Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1998, Qupperneq 6
matur
Argentína ★★★
Barónsstíg lla, s. 551
9555.
„Bæjarins besta steikhús
hefur dalað. Dýrustu og
enn þá bestu nautasteik-
ur landsins, en ekki alveg
eins innanfeitar og safa-
rikar og áður." Op/'ð
18-23.30 v.d., 18-3 um
helgar.
Einar Ben ★★
Veltusundl 1. 5115 090.
„Fremur þemahús en veitingahús og leggur
meiri áherslu á umbúðir en innihald. Einar
Ben. býður yfirleitt ekki upp á vondan mat og
verður því seint jafnvinsæll og Fashion Café
eða Planet Hollywood." Op/'ð 18-22.
Café Ópera ★
Lækjargötu 2, s. 522 9499
„Undarlegir stælar einkenna þetta Café Óperu
og þar virðist vera takmarkaöur áhugi á mat-
reiöslu." Op/'ð frá 17.30 til 23.30.
Hard Rock Café ★★
Krlnglunnl, s. 568 9888
„Staðurinn hæfir fólki, sem ekki þekkir annað
en skyndibita ogvill ekki annað en skyndibita;
fólki, sem þolir tvöfalt verð fyrir góða ham-
borgara og daufa ímynd þess að vera úti að
borða. Þjónustan jafn alúðleg og ágæt og
fyrr." Op/'ð 11.30-23.30.
Hótel Holt ★★★★★
Bergstaðastrætl 37, s. 552 5700.
„Listasafnið á Hótel Holti ber í matargerðarlist
af öðrum veitingastofum landsins. Þar fara
saman frumlegir réttir og nærfærin mat-
reiðsla, ser. gerir jafnvel baunir að Ijúfmeti."
Op/'ð 12-14.30 og 19-22.30 v.d., 12-14.30
og 18-22 fd. og Id.
Hótel Óðinsvé ★★
v/Óðinstorg, s. 552 5224.
„Stundum góöur matur og stundum ekki, jafn-
vel í einni og sömu máltíð." Op/'ð 12-15 og
18-23 v.d., 12-15 og 18-23.30 fd. og Id.
Ítalía ★★
Laugavegi 11, s. 552 4630.
„Eignarhaldið er ítalskt, kokkarnir eru ítalskir
og gæðaþjónustan er hálfítölsk. Það, sem
tæpast hangir í ítölskunni, er matreiðslan."
Op/'ð 11:30-11:30.
Lauga-ás ★★★★
Laugarásvegi 1, s. 553 1620.
„Franskt bistró að íslenskum hætti sem dreg-
ur til sín hverfisbúa, sem nenna ekki að elda
í kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ og ferða-
menn utan af landi og frá útlöndum. Hér koma
hvorki uppar né ímyndarfræðingar." Op/'ð
11-22 og 11-21 um helgar.
Lækjarbrekka ★★
Bankastrætl 2, s. 551 4430.
„Matreiðslan rambar út og suður, góð, fram-
bærileg eöa vond eftir atvikum. Með annarri
hendinni eru gerðar forvitnilegar tilraunir en
með hinni er farið eftir verstu hefðum." Op/'ð
md.-mid. 11-23.30, fld.-sd. 11-0.30.
Mirabelle ★★★
Smlðjustíg 6., s. 552 2333.
„Gamal-frönsk matreiðsla alla leið yfir I
profiteroles og créme brulée. Mirabelle er
komin á gott skrið." Op/'ð 18-22.30.
Pasta Basta ★★★
Klapparstíg 38, s. 561 3131
„Ljúfir hrísgrjónaréttir og óteljandi tilbrigði af
góðum pöstum en lítt skólað og of uppá-
þrengjandi þjónustufólk." Op/'ö 11.30-23
virka daga og 11.30-24 um helgar. Barinn er
opinn til 1 virka daga og til 3 um helgar.
La Primavera ★★★★
Austurstrætl 9, s. 561 8555
„Sjálfstraust hússins er gott og næg innistæða
fyrir þvf." Op/ð 12,00-14,30 og 18,0022,30
virka daga og um helgar frá 18,0023,30.
Rauðará ★
Rauðarárstíg 37, s. 562 6766.
„Túrista-steikhús." Op/ð frá kl. 18 og fram eft-
ir kvöldi. Hversu lengi fer eftir absókn.
Skólabrú ★★★
Skólabrú 1, s. 562 4455.
„Matreiðslan er fögur og fín, vönduð og létt,
en dálítið frosin. Þjónustan er kurteis og hóf-
söm.“ Op/ð frá kl. 18 alla daga.
Við Tjörnina ★★★★
Templarasundi 3, s. 551 8666
„Nú viröist Tjörnin endanlega hafa gefið for-
ystuna eftir og raunar annað sætið líka, gerir
oftast vel, en ekki alltaf og mistekst raunar
stundum." Op/'ð 12-23.
Þrír Frakkar ★★★★
Baldursgötu 14, s. 552 3939
„Þetta er einn af hornsteinum íslenskrar mat-
argerðarlistar og fiskhús landsins númer eitt."
Op/ð 12-14.30 og 18-20 virka daga og
18-22 um helgar en til 23 föstudag og
laugardag.
meira á.
www.visir.is
Mál háhyrningsins Keikós fyrir rétt í Newport
Ákærður fýrir
kynferðislega áreitni
Það hefur ekki farið hátt í ísensk-
um fjölmiðlum en í liðinni viku var
lögð fram í undirrétti í Newport í
Oregon ákæra á hendur háhyrn-
ingnum Keikó fyrir meint kynferð-
isbrot hvalsins sem hann er sakað-
ur um að hafa framið í laug sinni I
Newport fyrir fjórum árum. Það er
Robert Utziger, höfrungatemjari
og formaður umhverfissamtakanna
Blue-Peace, sem leggur kæruna
fram og sakar Keikó um að hafa
haft í frammi ósæmilegar athafnir
við skjólstæðinga sína, höfrungana
Ben og Ken.
Kæra þessi hefur sögulegt gildi
því þetta mun vera í fyrsta sinn í
réttarsögunni sem sjávardýr er
kært fyrir slík afbrot. Samkvæmt
bandarískum lögum eiga eigendur
gæludýra rétt á skaðabótum verði
skjólstæðingar þeirra fyrir nauðgun
eða öðru kynferðislegu óréttlæti og
eru mýmörg dæmi um það að
hundaeigendur hafi fengið dæmdar
bætur fyrir sálfræðilegan skaða sem
ferfættir vinir þeirra hafa orðið fyr-
ir. í mars síðastliðnum var fimmtug-
ur karlmaður í Utah dæmdur i eins
árs fangelsi fyrir að bera kynfæri
sín fyrir framan tík af labrador-kyni
að fjarstöddum eiganda hennar. í
því máli vó þungt á vogarskálum
framburður hundasálfræðings. Þar
til nýverið tóku lög þessi þó ein-
göngu til svokallaðra „almennra
gæludýra" svo sem hunda, katta,
hamstra og fugla ýmiss konar, en
fyrr á þessu ári voru dýraverndar-
lögin framlengd í þremur ríkjum á
vesturströnd Bandarikjanna og taka
nú til allra dýra, á landi, í lofti og
láði.
Samkvæmt þessum lögum á
Keikó því yfir höfði sér allt að sext-
án ára fangavist ef taka má mark á
kæruatriðum. Kæran hefur reyndar
ekki verið gerð opinber enn nema
að hluta til. Sökum þess hve mikill-
ar virðingar hvalurinn nýtur, og
einkum þó vegna vinsælda hans
meðal barna um heim allan, hefur
berorðum lýsingum og nákvæmum
útlistunum á meintri hegðun hans
verið sleppt úr fréttatilkynningum.
Fókus hefur þó grafist fyrir um
málið og samkvæmt traustum
heimildum er hér um að ræða mjög
alvarlegar ásakanir.
Forsaga málsins er sú að sumar-
ið 1994 dvöldu tveir ungir höfrung-
ar, Ben og Ken, um sex vikna skeið
í lauginni hjá Keikó I Sædýragarð-
inum í Newport. Ætlunin með
þessu var að hvalurinn fengi félags-
skap, hinir leikglöðu höfrungar
myndu létta honum lífið, en vikurn-
ar þar á undan hafði borið á
svokölluðu djúpsjávar-þunglyndi,
eða deep-sea-depression, hjá há-
hyrningnum. Keikó brást vel við
þessari ráðstöfun og tók fLjótlega
gleði sína á ný, að sögn þáverandi
einkaþjálfara hans.
Sömu sögu var
hins vegar ekki að
segja um Ben og
Ken sem virtust
tapa nokkuð fyrra
fjöri og héldu að
mestu til i því
horni laugarinnar
þar sem mynd-
bandstökuvél var
staðsett.
í símasamtali við
Fókus segir Robert
Utziger meðal ann-
ars: „Það sýnir best
hvað þessar skepn-
ur eru miklum gáf-
um gæddar að þeir
skyldu flýja að
myndavélinni. Þeir
vissu sem var að
athæfi Keikós yrði
erfitt að sanna
nema það næðist á
myndband."
Myndbandsupp-
tökur úr lauginni
komu nýlega fram í
dagsljósið hjá fyrrum starfsmanni
sædýragarðsins sem hafði varðveitt
þær á laun í fjögur ár. Það sem
bandarískir íjölmiðlar kalla „The
Keiko-Tapes“ hefur enn ekki komið
fyrir almenningssjónir en að sögn
Utziger munu þau verða sýnd á
nokkrum umhverfisverndar-sjón-
varpsstöðvum (Sea News Network,
SNN, Ocean Fox o.fl.) nk. mánudag.
Hér er um að ræða sjö upptökur í
allt sem hver og ein tekur um fimm
og hálfan klukkutíma. Þar mun
verða hægt að sjá hvar háhyrning-
urinn neyðir höfrungana til munn-
maka við sig auk þess sem dýrið
fróar sér við hjólbarða á vegg laug-
arinnar að viðstöddum þeim Ben og
Ken.
Utziger: „Höfrungarnir mínir
komu breyttir menn frá Newport.
Það var eitthvað undarlegt í fari
þeirra og skýringin er að koma í
ljós núna. Það sem upptökurnar
sýna er mjög eigingjarn háhyming-
ur sem í krafti stærðar sinnar og
frægðar neyðir kynferðisathafnir
upp á tvo unga og saklausa höfr-
unga sem aldir eru upp í skemmti-
garði á Flórida í góðu atlæti og
höfðu aldrei kynnst neinu slíku
fyrr. Þeir em rændir bestu árum
sínum, æska þeima er ekki lengur
leikur, hún hefur breyst í martröð.
Þetta er mjög sárt fyrir mig því ég
eyddi þremur árum í þjálfun þeirra
og fyrir mér eru þeir eins og börnin
mín, böm sem eru ónýt í dag.“
Að sögn Roberts var hlaupið
slíkt óeðli í Ben og Ken við kom-
una aftur til Flórída að nauðsyn-
legt var að aðskilja þá. Eftir
tveggja ára meðferð hjá sjávarsál-
fræðingi hafi þeir þó mætt til
starfa á ný í skemmtigarðinum en
eigi nú við offituvandamál að
stríða og hafi ekki sinnt starfi sinu
um sex mánaða skeið.
Sem fyrr segir var kæran lögð
fram í undirrétti í liðinni viku.
Áætlað er að yfirheyrslur hefjist
þann 14. október. Hérlendis gefa
menn hins vegar lítið fyrir þetta
mál. í samtali við Fókus segist Hall-
ur HaUsson líta á þetta sem „hvem
annan brandara" og gerir ekki ráð
fyrir að menn muni bregðast við
kæmnni á einn eða annan hátt.
„Hér er um að ræða sjö
upptökur í allt sem hver
og ein tekur um fimm og
hálfan klukkutíma. Þar
mun verða hægt að sjá
hvar háhymingurínn
neyðir höfrungana til
munnmaka við sig auk
þess sem dýrið fróar sér
við hjólbarða á vegg
laugarínnar að viðstödd-
um þeim Ben og Ken.w
Robert Utziger segir hins vegar
að um mjög alvarlegt mál sé að
ræða þar sem háar fjárhæðir séu í
spili. Hann gerir þó ekki ráð fyrir
að því að flytja Keikó aftur vestur
um haf fyrir yfirheyrslumar.
„Við höfum gert þær ráðstafanir
að yfirheyrslan yfir Keikó verði
tekin upp á myndband í kvínni
hans í Vestmannaeyjum og send
beint um gervihnött fyrir kviðdóm-
inn í Newport. Við munum meta
það síðar hvort sú upptaka fer í
sjónvarp. Slíkt gæti komið til
greina ef almenningsálitið verður
okkur andsnúið. Þá mun fólk geta
séð með eigin augum hvers konar
lygari og höfrungaflagari ... já og
bamaníðingur þessi skepna er.“
HaUgrímur Helgason
veitingahús
Kryddaour nýliði
Iðnó er notalegast í björtu sum-
arveðri, þegar stórir og þétt settir
bogagluggar veita útsýni yfir
Tjörnina, en einnig þægilegt við
kertaljós að kvöldi. Salurinn er
smekklega gamaldags án þess að
höfða til fortíðarþrár, gulbrúnn að
lit, skreyttur panil neðan og
veggsúlum á eina langhlið.
Lítið er um aðskiljanlegt dót,
nema fuglastyttur í gluggum. Fyrst
og fremst er allt vandað og stíl-
hreint, borð og stólar, ísaumaðir
dúkar undir glerplötum, tauþurrk-
ur í hádegi sem að kvöldi og íhalds-
samt borðstell. Að hætti evrópskra
millistríðshótela eru pálmaplöntur
á miðju gólfi.
Þessu fylgir traust og góð þjón-
usta og matreiðsla, sem stundum
fer sinar eigin slóðir, en nær sjald-
an hæstu hæðum. Enginn réttur
var að neinu leyti misheppnaður,
en fáir minnisstæðir. Með klofn-
ingi Tjarnarinnar i tvo veitinga-
staði hafa báðir erfingjarnir lækk-
að flugið í átt til meðalmennskunn-
ar.
Frá systurstaðnum er ættuð
kryddnotkunin, sem er helzti
styrkleiki eldhússins, í mildri
sesam- og balsamsósu með
léttreyktri villigæsabringu, í saffr-
an- og engiferblandaðri tómatsósu
með hörpuskelfiski, í möndlu-
blandaðri portvínssósu með sil-
ungi, og í hvítlauks- og fáfnis-
grasasósu með lambarifjasteik.
Þetta kemur líka fram í súpun-
um, magnaðri tómatsúpu dagsins
með steinselju og tómatbitum, og
hvitvínslagaðri tómatsúpu með
kræklingum í skelinni. Ljúflega
eldaður hörpuskelfiskur var nærri
eins góður og skemmtilega krydd-
aður humar að hætti hússins, hor-
inn fram með rauðlauk og steikt-
um kartöfluræmum.
Sízti aðalrétturinn var ofeldaður
silungur, skemmtilega húðaður
smásöxuðum möndlum. Betri var
olíusteiktur saltfiskur með hvit-
lauk og basilikum, undir hatti af
kartöflustöppu og með rauðlauk til
hliðar.
Kanínukjöt er á boðstólum, mitt
á milli kjúklinga og grísakjöts og
heldur betra, með blóðbergi og
rauðvínssósu. Góð var hæfilega
fituskorin og nákvæmlega elduð
Iðnó: ★★★
„Öll umgjörð Iðnó er vönduð og stílhrein. Henni fylgir traust
og góð þjónusta og matreiðsla, sem stundum fer sínar eigin slóðir,
en nær sjaldan hæstu hæðum. Enginn réttur var að neinu leyti
misheppnaður, en fáir minnisstæðir
lambarifjasteik, fallega upp sett
með kryddlegnum gulrótum. Bezti
aðalrétturinn var eggjaspínatbaka
fyrir grænmetisætur.
Svokölluð eplakaka var sívalt
frauð án eplabragðs á litlum brauð-
botni, með þeyttum rjóma, gulri
kanilsósu og rauðri berjasósu.
Hefðbundin var súkkulaðiterta
með koníakssósu, tvenns konar
berjum og þeyttum rjóma. Kaffi
var gott.
Iðnó er heldur dýrara en systur-
húsiö, 4.100 krónur á mann fyrir þrí-
réttað með kaffi og 1.600 krónur fyr-
ir súpu og aðalrétt í hádeginu. Verð-
lagið vekur spuminguna, hvort ekki
sé komið nóg af dýrum sæmdarstöð-
um, sem líkjast hver öðrum.
Jónas Kristjánsson
6
f Ó k U S 25. september 1998