Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1998, Side 20
Bíóborgin
Lethal Weapon 4 ★ ★★ Þessi nýjasta víðbót
í seríuna er ágætis afþreying. Hún er fyndin og
spennandi og áhættuatriðin flest til fyrirmynd-
ar. Þótt hún nái aldrei að toppa það besta úr
fyrstu tveimur myndunum ætti hún ekki aö
valda aðdáendum þeirra Riggs og Murtaugh
vonbrigðum. Þetta verður líklega síöasta
myndin og ekki amaleg endalok á eftirminni-
legri seríu. -ge
Clty of Angels ★★★ Þrátt fyrir að vera klisju-
kennt bandariskt ástardrama eru fallegar og
áhrifamiklar senur inni á milli þar sem leik-
stjóra og kvikmyndatökumanni tekst vel upp
aö skapa þá stemningu sem upprunalega hug-
myndin um (ó)sýnilega engla býður upp á. -úd
Slx Days, Slx Nlghts ★★★ Fremur hug-
myndasnauð en þó skemmtilega rómantlsk
gamanmynd sem gerist I fallegu umhverfi á
eyjum I Kyrrahafinu. Myndinni er haldið uppi af
góðum leik aðalleikaranna, Harrisons Fords
og Anne Heche, sem ná einstaklega vel sam-
an. Aðrir leikarar standa sig ágætlega en
hverfa I skuggann af gneistandi samleik Fords
og Heche. -HK
Bíóhöilin/Saga-bíó
Hopo Floats ★★ Sterkt byrjunaratriði vekur
falskar vonir. Rjótt verður myndin að meló-
dramatískum klisjum sem haldið er uppi af
góðum leikurum. Einstaka atriði ná þó að lyfta
henni upp úr meöalmennskunni en nægir ekki
að til að fela augljósa galla sem koma einkum
fram I lokin. -HK
Armageddon ★★ Bruce Willis stendur fyrir
slnu sem mesti töffarinn I Hollywood I mynd
þar sem frammistaða tæknimanna er það
eina sem hrós á skilið. Leikstjórinn Michael
Bay gerir það sem fyrir hann er lagt og þvl er
Armageddon meira fyrir auga en eyru. -HK
Háskólabíó
Dansinn ★★★ Ágúst Guðmundsson með
sína bestu kvikmynd frá því hann gerði Meö
allt á hreinu. Áhrifamikil saga sem lætur eng-
an ósnortin. Vel gerð og myndmál sterkt. Oft
á tíðum frumleg þar sem dansinn dunar I for-
grunni og eða bakgrunni dramatískra atburða.
Leikarar I heild góðir og ekki hallað á neinn
þegar sagt er að Gunnar Helgason, Pálína
Jónsdóttir og GIsli Halldórsson séu best með-
al jafningja. -HK
BJörgun óbreytts
Ryan ★★★★
Stríð I sinni
dekkstu mynd er
þema þessa mikla
kvikmyndaverks.
Stórfenglegt byrj-
unaratriði gæti eitt
sér staðið undir ómældum stjörnufjölda, en
Steven Spielberg er meiri maður en svo aö
hann kunni ekki aö fylgja þessu eftir og I kjölfar-
ið kemur áhugaverð saga um björgun manns-
lífs, saga sem fær endi I öðru sterku og löngu
lokaatriöi þar sem barist er gegn ofureflinu. -HK
Predikarinn ★★★ Robert Duvall fer á kostum I
hlutverki predikara sem fremur glæp en frelsast
á flótta. The Apostle er kvikmynd Roberts Duvalls
I meira en einum skiiningi, hann er einnig leik-
stjóri og handritshöfundur Með mynd sinni sýnir
Duvall að hann er mikill listammaður og vonandi
er að hann geri aðra mynd sem fyrst. -HK
Sporlaust ★★★ 1
Leikararnir skila j
slnu og sögufléttan ,
er að mestu I anda j
góðra spennu-
mynda. Þó er að I
flnna slæmar holur
I plottinu sem eru i
leiðinlegar fyrir þá .
sök aö auövelt hefði verið að bjarga þeim.
Þessir hnökrar spilla þó tæplega miklu og
myndin ætti ekki aö valda vonbrigðum. -ge
Washlngton torg ★★★ Skáldsögu Henry
James fylgt vel eftir I sterkri mynd um ráörík-
an föður sem ekki sættir sig viö eiginmanns-
efniö sem einkadóttirin hefur valið sér og stlg-
ar þeim I sundur á grimmilegan hátt. Hvað er
rétt og hvað er rangt er þemaö. Jennifer Jason
Leight er misgóð I erfiðu hlutverki, en Albert
Finney er sem oftast áður sterkur á svellinu
þegar kemur að klassíkinni. -HK
Dark Clty ★★ Dark City er metnaðarfull og
ansi mögnuð mynd, og vekur tilfinningar bæði
um ofsóknir og innilokun. Hún er full af ótrú-
lega eftirminnilegum myndrænum skeiðum,
sérstaklega þar sem geimþjóðin „tjúnar" og
lætur borgina bókstaflega vaxa, hús spretta
upp úr götum, stækka, minnka eða taka öðr-
um breytingum. Hins vegar veldur handrits-
skortur þvl að oft var eins og um langa auglýs-
ingu aö ræða. -úd
Martha, má ég kynna ... ★★ Marta o.s.frv. er
gamanmynd I rómantískari kantinum og helst
sérstök fýrir þá sök hversu bandarísk hún er.
Monica Potter minnir um margt á Juliu Roberts
og er hér I svipuðu hlutverki og Julia gerði sér
mat úr á árum áður. Stærsti gallinn liggurí hand-
ritinu sem skrifað var af Peter Morgan. -ge-k
Psycho 1960
Leikstjórl: Alfred Hitchcock.
Norman Bates: Anthony Perkins.
Marion Crane: Janet Leigh.
Kostnaður: 800.000 dollarar.
Tökutími: 36 dagar.
Psycho 1998
Leikstjóri: Gus Van Sant.
Norman Bates: Vince Vaughn.
Marion Crane: Anne Heche.
Kostnaður: 25.000.000 dollarar
Tökutími: 38 dagar.
Leikstjórinn Gus Van Sant réðst ekki á garðinn þar sem hann er
lægstur þegar hann afréð að endurgera eitt af lofuðustu meistara-
verkum kvikmyndasögunnar - Psycho eftir Alfred Hitchcock.
En það má hann eiga að hann fór varfærnislega í verkið.
Psycho endurgerð
- ramma fyrir ramma
Fyrir marga aðdáendur Alfreds
Hitchcocks er Psycho heilög og
margir hafa farið fram á ritvöllinn
og sagt að það væri nánast eins og
mannsmorð að endurgera hana.
Það er þvi engin furða að sömu
menn hneykslist á þvi að hinn
ágæti leikstjóri Gus Van Sant (My
Private Idaho, Good Will Hunting)
er að endurgera Psycho og það
ramma fyrir ramma, og vilja fá að
vita hver eiginlega gaf honum leyfi
til að stæla Psycho svona nákvæm-
lega.
Gus Van Sant hefur ekki haft
miklar áhyggjur af þessum að-
fmnslum og hélt sínu striki og
lauk tökum fyrir þremur vikum.
Hann notaði upprunalegt handrit
og segir að sagan sé að 95% leyti
eins og mynd Hitchcocks, eina
stórvægilega breytingin er að
Psysho 1998 er í lit. Sjálfsagt vekur
mesta forvitni sturtuatriðið fræga
þar sem Norman Bates gerir út af
við Marion Crane. Þetta atriði er
löngu orðið klassískt og hefur orð-
ið fyrirmynd óteljandi eftirlíkinga.
Meðan Gus Van Sant var að taka
þetta atriði með aðalleikurum sín-
um, Vince Vaughan og Anna
Heche, var hann alltaf með mynd-
bandaútgáfú af upprunalega atrið-
inu og renndi því í gegn samtímis
sínu atriði til að sjá hvort ekki
væri ekki örugglega eins. Ef
Pscycho Gus Van Sants er 95%
eins og Psycho Hitchcocks hvernig
eru þá hin 5%. Þetta vekur mörg-
um forvitni en fátt verður um svör
og Van Sant segir það koma í ljós
þegar myndin verður frumsýnd.
Einn af kostum Psycho var ótrú-
lega sannfærandi leikur Anthony
Perkins í hlutverki Norman Bates
og var hann allan siim feril minnt-
ur á þetta hlutverk og endurtók
það í tveimur framhaldsmyndum.
Það verður því erfitt fyrir hinn
unga sjónvarpsleikara Vince
Vaughn að fara í spor Perkins og
víst er að gagnrýnendur bíða þess
með óþreyju að fá að tæta hann í
sig: „Ég reyndi ekki að
betrumbæta leik hans og þótt ég
stundum hermi eftir honum þá
held ég að mikið komi frá mér
sjálfum, sem ég tel nauðsynlegt
svo ég hreint og beint traðki ekki
á minningu Anthony Perkins.“
Anna Heche er í þakklátara
hlutverki. Þótt hlutverkið sé frægt
í sögu kvikmyndanna þá er það
ekki stórt og byggist mest á lík-
amshreyfingum og öskrum. Anna
Heche segir að henni hafi þótt
gaman að endurtaka allcir hreyf-
ingar Janet Leigh og neitaði hún
að nota staðgengil sem henni
bauðst þar sem hún þarf að vera
nakin: „Þetta voru þrír dagar sem
fóru í að fara í sturtu, þurrka sér,
fara aftur í sturtu, þurrka sér aft-
ur og svona koll af kolli.“
Tiu ár eru síðan Gus Van Sant
reyndi að fá einhverja til að
styrkja sig fjárhagslega í að endur-
gera Psycho. Til þess að svo gæti
orðið varð að semja við Universal,
sem átti réttinn. Á þeim bæ var
hlegið að honum. Það var ekki fyrr
en eftir miklar vinsældir Good
Will Hunting að það gaf grænt ljós
og var það ekki síst vegna þess að
Gus Van Sant var búinn að tryggja
sér stuðning framleiðandans Bri-
an Grazer (Liar, Liar, Apollo 13).
Ljóst þykir að þrátt fyrir að Gus
Van Sant segi að hann sé að gera
spegilmynd af Psycho verði útlitið
öðruvísi, það gerir liturinn og
einnig það að sagan er færð í nú-
tímann, meðal annars er tekið
Visa í afgreiðslunni á Bates-
móteli.
-HK
Hryllingsmyndin
Phantoms frumsýnd
í Regnboganum:
Vofur
Regnboginn tekur til sýninga í
dag hryllingsmyndina Phantoms
sem gerð er eftir skáldsögu Deans
Koontz sem margir telja að sé næst-
ur Stephen King í gerð hryllings-
skáldsagna. Hafa sumar skáldsögur
Koontz verið þýddar yfir á íslensku
og gefnar út. Nokkrar bóka hans
hafa verið kvikmyndaðar. Að þessu
sinni skrifar Koonzt sjálfur handrit-
ið og er einn af framleiðendum
myndarinnar sem segir frá prófess-
or Timothy Flyte sem fenginn er til
að koma til smábæjar sem er í hel-
greipum dularfullra afla og bæjar-
búum hafa borist þau skilaboð að
Flyte sé sá sem vofurnar vilji hafa
samband við.
Það er breski stórleikarinn Peter
O'Toole sem leikur prófessorinn. í
öðrum hlutverkum eru ungir leik-
arar sem mikið hafa látið að sér
kveða að undanfömu. Má þar nefna
Ben Afílect (Good Will Hunting,
Armageddon), Rose McGowan
i (Scream) og Liev Schreiber
1 (Sphere). Auk þess leikur Joanna
Going stórt hlutverk í myndinni.
Leikstjórinn Joe ChappeUe er
með Phantoms að gera aðra kvik-
mynd sína. Fyrir þremur árum
Í skrifaði hann handrit og leikstýrði
j Thives Quartett fyrir nánast engan
i pening og þótt ekki vekti hún neina
! alheimsathygli var það nóg til þess
5 að kvikmyndaiðnaðurinn tók eftir
þessum unga manni og fékk hún
góða dóma. Áður hafði hann unnið
við gerð sjónvarpsauglýsinga. -HK
Peter O'Toole leikur prófessor
Timothy Flyte sem velt ýmislegt
sem aörir vita ekki.
bíódómur
Sam-bíóin: Hope Floats ★★
Hjónaskilnaður í beinni
„Þegar maður er búinn að gefast upp á að bíða eftir einhverju
í líkingu við byrjunina er fátt annað að gera en fylgjast með
góðum leik Söndru Bullock og Genu Rowland.“
Lelkstjórl: Forest Whitaker. Handrlt: Steven
Rogers. Kvlkmyndataka: Caleb Deschanel.
Tónllst: Dave Grusin. Aðallelkarar: Sandra
Bullock, Harry Connick, jr. Gena Rowlands og
Michael Paré.
Bandaríkjamenn eru einkenni-
lega samsettir, svo ekki sé meira
sagt. Þjóð þessi sem er mesta fram-
leiðsluþjóð í heiminum á sviði
klámmynda er nú á fjölmiðlatrippi
yfir kvenseminni í forseta sínum og
þótt hinn almenni Bandaríkjamað-
ur kæri sig ekki um að sjá forset-
ann viðurkenna yfirsjón sína í sjón-
varpinu demba fjölmiðlarnir soran-
um yfir þjóðina. Þetta er tiltekið
hér því að í byrjun Hope Floats er
sterk ádeila á þá vinsælu þætti í
bandaríska sjónvarpinu, sem stjóm-
að er af Rosie O'Donnell, Ricki
Lake, Geraldo og fleirum þar sem
mesta áhorf er þegar manneskjan er
niðurlægð í beinni útsendingu á
þann hátt að öðrum finnst það snið-
ugt. Aðalpersónan Birdee Pruitt er
fengin til að koma í slíkan þátt
(seinna þegar hún er spurð hvers
vegna segist hún hafa gefið kost á
sér vegna þess að hún hafi fengið
fría andlitsmálun og hárgreiðslu).
Hún fær ekki að vita fyrirfram
hvað bíður hennar og fær beint i æð
í beinni útsendingu, af vörum eigin-
manns síns, að hann hafi haldið við
bestu vinkonu hennar, sem einnig
er í þættinum, og ætli að yfirgefa
hana.
Þaö má segja að þetta sterka at-
riði, sem hefur yfirbragð svartrar
kómedíu, gefi falskar vonir um það
sem á eftir kemur því í framhaldi
fáum við melódramtíska frásögn
þegar Birdee, sem er niðurbrotinn
manneskja, er á leið til móður sinn-
ar í smábænum Smithville í Texas
þar sem hún hafði eitt sinn verið
fegurst kvenna. Heimkoman er öm-
urleg, allir sáu að sjálfsögðu sjón-
varpsþáttinn og er ekki laust við að
það hlakki í sumum. Birdee þarf
ekki bara að eiga við eigin tilfinn-
ingar heldur hafa stjóm á erfiðri
móður, og barni sem saknar föður
síns. Rómantíkin er þó ekki langt
undan þegar fyrrum vonbiðill gerir
sig líklegan, með hjálp móður
Birdee, til að fylla skarð eigin-
mannsins.
Þegar allar persónumar hafa ver-
ið kynntar til leiks má segja að
myndin fari í fastar skorður meðal-
mennskunnar þar sem kunnugleg
atburðarás ræður ríkjum. Þegar
maður er búinn að gefast upp á að
bíða eftir einhverju i líkingu við
byrjunina er fátt annað að gera en
fylgjast með góðum leik Söndru
Bullock og Genu Rowland í hlut-
verki móðurinnar. Vert er einnig að
benda á hina ungu Mae Whitman
sem sýnir einstaklega þroskaðan
leik í áhrifamiklu atriði þegar faðir
hennar yfirgefur hana öðm sinni.
Hilmar Karlsson
20
f ÓkllS 25. september 1998