Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1998, Qupperneq 19
Popparar hafa löngum gert ser dælt við anarkisma af ymsu tagi, gefið skit
í lög og reglur og neitað að falla að því móti sem þjóðfélagið virðist vilja
þröngva þegnunum í. En á þetta svo vel saman; klassískur anarkismi
og venjulegt rokk og ról. Árni Daníel Júlíusson, sagnfræðingur og aktívur
pönkari, sér það ekki alveg ganga upp að hörðustu rokkarar dagsins
í dag gætu tekið upp baráttumál anarkista, alla vega ekki þeirra sem
náðu tökum á góðum hluta Spánar á fjórða áratugnum.
Öllum veitingahúsum
í miðbænum l^að
„Víða var börtun og
vínveitingahúsum
lokað. Þau voru talin
til óþurftar, talin hvetja
til illinda og ólifnaðar.
Jafnvel kaffihús voru
illa séð í sumum þorp-
um, þótt annars staðar
væri kirkjum breytt í t
kaffihús." J
„Ég trúði á alls konar vinsælda-
lista / ég trúði á pönk og anarkista"
syngja Maus í topplagi sumarsins,
„... en allt sem þú lest er lygi“ segja
þeir svo. Það er auðvitað fullkom-
lega rökréttur anarkismi að trúa
alls ekki á það sem skrifað hefur
verið um anarkisma.
Reyndar hefur mikið verið skrif-
að um þetta fyrirbæri. Burnett
Bolloten heitir maður, látinn fyrir
rúmum áratug, þá 87 ára að aldri,
og lét eftir sig 1074 siðna bók. Hún
var afrakstur 50 ára ævistarfs
Bollotens, og eitt af áhugamálum
hans var einmitt anarkismi, nánar
tiltekið anarkisminn á Spáni
1936-1939. Að sögn tók það hann tíu
ár að finna útgefanda að bókinni,
því enginn vildi gefa út bók sem
fjallaði um það sem enginn hafði
áhuga á í sambandi við spænsku
borgarastyrjöldina: Byltinguna í
borgarastyrjöldinni.
Líklega hafa Islendingar fyrst og
fremst kynnst anarkisma í gengum
pönkið og Sex Pistols sem sungu
um Anarchy in the UK fyrir margt
löngu. En þessi tenging pönks og
anarkisma er tiltölulega nýtilkom-
in. Á Spáni gerðist það að anarkist-
ar gerðu byltingu, löngu áður en
nokkur hafði fundið upp pönk, hvað
þá rokk. Það voru meira að segja 20
ár í það að Elvis gerði allt vitlaust
með rock 'n roll í fyrsta sinn. Bylt-
ingin á Spáni varð 1936, nákvæm-
lega 40 árum áður en Sex Pistols
gáfu út Anarchy in the UK, en nú
eru liðin 62 ár. Fyrir margt yngra
fólk eru báðir þessir atburðir lík-
lega huldir mistri Qarlægrar fortíð-
ar, en líklega finna þó fleiri tengsl
við Sex Pistols en spænska anar-
kista. Sex Pistols lögðu jú grund-
völlinn að stórum hluta þeirrar
rokktónlistar sem nú telst góð og
gild, meira að segja finnast áhrifin
hjá Maus, en flestir hafa gleymt
spænsku byltingunni. Hún hefur
reyndar aldrei verið mikið auglýst.
Menn hafa haft miklu meiri áhuga
á borgarastyrjöldinni sem fylgdi,
baráttunni gegn fasismanum og öll-
um þeim fjölda útlendinga sem af
hugsjónaástæðum kom til að berj-
ast fyrir lýðveldið.
Ríkisvaldið hvarf eins
og hendi væri veifað
Raunar var anarkistahreyfingin
á Spáni allgömul og hafði lengi ver-
ið mjög virk. Auk anarkista var á
vinstri vængnum stór flokkur sósí-
alista og lítill kommúnistaflokkur.
Þessi öfl fengu ásamt Lýðveldis-
flokknum (flokki millistéttarinnar)
meirihluta á þingi eftir kosningar í
febrúar 1936. Ríkisstjómin, sem ein-
göngu var skipuð ráðherrum úr
Lýðveldisflokknum, réð illa við
vinstri öflin, sem víða stóðu fyrir
kirkjubrennum og öðrum róttækum
aðgerðum. Hægri öflin voru skipu-
lögð í flokk falangista (fasista), sem
efLdist mjög á kostnað hófsamra
hægri afla við valdatöku vinstri afl-
anna vorið 1936, og gerðu loks um
sumarið alvöru úr áformum um
valdarán í samvinnu við nokkra
herforingja. Ekki tókst þeim betur
til en svo að þeir náðu aðeins einum
þriðja hluta landsins, en annars
staðar í landinu hmndi ríkisvaldið
algjörlega - lögregla, her, dómsvald
og stjómkerfi hvarf eins og hendi
væri veifað þegar vinstri öflin
kváðu niður uppreisn hægri manna
með vopnavaldi. í stað rikisvaldsins
kom alþýðuvald, almenningur
skipulagði nýja tegund stjórnkerfis,
alþýðulýðveldi á grundvelli anark-
isma.
í Madrid, Valencia, Malaga, Bil-
baó, Gíjón, Barcelona, Alicante og
sveitahéruðunum umhverfis þessar
borgir, alls tveimur þriðju hlutum
Spánar, náði anarkistahreyfingin
CNT-FAI víða völdum. Líklega
þekkja margir íslendingar þessi
nöfn úr sólarlandaferðum til Spán-
ar, en tengja þau kannski ekki sér-
staklega við byltingu eða anark-
isma. I sveitunum voru stofnuð
samyrkjubú að frumkvæði smá-
bænda, í borgum voru öll stærri
fyrirtæki þjóðnýtt og sett undir
stjórn þess verkafólks sem þar
vann. Eigendur þessara fyrirtækja
misstu allt sitt. Þeir sem ekki voru
skotnir eða flúðu fengu tilboð um
að vinna í fyrirtækinu á sömu laun-
um og almennt verkafólk. Allar rak-
arastofur, hárgreiðslustofur, skó-
smíðastofur, sjoppur, kjörbúðir,
bakarí, fiskbúðir, barir, blómabúð-
ir, bílaverkstæði og annað slikt var
gert upptækt af byltingarmönnum
og eigendunum boðin vinna í fyrir-
tækinu á sömu kjörum og almennt
starfsfólk þeirra hafði. Mikið var
um smárekstur á Spáni, oft illa
skipulagðan og rekinn við heilsu-
spillandi aðstæður. Margar smáar
járnsmiðjur, sem alræmdar voru
fyrir berklasmit og því skaðlegar
heilsu manna voru lagðar niður, en
járnsmiðimir fengu vinnu í stórum,
vel skipulögðum járnsmiðjum með
góðri vinnuaðstöðu sem komið var
á fót í staðinn.
Kirkjur brenndar
eða breytt í kaffihús
Það var sem sagt gerð bylting í
landi sem í sjálfu sér var ekkert
mjög ólikt því sem við þekkjum sem
nútímaþjóðfélag (þó að búið sé að
komast fyrir berklana að mestu).
Anarkistar gerðu ýmislegt af því
sem búast má við af fólki af því tagi,
kveikt var í mörgum kirkjum og
þær sem ekki voru brenndar voru
gerðar að kaffihúsum eða vöru-
geymslum. Einnig er ekkert óvænt
við að frétta af því að peningar voru
lagðir niður í þeim sveitum þar sem
anarkistar voru við völd, og í stað
þess voru afhentir miðar sem menn
gátu notað til að verða sér úti um
nauðsynjar: Fatamiðar, brauðmið-
ar, miðar fyrir ólífuolíu, og hver
maður fékk úthlutað þremur til
flmm lítrum af borðvíni á viku.
Miðum var úthlutað eftir fjölskyldu-
stærð, og hver fékk það sem hann
þurfti óháð vinnuframlagi. Á þess-
um samyrkjubúum fengu menn að-
eins peninga ef þeir þurftu til borg-
arinnar einhverra erinda, t.d. til
læknis. Jafnvel var talsvert spáð í
frjálsar ástir og kvenfrelsi (raunar
varð minna úr kvenfrelsinu en.
kenningin boðaði, t.d. komst ekki á
jafnrétti kynja í launum á frelsuðu
svæðunum).
En ýmislegt kemur ekki heim og
saman við þá ímynd sem við höf-
um af anarkistum. T.d. gerðist það
víða að börum og vínveitingahús-
um var lokað. Þau voru talin til
óþurftar, talin hvetja til illinda og
ólifnaðar. Jafnvel kaffihús voru
illa séð í sumum þorpum, þótt ann-
ars staðar væri kirkjum breytt i
kafiihús eins og áður segir. Tó-
baksreykingar voru taldar algjör
óþarfi og viða bannaðar. Hér er ég
hræddur um að sé farið að fara um
ýmsa nútímaanarkista, en líklega
hefðu gamlir bændur að norðan á
fyrri hluta aldarinnar kunnað bet-
ur við sig í anarkistaþorpunum á
Spáni. Margir þeirra töldu einmitt
brennivín, kaffi og tóbak hinn
mesta óþarfa.
Einkabílar seldir úr landi
Spænsku anarkistarnir voru
semsagt hinir mestu púrítanar,
jöfnuðust á mörgum sviðum á við
þá púrítana sem námu land í Nýja-
Englandi á 17. öld. Byltingin gekk
bara alveg ágætlega takk fyrir, fá
eða engin vandamál virtust fylgja
þvi að leggja niður lögmál frjálsrar
samkeppni, sveitarstjórnir, rikis-
vald og annað slíkt, sem yfirleitt er
talið grundvöllur siðmenningar.
Siðmenningin lifði ágætu lífi þrátt
fyrir það.
ímyndum okkur nú að anarkistar
af þessum toga kæmust skyndilega
til valda hér á landi. Hverju myndu
þeir byrja á? Tökum dæmi af Mos-
fellsbæ, þar sem ég þekki sæmilega
til sem neytandi. Ég hef á tilfinning-
unni að anarkistum fyndist ansi fá-
ránlegt að hafa hvorki meira né
minna en þrjár stórar kjörbúðir, all-
ar á sama blettinum og allar með
sama úrvalið: Nóatún, Hagkaup, nei
afsakið, Nýkaup, og 11-11. Nýkaup
er nýbúið að opna búð 25 metrum
frá Nóatúni af öllum stöðum, í stað
þess að koma sér fyrir einhvers
staðar þar sem engin búð var, enda
koma þangað fáir. Flestir halda
þeim vana að fara í Nóatún.
Líklegt er að spænsku anarkist-
arnir myndu leggja niður tvær búð-
anna og leyfa einni að vera opinni.
Sparnaðinn myndu þeir leggja í að
bæta strætisvagnaþjónustuna, því
þeim myndi sennilega blöskra hin
gífurlegi Sáraustur í bíla og allt
sem þeim fylgir. Að öllum líkindum
yrðu einkabílar gerðir upptækir og
seldir úr landi, til að fjármagna um-
bætur í heilbrigðis- og menntakerfi,
og gott aimenningssamgöngukerfi
sett í staðinn. Líklegt er að ýmiss
konar þjónustu, sem er í hverju
smákaupfélagi úti á landi, svo sem
verslun með fatnað, byggingarvörur
og fleira slíku yrði komið á fót til að
stytta leiðina í þjónustuna, og spara
fólki ferðir til Reykjavíkur. Að sjálf-
sögðu yrði báðum kránum í bænum
lokað, og spurning er hvort nýopn-
að kaffihús fengi að hafa opið. Ég
tel það frekar líklegt, því kaffihús
eru gróðrarstíur anarkisma.
íslenska þjóðveldið
fyrirmyndar-anarkí
Önnur slík gróðrarstía er Netið.
Nýlega rakst ég þar á Anarchist
FAQ, þ.e. þar getur maður fengið að
vita allt sem maður vill vita um an-
arkismann. Það er staðsett í Banda-
ríkjunum. Meðal annars er fjallað
um hvort íslenska þjóðveldið
(930-1262) geti verið fyrirmynd þjóð-
skipulags nútíma anarkisma, eins
og maður að nafni David Fried-
man hefur haldið fram, og því hafn-
að. Miklu púðri er eytt til að gagn-
rýna svokallaða anarkó-kapítalista,
sem telja að unnt sé að samræma
kapítalisma og algert anarkískt ein-
staklingsfrelsi. Það er sjálfsagt sér-
amerískt vandamál. En þarna eru
líka langir kaflar sem minna mjög á
röksemdafærslu gömlu spænsku an-
arkistana. T.d. er mælt með því að
framleiðsla og neysla fari fram í
samvinnufélögum. (íslendingar
ættu að geta upplýst um hætturnar
sem þannig skipulagi eru samfara).
Mér sýnist á öllu að enn sé til fólk
sem tekur anarkismann alvarlega,
og ef einhver vill fræðast meira um
það þá er slóðin hér: http://www.et-
ext.org/Politics/Spunk/library/in-
tro/faq/sp001547/index.html
Líklega kemur spænski anark-
isminn þeim spánskt (ha ha) fyrir
sjónir sem helst hafa kynnst anark-
isma í sambandi við pönkið í Rokk
í Reykjavík, þar sem Bjarni mó-
hlkani lýsti yfir að hann stundaði
límsniff. Ætli það hafi verið í nafni
anarkismans? Síðast þegar ég hitti
Bjarna var hann að vinna á Hafnar-
kránni. En skyldi Bjarna nokkurn
tima hafa dottið í hug að berjast fyr-
ir lokun allra vinveitingahúsa í
miðbænum í nafni anarkismans?
Ég efast um að það sé forgangsverk-
efni hjá íslenskum anarkistum.
Það fór nú reyndar illa fyrir an-
arkistunum á Spáni á endanum.
Falangistarnir og Frankó sigruðu í
borgarastyrjöldinni og allur anark-
ismi var þurrkaður út. Um þá sorg-
arsögu má lesa hjá Bolloten og víð-
ar. Árni Daniel Júliusson
fold
ánæíjja!
Hringdu og
pantaðu
16" pizzu
með 5
áleggsteg
fyrir aðeins
1400 kr.
25. september 1998 f ó k U S