Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1998, Blaðsíða 10
plötudómur Jurassic 5: ★★★★ Feeeliftttt dja Ég var búinn aö bíða nokkuð lengi eftir þessari plötu frá Ju- rassic 5 vegna þess að ég hafði heyrt eitt lag með henni á Lyricist Lounge og það er í fáum orðum sagt klikk i haus. Ég hafði því mikl- ar væntingar þegar ég fékk plötuna í hendur og var óneitanlega dálítið smeykur um að ég væri að gera mér of miklar væntingar um hana. En viti menn. Mér til óblandinnar ánægju var platan jafnvel betri en ég þorði nokkurn tíma að vona. Þetta er tvímælalaust break- through plata. Plata sem breytir hugmyndum okkar um hvernig hiphop á að vera. Jurassic 5 fer svipaðar slóðir og De La Soul í gamla daga og notar jass-sömpl og mjög rúllandi takt ofan á, svona dá- lítinn sumarfíling. Hún eru heldur ekkert að böggast með einhver byssu- og bófalæti heldur bara að chilla og jamma feeeiiitttt. Það er hvergi veikur punktur á plötunni. Maður hlustar bara í gegn og hugsar ... hvemig er hægt að búa til svona brjáluð lög? Þótt öll lögin á plötunni séu góð þá stendur eitt upp úr að mínu mati. Það er fyrsta lag á B-hlið, Concrete Schoolyard. Það eru einfaldlega ekki til orð yfir þetta lag. Það er Það er hvergi veikur punktur á plötunni. Maður hlustar bara í gegn og hugsar ... hvernig er hægt að búa til svona brjáluð lög?“ bara, eins og þeir segja i laginu sjálfu: „I get goosebumps when the bassline thumps". Gagnrýnandi hjá Músík orðaði þetta líka mjög vel: „Þetta er fallegasta rapplag sem ég hef heyrt eftir C.R.E.A.M. með Wu- tang clan“. Hvað get ég sagt meira? Fáið ykkur þessa plötu þótt það sé það eina sem þið gerið af viti á ævinni. Guðmundur Halldór Guðmmidsson íslenski HR. 290 vikuna 24.9-1.10. 1998 1 4 IFY0UT0LERATETHIS . .MANIC STREET PREACHERS 2 26 2 4 WALKING AFTER Y0U F00 FIGHTERS 8 11 3 13 1 D0NT WANTT0 AER0SMITH 1 1 4 4 SUBSTITUTE F0R L0VE MAD0NNA 4 6 5 3 0NEWEEK BARANAKED LADIES 14 34 6 7 SÍLIK0N SKÍTAMÓRALL 6 16 7 8 1 BEL0NG T0Y0U LENNY KRAVITZ 3 7 8 2 B00TIE CALL ALLSAINTS 24 - 9 7 TIME AFTER TIME IN0J 7 4 10 2 BURNING BABY BUMPS 22 - 11 3 WHATS ITLIKE EVERLAST 12 13 12 8 AN0THER 0NE BITES THE DUST . QUEEN/WYCLEF FEAT... 5 2 13 2 D00 W0P (THATTHING) LAURYN HILL 13 - 14 4 LUV ME, LUV ME SHAGGY a JANET 10 10 15 4 N0 MATTER WHAT B0YZ0NE 19 27 16 5 ENJ0YTHE SILENCE FAILURE 9 3 17 3 MILLENNIUM R0BBIE WILLIAMS 18 18 18 10 0RGINAL ... .SÁLIN HANS JÓNS MÍNS 20 22 19 10 INTERGALACTIC BEASTIE B0YS 11 9 20 3 WHAT CAN 1 D0 (TIN TIN MIX) .. L0VESTATI0N 21 29 21 1 TEARDR0P (FLAVA REMIX) .... MEJA |N YTT 22 3 EVERYBODY GET UP FIVE 25 33 23 10 IMM0RTALITY CELINE DI0N 15 8 24 5 NEW KIND 0F MEDICINE ULTRA NATE 28 30 25 3 LASTTHING 0N MY MIND STEPS 33 40 26 8 VIVA F0REVER SPICE GIRLS 17 14 27 5 PURE M0RNING PLACEB0 29 31 28 1 NEEDIN’YOU DAVID M0RALES FEATTHE FACE IIIMI 29 2 l'LLNEVER BREAKYOUR HEART BACKSTREET B0YS 31 - 30 8 ALL'BOUTTHE M0NEY (REMIX) . MEJA 16 15 31 2 FALLING IN L0VE AGAIN EAGLE EYE CHERRY 35 - 32 3 IF Y0U C0ULD READ MY MIND . ’.STARS 0N 54 23 23 33 2 ALLTHE WR0NG PE0PLE SELMA 38 - 34 2 FLAGP0LE SITTA HARVEY DANGER 40 - 35 1 THE FIRST NIGHT M0NICA 1 H V T T 36 5 L00KING F0R L0VE KAREN RAMIREZ 27 21 37 1 MYSTERIOUS TIMES . .SHASH FEATTINA C0USINS mm 38 6 MY FAVOURITE MISTAKE SHERYL CR0W 37 35 39 1 1 WILLWAIT .H00TIE ANN THE BL0WFISH 1 H v T T I 40 1 FINALLY F0UND H0NEYZ Taktu þátt í vali listans í síma 550 0044 ^ 989 'PMWJUU fslenskl listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar og DV. Hringt er f 300 tll 400 manns á aldrinum 14 til 35 ára, af öHu landinu. Elnnig getur fálk hringt f sfma 550 0044 og tekiS þátt f vali listans. íslenski listinn er frumfluttur á fimmtudagskvöldum á Bylgjunnl kl. 20.00 og er birtur á hverjum föstudegi f DV. Ustinn er Jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á hverjum laugardegl kl. 16.00. Ustinn er birtur, að hluta, f textavarpi MTV sjónvarps- stöðvarinnar. íslenski listinn tekur þátt f vali „World Chart" sem framlelddur er af Radio Express f Los Angeles. Elnnlg hefur hann áhrlf á Evrdpulistann sem birtur er f tdnlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandarfska tdnlistarblaðlnu BiHboard. YFiruimjdn með skoðdndkfinnun: Hdlidðra Hauksdóttir - Framkvarmd kðnnunar Markaðsdeild 0V - Tölvuvinnsla: Dódá • Handrit, heimildaröílun og yfirumsjón með Framlelðslu: ívar Guímundsson - Taeknistjórn og framleiðsla: Rorsteinn Ásaeirsson og Rrálnn Steinsson - Utsendingastjóm: Ásgeir Kolbeinsson og Jóhann Jóhannsson - Kynnlr f útvarpl: Ivar Guðmundsson Þau kalla sig theaudience (og vilja að það sé skrifað svona) og eru á hraðri siglingu til gæfulegra popplanda með fyrstu plötunni sinni, „theaudience". Þau eru ensk og poppuð, hljóma oft eins og að- laðandi samsteypa af Cardigans og The Smiths. Mestu púðri hefur popppressan eytt í söngkonuna, hið 19 ára megabeib Sophie Ellis Bextor, en bak við tjöldin er þó höfuðpaur, Billy Reeves, 32 ára gítarleikari, sem hafði unnið sem fjölmiðlafulltrúi hjá plötufyrir- tækjum. Einn daginn kenndi kærastan hans honum nokkur gítargrip og fyrr en varði var hann farinn að semja lög með þeim fáu gripum sem hann kunni. Hann var í einhverjum óþekktum indíbönd- um, en fyrir rúmlega ári haföi hann smalað saman í nýtt band, m.a. fyrrverandi meðlimum úr The Sundays og The Charlatans, og fór að taka hlutina alvarlega eft- ir að Sophie rak á fjörur hans. Hún mætti á æfingu með Oasis-lög á spólu sem hún hafði sungiö inn á og Billy viðurkennir að hafa hugs- að: „Æ, æ, hún er gullfalleg; hún hlýtur að syngja hörmulega." Hann og félagar hans urðu heillaö- ir af öruggri rödd Sophie, sem minnir um margt á Debbie Harry úr Blondie og Chrissie Hynde úr The Pretenders, og Billy fór að semja lög á fyrstu plötuna með hana í huga. Svo vongóður var hann um blóm í haga að hann seldi allar vinylplöturnar sínar, fékk samtals 458 pund fyrir og hafði efni á að taka upp kynning- arspólu. Hún varð síðan til að kveikja athygli plötufyrirtækja og eftir nokkurn slag beit Mercury-út- gáfan á agnið. „Ef þú ert að leita að hljómsveit sem breytir lífi þinu þá hefurðu fundið hana,“ segir Billy öruggur. Þetta er týpiskt froðusnakk úr honum, enda vann hann sem áður segir sem fjölmiðlafulltrúi og veit að hvers konar slagorð ganga í pressunni. Bandið þykist vera með glamúrinn á hreinu og þó meðlim- irnir séu fremur lúðalegir er Sophie efnileg daðurdrós, þó hún sé hálfgerður krakki enn þá: „Ég er í popphljómsveit af því ég flla allan glamúrinn í kringum það,“ segir hún. „Ég elska að fá athygli og að sýna mig á sviði. Ég er eins og krakki sem stendur upp í mat- arboði og fer að syngja. Ég ætlaði þó aldrei að fara í hljómsveit, hafði hugsað mér að verða leikari eða komast að í sjónvarpi. En ég ákvað að slá til.“ -glh plötudómur 22 Pistepirkko - Eleven: ★★★ Finnar lulla í fyrsta gír Ekki veit ég af hverju Finnarnir frísku í 22 Bjöllum kalla nýju plöt- una sína Ellefu, því þótt þeir hafi lengi verið að er platan bara sú sjötta frá þeim. Þeir ólust upp í pönki og bartarokki í einhverjum finnskum skítabæ en fluttu til Helsinki til að meikáða. Nú eru þeir virtasta bandið í Finnlandi og hafa teygt anga sína um alla Evr- ópu, gott ef þeir eru ekki að fá at- hygli í Englandi líka með þessari nýju plötu. Stöðugt tónleikaflakk þeirra um heiminn hefur m.a. fleytt þeim tvisvar til fslands, og þeir sem sáu þá hér ættu að vera mér sam- mála um að betra tónleikaband er erfitt að ímynda sér. Allar plötum- ar hafa verið frábærar og þegar svo er fer maður að gera sífellt meiri kröfur. Maður heimtar stöðugt betri verk og því er maður frekar von- svikinn með hana þessa, því þó að þetta sé góð plata, er hún bara í meðallagi hvað 22PP viðkemur. Hún er róleg, yfirveguð, vönduð og slétt, og það er dálítið djúpt á finnska sjúskið sem maður vill að sveitin haldi sig við. Þeir hafa lagt meiri vinnu i gerð þessarar plötu en hinna, kannski dvalið fulllengi í verinu við að pússa og gjörslípa. Fyrsta lagið stelur aðeins frá Mich- ael Jackson-laginu „Billy Jean“ og er teppalagt með fiðlumottum en strax í þvi næsta bankar gamal- kunnugur poppgroddi á dyr. Síðan lulla þeir í fyrsta gir fram á tíunda og síðasta lagið þegar enn er bank- að með sannri gaxi-gaxi sveiflu. En hægigirinn venst vel og er skreytt- ur faglega með íðilfogrum strengj- um, nýtísku taktboxi og svo vitan- lega hvellhásri röddinni í PK, sem er það eina sem minnir mann á hverjir eiga í hlut. Þegar þessi er sett á er því gráupplagt að eiga rauðvín og kerti á heimilinu og vera tilbúinn til að láta 22PP vagga sér blítt og létt. Gunnar Hjálmarsson *asE»ELEVEN«fflSi» „Það er dálítið djúpt á finnska sjúskið sem maður vill að sveitin haldi sig við.“ 10 f ÓktlS 25. september 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.