstandandi vefsins seg- ist einnig vilja minna á að aðeins einstak- lingar hafi vilja - ekki þjóðir. Þaö titlar sig enginn ritstjóra blaðsins en það er kostur- inn við netið. Anarkistarnir eiga þennan miðil og fara ekki eftir hefðbundnum regl- um I blaðamennsku. Hann heitir samt Glúmur Jón BJörnsson sem skrifar grein- amar á þennan vef. Um er að ræöa mussukomma-samsærisfréttaskýringar í heimsklassa. DV (og þá Fókus) er sam- kvæmt Glúmi heltekiö af kommúnista- veirunni, svo og fréttastofa rikissjónvarps- ins og Stöðvar 2. Þetta er sem sagt með forvitnilegri vefjum sem eru I boði í dag. Svo er málið að fara á Danslnn um helgina. Fín ræma og Gunnar Helgason leikari flaggar öllu. Sjón er sögu rikari. Ragnar Blöndal, ekkert skyldur Blöndulunum sem ráöa þessu landi, er nýskipaður dagskrárgerðarstjóri út- varpsstöðvarinnar Mono og einnig skemmtanastjóri Club Fisher sem verður opnaður í kvöld. „Ég held þessu alveg aðskildu," seg- ir Raggi Blöndal, sem hefur staðið í ströngu við að opna skemmtistaðinn og taka við Mono af Andrési Sigurðs- syni, sem er horfinn til annarra staða. Verða einhverjar breytingar á Mono? „Engar drastískar. Það eru vissar áherslubreytingar en stöðin heldur áfram að vera útvarp fyrir ungt fólk, rekið af ungu fólki. Breytingarnar sem ég er að gera og mun koma til með að þróa lengra er að marka stefnuna skýrar hvað tónlist og dagskrá varðar. Við munum ekki eltast við að þóknast öllum því það getum við að sjálfsögðu ekki. Mono mun halda sig við að spila það heitasta hverju sinni ásamt því að vera skrefi á undan í að kynna þá tón- list sem er á jaðrinum fyrir ungu fólki." Ekkert „mainstream" kjaftœói? „Nei, við eltum að sjáifsögðu ekki nein trend nema þau sem við sköpum. Það þýðir ekkert að elta æðin því þá gerirðu ekkert annað og hefur ekkert að spila þegar ekkert er trendið. Stöð- in er náttúrlega á landsvísu og nú fram undan er að stöðin sé sýnilegri úti um allt land. Þetta er stöð fyrir ungt fólk á öllu íslandi og þá er bara að bera út fagnaðarerindið með góðri tónlist og frábærum þáttum. Á virkum dögum er það tónlistin sem ræður, kvöldin Páll Óskar með Sætt og sóða- legt og um helgar reynum við að fylgja fólki í gegnum djammið á nóttunni og bömmerinn daginn eftir. Stefnan er að hafa dagskrána svolítið lifandi." Club Fisher í kvöld? „Já, klúbburinn opnar i kvöld klukkan ellefu. Tæknistrákarnir í Skýjum ofar munu spila Drum N' Bass á neðri hæðinni og Bjössi með teknó á þeirri efri. Það verður því dansveisla frá helvíti í kvöld. Kokkteill, og mið- bænum í heild sinni boðið upp í dans með ótrúlegu hljóðkerfi." Eins og flestir vita þá var Club Fis- her lokað stuttu fyrir borgarstjómar- kosningar. Þeir misstu vínveitinga- leyfið og voru ofsóttir af öllum eftirlit- unrnn. Brunaeftirlitið kom og fann ekkert að, byggingareftirlitið kom og fann ekkert og allt var reynt til að loka staðnum. Á endanum var vinveit- ingaleyfið tekið af staðnum vegna þess að teikningar vantaði á viðbyggingu sem byggð var fyrir mörgum árum. Þetta teikningarugl hafði engin áhrif fyrr en R-listinn tók málið í sínar hendur, að sagt er. Duus-hús og fleiri staðir höfðu fengið vinveitingaleyfi án þess að vera með þessar teikningar. En Club Fisher missti ekki skemmt- analeyfið og sátu danshúsamennimir því á sér og biðu síns tíma. Hvert var málió? „Þetta byrjaði allt á því að íbúar í Grjótaþorpinu, nágrannar staðarins, fóru að kvarta í R-listanum og heimta að þeir fengju að vita hvar listinn stæði varðandi skemmtanahald í Club Fisher. Og R-listinn var á atkvæða- veiðum eins og frægt er orðið og við enduðum uppi án vínveitingaleyfis stuttu fyrir kosningar. Nú eru kosn- ingar liðnar fyrir nokkrum mánuðum og ekki seinna vænna fyrir R-ið en að taka upp á því að svíkja kosningalof- orðin og þá erum við komnir aftur. í kvöld bjóðum við Grjótaþorpinu upp í dans með það hrikalegu hljóðkerfi að vonandi hristist Ráðhúsið sjálft.“ Eru borgaryfirvöld ekkert aö gera til aö hjálpa fólki í skemmtanaiönaöin- um? „Nei, það er allt í rugli í miðbæn- um. Það er hreinlega verið að reyna allt sem hægt er til að leggja hann í eyði. Tunglið brann og borgin gerði allt sem hægt var til að ekki yrði opn- aður nýr skemmtistaður þar. Rétt eins og þegar þetta lið lokaði Casablanca á Skúlagötu. Borgin byggði elliheimili umhverfis staðinn og lét síðan loka honum því hann truflaði gamalmenn- in. Ég held að fólk í miðbænum verði bara að fara að átta sig á að þetta er höfuðborg íslands og það eru skemmt- anir í miðbænum. Flytjið i Grafarvog- inn ef þið þolið ekki lætin. Þetta kjaftæði í íbúasamtökunum fer bara að vera komið út í öfgar. Þetta er álíka og að flytja upp á Höfða, við hliðina á Hampiðjunni, og heimta að verksmiðj- unni verði lokað því hún trufli svefn- inn.“ Er þá verið aö reyna aö flœma ykkur úr miöbœnum? „Það er verið að reyna að flæma allt úr miðbænum með öllum þessum elli- heimilum sem eru byggð ofan á falin bílastæðahús og svo eru það íbúasam- tökin sem hyggjast eiga áhyggjulaust ævikvöld í downtown Reykjavík. Þver- sagnimar í þessu fólki eru ekki einu sinni fyndnar. Það er allavega pottþétt að það er ekki hægt að reka skemmti- stað í Foldahverfi í Grafarvoginum, svo dæmi sé tekið. En ég veit fyrir víst að það er hægt að búa þar í ró og næði. Því hvet ég þá íbúa miðbæjarins sem láta miðbæjarmenninguna fara í taugarnar á sér til að flytja upp í Graf- arvog hið fyrsta." -MT ST0° 11 ástæður fyrir því hvers vegna gott er að vera KR-ingur - jafnvel þótt KR verði ekki íslandsmeistari á morguff I ■ KR snýst ekki um að sigra. KR snýst um að temja sér þolgæði gagnvart skakkaföllum í lífinu. Allir þeir sem ætla sér alvöruframa í pólitík í Reykjavík snobba fyrir KR. (Alfreð Þorsteinsson er Frammari.) Þeir vilja því allt fyrir gamla og rótgróna KR-inga gera. Vegna horfinnar gullaldar líta KR-ingar á sig sem góðan stofn. Þeir sækja í hana gorgeir sem getur komið sér vel þegar þeir þurfa að troða sér fram fyrir í biðröðum í bakarium. KR á stúku. Þar er hægt að horfa á heimaleiki í rigningu. Það er lítil hætta á að KR-ingar drekki í sig alkóhólisma á látlausum sigurhátíðum. KR-ingar eru komnir yfir það stig að láta meistaraflokkinn syngja hvatningariög inn á plötur. Þeir fá Bubba til að gera það. A|*|JI|I Þaðerhægtað hlustaáhann. WIW vlUIII 7. KR-ingar hafa lært að bera virðingu fyrir konum. Þeir hafa neyðst til þess þar sem konurnar eru einu KR-ingarnar sem hafa unnið titla undanfarna áratugi. 8. Þú þarft ekki að hafa áhuga á handbolta. KR rekur ekki handboltadeild nema sem þróunaraðstoð við Seltirninga. 9. Geir Haarde er KR-ingur. Hann er fjármálaráðherra - æðsti yfirmaður skattamála. 10. Það er engum sama um KR-inga. Þeir sem vilja ekki faðma þá vilja sparka í þá. II . Aðrir en KR-ingar virðast halda að KR sé eins konar mafía þar sem einn styður annan. Vesælustu KR-ingar geta því látið eins og þeir eigi eitthvað undir sér, séu jafnvel hættulegir ef gert er á hlut þeirra. 2. 3. 4. 5. 6. KR-ingurinn Bubbi Morthens verður í spjallinu á visir.is frá 16-17 í dag ásamt Unni Steinsson: svartir - við erum hvítir „Eftir þrjátíu ár án titils má kannski bú- ast við þjóðhátíð í vesturbænum ef við vinnum. En ég vona þó að sem fæstir fagni með því að detta í það eða fái sér í pípu eða í nefið,“ segir Bubbi Morthens í rólegheit- unum í laxveiði austur í Hreppum. Þar var hann áð byggja sig upp fyrir úrslitaleikinn í íslandsmeistaramótinu á morgun. „KR vinnur Vestmannaeyjar tvö, eitt,“ bætir kóngurinn við sigurreifur. Búinn að | setja sig í rétta gírinn fyrir leikinn. IEr líf eftir úrslitin, hvernig sem þau svo fara? „Já, já. Ég er að fara á stað með tónleika- röð á Borginni á þriðjudag. Verð að spila svipað efni og ég var með á Kaffi Reykjavík í sumar. Lög af Konu, Fingrafór, ísbjamar- blús og eitthvað af nýju plötunni sem ég var að klára.“ Hvaö heitir yngsta barniö? „Platan er nafnlaus í augnablikinu. Mig vantar nafn á hana en ég ætla að spila eitt- hvað af henni og þessi tónleikaröð mun jafnvel ganga fram að Þorláksmessu." í dag, frá 16-17, verður Bubbi í spjallinu á visir.is ásamt Unni Steinsson. Netverj- um gefst kostur á að koma sér í rétta gírinn fyrir leikinn með þvi að spjalla við þessa eldheitu KR-inga. Það er því bara að logga sig inn og byrja að vélrita. -MT 7 Hallgrímur Helgason Keikó kærður fyrir kynferðislega áreitni y Auður barnabarn " - Laxness ^ Lifirog hrærist . lukku Krakkar í stjórnmálaflokkum Hafa þeir setið inni, reykt hass eða stolið frá foreldrunum? 8 Bjartmar Guðlaugsson Kominn heim úr útlegð í Danaveldi Courtney Love Rokk- ekkjan tónar sig niður 16 glæsikonur í bikarkeppni í glæsileika Hnífjafnir leikir og rótburst 12-13. Árni Daníel Júlíusson Anarkí og rokk - hvernig blanda er það? 19 Gus Van Sant Endurgerir Psycho - ramma fyrir ramma20 Róbert Arnar Magnússon Var Robbi rapp, síðan Robbi Cronic og loks Dj Rampage Hvað er að gerast? Veitingahús ............6 Leikhús ...............8 Popp..................11 Myndlist..............14 Sjónvarp...........15-18 Bíó...................20 Hverjir voru hvar.....22 BMHB Fókus r jpi fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Hilmar Þór af Unni Steinsson, bikarmeistara kvenna. 25. september 1998 f ÓkllS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.