Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1998, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1998, Qupperneq 14
myndlist f ÓkllS 25. september 1998 Bmðkaup í skugga strands „Þegar á heildina er litið er Dansinn vel heppnuð kvikmynd og góð búhót í íslenska kvikmyndagerð, kvikmynd sem vissulega á erindi á alþjóðlegan markað og víst er að hún verður góður fbrunautur Ágústs yfir í næstu kvikmynd sem verður vonandi sem fyrst.“ Leikstjórl: Ágúst Guðmundsson. Handrit: Kristín Atladóttir og Ágúst Guómundsson. AB- alleikarar: Gunnar Helgason, Pálína Jónsdótt- ir, Dofri Hermannsson, Baldur Trausti Hreins- son og Gísli Halldórsson. Ágúst Guðmundsson var einn þeirra kvikmyndagerðarmanna sem kom með „vorið“ í íslenskri kvikmyndagerð í lok áttunda ára- tugarins. Hans fyrsta framlag var Land og synir sem frumsýnd var árið 1980. Hann fylgdi henni eftir með þremur kvikmyndum fram til ársins 1984, Útlaganum, Með allt á hreinu (vinsælustu íslensku kvikmyndinni til þessa) og Gull- sandi, sem frumsýnd var 1984. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og reglulega hefur Ágúst verið inntur eftir því hvort ekki færi að koma ný kvikmynd frá honum, en aðstæður og erfiðleik- ar í íslenskri kvikmyndagerð hef- ur gert það að verkum að íjórtán ár hafa liðið frá Gullsandi að Dansinum, sem nú eru að hefjast sýningar á. „Pálína Jónsdóttir leikur Sirsu. Þetta er þriðja hlut- verkið hennar í kvikmynd og hefur henni farið mikið fram og er Sirsa sannfærandi, villuráfandi eftirlætisbarn í hennar fórum." Oft er sagt þegar góð og metnað- arfull verk líta dagsins ljós eftir langa fjarveru listamannsins í sinni listgrein að biðin hafi verið þess virði. Það er samt kaldhæðn- islegt að nota slíka staðhæfingu nú þótt vissulega sé endurkoma Ágústar mjög gleðileg, því vitað er að lagt hefur verið af stað með önnur verk sem hafa síðan dagað uppi, aðllega vegna peninga- skorts. En hvað um það, Dansinn er góð endurkoma Ágústs inn í ís- lenska kvikmyndagerð, vel gerð, dramatísk og um leið skemmtileg kvikmynd sem skilur eftir sig vellíðan sem alltaf er velkomin til- finning þegar farið er með von í brjósti á nýja íslenska kvikmynd. Dansinn er byggð á ágætri smá- sögu færeyska skáldsins William Heinesen sem ósjálfrátt verður myndræn við lestur. Hún gerist í Færeyjum á fyrsta tug aldarinnar og segir frá brúðkaupi sem haldið er i skjóli strands sem kostar mannskaða. Þessir tveir atburðir eru svo tengdir saman með sér- stökum hringdansi Færeyinga sem þeir stunda enn þann dag í dag þegar veislur eru haldnar og þá er dansað eins og segir í vís- unni fram á rauða nótt. í Dansinum höfum við sögu- manninn Pétur sem háaldraður rifiar upp atburðina sem honum eru enn i fersku minni. Pétur er utan við sjálft brúðkaupið, aðeins gestur, en vinskapur hans við brúðurina, brúgumann og örlaga- valdinn ívar, sem telur sig eiga hlut í brúðurinni, gerir það að verkum að ósjálfrátt leiðir Pétur af stað drEunatíska atburði sem vefja síðan upp á sig. Margt er sameiginlegt með ís- lensku og færeysku landslagi og þess vegna gæti myndin alveg eins gerst á íslandi, þungbúin veðráttan sem skilar sér vel í góð- um myndskeiðum er verðugur bakgrunnur fyrir góðan stíganda í atburðarrásinni. Strandið sem verður í miðju brúðkaupinu hefur ekki þau áhrif á gestina sem menn myndu ætla, þeir vilja dansa áfram þrátt fyrir varnaðar- orð djáknans. „Því ættum við að syrgja á gleðistund mann sem enginn þekkir," segir einn gestur- inn og talar þar fyrir munn margra og má með sanni segja að þegar dansinn er stöðvaður þá kemur fram óróinn sem býr und- ir niðri. Öllu þessu er komið vel til skila í ágætu handriti og lif- andi myndatöku. Klipping er einnig góð og skynsamleg og tón- list fellur vel að myndinni og verður aldrei í neinu aðalhlut- verki. Leikarar standa sig yfirleitt vel. Það er ekki að sjá að þetta sé fyrsta kvikmyndin sem Gunnar Helgason leikur í. Hann veldur vel sínu stóra hlutverki og hefúr þann léttleika í hreyfingum sem með þarf og er greinilegt efni í góðan kvikmyndaleikcU'a. Pálína Jónsdóttir leikur Sirsu. Þetta er þriðja hlutverkið hennar i kvik- mynd og hefur henni farið mikið fram og er Sirsa sannfærandi, villuráfandi eftirlætisbam í henn- ar förum. Dofri Hermannsson og Baldur Trausti Hreinsson leika brúgumann og elskhugann, kannski þau hlutverk sem van- þakklátust era, eiga þeir ágæta spretti inn á milli. Vert er í lokin að geta þáttar Gísla HaUdórsson- ar sem í Dansinum er að leika sitt síðasta kvikmyndahlutverk og gerir það með glans eins og ávallt áður. Gísli leikur hinn skemmti- lega karl, Nikulás, forsöngvara og dansara mikinn, sem býður upp á soðna þorskhausa þegar hann fær unga fólkið í heimsókn. Þegar á heildina er litið er Dansinn vel heppnuð kvikmynd og góð búbót í íslenska kvik- myndagerð, kvikmynd sem vissu- lega á erindi á alþjóðlegan mark- að og víst er að hún verður góður forunautur Ágústs yfir í næstu kvikmynd sem verður vonandi sem fyrst. Hilmar Karlsson Opnun Elol Pulg er spænskur myndlistarmafiur, fæddur 1966, sem hefur fengifi ágætt hrós fyrir list sína, einkum vídeóverk sín. Þessi ágæti maður er kominn hingað upp á skerið meö Ijósmyndaverk og videó og hefur stillt þessu upp I Ingólfsstræti 8. Viðfangsefni hans eru ekki smá heldur upphafið (Big Bang) og endalokin (Big Crush). Aö sögn Eddu Jónsdóttur sýningarstjóra er þessi sýning Puig ólík flestum sem settar hafa veriö upp í galleriínu hennar, nálægðin í verkum hans er mikil en salurinn lítill. Sýningin er opin kl. 14-18 frá fimmtudegi til sunnudags. Síöustu forvöð Gerðarsafn, Kópavogi. Sýning á olíumálverkum Slgrúnar Eldjárn í aust- ursal klárast um helgina. Opið frá kl. 12-18 alla daga nema mánudaga, Nýllstasafnlö. Samsýning nokkurra vel þekktra listamanna lýkur á sunnudaginn. Safnið er opið frá 14-18 alla daga nema mánudaga. Vlnnustofan, Laugavegi 18 B. Sýning Hauks Dórs lýkur um helgina. Hún er opin kl. 13-18. Slunkaríkl, ísafirði. Mál- verkasýningu Húberts Nóa lýkur á sunnudag- inn. Hún er opin fimmtu- daga til sunnudaga kl. 16-18 og lýkur sunnu- daginn 27. september. Aðrar sýningar Art Hún, Stangarhyl 7. Toshlko Takaezu sýn- ir leirlistaverk í tilefni af 10 ára afmælis safnsins. Gallerí Geyslr. Yfirlitssýning á verkefninu 20,02, hugmyndir um eiturlyf. Sýningin er r opin á virkum dögum frá kl. 8-23 og um helg- ar frá kl. 13-18. Galleri Fold. Gunnar R. BJarnason með mál- verk í baksalnum. Opið er daglega frá kl. 10-18, Id. 10-17 og sd. 14-17. Gallerí Hár og llst. Yngvl Guömundsson. Opið virka daga frá kl. 9-18 en um helgar frá kl. 14-18. Ráðhúslö. Ketlll Larsen með sýningu sem hann nefnir .Sólskin frá öðr- um heimi". Opin frá kl. « 12-19 virka daga og kl. 12-18 um helgar. Gallerí Hornlö, Hafnarstræti 15. Vapen (Valdlmar BJarnfreösson) meö sýningu á mál- verkum sínum, Kaffibollinn er mitt internet. Sýningin er opin alla daga kl. 11-24. Geröuberg menningarmiöstöð. Sýning á verk- um BJargar ísaksdóttur á vegum Félags- starfsins. Sýningar á verkum Krlstlns G. Haröarsonar í Galleríl Sævars Karls og Geröubergi. Sýningin í Geröubergi er opin mán.-fim. kl. 9-21, fös. kl. 9-16, laug. og sun. 12-16. Sýningin í Galleri Sævars Karls er opin á verslunartímum. KJarvalsstaölr v/Flókagötu. Samsýning tveggia kynslóöa: -30 / 60 +. Fjölmargir lista- menn úr báðum aldurshópum taka þátt. Opiö kl. 10-18 alla daga; leiösögn kl. 16 á sunnu- dögum. Ustasafn íslands, Frikirkjuvegi 7. „Draumur- Inn um hreint form.“ jslensk abstraktlist 1950-60". Safnið er opiö kl. 11-17 alla daga nema mánud. Usthúslö Laugardal. Islensk náttúra. íslenskt landslag eftir SJöfn Har. Opiö virka daga kl. 12-18. Ld. kl. 11-14. Norræna húslö. Sýning á verkum Rojs Frl- bergs opin kl. 14-18 alla daga nema mánud. Sýning á náttúrulífsljósmyndum sem Andý Horner hefur tekiö á Álandseyjum er opin kl. 9-18 alla daga nema sunnudaga frá kl. 12-18. Árþúsundasafnlö, í risi Fálkahússins, Hafnar- stræti 1. Sýning Grelpars Ægls er opin frá 9-19 alla virka daga og um helgar frá 10-19. Ustahátíö í Reykjavík. Höggmyndlr. Sýningin er 6 km löng og nær frá Sörlaskjóli í vestri og inn í Fossvogsbotn. Háskólabíó: Dansinn ★★★ Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði. Anna Slgríöur Slguijónsdóttlr myndhöggvari meö sína sýningu og Margrét Guömunds- dóttlr með aöra er hún kallar „Land elds og ísa". í Apótekinu, nýjum sýningarsal á fyrstu hæö Hafnarborgar, eru Ijósmyndir Bernds Schlusselburg frá Cuxhaven til sýnis. Sýning- arnar eru opnar alla daga nema þd. frá kl. 12-18. Ustasafn ASÍ, Freyjugötu. Tvær myndlistar- sýningar, Þóra Slguröardóttlr sýnir þrívíö verk og Ijósmyndir I Ásmundarsal og Jun Kawag- uchl sýnir lágmyndir úr postulíni í Gryfjunni. Safnið er opið alla daga nema mánud. frá kl. 14-18. meira á. www.visir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.